Greinasafn eftir: leopoldkristjansson

Sasha á Hacienda

Sasha hefur reyndar aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, en hann er óumdeilanlega merkilegur plötusnúður og brautryðjandi í raftónlist. Þetta sett frá 1989, sem tekið var upp á Hacienda klúbbnum í Manchester, verður að teljast þokkalega merkilegur mp3 fæll. Upptakann er í boði Rico Passerini sem virðist komast í ótrúlegustu upptökur. Mæli með honum.

Hacienda

Hér er lagalistinn. Mikið „hip house„.

Doug Lazy – Let The Rhythm Pump
MC Buzz B – How Sleep The Brave (Hiphouse Track) „House Music“
KC Flightt – Planet E
Toni Scott – Thats How Im Living
Armando – 100% Of Dissin You
Wood Allen – Airport 89
Renegade Soundwave – The Phantom
Bizz-Nizz – Don’t Miss The Party Line
DJ Atomico Herbie – Amour Suave (Remix)
Young MC – Know How
Phuture Pfantasy Club – Slam
Concrete Beat – Thats Not The Way To Do It
KLF – What Time Is Love
Rhythm Device – Acid Rock
FPI Project – Rich In Paradise
Jazz & The Brothers Grimm – Casanova
Musto & Bones – Just As Long As I Got You I Got Love
Stone Roses – Fools Gold
Guru Josh – Infinity
49ers – Touch Me
The Machenzie – Party People
Reese – Rock To The Beat
Kid N Play – 2 Hype
Gino Latino – Welcome
Raul Orellana – The Real Wild House
Julian Jumpin Perez – Stand By Me (Valentino) Sounds Like Kraze – The Party
Sueno Latino – Sueno Latino (Cutmaster G Mix)

Búnaðurinn á myndinni er líklega ekki lýsandi fyrir set-uppið á Hacienda Búnaðurinn á myndinni er líklega ekki lýsandi fyrir set-uppið á Hacienda.

– Leópold Kristjánsson

Matthew Herbert gerir plötu með svíni

Ég las nýverið um nýjasta uppátæki hins ágæta en sérvitra tónlistarmanns Matthew Herbert. Matthew hyggst ala upp svín sem síðan skal slátra, borða og smíða úr hljóðfæri. Hausinn verður matreiddur af stjörnukokkinum Heston Blumenthal en beinin verða notuð í flautu sem notuð verður á næstu plötu Matthew, ásamt upptökum af svíninu á meðan það er á lífi. Hugsanlega verður skinnið svo notað í trommu en hann telur það skildu sína sem tónlistarmanns að gera tilraunir með hljóð og nýstárleg hljóðfæri.

Svínið hans Matthew Herbert

„Um þetta snýst vinna mín – það er á ábyrgð listamannsins að búa til tengingar, sama hve skrítnar þær kunna að reynast og hvert þær taka okkur.“

Svínið hans er víst um 8-9 vikna gamalt sem stendur og eru upptökur í fullum gangi.

Svínið hans Matthew Herbert

Þetta verkefni, sem kallast One Pig, er partur af þríleik þar sem listamaðurinn gerir plötur sem allar samanstanda af einum hlut hver. Hinar tvær plöturnar eru One One, þar sem Matthew mun spila á allt sjálfur og syngja – og svo One Club þar sem Matthew tók upp gesti Robert Johnson klúbbsins í nágrenni Frankfurt og munu þeir sem þar voru skapa allan efnivið í þá plötu.

Matthew Herbert við upptökur

Það er svo hægt að lesa meira um ævintýri svínsins hér.

Ég rakst svo á þetta skemmtilega plagg. Það er ótengt umræddu verkefni, en engu að síður skemmtilegt.

Jáhá…

What People Play 3.0 og gefins tónlist

Þar sem við hjá Dansidans.com styðjum heilbrigða samkeppni (í sölu mp3-skráa sem og öðru) er vert að benda á nýustu uppfærslu WhatPeoplePlay.com. Að því ég best veit er vefurinn rekinn af þýska bóka- og plötudreyfingarfyrirtækinu „Word & Sound“ og hefur því lagt aðaláherslu á techno og house en einnig verið að færa sig upp á skaptið í dubstep og experimental electróniku. Verðin eru sömuleiðis samkeppnishæf (og oft betri en hjá mörgum samkeppnisaðilanum).

Til þess svo að gera vefinn aðlaðandi fyrir nýja notendur hafa WhatPeoplePlay menn í samstarfi við Amsterdam Dance Event ákveðið að gefa rúmlega 30 lög til notenda sinna. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt nýtt né merkilegt en óhætt er þó að segja að þessi mp3-pakki sé ólíkt betri en þeir sem ég hef verið að fá á sambærilegum síðum undanfarið.

Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!
Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!

