Greinasafn eftir: K

Plötublæti

Nokkrir skemmtilegir linkar á skemmtilegt plötu tengt stöff. Fyrir vínyl perrana.

Dust and Grooves birtir forvitnileg viðtöl við alvöru diggera, flottar myndir af fallegum plötum sem eiga heima í flottum söfn og skemmtilegar sögur sem því tengjast. Góð lesning og þeir bjóða líka upp á góða tóna.

Dust and Grooves heimsækja King Britt

DJ Rooms er á tengdum slóðum en þeir birta myndir af hljóðverum og herbergjum plötusnúða.

Dj Rooms taka hús á Marcel Dettmann

Schallplatten og Vinyl Liebe  bloggin eru svo enn minimalískari en þau birta plötutengdar myndir sem ylja manni um hjartaræturnar.

Vinyl Liebe halda upp á Miles

Brunarústir hjá Fuck Yeah Schallplatten

The Joy of Disco

The Joy of Disco er skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur  t.d. David Mancuso og Nicky Siano.

Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.

Plötusnúðamannasiðir

Eins og margar aðrar stéttir aumka plötusnúðar sér oft yfir skilningsleysi viðskiptavina sinna (þ.e. skemmtistaðagesta og eigenda), þannig er algengt að sjá lista yfir kjánalegar og kaldhæðnislegar óskalagabeiðnir, kvartanir yfir aðstæðum og tækjabúnaði og kveinstafi yfir smekkleysi áheyrenda svo fátt eitt sé nefnt. Núna síðustu daga hefur eftirfarandi myndband t.d. gengið um veraldarvefinn og plötusnúðar tekið undir í kór:

Þá hefur einnig hlakkað í mörgum plötusnúðnum yfir þessu skemmtilega bloggi.

Atriði sem er þó sjaldnar talað um eru mannasiðir plötusnúðanna sjálfra, gagnvart crowdinu, hvor öðrum og sjálfum sér. Hér er smá listi yfir atriði sem mér finnst að dj’ar ættu að hafa á hreinu, endilega bætið við eða andmælið þessum pælingum í commentunum.

  • Plötusnúðar mæta með sín eigin headphone og eigin nálar (ef þeir spila vínyl). Ef þú vilt fá að nota slíkar græjur annarra plötusnúða á undan ættirðu að sjálfsögðu að spyrja um leyfi, ekki gera ráð fyrir því og ekki endilega búast við því að allir segi já.
  • Ef þú varst að fá þér nýja (Apple) tölvu og ert að nota hana til dj mennsku – farðu þá í System Preferences -> Sound -> og afhakaðu „Play feedback when volume is changed“ möguleikann.
  • Ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega ertu semi-drullusokkur, ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega og fá borgað fyrir það ertu fáviti.
  • Ég er sjálfur með handónýtt eyru og hef andmælt wav-snobbi í óöryggiskennd minni, en allt minna en 256 kbps mp3 er algert no no (64kbps grime rip úr sjóræningjaútvarpi er þó leyfilegt) og nei, youtube rippið þitt er ekki „í fínum gæðum“.
  • Hafðu smá tilfinningu fyrir því hvar þú ert að spila og við hvaða aðstæður. Ertu headliner á stórum viðburði sem var auglýstur vel og fólk borgaði fyrir eða ertu nafnlaust flón sem var hent út í horn til þess að spila tónlist fyrir drukkið fólk? Hverjar eru áherslurnar almennt á staðnum sem þú ert staddur á? Spilamennskunni, attitjúdi og tónlistarvali ætti að haga í samræmi við hvar þú ert staddur á svona skala.
  • Þegar þú ert að spila þá ertu að spila. Þú þarft ekki að fara á Facebook þótt það sé frítt wi-fi og að forritið sjái um að mixa fyrir þig. Þú átt heldur ekki að vera í símanum.
  • Ekki verða (of) fullur.
  • Ekki biðja aðra plötusnúða um að fá að „taka eina skiptingu“.

