RA Real Scenes

Resident Advisor vefritið hefur ásamt fataframleiðandanum Bench ráðist í heimildamyndagerð. Undir nafninu „Real Scenes“ hefur RA hingað til birt þrjár stuttar myndir, en í hverri þeirra er raf- og danstónlistarsena einnar borgar tekinn fyrir. RA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og voru Bristol, Berlín og Detroit fyrstu viðfangsefnin. Nú er eflaust erfitt að gera svona risum góð skil í stuttri mynd  en myndirnar eru engu að síður forvitnilegar og skemmtilegar áhorfs og gefa smá innsýn í þessar borgir og fólkið sem byggir þær. Við mælum með þessu.

2 athugasemdir við “RA Real Scenes

  1. Finnst þeir vera að taka allt of stórar borgir fyrir. Vona að næstu þættir fara í að kynna aðrar borgir með minni senur.

  2. góðir þættir! fór samt á Tresor þegar ég var í berlín… hræðilegur staður, slæm tónlist og mjög mikið svona „lið“ þarna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s