Flokkaskipt greinasafn: fréttir

Pioneer kynnir DJM 900 Nexus

Í síðustu viku kynntu Pioneer nýjan mixer sem ber nafnið DJM 900 Nexus og er uppfærsla af hinum fræga DJM 800. DJM 900 býður upp á helling af nýjum fídusum: 6 colour effectar meðal annars noise, gate compression, dub echo og space reverb, hægt er að stjórna Traktor Scratch  beint frá mixernum og hellingur af nýjun beat effects.

Ég er frekar spenntur fyrir þessum mixer, þó ég  sé alltaf frekar skeptískur á það að innleiða allt of mikið af dóti í dj set uppið sitt því ég tel mörk vera mikilvæg. Ég  er ekki viss um hvort það sé þörf fyrir alla þessa effecta(fólk fær vonandi einhvern tíma leið á white noise). Þó held ég að  gate compression sé  spennandi fídus og sömuleiðis x-pad controllerinn fyrir beat effectana.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Vangaveltur um vínylsölu

Það var forvitnileg frétt í Fréttablaðinu í síðustu viku um söluaukningu á vínylplötum. Svipaðar fréttir hafa reyndar birst reglulega síðustu ár, þ.e.a.s. óstaðfestar fregnir um aukningu á hlustun á og viðskiptum með vínylinn. Slíkum „fréttum“ hef ég oftast tekið með fyrirvara þar sem þær hafa oftast verið í einhvers konar human-interest-dægurmála fíling og falist í:

1) viðtali við 15 ára frænda blaðamannsins sem síðustu tvær vikur hefur hlustað á gamlar Led Zeppelin plötur sem pabbi hans átti út í skúr
2) stuttu kommenti frá þeirri hipster hljómsveit sem er vinsælust þá stundina sem segist ætla að gefa út á vínyl, því þeir vilji „halda trygð við vínylinn, hann sé svo alvöru“.

Það er ekki mikið að marka slíka fréttir, ég held að í ákveðnum kreðsum sé vínylinn enduruppgötvaður og gleymdur með reglulegu millibili enda stafræn form handhægari á nánast alla vegu.

Old Vinyl mynd: fensterbme

Fyrrnefnd frétt féll þó ekki alveg í þessa gryfju, því fyrir utan að tala við tvo hljómplötusala sem hafa augljósan ávinning af því að tala upp plötusölu minnist blaðamaður Fréttablaðsins á sölutölur frá Nielsen Soundscan sem lýstu 14% aukningu í vínylsölu sem hefur ekki verið meiri síðan 1991. Samkvæmt þessari frétt jókst vínyl sala svo um 33% á árinu 2009 en hér er einnig bent á að mælingar Nielsen hafi hafist árið 1991.

Þetta er áhugavert, fyrir stóru fyrirtækin vegur þetta sennilega seint upp geisladiskamarkaðinn (sem féll um 20% fjórða árið í röð) auk þess sem sala á stafrænu niðurhali hefur tekið á hægjast (1% aukning í einstökum lögum en 13% í heilum breiðskífum).

Ég held að ég fari rétt með að Nielsen haldi aðeins utan um tölfræði í Bandaríkjunum og Kanada, en það má svo sem ímynda sér að svipaðir hlutir séu í gangi á öðrum vesturlöndum. Hins vegar veit ég ekki hvort minni og sjálfstæðar plötuverslanir eru inn í tölunum hjá þeim eða hvort titlar sem gefnir eru út af minni útgáfum fari í gegnum SoundScan skráningu. Ekki geri ég ráð fyrir að notaðar plötur komi á nokkurn hátt inn í þessar tölur, enda sjá útgáfurnar og listamennirnir ekki mikin aur þar, en mjög fróðlegt væri að sjá upplýsingar um kaup og sölu þar.

Free Eighties Vinyl Record Albums Various Musicians Creative Commons Mynd: Pink Sherbe

Samkvæmt frétt á inthemix.com.au voru tíu mest seldu vínyl plötur ársins 2010 eftirfarandi titlar (fjöldi seldra eintaka  í sviga):

Top Ten Vinyl Albums, 1/4/2010 – 1/2/2011
1. The Beatles – Abbey Road (35,000)
2. Arcade Fire – The Suburbs (18,800)
3. Black Keys – Brothers (18,400)
4. Vampire Weekend – Contra (15,000)
5. Michael Jackson – Thriller (14,200)
6. The National – High Violet (13,600)
7. Beach House – Teen Dream (13,000)
8. Jimi Hendrix Experience – Valleys of Neptune (11,400)
9. Pink Floyd – Dark Side of the Moon (10,600)
10. the xx – xx (10,200)

