Flokkaskipt greinasafn: Föstudagsteknó

Föstudagsflagarinn – Exos Survivor

Ustream býður fólki upp á að búa til eigin stöðvar og vera með beina útsendingu á netinu. Þetta er skemmtilegur miðill fyrir plötusnúða þar sem plötusnúðar geta streamað músik og mynd í beinni út á internetinu. Þeir sem fylgjast með geta kommentað og átt í samræðum við plötusnúðinn um hvað hann er að spila. Einnig finnst mér alltaf gaman að geta fylgst með plötusnúðum þegar þeir eru að spila.

Nokkir íslenski plötusnúðar nýta sér þetta þar á meðal strákarni sem standa bakvið Kviksynða kvöldin og Dj Kalli. Um páskana datt ég inná beina útsendingu hjá þeim félögum í Kviksynða. Strákarnir voru að spila skemmtilegt teknó og eitt lagið höfðaði sérstaklega til mín.

Ég ráðfærði mig við klárari menn og brá heldur í brún þegar ég komst að því að þetta væri íslenskt. En þetta var lagið Survior eftir Arnvið Snorrason sem er líklega betur þekktur sem Exos.  Exos var ansi duglegur að senda frá sér tónlist í byrjun síðasta áratugs og spilaði einnig víða um heim. Lagið Survivor, sem er af plötunni Strength sem kom út á Force Inc 2001, byggist á einföldum fallegum hljómum yfir frekar „straight out“ techno takti. Nú er ég búinn að renna margoft yfir lagið síðustu vikur enda virkar það vel um eftirmiðdaginn með kaffinu. Ímynda mér þó að það myndi líka virka mjög vel á dansgólfinu.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=_MCj5thzHRg%5D
Ég hvet unga danstónlistarunnendur til þess að kynna sér eldir íslenska danstónlist ef þeir hafa ekki gert það. Thule Records er ágætis byrjunarreitur.

Föstudagsflagarinn – C2C4 Specimen 4

Föstudagsflagarinn að þessu sinn er re-edit af Hit & Run með Loleatta Holloway. Lagið er re-editað af C2C4 sem er betur þekktur sem Carl Craig. Hann gaf út tvær 12″ undir þessu nafni og eru öll lögin á 12″ re-edit og heita Specimen #

Specimen 4 er mitt uppáhalds af þessum lögum. Ég heyrði það fyrst í Resident Advisor mixi Íslandsvinarins Motor City Drum Ensemble, ef þú hefur ekki heyrt það mix, mæli ég með að þú tékkir á því. Hin kynþokkafulla rödd Lolettu Holloway heldur manni við efni á meðan groovið í bassanum fær mann til að gretta andlitið(elska þegar slíkt gerist).

Platan er frá 2004 og er því erfitt að finna hana í plötubúðum. Á discogs er hún frekar dýr, en í augnablikinu er ódýrasta eintakið á 21 evru.

Góða helgi
Magnús Felix

Föstudagsflagarinn: Dj Sneak – You can´t hide from your Bud

Ég sá Dj Sneak spila um árið í Berlin. Settið hans var ekkert það besta sem ég hef heyrt en ótrúlega góður að mixa var hann. Það sem fór í taugarnar á mér voru popp akapellur á borð við Beyonce og Black Eyed Peas. Frekar ungur danshópur á ferð og hafði það vissulega áhrif á hann. Finnst samt skrítið að hann skuli vera með svona dót í kassanum sínum.

Ég tala ekki um DJ Sneak að ástæðulausu en hann á föstudagsflagarann að þessu sinni. „You can´t hide from your Bud“ er algjör klúbbatryllir. Lagið kom út árið 1997 og skartar einni af feitustu bassalínum síðari ára. Sömplin úr þessu lagi ættu ekki að fara framhjá neinum og fær lag Teddy Pendergrass, „You can´t hide from yourself“ að fylgja með. Góða helgi.

