Föstudagsflagarinn – Keepin Me(Fauna Flash remix)

Að þessu sinni er flagarinn í yngri kantinum. Lagið „Keepin Me“ með hljómsveitinni Stereotyp er frá árinu 2006 en sat þó á árslista Party Zone árið 2007. Originallinn er hip hop, en félagarnir Christian Prommer og Roland Appel sem starfa saman undir nafninu Fauna Flash, eiga hér frábært remix.

Dramatískur vókallinn er notaður á smekklegan hátt yfir enn dramatískari hljómum og dramatíkin peakar svo í breakdowninu.

Þetta lag var í miklu uppáhaldi Jón Frímannssonar og öskrar hann ávallt „Barcode Anthem“ þegar maður nefnir lagið. Þessi póstur er einskonar beiðni um óskalag annað kvöld þar sem Jón og félagar í Reyk Veek munu vera með partý í hliðarsal Faktorý. Tilefni partýsins er útgáfa mixdisksins VEEK0002. Mixið sem inniheldur lög eftir spennandi íslenska raftónlistarmenn er sett saman af Óla Ofur. Það kostar 1000 krónur inn og fylgir diskurinn með.

3 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn – Keepin Me(Fauna Flash remix)

  1. Flott lag, heyri þetta nú í fyrsta skipti.

    Langar til að vera með á þessu kvöldi en kemst því miður ekki. Er hægt að nálgast niðurhal einhverstaðar?

  2. Jébb verður hægt. Læt þig vita.

    Er líklegur í að droppa þessu f. þig elsku maggi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s