Fjórar þessara platna eru eldri en 20 ára, „Abbey Road“ virðist þar að auki hafa verið í fyrsta sæti í fyrra líka („Valleys of Neptune“ inniheldur gamlar upptökur sem komu formlega út í fyrsta sinn 2009). Hinir titlarnir eru hins vegar frekar indie/alternative skotnir (engin Lady Gaga eða Justin Bieber) sem gefur kannski vísbendingu um hverjir eru helst að kaupa vínylinn. Ég giska á að næstu sæti fyrir neðan séu skipuð á svipaðan hátt, indie bönd og remasterað pabba-rokk í bland, og að talsvert langt sé í danstónlistar smáskífur, breiðskífur og annað plötusnúðafóður. Til fróðleiks má hafa í huga að til þess að koma út á núlli með einfalda vínylútgáfu þarf maður að selja um 3-500 eintök (eða svo skilst mér, sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Ef við lítum svo á þennan lista má sjá að vínyl salan á nýjum titlum virðist vera sirka á bilinu 5-11% af seldum eintökum af þeirri breiðskífu í heild á árinu. Vínylinn telur augljóslega eitthvað en langt frá því að skipta megin máli, þótt salan sé að aukast.

Annað sem er forvitnilegt er að þessir tíu efstu titlar vínylsölunar telja samtals um 160 þúsund eða um 8% af þeim  2.1 milljónunum vínyl skífna sem seldust. Ef við lítum á tíu mest seldu breiðskífur ársins (í öllum sniðum ) þá gerir það um 20 milljón eintök, en heildarsala á breiðskífum og lögum sem breiðskífum (track-equivalent albums, TEA, 10 lög=1 breiðskífa) er 443 milljónir. Þar er topp tíu listinn samtals af 4,5% af allri sölu (helmingi minna en vínylinn). Það væri áhugavert að skoða á hversu marga titla öll hin seldu eintökin skiptast, ætli vínylinn myndi t.d. svipaðan „langan hala“ og geisladiskar og mp3?

Önnur áhugaverð spurning er svo hvernig löglegi markaðurinn er við hliðina á hliðina á ólöglegu niðurhali hvað varðar stærðir.

-Karl Tryggvason | karltryggvason.com

p.s. ég fann ekki frumgögnin eða neina heildstæða skýrslu um árið 2010 á Nielsen vefnum, því er þessu púslað saman úr allskyns fréttagúggli, rétt að taka því með fyrirvara. Ennfremur eru útreikningar mínir gerðir í flýti, ábendingar og gagnrýni vel þeginn.

Vörukynning í Tjarnabíó-i

Í dag munu allir helstu endursölu aðilar dj-tóla á Íslandi standa fyrir vörukynningu í Tjarnabío-i. Helstu plötusnúðar landsins munu sjá um að kynna vörur frá hinum ýmsu framleiðendum t.d  Pioneer , Numark og Allen & Heath.

Húsið opnar klukkan 16:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mæli með að fólk tékki t á þessu, en missi sig ekki í gleðinni, margt er óþarft þó það sé sniðugt.

Aaron Carl látinn

Flestir danstónlistaunnendur er líklegast búnir að heyra sorgarfréttirnar en á fimmtudaginn lést húspródúserinn Aaron Carl úr krabbameini. Aaron var frábær tónlistarmaður og karakter. Ferillinn hans náði yfir áratug og hann átti helling af vinsælum útgáfum, þar á meðal „Down“, „Switch“ og „Sky“ en Tommi White gaf út það síðarnefnda á útgáfufyrirtækinu sínu „New Icon“.

aaron carl

Aaron Carl kom og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi við frábærar undirtektir og var hann mikill íslandsvinur. Hann átti marga persónulega vini hér á landi og við vottum öllum þeim sem þekktu hann innilegrar samúðar.

Pioneer DJM-2000

Stutt græjurúnkara færsla, hafa væntanlega flestir heyrt af þessari græju núna en Pioneer menn eru líka komnir með video sem sýna gripinn in action.

