Árslisti 2011 – Karl Tryggvason

Þegar ég birti 2010 árslistan minn fagnaði ég því hversu fjölbreytt og opin danstónlistin væri orðin. Þegar leið á árið 2011 og ekki voru farnar að myndast nýjar spennandi senur, stefnur eða sánd fór ég að efast um að þetta væri gott að öllu leiti. Frelsið er auðvitað yndislegt en maður getur líka orðið því að bráð, plötusnúða sett verða stefnulaus og listamenn missa fókusinn og hvatninguna sem fylgir því að starfa í öflugri og samheldri senu (finnst ég sjálfur sekur um hið fyrrnefnda á árinu). Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni enn ég er ekki jafn viss um ágæti þessarar óvissu.

Þó er auðvitað ennþá verið að gera fullt af góðri tónlist eins og ráða má af listanum hér að neðan. En ég held að það sé ekki bara á mínum bæ þar sem svona fjölbreyttir en um leið sundurslitnir listar líta dagsins ljós. Á nýja árinu er ég einna helst spenntur fyrir þeirri grósku sem er að verða til á 140-160 bpm bilinu, juke, jungle, hip hop og dubstep er þar að mætast í frjósömum jarðvegi, vona að nýjar og öflugar stefnur festi þar rætur.

Árslisti 2011 – Karl Tryggvason

1. Blawan – Getting Me Down (White)
Maður heyrði fyrst af Blawan árið 2010 þegar hann gaf út 12” á Hessle Audio, þótt sú skífa hafi verið ansi góð gaf hún ekki vísbendingar um hversu rosalegt árið 2011 yrði hjá kappanum. Blawan hefur myndað nýtt og einstakt sánd, drífandi techno músík með uk bassa fílíng. Hljóðheimurinn er drungalegur en með drifkraft sem grípur mann ósjálfrátt, bassalínurnar og bassatrommurnar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Þessi öflugi nýliði átti árið 2011, hann remixaði ótal listamenn, gaf út fjölmargar smáskífur og átti öflug dj sett. Í “Getting Me Down” virkar þetta sánd hans einna best, hér er harðneskjunni teflt á móti mýktinni, sundur skorinn söngrödd Brandy og þessi bassalína og þessar trommur. Maður tekur undir með Brandy, “I wanna be down”.

2. Teeth – Shawty (502)
Teeth hinn finnski er annar nýliði sem átti gott ár. “Shawty” er gott dæmi um sándið hans, rythmadrifið og naumhyggjukent með hip hop attitjúd. Killer lag.

3. Tyler the Creator – Yonkers (XL)
Eftir mikið umtal og hæp sendi forsprakki OFWGKTA frá sér sína fyrstu “hefðbundnu” plötu, á alvöru labeli og með alvöru dreyfingu. Fyrir mig var þessi skífa ákveðinn vonbrigði, stóðst fyrri afurðum Tyler ekki snúningin, en “Yonkers” er ótrúlega gott, flott flow yfir góðan takt, þarf ekki mikið meir.

4. Unknown – Sicko Cell (Swamp 81)
Óþekkti listamaðurinn sem er ekki svo óþekktur. Electrobassatryllir sem leið fyrir það hversu langan tíma tók að gefa það út, en það hreyfir ennþá dansgólf og vókal sömplin eru fljótt að grafa sig í undirmeðvitundina þegar lagið ratar á fón. “I’m the information”.

5. James Blake – Order / Pan (Hemlock)
Á sinni fyrstu breiðskífu hélt James Blake áfram að tvinna saman melankólíska söngva og bassamúsík. Þeir straumar voru mér ekki að skapi en síðar á árinu rataði þessi rosalega 12” í verslanir undir merkjum Hemlock. Báðar hliðarnar eru ótrúlegar, sérstök sýn Blake á dubstep og aðra bassatóna kristallast í þessum lögum.

6. Cos-Ber-Zam – Ne Noya (Daphni Mix) / Daphni – Yes, I Know (Jiaolong)
Með “Sun” varð Caribou allt í einu að danstónlistar pródúsent og á árinu 2011 sýndi hann að honum er margt til lista lagt á því sviði. Með stórkostlegum dj mixum og frábærum 12” og remixum gerði hann góða hluti á árinu. Undir nafninu Daphni sendi hann frá sér lög með sérstakt sánd og sýndi áhugaverða nálgun á dansmúsík. Það var erfitt að velja titla á listann, en “Ne Noya” og “Yes I know” varð á endanum ofan á.

7. Boddika – Soul What (Swamp 81)
Instra:mental liðar voru afkastamiklir á árinu, saman og hvor í sínu lagi. “2727” ep Boddika stóð þó upp úr, hvert lagið öðru betra og ekki veikan blett að finna þar. “Soul What” stendur þó upp úr enda er ég svag fyrir vókal og syntha notkun af þessu tagi.

