Greinasafn eftir: Magnús Felix

Föstudagsflagarinn – Exos Survivor

Ustream býður fólki upp á að búa til eigin stöðvar og vera með beina útsendingu á netinu. Þetta er skemmtilegur miðill fyrir plötusnúða þar sem plötusnúðar geta streamað músik og mynd í beinni út á internetinu. Þeir sem fylgjast með geta kommentað og átt í samræðum við plötusnúðinn um hvað hann er að spila. Einnig finnst mér alltaf gaman að geta fylgst með plötusnúðum þegar þeir eru að spila.

Nokkir íslenski plötusnúðar nýta sér þetta þar á meðal strákarni sem standa bakvið Kviksynða kvöldin og Dj Kalli. Um páskana datt ég inná beina útsendingu hjá þeim félögum í Kviksynða. Strákarnir voru að spila skemmtilegt teknó og eitt lagið höfðaði sérstaklega til mín.

Ég ráðfærði mig við klárari menn og brá heldur í brún þegar ég komst að því að þetta væri íslenskt. En þetta var lagið Survior eftir Arnvið Snorrason sem er líklega betur þekktur sem Exos.  Exos var ansi duglegur að senda frá sér tónlist í byrjun síðasta áratugs og spilaði einnig víða um heim. Lagið Survivor, sem er af plötunni Strength sem kom út á Force Inc 2001, byggist á einföldum fallegum hljómum yfir frekar „straight out“ techno takti. Nú er ég búinn að renna margoft yfir lagið síðustu vikur enda virkar það vel um eftirmiðdaginn með kaffinu. Ímynda mér þó að það myndi líka virka mjög vel á dansgólfinu.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=_MCj5thzHRg%5D
Ég hvet unga danstónlistarunnendur til þess að kynna sér eldir íslenska danstónlist ef þeir hafa ekki gert það. Thule Records er ágætis byrjunarreitur.

Föstudagsflagarinn – Iz and Diz Mouth(Pépé Bradock rmx)

Pépé Bradock er einn af mínum uppáhalds.  Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðan hann gaf út bombuna Path of Most Resistance fyrir tveimur árum síðan. Sama ár gaf hann út safnplötuna Confiote De Bits. Sú plata inniheldur remix sem hann hefur gert í gegnum tíðina og á henni er meðal annars að finna remixið hans af Mouth eftir Iz & Diz.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=HMwC5sB0aYg%5D

Lagið samanstendur af munnhljóðum og kemur nafni líklega þaðan. Að vana gerir Pépé Bradock að sama og allir að bara aðeins betur; hrátt vibe, gott groove og laglína fær mann til syngja með.

Mynd

DansiDans Hlaðvarp #15- Karíus & Baktus

dansidans_hladvarp_15
DansiDans Hlaðvarp #15 – Karíus & Baktus

Minimal töffararnir Karíus og Baktus, einnig þekktir sem Raffi og Heimir, hafa verið virkir í íslensku klúbbalífi síðastliðinn ár. Þeir hafa skipulagt ýmis kvöld og eru hluti af Reyk Veek crewinu. Strákanir hafa einnnig farið í útrás og spilað í hinum ýmsu partýjum víðsvegar um heiminn meðal annars Barcelona og Færeyjum.

Syrpa þeirra félaga er rúmlega 100 mínutna blanda af eðal HouseTechMinimali enda kominn tími til.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Okkar hefðbunda setup..1 mixer og 3 CDjs. Þetta er edit úr 150 mínútna upptöku sem er góð blanda af nýju stöffi og gömlu, engin pæling bakvið nema það að spila lög sem passa saman og taka flæðið aðeins lengra…

 2. Hvað eruði annars að bralla þessa dagana?
Við erum á fullu, líkt og undanfarna mánuðina, að vinna í REYKVEEK. Höfum lítið verið að spila eða semja í studioinu en það fer að koma meiri kraftur í okkur með vorinu.

3. Hvernig finnst ykkur “senan” á Íslandi?
Rétt eftir hrun varð maður mjög svartsýnn – mikið af góðum stöðum sem lokuðu eða breyttust í eitthvað allt annað en það sem þeir höfðu verið, og því fylgdi almennt „apathy“ í senunni.