Lagalistinn er sem hér segir:

Move D – Got Thing/ Philpot
Nôze feat. Dani Siciliano – Danse Avec Moi (DJ Koze Rework) / Get Physical
Faze Action – Venus & Mars/ Faze Action
Tom Clark – Scorpi / Highgrade Records
Lawrence – Place to Be/ Liebe*Detail
Minilogue – Animals / Cocoon Recordings
Loco Dice – M Train to Brooklyn/ Desolat
The Faint – The Geeks Were Right (Shadow Dancer Dub) / Boys Noize
Will Saul & Tam Cooper – Tech Noir / Simple
Luciano – Bomberos/ Cadenza
Todd Bodine – Calypso / Highgrade Records
Renato Cohen – Cosmic Man / Sino
Martyn – Is This Insanity? / 3024
Dj Sneak – Comeback Johnny / Magnetic
Windsurf – Pocket Check / Internasjonal
Ytre Rymden Dansskola – Kjappfot (Prins Thomas Edit) / Full Pupp
Dirt Crew – Soundwave (Quarion’s Drunken Wave Mix) / Dirt Crew Recordings
Steve Bug – Trees Can’t Dance (Edit) / Poker Flat Recordings
Trentemøller – Vamp (Live edit) / Hfn Music
Giles Smith pres. Two Armadillos – Tropics / Dessous
Channel X – Mosquito / Uponyou Records
Format:B – Redux / Formatik Records
Santos – Hold Home / Moon Harbour
Michael Melcher – Wooob / Cargo Edition
AKA AKA – Sie nannten ihn Mücke / Stil Vor Talent digital
Chroma&Inexcess – Syrinx / Stil Vor Talent digital
Chris Liebing – Auf und Ab / CL Recordings
Alex Bau – Red Chromosome / CL Recordings
Alex Flattner & Lopazz – Make Up Your Mind – Cocoon recordings
Makam – The Hague Soul / Soweso
The Armaberokay – The Hype (Marc Schneider + Ralf Schmidt Remix) / Einmaleins
Solomun & Stiming – Eiszauber / Diynamic
Technasia – Force / Technasia
Secret Cinema – Timeless / GEM Records
Sascha Dive – Black Panther (Don Melon’s Sure I Can remix) / Deepvibes

Smellið ykkur á www.WHATPEOPLEPLAY.com og náið í músík!

– Leópold Kristjánsson

Tvö nýleg mix – Mathias Kaden og Tiefschwarz

Fyrir þá sem eru í stuði fyrir þýskt house er vert að benda á tvö nýleg sett sem Mathias Kaden (Vakant, Get Physical) og Tiefschwars (Souvenir) gerðu fyrir Ibiza Voice hlaðvarpið. Mathias gaf nýverið út sína fyrstu LP plötu á Vakant, útgáfu Oner Özer, og nefnist hún Studio 10.

Hér er hægt að nálgast mixið frá Mathias Kaden.

01. [00:00] Mathias Kaden feat. Tomomi Ukumori – Kawaba [Vakant]
02. [06:00] Guido Schneider – Under Control [Tuning Spork]
03. [12:30] Michel Cleis – Red Tape [Supplement Facts]
04. [14:45] DJ Koze – Mrs Bojangels [Circus Company]
05. [20:00] 2000 And One – Wan Poku Moro (Onur Ozer Remix) [100% Pure]
06. [28:45] Mathias Kaden – Ikenga [Vakant]
07. [33:00] Ali Kuru – Wassa (Julien Chaptal Remix) [??]
08. [37:00] Unknown Artist – Juerga [Joke04]
09. [42:15] Affkt & Danny Fiddo – El Baladre [3rd Floor Records]
10. [49:30] Seth Troxler & Matthew Dear – Hurt (Martinez Remix) [Unreleased]
11. [55:00] Ricardo Villalobos – Easy Lee [Cassy Remix]

Hér er hægt að nálgast Tiefschwarz mixið, en því fylgir ekki lagalisti.

Tiefschwarz bræðurnir á góðri stund.

Cumbia, Nu-Cumbia og Cumbia Digital

Ég datt inn á nýlegan ‘Beats in Space’ þátt í dag þar sem hinn skoski ‘JD Twitch’ spilaði frekar óvenjulegt sett sem vert er að benda á. JD Twitch er líklega best þekktur fyrir þátt sinn í Optimo klúbbakvöldunum (og útgáfunni) í Glasgow en þetta kvöldið lék hann Cumbia tónlist fyrir hlustendur. Hann hóf syrpuna á hefðbundinni Cumbia tónlist sem er að öllum líkindum upprunalega frá Kolumbíu og er einhverskonar blanda af afrískum trommum við flautur og önnur kolumbísk hljóðfæri (mönnum ber ekki alveg saman um upprunann en Cumbia er vinsæl alþýðutónlist um alla S-Ameríku). Um mitt sett breytti JD örlítið um stíl og hóf að spila það sem kallað er Cumbia Digital eða Nu-Cumbia sem er, eins og nafnið gefur til kynna, nútímaleg elektrónísk útgáfa af Cumbia. Eftir stutt internet ráp og nokkrar heimsóknir á hype síður komst ég að því að ný-Cumbia er að verða (eða er orðin) vinsæl klúbbatónlist í latneska heiminum og þá sérstaklega í Argentínu og Mexíkó. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér…

Hér má finna JD Twitch settið og Þetta blogg er víst eingöngu helgað Cumbia Digital stefnunni.

