Korg Mono Fjölskyldan

Í fyrra kynnti hljóðfæraframleiðandin Korg hin stórskemmtilega Monotron hljóðgervil. Monotron-in, sem er svo lítill að hann passar í vasa, innheldur einn oscillator, sama filter og var notaður í hinum goðsagnakenndu MS 10/20 og einn LFO sem getur stýrt tíðni Oscillatorsins eða filternum, þessu er svo hægt að stýra með „ribbon“ sem er einskonar lyklaborð.

Monotroninum hefur greinilega gengið vel því hægt og rólega hefur Korg verið að bæta við fjölskyldumeðlimum í Monotron fjölskylduna. Fyrr á árinu kom út trommuheilinn monotribe og í þessum mánuði kynntu þeir Monotron Delay  og Monotron Duo sem byggja á sömu hugmynd.


Monotron Duo


Monotron Delay

Monotron serían þykir mér sniðug því hún býður upp á ódýra leið  til að fá smjörþefinn af analog synthesizerum.  Það er líka eitthvað nett við að taka upp synthesizer og heyrnatól í strætó.

One response to “Korg Mono Fjölskyldan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s