Föstudagsflagarinn – Keepin Me(Fauna Flash remix)

Að þessu sinni er flagarinn í yngri kantinum. Lagið „Keepin Me“ með hljómsveitinni Stereotyp er frá árinu 2006 en sat þó á árslista Party Zone árið 2007. Originallinn er hip hop, en félagarnir Christian Prommer og Roland Appel sem starfa saman undir nafninu Fauna Flash, eiga hér frábært remix.

Dramatískur vókallinn er notaður á smekklegan hátt yfir enn dramatískari hljómum og dramatíkin peakar svo í breakdowninu.

Þetta lag var í miklu uppáhaldi Jón Frímannssonar og öskrar hann ávallt „Barcode Anthem“ þegar maður nefnir lagið. Þessi póstur er einskonar beiðni um óskalag annað kvöld þar sem Jón og félagar í Reyk Veek munu vera með partý í hliðarsal Faktorý. Tilefni partýsins er útgáfa mixdisksins VEEK0002. Mixið sem inniheldur lög eftir spennandi íslenska raftónlistarmenn er sett saman af Óla Ofur. Það kostar 1000 krónur inn og fylgir diskurinn með.

Föstudagsflagarinn – Groove La Chord

Föstudagsflagarinn þessa vikuna er rosaleg techno bomba. Ég heyrði þetta lag með Aril Brikha fyrst árið 1999 á disknum „Thomsen // Neðri hæðin“ þar sem DJ Frímann sá um ferðina. Verð að viðurkenna að ég man ekkert rosalega mikið eftir disknum hans Frímans en hann byrjaði einmitt á þessu lagi og gleymi ég því ekki. Fyrir mér var þetta svona lag þar sem að maður fannst eins og að maður hafi heyrt það áður, þó svo að maður var að heyra það í fyrsta skipti. Frekar undarlegt og man ég ekki eftir neinu öðru lagi sem vakti upp svipaða tilfinningu.

Síðan þá hefur maður heyrt þennan slagara ansi oft og er alveg víst að maður eigi eftir að heyra þetta áfram í komandi framtíð. Þetta klikkaða grúv hljómar alveg eins gott og það gerði við fyrstu hlustun.

Í desember síðastliðnum komu út nýjar útgáfu af þessu lagi og ber þar að nefna mix eftir Deetron, Octave One og Jori Hulkonen. Fín mix þar á ferð en Deetron mixið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Seinna í þessum mánuði kemur síðan út ný safnplata með þessum kappa þar sem þessa klassík er að finna ásamt öðrum perlum.

Góða helgi
Ingvi Jónasson

Jólaflagarinn

Dansidans óskar unnendum danstónlistar gleðilegra jóla. Það er langt síðan síðasti flagari birtist hér á síðunni en nokkur af mínum uppáhalds lögum ætla ég hér að deila með ykkur í dag. Fyrst ber að nefna lag eftir eftir finnan Jori Hulkkonen. Lagið heitir Let me luv u og kom út á ágætu útgáfufyrirtæki Laurent Garnier „F Communication“.

Mjúk húsbomba hér á ferð eins og næsta lag með „EastWest Connection“. Árið 1997 tóku þeir sig til og endurgerðu hið frábæra More I get, more I want með Teddy Pendergrass. Hér hjómar það í hreint út sagt frábæru hús mixi. Algjör Klassík.

Frábær söngur og draumkennt syntaflæði. Eins gott og það gerist verð ég að segja. Ótrúlegt finnst mér hversu vel heppnað þetta mix er rétt eins og upprunalega útgáfan, þó lögin ekki svo lík séu. Þess vegna verður upprunalega útgáfan að fylgja með. Því miður er aðeins hægt að horfa á hana á youtube síðunni. Teddy er rosalega flottur á sviðinu.