Ég er sjálfur sekur um margt hér að ofan, síðasta punktin braut ég t.d. bara um daginn (reyndar með örlítið meiri fyrirvara). En batnandi mönnum er best að lifa og mér finnst að maður ætti að hafa þetta í huga. Umboðsmaður plötusnúða gæti svo einbeitt sér að því að lögfesta ofantöld atriði.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Árslisti 2011 – Karl Tryggvason

Þegar ég birti 2010 árslistan minn fagnaði ég því hversu fjölbreytt og opin danstónlistin væri orðin. Þegar leið á árið 2011 og ekki voru farnar að myndast nýjar spennandi senur, stefnur eða sánd fór ég að efast um að þetta væri gott að öllu leiti. Frelsið er auðvitað yndislegt en maður getur líka orðið því að bráð, plötusnúða sett verða stefnulaus og listamenn missa fókusinn og hvatninguna sem fylgir því að starfa í öflugri og samheldri senu (finnst ég sjálfur sekur um hið fyrrnefnda á árinu). Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni enn ég er ekki jafn viss um ágæti þessarar óvissu.

Þó er auðvitað ennþá verið að gera fullt af góðri tónlist eins og ráða má af listanum hér að neðan. En ég held að það sé ekki bara á mínum bæ þar sem svona fjölbreyttir en um leið sundurslitnir listar líta dagsins ljós. Á nýja árinu er ég einna helst spenntur fyrir þeirri grósku sem er að verða til á 140-160 bpm bilinu, juke, jungle, hip hop og dubstep er þar að mætast í frjósömum jarðvegi, vona að nýjar og öflugar stefnur festi þar rætur.

Árslisti 2011 – Karl Tryggvason

1. Blawan – Getting Me Down (White)
Maður heyrði fyrst af Blawan árið 2010 þegar hann gaf út 12” á Hessle Audio, þótt sú skífa hafi verið ansi góð gaf hún ekki vísbendingar um hversu rosalegt árið 2011 yrði hjá kappanum. Blawan hefur myndað nýtt og einstakt sánd, drífandi techno músík með uk bassa fílíng. Hljóðheimurinn er drungalegur en með drifkraft sem grípur mann ósjálfrátt, bassalínurnar og bassatrommurnar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Þessi öflugi nýliði átti árið 2011, hann remixaði ótal listamenn, gaf út fjölmargar smáskífur og átti öflug dj sett. Í “Getting Me Down” virkar þetta sánd hans einna best, hér er harðneskjunni teflt á móti mýktinni, sundur skorinn söngrödd Brandy og þessi bassalína og þessar trommur. Maður tekur undir með Brandy, “I wanna be down”.

2. Teeth – Shawty (502)
Teeth hinn finnski er annar nýliði sem átti gott ár. “Shawty” er gott dæmi um sándið hans, rythmadrifið og naumhyggjukent með hip hop attitjúd. Killer lag.

3. Tyler the Creator – Yonkers (XL)
Eftir mikið umtal og hæp sendi forsprakki OFWGKTA frá sér sína fyrstu “hefðbundnu” plötu, á alvöru labeli og með alvöru dreyfingu. Fyrir mig var þessi skífa ákveðinn vonbrigði, stóðst fyrri afurðum Tyler ekki snúningin, en “Yonkers” er ótrúlega gott, flott flow yfir góðan takt, þarf ekki mikið meir.

4. Unknown – Sicko Cell (Swamp 81)
Óþekkti listamaðurinn sem er ekki svo óþekktur. Electrobassatryllir sem leið fyrir það hversu langan tíma tók að gefa það út, en það hreyfir ennþá dansgólf og vókal sömplin eru fljótt að grafa sig í undirmeðvitundina þegar lagið ratar á fón. “I’m the information”.

5. James Blake – Order / Pan (Hemlock)
Á sinni fyrstu breiðskífu hélt James Blake áfram að tvinna saman melankólíska söngva og bassamúsík. Þeir straumar voru mér ekki að skapi en síðar á árinu rataði þessi rosalega 12” í verslanir undir merkjum Hemlock. Báðar hliðarnar eru ótrúlegar, sérstök sýn Blake á dubstep og aðra bassatóna kristallast í þessum lögum.

