Greinasafn eftir: Magnús Felix

Föstudagsflagarinn – Keepin Me(Fauna Flash remix)

Að þessu sinni er flagarinn í yngri kantinum. Lagið „Keepin Me“ með hljómsveitinni Stereotyp er frá árinu 2006 en sat þó á árslista Party Zone árið 2007. Originallinn er hip hop, en félagarnir Christian Prommer og Roland Appel sem starfa saman undir nafninu Fauna Flash, eiga hér frábært remix.

Dramatískur vókallinn er notaður á smekklegan hátt yfir enn dramatískari hljómum og dramatíkin peakar svo í breakdowninu.

Þetta lag var í miklu uppáhaldi Jón Frímannssonar og öskrar hann ávallt „Barcode Anthem“ þegar maður nefnir lagið. Þessi póstur er einskonar beiðni um óskalag annað kvöld þar sem Jón og félagar í Reyk Veek munu vera með partý í hliðarsal Faktorý. Tilefni partýsins er útgáfa mixdisksins VEEK0002. Mixið sem inniheldur lög eftir spennandi íslenska raftónlistarmenn er sett saman af Óla Ofur. Það kostar 1000 krónur inn og fylgir diskurinn með.

Þekktu Þitt Hús: DJ Margeir

Þekktu Þitt Hús er nýr mánaðarlegur liður þar sem við fáum plötusnúða til velja fimm lög og bjóðum fólki síðan að giska á hvaða lög þetta eru.  Skemmtileg leið til að uppgvöta nýja tónlist eða klóra sér í skegginu.

Fyrir hlutann höfum við fengið DJ Margeir til að velja lögin fimm. Margeir sem um þessar mundir fagnar 20 ára starfsafmæli sem plötusnúður, þekkir heldur betur sitt hús og heldur heljarinnar partý á Kaffibarnum næstu helgi. Hér fyrir neðan má finna lögin. Ef þú kannast við eitthvert þeirra þá máttu endilega nefna lagið í athugasemdunum hér fyrir neðan.


Lag númer 1.


Lag númer 2.


Lag númer 3.


Lag númer 4.


Lag númer 5.

Pioneer kynnir DJM 900 Nexus

Í síðustu viku kynntu Pioneer nýjan mixer sem ber nafnið DJM 900 Nexus og er uppfærsla af hinum fræga DJM 800. DJM 900 býður upp á helling af nýjum fídusum: 6 colour effectar meðal annars noise, gate compression, dub echo og space reverb, hægt er að stjórna Traktor Scratch  beint frá mixernum og hellingur af nýjun beat effects.

Ég er frekar spenntur fyrir þessum mixer, þó ég  sé alltaf frekar skeptískur á það að innleiða allt of mikið af dóti í dj set uppið sitt því ég tel mörk vera mikilvæg. Ég  er ekki viss um hvort það sé þörf fyrir alla þessa effecta(fólk fær vonandi einhvern tíma leið á white noise). Þó held ég að  gate compression sé  spennandi fídus og sömuleiðis x-pad controllerinn fyrir beat effectana.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Syrpusyrpa

Mikið af spennandi mixum á netinu þessa dagana datt í hug að benda á nokkur þeirra.


fknhndsm – Park  Street Brooklyn

Dúoið fknhndsm deildi helling  af mixum á Soundcloud  nú á dögunum.  Ég hef ekki komist yfir öll mixin aðeins Park Street Brooklyn og Ginger Man 3. Þau mix eru þó algjör eðall. Sleazy hús og sexy diskó eða öfugt.

fknhndsm – Gingerman 3

Í síðustu viku bætti Kalli ,sem oft er kenndur við Breakbeat.is, mixi við podcastið sitt. Kalli kemur víða við í mixinu spilar allt  frá Liquid Liquid til  James Blake, enda ber það nafnið  Misc  mix. Hægt er að nálgast mixið hér.

Húsboltinn Ingvi greip tækifærið þegar hann komst í plötuspilarana sína um jólinn og gerði þetta eðal húsmix. Mixið ber nafnið Time Unlimited og fær það mig til sakna Groovebox kvöldanna.