Gleðilegt dansár og sjáumst á næsta ári.
Ingvi Jónasson

Föstudagsflagarinn: Dave Clarke – Red One

Um daginn heyrði ég mann mixa The Bells með Jeff Mills saman við Left Leg out með DMZ. Það þótti mér skrítin en skemmtileg pæling og hef síðan verið mjög hrifinn af mixum sem innihalda bæði dubstep og hratt techno. Ef fólk hefur áhuga á slíku mæli ég með mixum frá Shed og 2562

Í framhalda í þessum áhuga mínum hef ég sjálfur verið að spá í gömlum techno classic-erum sem hægt væri að nota og varð þá hugsað til Red One með Dave Clarke. Lagið kom út á Bush árið 1994 og hefur verið spilað mjög mikið síðan þá. Lagið er ekki flókið en það skilar sínu, grjótharða laglínan, sem virðist einhvern vera aftur á bak, er spiluð í gegnum mismunandi mikið af filter, reverb og delay. Klikkað!

Föstudagsflagarinn: Papermusic – Issue one

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er er rosaleg hús tólf tomma frá árinu 1995. Þessir tónar koma frá Manchester borg, frá frábærum snúðum og félögum, þeim Elliot Eastwick og Miles Holloway eða öllu heldur „Papermusic“, en þeir komu einmitt við á klakkanum nokkrum sinnum og spiluðu fyrir dansglaða Íslendinga seint á síðustu öld. Strákarnir stofnuðu útgáfufyrirtækið „Paper Recordings“ í kringum 1995 og var „Issue one“ eitt að fyrstu útgáfunum. Tólf tomman inniheldur hið frábæra lag „Downtime“ og alls ekki síðra lag „The Bridge“, en fyrir þá sem ekki muna er hið síðarnefnda lag að finna á íslenska mixdiskinum „Partyzone 96“.

Að mínu mati hljómar Downtime eins frábærlega í dag og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti á safnplötunni Splinter. Þetta er algjör klassík.

Funky breikið (min 2:23) er svakalegt.

Ingvi Jónasson

Föstudagsflagari: Octave One – Blackwater

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er frá árinu 2000. Tíu ára gömul „framtíðarklassík“ sem er ágætt orð en mér þykir það frekar hallærislegt að tala um klassík þegar lag er ekki eldra en þetta. Dramatísk byrjun, bongo trommur, grípandi og seyðandi söngur einkennir „Blackwater“ með Octave One. Lagið kom upprunalega út án söngs og strengja og sló í gegn á Winter Music Conference þetta sama ár. Fór það strax í spilun hjá fullt af súperstjörnuplötusnúðum á borð við Kenny Dope og Roger Sanchez og var að finna á óteljandi mixdiskum.

jútúb útgáfan sem ég læt hér flakka er ekki sú upprunalega heldur strengja/vokal útgáfan sem kom í kjölfarið vegna vinsældanna. Mér þykir hún einfaldega betri, þó báðar séu þær góðar.

Ef einhver hefur áhuga á að smella sér á eitt vínyl eintak fyrir aðeins 24.99€ getur viðkomandi kíkt hingað.

Ingvi Jónasson – Souldog

Föstudagsflagari

Árið 2000 jaðraði ég enn við að vera unglingur. Ég var aðeins farinn að grúska í danstónlist og fór stundum í Þrumuna sálugu. Sagði Grétari hvað ég væri að skynja og hann skildi hvað ég átti við. Einhverntíma fór ég heim með Slam – Past Lessons Future Theories.

Þegar heim var komið smellti ég honum í gang og á svona fimmtu mínútu er hreinlega allt að frétta. Bassalínan úr Heavenly dettur inn. Ég var nýbúinn að smíða Þrumujálk og allt var stillt í botn. Það var rómantískt techno augnablik. E Dancer er eitt af listamannsnöfnum Kevin Saunderson. Þau lóð sem hann hefur lagt á vogarskálar techno’sins verða seint öll upptalin.

Kevin fær hér töframannin Juan Atkins til að endurhljóðblanda, og úr verður föstudagsflagarinn 19. mars 2010. Slíkir eru töfrarnir.

Jón Frímannsson