Greinasafn eftir: Ingvi Jonasson

Föstudagsflagarinn: Dj Sneak – You can´t hide from your Bud

Ég sá Dj Sneak spila um árið í Berlin. Settið hans var ekkert það besta sem ég hef heyrt en ótrúlega góður að mixa var hann. Það sem fór í taugarnar á mér voru popp akapellur á borð við Beyonce og Black Eyed Peas. Frekar ungur danshópur á ferð og hafði það vissulega áhrif á hann. Finnst samt skrítið að hann skuli vera með svona dót í kassanum sínum.

Ég tala ekki um DJ Sneak að ástæðulausu en hann á föstudagsflagarann að þessu sinni. „You can´t hide from your Bud“ er algjör klúbbatryllir. Lagið kom út árið 1997 og skartar einni af feitustu bassalínum síðari ára. Sömplin úr þessu lagi ættu ekki að fara framhjá neinum og fær lag Teddy Pendergrass, „You can´t hide from yourself“ að fylgja með. Góða helgi.

Föstudagsflagarinn – Groove La Chord

Föstudagsflagarinn þessa vikuna er rosaleg techno bomba. Ég heyrði þetta lag með Aril Brikha fyrst árið 1999 á disknum „Thomsen // Neðri hæðin“ þar sem DJ Frímann sá um ferðina. Verð að viðurkenna að ég man ekkert rosalega mikið eftir disknum hans Frímans en hann byrjaði einmitt á þessu lagi og gleymi ég því ekki. Fyrir mér var þetta svona lag þar sem að maður fannst eins og að maður hafi heyrt það áður, þó svo að maður var að heyra það í fyrsta skipti. Frekar undarlegt og man ég ekki eftir neinu öðru lagi sem vakti upp svipaða tilfinningu.

Síðan þá hefur maður heyrt þennan slagara ansi oft og er alveg víst að maður eigi eftir að heyra þetta áfram í komandi framtíð. Þetta klikkaða grúv hljómar alveg eins gott og það gerði við fyrstu hlustun.

Í desember síðastliðnum komu út nýjar útgáfu af þessu lagi og ber þar að nefna mix eftir Deetron, Octave One og Jori Hulkonen. Fín mix þar á ferð en Deetron mixið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Seinna í þessum mánuði kemur síðan út ný safnplata með þessum kappa þar sem þessa klassík er að finna ásamt öðrum perlum.

Góða helgi
Ingvi Jónasson

Topp 10 – Febrúar

Það er komið nýtt ár og listasmíðin heldur áfram. Lesendum er velkomið að pósta listanum sínum í comment.

Magnús Felix
1.Bjartmar Guðlaugson – Týnda Kynslóðin(Viktor Birgiss edit)
2.Recloose  – Myn 230(Rush Hour)
3. Pointdexter & Armando – Work That Mutha Fucker(Muzique)
4.Cuthead – The Sinner(Uncanny Valley)
5.Jose James – Warrior(Bronswood UK)
6.Equalized – EQD #001(EQD)
7.Bakey USTL – A Tender Place(Unthank)Steve
8. Soundstream – Tease Me(Soundstream)
9.T++  – Anyi(Honest Jon’s)
10.Blake Baxter – Our Love (Deck Classic)

Ingvi
1.Loin Brothers –  Garden Of Vargulf (Tornado Wallace remix)(Future Classic)
2.6th Borough – Project: – Closer(Instruments of Rapture)
3.Dimitri From Tokyo –  I Rob To Dance(Hands of Time)
4.Francis Inferno Orchestra –  Meet Me In Salt Lake City(Under The Shade)
5.Lump – Riding(Amplified)
6.Kyle Hall: After Fall
7.Herb Martin – Soul Drums(Ibadan)
8.Aril Brikha: Groove La Chord (Deetron remix)
9.Daniel Wang – Shadows(Rush Hour)
10.Atjazz feat. Robert Owens: Love Someone (G Family remix)(Atjazz)

Meiri upplýsingar og spilari er hægt að finna á síðunni minni.

