Þekktu Þitt Hús: DJ Margeir

Þekktu Þitt Hús er nýr mánaðarlegur liður þar sem við fáum plötusnúða til velja fimm lög og bjóðum fólki síðan að giska á hvaða lög þetta eru.  Skemmtileg leið til að uppgvöta nýja tónlist eða klóra sér í skegginu.

Fyrir hlutann höfum við fengið DJ Margeir til að velja lögin fimm. Margeir sem um þessar mundir fagnar 20 ára starfsafmæli sem plötusnúður, þekkir heldur betur sitt hús og heldur heljarinnar partý á Kaffibarnum næstu helgi. Hér fyrir neðan má finna lögin. Ef þú kannast við eitthvert þeirra þá máttu endilega nefna lagið í athugasemdunum hér fyrir neðan.


Lag númer 1.


Lag númer 2.


Lag númer 3.


Lag númer 4.


Lag númer 5.

22 athugasemdir við “Þekktu Þitt Hús: DJ Margeir

  1. Mér finnst ég kannast við númer 3 og númer 1 minnir mig á Larry Heard, annars verð ég að gefa þetta áfram til mér vitrari og klárari manna, er ekki með þetta.

  2. Lag 1 hljómar eins og Tyree Cooper eða eitthvað álíka.
    Lag 2 er voða Robert Owens legt en kem því ekki fyrir mig.
    Lag 3 er 4th Measuremen (öðru nafni MK) og lagið 4 You, einmitt spilað sem múmía í PZ núna 3. mars hehe.
    Lög 4 og 5 kveiki ég ekki á.

  3. Hva’ er enginn að fara að ná þessu? Þurfum við að ræsa út Magga Lego?

    En alla vega komið eitt stig á Kristján!

  4. ….ég þekkti 4 U, strickly rhythm…klessik house…hitt er flott en aðeins og gamalt fyrir þrítugann mann eins og mig 🙂

  5. 5 : Index – Give Me A Sign

  6. Glæsilegt. Eitt stig á Eddu Sögu!

  7. Kristján ekkiPZ

    2. Fingers Inc – Music Take Me Up

  8. Þetta er erfitt og krefjandi – Er að fíla fyrsta lagið í botn – hef aldrei heyrt það áður – Lag nr 2 hef ég heyrt en á það ekki. Þetta er Robert Owens að syngja og líklega Larry með undirspilið. Hvort það er naglalakka bandið þeirra, veit ekki.

  9. Þetta Index lag er meiriháttar!

  10. Kristján er duglegur að gúgla, eftir að Skapti hafði komið honum á bragðið 🙂

    Nú vantar bara tvö lög upp á!

  11. Þekkti ekkert af þessum lögum, en gaman að heyra lög sem maður hefur aldrei heyrt áður! er að fíla lag nr 3 í botn!

  12. Ég held að lag nr.4 sé alveg pottþétt Yello, en ég er ekki með titilinn.
    Dónaleg bassalína.

  13. Góð ágiskun Ingvi. En röng engu að síður.

  14. Smá samantekt

    1.Óþekkt
    2. Fingers Inc – Music Take Me Up
    3. 4th. Measure Men – 4 you
    4.ÓÞekkt
    5. Index – Give Me A Sign

  15. Hvernig eigum við að hafa þetta? Eru menn bara búnir að gefast upp? Á ég að breyta þessu í vísbendingaspurningar?

  16. Væri kannski kúl fá vísbendingar. Spilaðiru eitthvað af þessu á laugardaginn?
    Ef svo er hvar voru glöggir lesendur þá?

  17. 1.Kc Flight – Dancin machine
    2. Fingers Inc. Music take me up
    3. MK . 4th Measure man – 4 u
    4. Held að þetta sé house mix af Nitzer ebb join in the chant eða Front 242 headhunter
    5 Index. Give me a sign.

  18. Góður Sir Ýmir!

    Þú færð stig fyrir fyrsta lagið og ert á réttum slóðum með fjórða lagið. En það er samt ekki rétt.

  19. Lag númer fjögur. Fyrsta vísbending.

    Meðlimir þessarar hljómsveitar, sem stofnuð var á því herrans ári 1987, hafa komið víða við í tónlistarsköpun sinni.

    Þeir hafa unnið með mörgum af virtustu tónlistarmönnum heims og ber þá helst að nefna menn eins og George Clinton úr P-Funk og R. Kelly.

    Spurt er, hver er hljómsveitin og hvað heitir lagið.

  20. Lag númer fjögur. Önnur vísbending.

    Góð ímynd, geislandi útlit og almennur glæsileiki skipti meðlimi þessarar hljómsveitar mjög miklu máli.

    Eins og glögglega má greina á myndinni sem birtist hér að neðan:

    Spurt er, hver er hljómsveitin og hvað heitir lagið.

  21. 1.Kc Flight – Dancin machine
    2. Fingers Inc. Music take me up
    3. MK . 4th Measure man – 4 u
    4. Die Warzau – „Strike To The Body“ (Lil Louis ‘Body Blow’ mix)
    5 Index. Give me a sign.

  22. Þá er gátan leyst. Til hamingju!

    Eitt stig á flesta, nema Magnús. Hann þurfti vísbendingar og fær hálft.

    Edda og Ýmir unnu, því þau giskuðu rétt á erfiðustu lögin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s