Undanfarið árið eða svo fóru hlutirnir aftur í gang og það er mjög gaman og jákvætt að sjá hversu mikið af ungu liði er að taka upp boltan og mixerinn. Fólk er loksins að átta sig á því að það gerist ekkert nema að maður vaði sjálfur úti laugina, hvort sem það er að DJa, halda partý, promota ofl. Það er líka mjög gott að sjá skemmtistaðina pæla mikið í þessum málum, gefa fólkinu séns á að búa til gott partý ef conceptið og framkvæmdin er til staðar.

4. Hvað fíliði?
Classic house og miðjarðarhafs stemmningu og menningu… og Jorge González

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Klúbbur er kirkja trúleysingjans.
Takið frá seinustu helgina í mars. Fylgist með á http://www.facebook.com/l/sAQECAjMZAQF23_66TNY8vmmLFy8t83YaGAjeOKj1m3ZbKw/
www.reykveek.com

Lagalisti:
1.Phylyps Trak II/II – Basic Channel
2.Yemsa (Fabrizio Maurizi Remix) – Alexkid
3.Its Lover Love (Kiki Emotional mix) – Aerea Negrot
4.Maccaja (SM remix) – Lula Circus
5.Mood night – Amir
6.Future (Kenny Larkin Tension Mix) – Kevin Saunderson Feat Inner City
7.Pumpin Groovin – Lula Circus
8.Jazz Snake – Zeitgeist
9.Gajey – Premiesku
10.Cocua – Uner
11.Together – Tiger Stripes
12.The Sound (2011 edit) – Reese & Antonio
13.Luv Cant hurt (Nebraska 86 mix) – Salvatore Freda
14.Daddy – Reboot
15.Tamala – Sis
16.Pallene – Uner
17.Hands up – Samuel Dan
18.Love in me (Maceo Plex remix) – Laura Jones
19.Café Del Mar (Ricardo Villalobos Remix) – Energy 52
20.Home (Kollektiv Turmstrasse – Interstellar Mix) – M.A.N.D.Y. & Booka Shade
21.So long – Larse
22.Polka Dot Dress – Audiojack

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Bitwig Studio

Langaði að benda fólki á fyrirtækið Bitwig sem er að þróa nýja Stafræna Hljóðvinnslustöð (DAW). Bitwig Studio mun bjóða uppá mikið af spennandi möguleikum eins og t.d. multi-user music production og native modular system.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=7V_t8GfH-v4%5D

Í fyrstu sín minnir Bitwig mann svolítið á Ableton og ganga sögur á spjallborðum að stofnandinn sé fyrrverandi starfsmaður þar og spá ákærum. Ég vona að þetta komu út þar sem DAW markaðurinn er frekar staðnaður þ.e.a.s flestir nota sömu vöruna og gæti svona Bitwig komið smá hreyfingu á hlutina.

Plötubúðarýni: Hard Wax

Hin goðsagnakennda Hard wax(eða Cardwax eins og Biggi í Maus kallaði hana) er staðsett í Kreuzberg Berlín. Það er ákveðinn upplifun að fara í búðina þar sem hún er staðsett í miðju íbúðarhúsnæði, sjálfur hélt ég að félagar mínir ætluðu að kaupa byssur eða eiturlyf þegar þeir sýndu mér búðina í fyrsta sinn.

Ef maður er ekki í Berlín er hægt samt hægt að versla við Hard Wax í gegnum netið(Hardwax.com). Í þessari plötubúðarýni ætla ég að fjalla um kosti og galla netverslunar Hard Wax. Athugasemdir, ábendingar og frekari umræða í athugasemdakerfinu væri vel þegin.

Kostir:

Sendigar- tími og kostnaður
Hard Wax notast við UPS og er því sendingartími(á meginlandinu) mjög stuttur. Ég hef fengið plötur frá þeim í hendurnar aðeins tveim dögum eftir að ég pantaði þær. Þrátt fyrir þennan hraða er kostnaðurinn við sendinguna ekki svo hár en hægt er fá allt að 100 plötur sendar fyrir aðeins 14 evrur.

