Vínylskurður

Flestir lesendur þessarar síðu hafa eflaust klippt tónlist í stafrænu formi sundur og saman í þar til gerðum forritum. Sumir gamlir refir hafa jafnvel unnið með segulband, klippt það og límt og búið til edit og remix. En ætli það séu ekki færri sem hafa skorið í sundur og sett saman vínyl plötur eins og listamaðurinn Ishac Bertran hefur dundað sér við.

Plötuskurður

mynd af blog.ishback.com

Bertran sker skífurnar í sundur með leysigeisla og límir svo ólíka hluta saman með einföldum hætti. Þetta er hugmynd sem flestir sem hafa handleikið plötur hafa eflaust fengið en Bertran lét ekki þar við sitja heldur útfærir hana vel. Útkoman er nokkuð forvitnileg.

Endilega bendið á fleiri vínyl tilraunir í athugasemdunum ef þið lumið á slíku.

(via Wired)

 

 

 

 

 

3 athugasemdir við “Vínylskurður

  1. Man nú eftir einhverju artistadúói sem spilaði á undir jökli á Hellissandi sem hafði gert þetta nákvæmlega sama, nema það var ekki gert með geisla, spiluðu semsagt samanlímdar vinylplötur

  2. Helgi Már Kristjánsson

    það var sennilega inferno 5

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s