8. DJ Rum – Mountains (2nd Drop)
Mountains er metnaðarfullt verk í þremur hlutum, spannar ólík tempó, stefnur og strauma. Ótrúlega skemmtilegt áheyrnar og mikið ferðalag. Kemur m.a. inn á sánd sem ég er mjög spenntur fyrir þessa dagana, 150-160 bpm dansimúsík.

9. Cadenza – The Darkest Hype (Philip D. Kick Remix)(Dummy Mag)
Snemma árs fór að bera á juke remixum af jungle slögurum frá 10. áratug síðustu aldar. Hin dularfulli Philip D. Kick (trúi ekki að þetta nafn hafi ekki verið notað áður) stóð á bakvið mikið af þeim, þar birtist bresk útgáfa af þessu bandaríska sándi sem að mínu mati gefur frumútgáfunni ekkert eftir. Sumir djönglistar hneyksluðust yfir þessu, líta á þessi lög sem heilög og ósnertanleg en gleyma að mörg þeirra eru ósvífin í sömplum og áhrifavöldum sjálf. Í “The Darkest Hype” er Philip D. Kick í svipuðum fíling en að remixa nýtt lag. Mörg þekkt hip hop og danstónlistarminni hér á ferð, glettilega vel framsett.

10. Dub Phizix & Skeptikal – Marka feat. Strategy (Exit)
Dub Phizix klárlega nýliði ársins í drum & bass geiranum. Í “Marka” smíða hann og Skeptikal takta undir mannalæti Strategy. Öflugur dansgólfatryllir.

11. Blawan – Vibe Decorium / What You Do With What You Have (R&S)
12. Pangaea – Hex (Hessle Audio)
13. DJ Spinn – LOL (Planet Mu)
14. AraabMuzik – Make it Happen / AT2 (Duke)
15. Jamie Woon – Night Air (Polydor)
16. Emptyset – Function (Subtext)
17. Shackleton – Deadman (Honest Jon’s)
18. Cornelia – Aquarius Dreams (DVAs Hi:Emotions mix) (Camp Mozart)
19. Hudson Mohawke – CBat / All For Love (Warp)
20. Rustie – Ultra Thizz (Warp)

21. Hype Williams – The Throning (Destijl)
22. John Maus – Hey Moon (Upset! The Rhythm)
23. Ital Tek – Cobalt (Planet Mu)
24. Photek – Closer (Pinch Remix) (Tectonic)
25. The Weeknd – What You Need / The Morning (Self Released)
26. Peverelist – Sun Dance (Hessle Audio)
27. Chris Brown feat. Lil Wayne & Busta Rhymes – Look at Me Now (Jive)
28. Floating Points – Arp 3 (Eglo)
29. Steffi – Sadness / Yours (Ostgut Ton)
30. Julio Bashmore – Battle for the Middle of You (PMR)

31. Bal – All City (Dispatch)
32. Instra:mental – When I Dip (Nonplus)
33. Hardrive – Deep Inside (Pearson Sound Refix)(Night Slugs)
34. S-X – Woo (Butterz)
35. SBTRKT – Ready Set Loop (SBTRKT)
36. Bok Bok – Hyperpass (Night Slugs)
37. A Made Up Sound – Take the Plunge (A Made Up Sound)
38. Thundercat – Is it Love? (Brainfeeder)
39. Switch feat. Andrea Martin – I Still Love You (Dubsided)
40. Jessie Ware + Sampha – Valentine (Young Turks)

Breiðskífur:
1. Kuedo – Severant (Planet Mu)
2. Pinch & Shackleton – Pinch & Shackleton (Honest Jon’s)
3. LFO – Frequencies (Warp) (Re release)
4. Sully – Carrier (Keysound)
5. Ýmsir – 116 & Rising (Hessle Audio)
6. Zomby – Dedication (4 Ad)
7. Oneohtrix Point Never – Replica (Software)
8. Andy Stott – Passed Me By (Modern Love)
9. Phillip D. Kick – Footwork Jungle Vol.1, 2 & 3 (Bootleg / MP3)
10. The Weeknd – House of Baloons (Self Released)

Label:
1. Planet Mu
2. Swamp 81
3. Rush Hour
4. R&S
5. Critical
6. Nonplus
7. Honest Jon’s
8. Shogun Audio
9. Brainfeeder
10. Soul Jazz

3 athugasemdir við “Árslisti 2011 – Karl Tryggvason

  1. ah, sniðugt, takk fyrir.

  2. Flottur listi og skemmtileg lesning, minn listi er hér. Hinsvegar ekki jafn krassandi frásagnir.

    http://www.ingvijonasson.com/updates/best-of-2011

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s