Nokkrar myspace síður Cumbia Digital listamanna og leibela:

Chanca Vía Circuito: http://www.myspace.com/chanchaviacircuito

ZZK Records: http://www.myspace.com/zzkrecords

El hijo de la Cumbia: http://www.myspace.com/elhijodelacumbia

Afmælisdjamm fyrir Flying Lotus

Nokkrir vinir og kolleggar Flying Lotus úr ‘beat-bransanum’ notuðu tækifærið fyrir skemmstu þegar kappinn fagnaði afmæli sínu og settu saman djamm-session honum til heiðurs. Partíið var haldið í Echo-Park í Los Angeles og á svæðinu voru m.a. Exile, Shafiq Husayn, the Gaslamp Killer og Stephen ‘Thundercat’ Bruner (pródúserar m.a. Erykuh Badu og Sa-Ra) ásamt auðvitað Flying Lotus sjálfum.

Djamm Session

Hægt er að nálgast um 30 mínútna upptöku og myndir HÉR.

Major Lazer

Major Lazer er nýlegt verkefni plötusnúðanna Diplo og Switch. Þeir hafa eins og flestir vita verið mjög vinsælir fjölstefnu-plötusnúðar undanfarin ár. Diplo átti t.d. stóran þátt í því að koma öllum evrópskum krökkum inn á það að Baile Funk væri málið, sænaði Bonde de Role og vann svo náið með M.I.A. að hennar efni.

Major Lazer verkefnið virðist ganga út á það að þeir félagar fóru til Jamaica og gerðu Dancehall plötu eins og krakkarnir þar gera og fengu mikið af þeim MC-um og tónlistarfólki sem eru að gera það gott á eyjunni til að koma til liðs við sig (auk annara eins og Santigold, Crookers og Amanda Blank). Platan var tekin upp í Tuff Gong stúdíóunum í Kingston.

Ég sá Diplo og Switch leika fyrir dansi sem Major Lazer um daginn. Showið var samansett af Diplo og Switch að spila Dancehall, Crunk, Reggaeton, Dubstep, jungle og House. Svo spiluðu þeir reglulega Major lazer samplið sitt, þokulúðra og Geyslabyssuhljóð. Með þeim á sviðunu voru tveir dansarar og MC að nafni Skerrit Bwoy. Það var mikill hiti í húsinu og greinilegt að hægt er að spila Dancehall um allan heim.

Hér eru svo tvö Major Lazer myndbönd (efsta myndbandið er óneitanlega líkt Parisian Goldfish myndbandi Flying Lotus – eða hvað?)

Italoboyz með stóra plötu á Mothership

Í september munu tjalladúóið Italoboyz senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan mun heita BlaBlaBla og kemur út á San Francisco leibelinu Mothership (Claude VonStroke). Claude VonStroke gaf á sínum tíma út fyrstu smáskífu strákanna (Viktor Casanova) en þeir hafa sömuleiðis verið á leibelum á borð við Treibstoff og Trapez. Að sögn verður platan fjölbreytt blanda Technotónlistar við Jazz, Tango og Óperur. Lagalistinn er eftirfarandi:

1. Where is London?
2. Taka Taka Tashhh
3. Chinese
4. Edo Breiss
5. Techno Tower
6. L’anagramme
7. Bahia
8. Oh Mio Dio
9. The Pink Unicorn

italoboyz_0811

Reif í Bretlandi árið 1989

Raving '89

Bræðurnir Neville & Gavin Watson settu fyrir skemmstu saman þessa frekar fyndnu mynda- og endurminningabók um reif-menninguna í Bretlandi árið 1989. Hér er hægt að nálgast PDF demo af bókinni. Jólagjöfin í ár!

Um rekstur dansklúbba

Hinn sögufrægi skemmtistaður Robert Johnson (Mannheim/Frankfurt í Þýskalandi) varð 10 ára fyrir skemmstu. Staðurinn er rekinn af Ata einum af stofnendum Playhouse útgáfunnar og í þessum pistli sem ég rakst á í Electronic Beats fer hann í saumana á því hvernig reka skal klúbb. Smellið á myndina til að fá stærri mynd.