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson betur þekktu sem  Bjössi Biogen féll frá fyrr í mánuðinum. Biogen hafði spilað stóran þátt í íslensku raftónlistarsenunni um árabil. Auk afkastamikils sóloferils var Bjössi  hluti af hinni goðsagnakenndu Ajax og stóð fyrir mörgum spennandi raftónlistar tengdum virðburðum meðal annars Weirdcore kvöldunum.

Dj AnDre gerði þetta mix til heiðurs minningu Biogen og á morgun verður stendur Extreme Chillout fyrir sérstöku Biogen tribute kvöldi á Kaffibarnum.  Fram koma margir af fínustu raftónlistarmönnum Íslands og hvetur Dansidans fólk til að mæta. Hvíl í friði Biogen.

DJ Ævisögur

Síðustu misseri hefur promotion á partýum færst frá plakötum og flyer-um yfir á internet samskiptaborð á borð við Facebook, Myspace og Resident Advisor. Þessi þróun hefur valdið því að hægt er að miðla meiri upplýsingum um plötusnúða. Þar sem plássið á plakötunum og flyer-unum er takmarkað og aðeins var hægt að benda á nafnið á plötusnúðnum og útgáfum og partýum sem tengdust honum. Í dag er hinsvega hægt að sjá top 10 lista yfir útgáfur, viðtöl og svo kallaðar dj ævisögur (dj bios) þar sem pláss er ekki lengur vandamál.

Undanfarið hef ég verið að spá mikið í það hversu líkar margar af þessum dj ævisögum eru. Skv. dj ævisögum eiga margir plötusnúðar það sameiginlegt að hafa átt foreldra sem áttu rosalega stórt plötusafn sem þeir eyddu allri sinni æsku í að róta í. Þeir koma flest allir frá smábæjum en leituðu til stórborgana eftir menntó og slógu þar heldur betur í gegn. Joy Division, Kraftwerk, New Order og Depeche Mode hafa veitt þeim gífurlegan innblástur, þó svo að það heyrist kannski ekki á tónlistinni þeirra.

Af einhverjum ástæðum á ég mjög erfitt með að trúa öllum þessum ævisögum og mig grunar að oft séu þetta snúðarnir sjálfir að skrifa um sjálfan sig ,þar sem í sumum tilfellum er hoppað á milli þess að  skrifa í 1. og 3. persónu. Að lýsa sjálfum sér með þessum hætti þykir mér kjánalegt egó rúnk og þótti mér mjög skemmtilegt að rekast á þessa grein, þar sem netverjin the Luisgarcia skrifar um þetta. Hann nefnir fleiri klisjur og svo skrifa hann líka ágiskun um á hvernig raunveruleg dj ævisaga gæti litið út. Mæli með að fólk tékki á þessu.

 

Árslisti – Magnus Felix

Mér hefur alltaf þótt erfitt að búa til topp lista fyrir árið. Þar sem árið er svo óþægilega langt þá á ég það til að gleyma lögum frá byrjun árs og hugsa aðeins lög sem ég er að hlusta núna. Svo þegar maður rennur yfir lista frá öðrum finnur maður alls konar lög sem hefðu kannski komist a listans manns.  Ég áskil mér þess vegna rétt til að breyta og bæta listanum. Er það ekki annars tilgangur árslista að kynna eða minna aðra á skemmtileg lög frá árinu?

15.Cosmin TRG – Liebe Suende(Rush Hour)
Hvað er málið með Rúmena og góða danstónlist. Eðal deep house frá Cosmin TRG og heyrist vel að hann er hefur verið að grúska í dubsteppi.

14. West Norwood Cassette Library – Blond On Blonde(TEAL)
Skemmtilegt  house, Pearson Sound remixið er líka fínt. Mæli með að fólk fylgist með TEAL.

13. Floating Points – Peoples Potential(Eglo)
Þetta var svona lag sem ætlaði aldrei koma út. Rakst á þetta soundcloudinu hjá honum og sá síðan release date-ið færast aftur og aftur. Skemmtilegt lag, erfitt að mixa.

12. Hypno – Doo Doo(Pattern)
Íslenskt já takk. Klikkað lag frá Kára Hypno, er þetta piano spilað aftur á bak?

11.Delphic – Doubt(Kyle Hall rmx)(White)
Kyle Hall er hype-inu vel vaxinn og átti stórgott ár. Heyrði þetta fyrst í Resident Advisor mixinu hans Shed og þetta höfðaði strax til mín.