Karl Tryggvason
1. Instra:mental – Voyeur (Disfigured Dubs)
2.  Untold – „Anaconda“ (Tribal Guarachero mix) (SSSSS)
3.  Ýmsir – Mosaic Vol. 1 (Exit)
4.  Forest Swords – Dagger Path (Old English Spelling bee)
5.  Distal – Typewriter Tune (Surefire Sound)
6.  Wax – No 20202 (Pinch mix) (Wax)
7.  Skream – Firecall (MPFree)
8.  Martyn & Mike Slott – All Nights (All City)
9.  Morgan Zarate – Hookid EP (Hyperdub)
10.  Ghost Mutt – Thoroughbred (Donkey Pitch)

Jólaflagarinn

Dansidans óskar unnendum danstónlistar gleðilegra jóla. Það er langt síðan síðasti flagari birtist hér á síðunni en nokkur af mínum uppáhalds lögum ætla ég hér að deila með ykkur í dag. Fyrst ber að nefna lag eftir eftir finnan Jori Hulkkonen. Lagið heitir Let me luv u og kom út á ágætu útgáfufyrirtæki Laurent Garnier „F Communication“.

Mjúk húsbomba hér á ferð eins og næsta lag með „EastWest Connection“. Árið 1997 tóku þeir sig til og endurgerðu hið frábæra More I get, more I want með Teddy Pendergrass. Hér hjómar það í hreint út sagt frábæru hús mixi. Algjör Klassík.

Frábær söngur og draumkennt syntaflæði. Eins gott og það gerist verð ég að segja. Ótrúlegt finnst mér hversu vel heppnað þetta mix er rétt eins og upprunalega útgáfan, þó lögin ekki svo lík séu. Þess vegna verður upprunalega útgáfan að fylgja með. Því miður er aðeins hægt að horfa á hana á youtube síðunni. Teddy er rosalega flottur á sviðinu.

Gleðilegt dansár og sjáumst á næsta ári.
Ingvi Jónasson

Aaron Carl látinn

Flestir danstónlistaunnendur er líklegast búnir að heyra sorgarfréttirnar en á fimmtudaginn lést húspródúserinn Aaron Carl úr krabbameini. Aaron var frábær tónlistarmaður og karakter. Ferillinn hans náði yfir áratug og hann átti helling af vinsælum útgáfum, þar á meðal „Down“, „Switch“ og „Sky“ en Tommi White gaf út það síðarnefnda á útgáfufyrirtækinu sínu „New Icon“.

aaron carl

Aaron Carl kom og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi við frábærar undirtektir og var hann mikill íslandsvinur. Hann átti marga persónulega vini hér á landi og við vottum öllum þeim sem þekktu hann innilegrar samúðar.

Föstudagsflagarinn: Papermusic – Issue one

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er er rosaleg hús tólf tomma frá árinu 1995. Þessir tónar koma frá Manchester borg, frá frábærum snúðum og félögum, þeim Elliot Eastwick og Miles Holloway eða öllu heldur „Papermusic“, en þeir komu einmitt við á klakkanum nokkrum sinnum og spiluðu fyrir dansglaða Íslendinga seint á síðustu öld. Strákarnir stofnuðu útgáfufyrirtækið „Paper Recordings“ í kringum 1995 og var „Issue one“ eitt að fyrstu útgáfunum. Tólf tomman inniheldur hið frábæra lag „Downtime“ og alls ekki síðra lag „The Bridge“, en fyrir þá sem ekki muna er hið síðarnefnda lag að finna á íslenska mixdiskinum „Partyzone 96“.

Að mínu mati hljómar Downtime eins frábærlega í dag og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti á safnplötunni Splinter. Þetta er algjör klassík.

Funky breikið (min 2:23) er svakalegt.

Ingvi Jónasson