6. Cos-Ber-Zam – Ne Noya (Daphni Mix) / Daphni – Yes, I Know (Jiaolong)
Með “Sun” varð Caribou allt í einu að danstónlistar pródúsent og á árinu 2011 sýndi hann að honum er margt til lista lagt á því sviði. Með stórkostlegum dj mixum og frábærum 12” og remixum gerði hann góða hluti á árinu. Undir nafninu Daphni sendi hann frá sér lög með sérstakt sánd og sýndi áhugaverða nálgun á dansmúsík. Það var erfitt að velja titla á listann, en “Ne Noya” og “Yes I know” varð á endanum ofan á.

7. Boddika – Soul What (Swamp 81)
Instra:mental liðar voru afkastamiklir á árinu, saman og hvor í sínu lagi. “2727” ep Boddika stóð þó upp úr, hvert lagið öðru betra og ekki veikan blett að finna þar. “Soul What” stendur þó upp úr enda er ég svag fyrir vókal og syntha notkun af þessu tagi.

8. DJ Rum – Mountains (2nd Drop)
Mountains er metnaðarfullt verk í þremur hlutum, spannar ólík tempó, stefnur og strauma. Ótrúlega skemmtilegt áheyrnar og mikið ferðalag. Kemur m.a. inn á sánd sem ég er mjög spenntur fyrir þessa dagana, 150-160 bpm dansimúsík.

9. Cadenza – The Darkest Hype (Philip D. Kick Remix)(Dummy Mag)
Snemma árs fór að bera á juke remixum af jungle slögurum frá 10. áratug síðustu aldar. Hin dularfulli Philip D. Kick (trúi ekki að þetta nafn hafi ekki verið notað áður) stóð á bakvið mikið af þeim, þar birtist bresk útgáfa af þessu bandaríska sándi sem að mínu mati gefur frumútgáfunni ekkert eftir. Sumir djönglistar hneyksluðust yfir þessu, líta á þessi lög sem heilög og ósnertanleg en gleyma að mörg þeirra eru ósvífin í sömplum og áhrifavöldum sjálf. Í “The Darkest Hype” er Philip D. Kick í svipuðum fíling en að remixa nýtt lag. Mörg þekkt hip hop og danstónlistarminni hér á ferð, glettilega vel framsett.

10. Dub Phizix & Skeptikal – Marka feat. Strategy (Exit)
Dub Phizix klárlega nýliði ársins í drum & bass geiranum. Í “Marka” smíða hann og Skeptikal takta undir mannalæti Strategy. Öflugur dansgólfatryllir.

11. Blawan – Vibe Decorium / What You Do With What You Have (R&S)
12. Pangaea – Hex (Hessle Audio)
13. DJ Spinn – LOL (Planet Mu)
14. AraabMuzik – Make it Happen / AT2 (Duke)
15. Jamie Woon – Night Air (Polydor)
16. Emptyset – Function (Subtext)
17. Shackleton – Deadman (Honest Jon’s)
18. Cornelia – Aquarius Dreams (DVAs Hi:Emotions mix) (Camp Mozart)
19. Hudson Mohawke – CBat / All For Love (Warp)
20. Rustie – Ultra Thizz (Warp)

21. Hype Williams – The Throning (Destijl)
22. John Maus – Hey Moon (Upset! The Rhythm)
23. Ital Tek – Cobalt (Planet Mu)
24. Photek – Closer (Pinch Remix) (Tectonic)
25. The Weeknd – What You Need / The Morning (Self Released)
26. Peverelist – Sun Dance (Hessle Audio)
27. Chris Brown feat. Lil Wayne & Busta Rhymes – Look at Me Now (Jive)
28. Floating Points – Arp 3 (Eglo)
29. Steffi – Sadness / Yours (Ostgut Ton)
30. Julio Bashmore – Battle for the Middle of You (PMR)