10.James Blake – CMYK(R & S records)
Ungstirnið og Íslandsvinurinn James Blake notar rödd Kelis einstaklega vel í þessu dramantíska lagi. Hefði vilja sjá hann spila á Airwaves.

9.Homework – You got one(Exploited)
Untold spilaði þetta lag á Strøm festival í Kaupmannahöfn og ég missti alveg vitið meðan ég fór á klósettið. Homework leika sér skemmtilega með  Somebody Else’s Guy eftir Jocelyn Brown’s og er vocallin skemmtilega catchy.

8.Moodymann – It´s 2 late 4 U & MeMoodymann klikkar sjaldan. Poppaðasta lagið á Dirty Ol’ vinyl að mínu mati. Elska þennan vocal.

7.Axel Boman – Purple Drank(Pampa)
„I woke up with your name on my lips“. Mér finnst eiginlega fyndnara þegar hann segir „I woke up with your lips“, skil ekki alveg hvað það þýðir. Straight out house lag, mæli líka með Not So Much sem má finna á sömu 12″“.

6.Tullio de Piscopo – Stop Bajon(Theo Parrish)
Heyrði þetta lag fyrst þegar Theo Parrish var gestur hjá Benji B. Líkt og Benji B var ég alveg orðlaus þegar bassinn kikkar inn.

5.Flying Lotus – Do the Astral Plane(Warp)
Tekið af plötunni hans Cosmogramma. Óvenju house’að lag miðað við annað sem hann hefur gert. Sleazy soundið í bassanum ásamt töffara trommugroove er alveg málið.

4.The Hundred In The Hands – Dressed In Dresden(Kyle Hall remix)(Warp)
Kyle Hall tekst að gera þetta frekar leiðinlega lag að algjörri bombu. Momentið þegar lead synthin kemur inn er mega.

3.Actress – Always Human(Honest Jon’s)
Tekið af plötunni hans Splazsh sem var plata ársisins að mati margra. Kickið í þessu lagi er eitthvað svo gróft og töff og ekki skemmir laglínan fyrir.

2.Lone – Raptured(Werk)
Yndislega cheesy synthi spilar semi bjánalega laglínu sem ég veit ekki alveg hvað minnir mig á.

1.Wax – Wax 30003B(Wax)
Shed er maðurinn, straight out gæji skv. þessu sem gerir straight out techno undir nafni Wax. Mæli með plötunni hans The Traveller og 12″ seríunni sem hann gerir undir nafniu EQD.

Heimildarmynd:Future Sound

Rakst á þessa stuttu heimildarmynd um neðanjarðar senuna í Englandi og framtíð hennar  í sífellt stafrænari heimi..  Í myndinni eru bæði listamenn á borð við Roska og Scratcha DVA og blaðamenn fengnir til að spá í framtíð senunnar.

 

 

Dagbók frá Iceland Airwaves


Fjórir dagar á tónlistarhátíð

Eftir lendingu sem á sér stað klukkan tíu mínútur yfir fjögur og mat hjá mömmu sem klárast klukkan níu, hefst Airwaves. Þetta er önnur hátíðin mín og í raun hef ég enga sérþekkingu á því að skrifa tónlistar- eða tónleikarýni, í raun held ég að ég hafi aldrei gert það. En við skulum sjá hvernig þetta gengur. Sökum efnis síðunnar ætla ég að einbeita mér að því að fjalla um það sem fellur undir eitthverskonar danstónlist.

Miðvikudagskvöldið virkaði fremur óspennandi og var því aðallega eytt í reykingarbúri NASA. En uppsteyt gegn lögreglusáttmála Reykjavíkurborgar redduðu kvöldinu á síðustu stundu, slíkt var gert á uppákomunni and-Airwaves. Á Skúlagötunni, gegnt Aktu Taktu, liggja gamlar skrifstofur Kexverksmiðjunnar Frón og á einni hæðinni er búið að koma upp eitthverskonar einkaklúbbi/billiardbúllu (ef þetta eru gamlar upplýsingar fyrir þig þá biðst ég forláts). Það verður að segjast að partýið var frekar gott. Venuið var töff og mér leið nokkurn vegin eins og ég væri staddur í Harley Davidson and Marlboro Man , nema það var spilað house. Tónlistin var grúví og fólk var í góðu stuði. En um hálf þrjúleitið hætti partýið óvænt, ástæðan; herskari af hressum lögregluþjónum. Eftir að hafa bölvað opnunartímum skemmtistaða og beðið eftir því að lögreglan væri búin að leita á öllum viðstöddum, eftir eiturlyfjum sem aldrei fundust, var miðvikudagurinn liðinn.

