Mynd

DansiDans Hlaðvarp #15- Karíus & Baktus

dansidans_hladvarp_15
DansiDans Hlaðvarp #15 – Karíus & Baktus

Minimal töffararnir Karíus og Baktus, einnig þekktir sem Raffi og Heimir, hafa verið virkir í íslensku klúbbalífi síðastliðinn ár. Þeir hafa skipulagt ýmis kvöld og eru hluti af Reyk Veek crewinu. Strákanir hafa einnnig farið í útrás og spilað í hinum ýmsu partýjum víðsvegar um heiminn meðal annars Barcelona og Færeyjum.

Syrpa þeirra félaga er rúmlega 100 mínutna blanda af eðal HouseTechMinimali enda kominn tími til.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Okkar hefðbunda setup..1 mixer og 3 CDjs. Þetta er edit úr 150 mínútna upptöku sem er góð blanda af nýju stöffi og gömlu, engin pæling bakvið nema það að spila lög sem passa saman og taka flæðið aðeins lengra…

 2. Hvað eruði annars að bralla þessa dagana?
Við erum á fullu, líkt og undanfarna mánuðina, að vinna í REYKVEEK. Höfum lítið verið að spila eða semja í studioinu en það fer að koma meiri kraftur í okkur með vorinu.

3. Hvernig finnst ykkur “senan” á Íslandi?
Rétt eftir hrun varð maður mjög svartsýnn – mikið af góðum stöðum sem lokuðu eða breyttust í eitthvað allt annað en það sem þeir höfðu verið, og því fylgdi almennt „apathy“ í senunni.

Undanfarið árið eða svo fóru hlutirnir aftur í gang og það er mjög gaman og jákvætt að sjá hversu mikið af ungu liði er að taka upp boltan og mixerinn. Fólk er loksins að átta sig á því að það gerist ekkert nema að maður vaði sjálfur úti laugina, hvort sem það er að DJa, halda partý, promota ofl. Það er líka mjög gott að sjá skemmtistaðina pæla mikið í þessum málum, gefa fólkinu séns á að búa til gott partý ef conceptið og framkvæmdin er til staðar.

4. Hvað fíliði?
Classic house og miðjarðarhafs stemmningu og menningu… og Jorge González

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Klúbbur er kirkja trúleysingjans.
Takið frá seinustu helgina í mars. Fylgist með á http://www.facebook.com/l/sAQECAjMZAQF23_66TNY8vmmLFy8t83YaGAjeOKj1m3ZbKw/
www.reykveek.com

Lagalisti:
1.Phylyps Trak II/II – Basic Channel
2.Yemsa (Fabrizio Maurizi Remix) – Alexkid
3.Its Lover Love (Kiki Emotional mix) – Aerea Negrot
4.Maccaja (SM remix) – Lula Circus
5.Mood night – Amir
6.Future (Kenny Larkin Tension Mix) – Kevin Saunderson Feat Inner City
7.Pumpin Groovin – Lula Circus
8.Jazz Snake – Zeitgeist
9.Gajey – Premiesku
10.Cocua – Uner
11.Together – Tiger Stripes
12.The Sound (2011 edit) – Reese & Antonio
13.Luv Cant hurt (Nebraska 86 mix) – Salvatore Freda
14.Daddy – Reboot
15.Tamala – Sis
16.Pallene – Uner
17.Hands up – Samuel Dan
18.Love in me (Maceo Plex remix) – Laura Jones
19.Café Del Mar (Ricardo Villalobos Remix) – Energy 52
20.Home (Kollektiv Turmstrasse – Interstellar Mix) – M.A.N.D.Y. & Booka Shade
21.So long – Larse
22.Polka Dot Dress – Audiojack

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

One response to “DansiDans Hlaðvarp #15- Karíus & Baktus

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s