31. Bal – All City (Dispatch)
32. Instra:mental – When I Dip (Nonplus)
33. Hardrive – Deep Inside (Pearson Sound Refix)(Night Slugs)
34. S-X – Woo (Butterz)
35. SBTRKT – Ready Set Loop (SBTRKT)
36. Bok Bok – Hyperpass (Night Slugs)
37. A Made Up Sound – Take the Plunge (A Made Up Sound)
38. Thundercat – Is it Love? (Brainfeeder)
39. Switch feat. Andrea Martin – I Still Love You (Dubsided)
40. Jessie Ware + Sampha – Valentine (Young Turks)

Breiðskífur:
1. Kuedo – Severant (Planet Mu)
2. Pinch & Shackleton – Pinch & Shackleton (Honest Jon’s)
3. LFO – Frequencies (Warp) (Re release)
4. Sully – Carrier (Keysound)
5. Ýmsir – 116 & Rising (Hessle Audio)
6. Zomby – Dedication (4 Ad)
7. Oneohtrix Point Never – Replica (Software)
8. Andy Stott – Passed Me By (Modern Love)
9. Phillip D. Kick – Footwork Jungle Vol.1, 2 & 3 (Bootleg / MP3)
10. The Weeknd – House of Baloons (Self Released)

Label:
1. Planet Mu
2. Swamp 81
3. Rush Hour
4. R&S
5. Critical
6. Nonplus
7. Honest Jon’s
8. Shogun Audio
9. Brainfeeder
10. Soul Jazz

Tónlistartímaritið Muzik

Um daginn rakst ég á vefsíðu tónlistartímaritsins Muzik sem var gefið út á árunum 1995-2003. Ég á margar góðar minningar um Muzik, keypti svo til hvert tölublað á tímabili og höfðu greinar, skrif og gagnrýni þess mikil áhrif á mig. Muzik var ásamt Undirtónum og Knowledge ein helsta upplýsingaveita mín um nýja tónlist og gagnrýna umfjöllun um lífstílinn og menninguna sem tónlistinni fylgdi. Mér þótti Muzik alltaf á hærra plani en t.d. Mixmag (með myndir af berum stelpum og greinar um „how to get twatted in Ibiza“) og hafa skemmtilegri efnistök en DJ Mag. Það var einna helst Jockey Slut sem stóðst Muzik snúninginn að mínu mati en það var oft illfáanlegt í bókabúðum höfuðborgarinnar.

Muzik

Þessi tímaritskaup mín voru auðvitað fyrir tíma internetsins, en hún er margtugginn klisjan um hversu mikið internetið hefur breytt gangi mála. Ég minnist þess oft að lesa um lög eða plötur og reyna að gera mér í hugarlund hvernig þau hljómuðu útfrá lýsingum og myndum. Þegar maður svo komst yfir tónlistina í útvarpi eða Þrumunni löngu síðar var tónlistin auðvitað allt önnur en sú sem hafði ómað í ímyndun manns.

Ástæðan fyrir þessari færslu er annars sú að hægt er að ná í öll tölublöð Muzik á pdf formi á vefsíðu þeirra. Þannig er hægt að rifja upp gamla tíma eða kynnast þeim í fyrsta sinn. Það er allt öðruvísi að lesa samtímaheimildir heldur en að skoða fortíðina í gegnum nostalgíugleraugun góðu. Tímans tönn fer misvel með skrif Muzik manna, en það getur verið fróðlegt að skanna skrif þeirra um liðna tíma og gamlar hetjur. Mæli með því!

Last.fm kryfja vinsældarlistana

Flest tónlistarumfjöllun er, eðli málsins samkvæmt, huglæg. Samtöl, rökræður, gagnrýni og umfjöllun um tónlist getur verið rökum stutt og byggð á þekkingu eða tæknilegri færni en veltur á endanum oft á huglægu mati. Gæði og gildi slíkra skoðana er efni í margar færslur en í þessari færslu langaði mig að líta á gagnadrifina og hlutlæga tónlistarkrufningu Last.fm teymisins.