Fimmtudagurinn á, í raun og veru, ekkert erindi í þessa grein fyrir utan lokin á honum sem eytt var á Apótekinu. Ég verð að segja að mér finnst Apótekið vera frekar undarlegur sem skemmtistaður þar sem maður á að vera dansandi. Þegar maður gengur inn mætir manni undarlega stórt og tómt svæði sem virðist ekki vera til neins annars ætlað en að gefa manni þá tilfinningu að enginn sé inni á staðnum. En aftur að kvöldinu. Breakbeat.is hélt kvöldið,  en eins og allir vita er það langlífasta og mest aktíva klúbbakvöld (djöfull finnst mér búið að skemma þetta orð) landsins. Sökum annara plana missti ég af stærstum hluta kvöldsins en mæti þó þegar veiklulegi djinn með flókna nafnið Ramadanman, er að byrja sitt sett. Framan af var stemmingin eiginlega ekkert sérstök og tónlistin fór eitthvað í mig. Mér fannst settið hans byrja aðeins of poppað og sterílt. En eftir því sem leið á kvöldið fór fleira fólk að tínast inn, á sama tíma fór tónlistin að grúva og Apótekið að tryllast. Klukkan sjö mínútur í tólf (ég veit það af því að ég skrifaði það niður) skellti Ramadanman í eitthvað sem ég þekki ekki, en jafnfram eitthvað sem toppaði gjörsamlega. Sett sem mér þótt fara full hægt af stað hafði endað frábærlega.

Föstudagurinn hófst í kaffibolla á Prikinu og þynnku uppi á Njálsgötu. Eftir að hafa skemmt sér við óþreytandi myndlíkinga geðveiki Jeff, var förinni heitið á Berndsen.  Berndsen mætti kannski frekar flokka undir neo-eighties popp tónlist, þá er eitt víst, það er hægt að dansa við tónlistina hans. Tónleikarnir voru einstaklega hressir en liðu (eins og svo margir aðrir tónleikar) fyrir hversu ótrúlega stutt slott hljómsveitir fengu til að róta og spila. Því má segja, gott partý sem varði í rétt rúman hálftíma. Ég ákvað síðan að láta mig vanta á Bloodgroup þar sem ég fæ enn illt í hjartað að hugsa til Hróarskeldu 2008, þar sem 2000 Íslendingar enduðu tónleikana á að öskra ,,Ísland, Ísland, Ísland …“. Kvöldið fór svo í tónleika sem seint mætti flokka undir danstónlist.

Laugardagurinn hófst eins og allir hinir dagarnir, fremur illa. En eftir góðan Búllu borgara og bjór var stefnan sett á listasafnið. Mér hefur alltaf þótt listasafnið vera fremur leiðinlegt venue fyrir tónleika. Hljómburðurinn er slæmur og stemmingin virðist, af eitthverjum ástæðum, alltaf vera frekar vandræðaleg. Þar voru tónleikar með dönsku sveitinni Spleen United. Ég ætla ekki að ræða frekar þetta glataða nafnaval, heldur dæma tónleikana sem þeir héldu og tónlistina sem þeir spiluðu. Í stuttu máli sagt þá eru hipstera Danir með yfirvaraskegg að spila hallærislega steríla, alltof þreytta, danstónlist á leiðinlega syntha ekki minn tebolli. Menn með óþol fyrir lélegum enskum textum og orðinu ,,baby“ ættu sérstaklega að halda sig fjarri. En þeir voru allavega í stuði.