Úrval
Hægt að finna allt frá glænýju dubstep-i yfir gamlar Trax útgáfur hjá Hard Wax. Þeir bjóða uppa rosaleg úrval af Detroit house og technoi sem mér hefur ekki tekist að finna annarstaðar. Svo er auðvitað alltaf til það nýjasta frá Shed/Wax/EQD og SoundStream sem er oftast „must“.  Hard Wax hefur þó alltaf verið þekkt fyrir gott úrval af techno-i.

Tóndæmi og lýsingar
Á öllum plötum bjóða Hard Wax upp á tóndæmi og stutta lýsingu. Spilarinn er einfaldur „klick and play“ og lýsingar á plötunum eru oft skemmtilegar. Margur plötusnúðurinn hefur minnst á mikilvægi TIP sem starfsfólk notar til að bendar á plötur sem þeim þykir góðar.

Flokkunin
Viðmót síðunnar minnir mann svolítið á alvöru plötubúð og að browsa í gegnum flokkana og allt sem maður sér og hlustar á er til. Flokkunin stefnum er einföld og smá rakka fílingur í það að renna niður síðurnar.

Gallar:

Engin Óskalistar eða Spilalistar
Hard Wax býður manni ekki að fá áminningu þegar útgáfa eða listamaður gefur út plötu. Ekki er hægt að skoða plötur sem ekki eru uppseldar og biðja um að fá áminningu ef og þegar þær koma aftur. Þá er heldur ekki hægt að búa til spilalista úr tóndæmum, heldur verður maður sífellt að vera velja ný lög. Þetta hefur svolítil áhrif á hvernig maður verslar.

Engin Topplistar
Margar síður, t.d. Juno og Beatport, fá dj-a til að búa til topp 10 lista fyrir sig. Kostir og gallar þess eru reyna efni í grein útaf fyrir sig, en í stuttu máli geta þannig listar hjálpað manni að uppgötva nýja tónlist.

Niðurstaða:

Hard Wax  nýtir sér ekki alla kosti þess að vera með verslun á netinu en tekst þó að gera plötukaup í gegnum netið aðeins öðruvísi og persónulegri. Þjónustan er fín og sendingartíminn stuttur. Margt finnur maður þó ekki í Hard Wax en ef hart techno er það sem maður er að leita af þarf maður ekki að leita lengra.

Föstudagsflagarinn – C2C4 Specimen 4

Föstudagsflagarinn að þessu sinn er re-edit af Hit & Run með Loleatta Holloway. Lagið er re-editað af C2C4 sem er betur þekktur sem Carl Craig. Hann gaf út tvær 12″ undir þessu nafni og eru öll lögin á 12″ re-edit og heita Specimen #

Specimen 4 er mitt uppáhalds af þessum lögum. Ég heyrði það fyrst í Resident Advisor mixi Íslandsvinarins Motor City Drum Ensemble, ef þú hefur ekki heyrt það mix, mæli ég með að þú tékkir á því. Hin kynþokkafulla rödd Lolettu Holloway heldur manni við efni á meðan groovið í bassanum fær mann til að gretta andlitið(elska þegar slíkt gerist).

Platan er frá 2004 og er því erfitt að finna hana í plötubúðum. Á discogs er hún frekar dýr, en í augnablikinu er ódýrasta eintakið á 21 evru.

Góða helgi
Magnús Felix

DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno

DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno

Fyrir tæpum þremur árum síðan bentum við lesendum dansidans.com á hinn unga og upprennandi Kára Guðmundson. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kári sem gengur líka undir nafninu Hypno hefur verið að gera það gott sem tónlistarmaður bæði hérlendis sem erlendis. Lög eftir hann hafa verið gefinn út á labelunum á borð við Ramp og PTN.