Last.fm, fyrir þá sem ekki vita, er vefþjónusta tengd tónlist. Hægt er að skrá sig á last.fm og nota þjónustuna til þess að halda utan um stafræna tónlistarhlustun sína. Í framhaldinu getur maður skoðað tölfræði og kynnst nýrri tónlist byggt á þeirri sem maður hefur áður hlustað á. Undanfarna mánuði hafa Last.fm matað tölvurnar sínar með 15,000 lögum af breska vinsældalistanum á árunum 1960 til 2008 og greint hlutlæga eiginleika tónlistarinnar. Tölvurnar hafa svo metið hraða, dýnamík, tóntegundir, breytingar í sveiflu og fleira tónlistartengt sem hægt er að mæla á hlutlægan hátt. Niðurstöðurnar úr þessari greiningu Last.fm eru um margt forvitnilegar og hafa þeir útlistað hluta þeirra á blogginu sínu.

Í fyrsta hluta benda last.fm á hvernig ryþma og slagverksdrifin tónlist hefur vaxið og minnkað í vinsældum í gegnum áratugina. Það sést t.d. glögglega á meðfylgjandi grafi. Diskó, einhver? Í öðrum hlutanum líta þeir á hversu flókin lög eru í tónblæ og hljómsetningu og kemur kannski ekki á óvart að pönkið skorar hátt í hvorugu. Í þriðja kafla frásagnarinnar af rannsókn þessari er litið til takfestu og hraða, þar virðast trommuheilar og önnur tækni hafa haft sín áhrif síðustu áratugi. Þá hafa gagnarýnar last.fm litið á hin svokölluðu „loudness stríð“ en því hefur verið haldið fram að dýnamík í tónlist sé að víkja fyrir alltumlykjandi kröfu um mikin hljóðstyrk og hversu algengar hálftóna „gír skiptingar“ eru í popp tónlist, enda öflugt (en kannski soldið ódýrt) trikk.

ryþma- og slagverkskraftur í tónlist vinsældalistanna (tekið af last.fm)

Þessi hraðsoðna samantekt mín gerir rannsóknum Last.fm síður en svo full skil og mæli ég með að fólk skoði greinar þeirra. Þá mæli ég með last.fm scrobblernum fyrir tölfræðinördana þarna úti, maður getur komist að ýmsu fróðlegu um hlustunarmynstur sitt með þeim hætti. Með vaxandi tækni- og tölvuvæðingu samfélagsins mun svona hlutbundin umfjöllun, byggð á raunverulegum gögnum, eflaust riðja sér til rúms á fleiri sviðum. Það getur verið gagnlegt og skemmtilegt, en hið huglæga ætti maður þó ætíð að hafa fast í huga.

Vínylskurður

Flestir lesendur þessarar síðu hafa eflaust klippt tónlist í stafrænu formi sundur og saman í þar til gerðum forritum. Sumir gamlir refir hafa jafnvel unnið með segulband, klippt það og límt og búið til edit og remix. En ætli það séu ekki færri sem hafa skorið í sundur og sett saman vínyl plötur eins og listamaðurinn Ishac Bertran hefur dundað sér við.

Plötuskurður

mynd af blog.ishback.com

Bertran sker skífurnar í sundur með leysigeisla og límir svo ólíka hluta saman með einföldum hætti. Þetta er hugmynd sem flestir sem hafa handleikið plötur hafa eflaust fengið en Bertran lét ekki þar við sitja heldur útfærir hana vel. Útkoman er nokkuð forvitnileg.

Endilega bendið á fleiri vínyl tilraunir í athugasemdunum ef þið lumið á slíku.

(via Wired)

 

 

 

 

 

Syrpu Syrpa

Linkum hér á nokkrar góðar plötusnúðasyrpur til þess að stytta manni stundir og létta manni lund. Garage dubstepparinn Sully gerði syrpu fyrir XLR8R hlaðvarpið, líkt og nýleg breiðskífa Sully þá brúar mixið bil á milli garage/dubstep tóna og juke tónlistarinnar, þétt, fjölbreytt og áhugaverð syrpa. Fyrst við minnumst á fjölbreyttar syrpur er rétt að benda á Essential Mix íslandsvinarins James Blake en þar gætir ýmissa grasa svo ekki sé meira sagt.