Þeir tónleikar sem ég var búinn að hlakka hvað mest til voru tónleikar Hercules & Love Affair. Ég var búinn að vera aðdáandi fyrstu breiðskífu þeirra í þó nokkurn tíma og spurningin sem margir voru að spyrja mig ,,á ekki að skella sér á Robyn?“, var alltaf svarað með ,,veistu, nei“. Það er bara eitthvað við trúverðuleika tónlistarmanns, sem fer frá því að vera frægur fyrir það að keppa í forkeppni Eurovision í Svíþjóð, í að vera ást og yndi hipstera og fólks sem segir ,,ohhh, Airwaves“ , sem ég kaupi ekki. En ég er að fjarlægjast punktinn. Hercules and Love Affair tónleikarnir hófust á slaginu tólf á Nasa og þeir ullu mér ekki vonbrigðum. Undarlegt gengi tveggja klæðskiptinga og jakkafataklæddar lesbíu sá um að fylla skarðið sem Anthony Hegarty, úr Anthony and The Johnsons, skildi eftir sig. Tónleikarnir voru keyrðir áfram á hröðu tempói og voru róleg lög eins og You Belong keyrð upp, til að passa við stemminguna. Tónleikarnir náðu ákveðnum hápunkti í stuði þegar frægasti slagarinn Blind var tekinn. Lögin af nýju plötunni, sem væntanleg er í janúar, virkuðu einnig mjög vel og allt í allt voru þetta topp tónleikar. Eftir það endaði kvöldið á Venue þar sem danska hljómsveitin Reptile and Retard voru að spila eitthverskonar blöndu af pönki og danstónlist. Ég held að besta leiðin til að lýsa þessum tónleikum sé; Johnny Rotten frontar LCD Soundsystem. Restin af nóttinni fór svo í það ómögulega verkefni að reyna að sulla ekki niður bjór á Kaffibarnum.

Allt í allt var þetta frekar skemmtileg hátið. Þrátt fyrir að bjórinn hafi verið dýr, raðirnar oft á tíðum langar og tónleika slottin alltof stutt, þá var margt skemmtilegt í gangi. Einnig mætti vel nefna off venue tónleika með Rabbi Bananas, sem ég sá á Kaffibarnum. Þar heyrði ég Skweee tónlist spilaða í fyrsta sinn og var ég bara nokkuð hrifinn. En ef ég á að ljúka þessu á eitthverju þá er það bara það að mér finnst  Airwaves vera flott dæmi og gott innlegg í flóruna, en varla mikið meira en mjög gott laugardagskvöld í Reykjavík.

Elías Þórsson

Vörukynning í Tjarnabíó-i

Í dag munu allir helstu endursölu aðilar dj-tóla á Íslandi standa fyrir vörukynningu í Tjarnabío-i. Helstu plötusnúðar landsins munu sjá um að kynna vörur frá hinum ýmsu framleiðendum t.d  Pioneer , Numark og Allen & Heath.

Húsið opnar klukkan 16:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mæli með að fólk tékki t á þessu, en missi sig ekki í gleðinni, margt er óþarft þó það sé sniðugt.

Mixmag velur besta plötusnúð allra tíma

Tímaritið Dj Mag hefur í langan tíma staðið fyrir kosningum á hundrað bestu plötusnúðum ársins. Á hverju ári rignir yfir mann myspace skilaboðum frá plötusnúðum sem langar komast á listann og þykir mikilvægara að maður kjósir þá heldur en að maður fíli þá.

Dj Mag listinn þykir mér yfirleitt fyrirsjáanlegur og leiðinlegur. Efstu sætinn eru yfirleitt þétt setinn af trans og prog plötusnúðum og lítið pláss virðist vera fyrir plötusnúða sem spila aðrar stefnur á listanum.

Nú hefur tímaritið Mixmag heldur betur tekið sig til og beðið fólk um að velja besta plötusnúð allra tíma. Í tilefni keppninar hefur Mixmag tekið viðtal við þekkta plötusnúða og tónlistarmenn og spurt þá um þeirra uppáhalds snúða.

Arthur Baker

Orde Meikle(annar helmingur Slam)

Craig Richards

Þessi viðtöl þykir mér skemmtileg þó svo að ég haldi verði svipaðar í  kosningum DjMag vonast ég að listinn verði fjölbreyttur og skemmtilegur. Ef marka má viðtölin gæti hann kannski orðið það. Hér er hægt að kjósa.