Við höfum fengið Kára til að gera 14. þáttinn í hlaðvarp seríu DansiDans og hefur hann skilað af sér live setti.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er sett saman í Ableton Live. Notast var við bilað hljóðkort og mús, ákjósanlegra væri að nota einhversskonar midi controller og best væri náttúrulega að nota masteraðar dubplates. En nóg um það. Þemað er bara mín eigin lög. Mér þótti töluvert erfitt að setja saman mín eigin lög í eina þétta syrpu og hlusta á þau aftur og aftur en það hafðist og er ég sáttur með niðurstöðuna. Ég notast við heita kvenmannsrödd sem AT&T bjóða uppá og brengla ég hana svo aðeins.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Ég er á fullu að klára skólann, fluttur út og fleira gaman. Líka er ég að pródúsera á fullu og bíð spenntur eftir að ég fái frekari fréttir af K2/Kancourde 12″ sem ætti að koma í bráð út hjá Ramp Recordings. Einnig á ég von á remixi fyrir vin minn Benjamin Damage, sem ætti að koma út á breska útgáfufyrirtækinu Get Me, en ekki hef ég ennþá fengið það staðfest. Hægt er að heyra báðar útgáfur í mixinu..

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
„Senan“ er mjög sterk og er ég mjög glaður með það. Það mætti hinsvegar vera minni hjarðarfílingur í sumum raftónlistarhópum hérna á klakanum. Ekki ætla ég að nefna nein nöfn…

4. Hvað fílarðu?
Ég fíla tónlist, vísindi, mat, list, tjill, æsing og margt fleira sem mér dettur ekki í hug núna. En varðandi tónlist þá fíla ég bara það sem ég fíla, ég fer ekki nánar í það.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Njótið vel (svaka snjallt ha?)

Lagalisti:
1. Hypno – …And Therefore
2. Hypno – Calm Before The Storm
3. Hypno – Kancourde (forthcoming Ramp Recordings)
4. Hypno – Gripa Frami
5. Hypno – Zeichen
6. Hypno – K2 (forthcoming Ramp Recordings)
7. Benjamin Damage – Golden Idiot (Hypno remix) (forthcoming Get Me)
8. Hypno – Messed Up
9. Hypno – Jennifer Lopez refix
10. Hypno – Living Saoul (Ay!fix)
11. Hypno – Tonic
12. Hypno – Herbie Hancock refix
13. Hypno – Golden Brown refix
14. Hypno – Yawn
15. Hypno – 3.1nfinity
16. Hypno – Moment Of Unclarity

Korg Mono Fjölskyldan

Í fyrra kynnti hljóðfæraframleiðandin Korg hin stórskemmtilega Monotron hljóðgervil. Monotron-in, sem er svo lítill að hann passar í vasa, innheldur einn oscillator, sama filter og var notaður í hinum goðsagnakenndu MS 10/20 og einn LFO sem getur stýrt tíðni Oscillatorsins eða filternum, þessu er svo hægt að stýra með „ribbon“ sem er einskonar lyklaborð.

Monotroninum hefur greinilega gengið vel því hægt og rólega hefur Korg verið að bæta við fjölskyldumeðlimum í Monotron fjölskylduna. Fyrr á árinu kom út trommuheilinn monotribe og í þessum mánuði kynntu þeir Monotron Delay  og Monotron Duo sem byggja á sömu hugmynd.


Monotron Duo


Monotron Delay

Monotron serían þykir mér sniðug því hún býður upp á ódýra leið  til að fá smjörþefinn af analog synthesizerum.  Það er líka eitthvað nett við að taka upp synthesizer og heyrnatól í strætó.

Þekktu Þitt Hús: Atli Volante

Í liðnum Þekktu Þitt Hús bjóðum fáum við plötusnúða til að velja 5 lög og bjóðum svo fólki að giska á hvaða lög þetta eru. Í þetta skiptið er það Atli Volante sem býður fólki upp á að spreyta sig. Ef þú kannast við eitthvert þeirra, máttu endilega nefna lagið í athugasemdunum hér fyrir neðan.


Lag númer 1.


Lag númer 2.


Lag númer 3.


Lag númer 4.


Lag númer 5.

 

Frír Pakki í boði Adult Swim

Safnplatan Unclassified er fáanleg á vefsvæði sjónvarpstöðvarinnar Adult Swim. Á plötunni er finna lög eftir listamenn á borð við Burial, Ikonika, kode 9 og Actress.

Sumt hefur komið út áður annað ekki. Platan er ókeypis og hægt er að hlusta á hana og að hlaða henni niður hér.