Undanfarin misseri hefur vefsíðan Dj TechTools verið mikið lesin á mínum bæ. Á bakvið þessa síðu/vefverslun er metnaðarfullt og klárt fólk sem er að nýta stafræna tækni til tónlistarflutnings á skemmtilegan hátt. Ég hef áður talað um það hér á DansiDans að þægindi og sparnaður virðist oft ráðast för hjá stafrænum snúðum og að hljóðskrár og önnur tæknitól séu ekki nýtt á neina vegu sem er svo frábrugðin því sem gera má með tveimur vínylplötum. Skríbentar Dj TechTools falla þó ekki í þann hóp enda eru þeir forvígismenn svokallaðs „controllerisma„.
Nafnið controllerismi er komið af hugtakinu turntableism. En sem kunnugt er hefur það heiti verið notað yfir hip hop skotið skífuskank, bít juggl og fleiri listir sem plötusnúðar á borð við Q-Bert, DJ Craze og A-Trak leika á bakvið spilarana. Í turntableisma er plötuspilaranum á vissan hátt beitt sem hljóðfæri. Controllerism vilja þeir Dj TechTools menn svo nota sem heiti um sambærilega beitingu midi controllera, dvs kerfa, fartölva og annars tæknibúnaðs sem gerir manni kleift að manipúlera upptekna tónlist í rauntíma. Forrit eins og Serato Scratch Live, Traktor og Ableton Live eru þar á meðal auk óteljandi stýritækja frá óteljandi framleiðendum.
beat jugglað með controllerum
Nú er ég ekki sannfærður um eiginlegt ágæti controllerisma. Mér finnst þetta oft sömu effectarnir (filter, beat repeat og eitthvað stutter dót) notaðir á sama hátt yfir sömu tónlistina (electro house og wobblað dubstep). Þá er mjög auðvelt að missa sig í effectunum og gleyma að leyfa tónlistini að njóta sín. En það er kannski líka bara spurning um smekk. Allavega er ljóst að þarna úti er metnaðarfullt og öflugt fólk sem er að prófa sig áfram með allskyns tækni, tæki og tól. Það finnst mér vera fyrir öllu, að tölvutæknin og stafræn músík verði hvati að þróun og breytingum en ekki bara að plötusnúðar sleppi við að bera töskur og spari sér krónur. Í kringum controllerisman er að spretta upp öflug og góð menning sem verður spennandi að fylgjast með næstu misserinn.
Midi Fighter
Dj Tech Tools gera þessari menningu góð skil. Til þess að telja fátt eitt til má nefna nýlega umfjöllun um framtíð fartölvunnar, video um notkun á Microsoft Kinect sem tónlistarcontroller og grein um powertools, sampl pakka sem hentar fyrir live spilamennsku. Þá reka þeir félagar verslun sem m.a. selur retroskotna controllerinn þeirra Midi Fighter. Það er því vel þess virði að vafra um bloggfærslur þeirra Dj Tech Tools manna og velta fyrir sér controllerismanum.
Sammála með þegar að effectar eru allsráðandi og tónlistin býður ekki upp á neitt. Mér finnst samt Machine græjan vera töff, en er auðvitað ekki svokölluð dj græja. Þessi dude er frekar flinkur: http://www.youtube.com/watch?v=HdFlFxJFnfY