Fyrir þá sem vilja bara alvöru techno má linka á Cosmin TRG kaflann í RA hlaðvarpinu. Að lokum viljum við vekja athygli á mixunum úr nýjum útvarpsþætti Mary Anne Hobbs en stúlkan sú er ansi lunkin við að fá hæfileikaríkt fólk í heimsókn. Endilega mælið með syrpum í athugasemdunum ef þið lumið á einhverjum góðum.

RA Real Scenes

Resident Advisor vefritið hefur ásamt fataframleiðandanum Bench ráðist í heimildamyndagerð. Undir nafninu „Real Scenes“ hefur RA hingað til birt þrjár stuttar myndir, en í hverri þeirra er raf- og danstónlistarsena einnar borgar tekinn fyrir. RA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og voru Bristol, Berlín og Detroit fyrstu viðfangsefnin. Nú er eflaust erfitt að gera svona risum góð skil í stuttri mynd  en myndirnar eru engu að síður forvitnilegar og skemmtilegar áhorfs og gefa smá innsýn í þessar borgir og fólkið sem byggir þær. Við mælum með þessu.

DJ TechTools og controllerisminn

Undanfarin misseri hefur vefsíðan Dj TechTools verið mikið lesin á mínum bæ.  Á bakvið þessa síðu/vefverslun er metnaðarfullt og klárt fólk sem er að nýta stafræna tækni til tónlistarflutnings á skemmtilegan hátt. Ég hef áður talað um það hér á DansiDans að þægindi og sparnaður virðist oft ráðast för hjá stafrænum snúðum og að hljóðskrár og önnur tæknitól séu ekki nýtt á neina vegu sem er svo frábrugðin því sem gera má með tveimur vínylplötum. Skríbentar Dj TechTools falla þó ekki í þann hóp enda eru þeir forvígismenn svokallaðs „controllerisma„.

Nafnið controllerismi er komið af hugtakinu turntableism. En sem kunnugt er hefur það heiti verið notað yfir hip hop skotið skífuskank, bít juggl og fleiri listir sem plötusnúðar á borð við Q-Bert, DJ Craze og A-Trak leika á bakvið spilarana. Í turntableisma er plötuspilaranum á vissan hátt beitt sem hljóðfæri. Controllerism vilja þeir Dj TechTools menn svo nota sem heiti um sambærilega beitingu midi controllera, dvs kerfa, fartölva og annars tæknibúnaðs sem gerir manni kleift að manipúlera upptekna tónlist í rauntíma. Forrit eins og Serato Scratch Live, Traktor og Ableton Live eru þar á meðal auk óteljandi stýritækja frá óteljandi framleiðendum.


beat jugglað með controllerum

Nú er ég ekki sannfærður um eiginlegt ágæti controllerisma. Mér finnst þetta oft sömu effectarnir (filter, beat repeat og eitthvað stutter dót) notaðir á sama hátt yfir sömu tónlistina (electro house og wobblað dubstep). Þá er mjög auðvelt að missa sig í effectunum og gleyma að leyfa tónlistini að njóta sín. En það er kannski líka bara spurning um smekk. Allavega er ljóst að þarna úti er metnaðarfullt og öflugt fólk sem er að prófa sig áfram með allskyns tækni, tæki og tól. Það finnst mér vera fyrir öllu, að tölvutæknin og stafræn músík verði hvati að þróun og breytingum en ekki bara að plötusnúðar sleppi við að bera töskur og spari sér krónur. Í kringum controllerisman er að spretta upp öflug og góð menning sem verður spennandi að fylgjast með næstu misserinn.


Midi Fighter

Dj Tech Tools gera þessari menningu góð skil. Til þess að telja fátt eitt til má nefna nýlega umfjöllun um framtíð fartölvunnar, video um notkun á Microsoft Kinect sem tónlistarcontroller og grein um powertools, sampl pakka sem hentar fyrir live spilamennsku. Þá reka þeir félagar verslun sem m.a. selur retroskotna controllerinn þeirra Midi Fighter. Það er því vel þess virði að vafra um bloggfærslur þeirra Dj Tech Tools manna og velta fyrir sér controllerismanum.