Sjálfur er ég semi skeptískur á þennan mixer, er þetta ekki að verða komið gott? Eru Pioneer menn ekki bara að reyna að gera of mikið með einni græju? Finnst snertiskjárinn hafa full takmarkaða virkni en kannski er það bara spurning um hvernig maður notar hann. Vona einnig að sándið hjá þeim haldi áfram að batna. Verður í það minnsta gaman að fá að prufa þetta einhvern tíman á næstunni, bara spurning hvað herlegheitin muni kosta í íslenskum krónum…

Technics Sl 1200 R.I.P

Skv. fréttasíðunni www.inthemix.com ætla Panasonic að hætta framleiðslu á Technics Sl 1200 og 1210 í febrúar á næsta ári. Þetta þykjar mér leiðinlegar fréttir þar sem spilararnir hafa gengt mikilvægu hlutverki í tónlist í langan tíma. Spilararnir sem fyrst vory kynntir til sögunnar 1972  og hafa síðan þá verið „the industry standard“ fyrir alla plötusnúða. Þó að fyrirtæki eins og Vestax og Numark hafi komið með fjöldann allan af seguldrifnum spilurum með endalaust mörgum misgáfulegum  fídusum hefur þeim ekki tekist að velta Sl spilurunum úr sessi.

Eigendur slíkra spilara þurfa þó ekki að örvænta því Sl´arnir eru þekktir fyrir að vera stálið og eiga að virkar rosalega lengi. Spurningin er samt hvað gerist, hvort að einhver önnur tegund taki við eða fólk fari bara að skipta þeim út fyrir  geislaspilar. Eitt er þó víst að notuðu spilararni munu rjúka í verði og er fólk farið að hamstra þeim.

Matthew Herbert gerir plötu með svíni

Ég las nýverið um nýjasta uppátæki hins ágæta en sérvitra tónlistarmanns Matthew Herbert. Matthew hyggst ala upp svín sem síðan skal slátra, borða og smíða úr hljóðfæri. Hausinn verður matreiddur af stjörnukokkinum Heston Blumenthal en beinin verða notuð í flautu sem notuð verður á næstu plötu Matthew, ásamt upptökum af svíninu á meðan það er á lífi. Hugsanlega verður skinnið svo notað í trommu en hann telur það skildu sína sem tónlistarmanns að gera tilraunir með hljóð og nýstárleg hljóðfæri.

Svínið hans Matthew Herbert

„Um þetta snýst vinna mín – það er á ábyrgð listamannsins að búa til tengingar, sama hve skrítnar þær kunna að reynast og hvert þær taka okkur.“

Svínið hans er víst um 8-9 vikna gamalt sem stendur og eru upptökur í fullum gangi.

Svínið hans Matthew Herbert

Þetta verkefni, sem kallast One Pig, er partur af þríleik þar sem listamaðurinn gerir plötur sem allar samanstanda af einum hlut hver. Hinar tvær plöturnar eru One One, þar sem Matthew mun spila á allt sjálfur og syngja – og svo One Club þar sem Matthew tók upp gesti Robert Johnson klúbbsins í nágrenni Frankfurt og munu þeir sem þar voru skapa allan efnivið í þá plötu.

Matthew Herbert við upptökur

Það er svo hægt að lesa meira um ævintýri svínsins hér.

Ég rakst svo á þetta skemmtilega plagg. Það er ótengt umræddu verkefni, en engu að síður skemmtilegt.

Jáhá…

What People Play 3.0 og gefins tónlist

Þar sem við hjá Dansidans.com styðjum heilbrigða samkeppni (í sölu mp3-skráa sem og öðru) er vert að benda á nýustu uppfærslu WhatPeoplePlay.com. Að því ég best veit er vefurinn rekinn af þýska bóka- og plötudreyfingarfyrirtækinu „Word & Sound“ og hefur því lagt aðaláherslu á techno og house en einnig verið að færa sig upp á skaptið í dubstep og experimental electróniku. Verðin eru sömuleiðis samkeppnishæf (og oft betri en hjá mörgum samkeppnisaðilanum).

Til þess svo að gera vefinn aðlaðandi fyrir nýja notendur hafa WhatPeoplePlay menn í samstarfi við Amsterdam Dance Event ákveðið að gefa rúmlega 30 lög til notenda sinna. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt nýtt né merkilegt en óhætt er þó að segja að þessi mp3-pakki sé ólíkt betri en þeir sem ég hef verið að fá á sambærilegum síðum undanfarið.

Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!
Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!

Lagalistinn er sem hér segir:

Move D – Got Thing/ Philpot
Nôze feat. Dani Siciliano – Danse Avec Moi (DJ Koze Rework) / Get Physical
Faze Action – Venus & Mars/ Faze Action
Tom Clark – Scorpi / Highgrade Records
Lawrence – Place to Be/ Liebe*Detail
Minilogue – Animals / Cocoon Recordings
Loco Dice – M Train to Brooklyn/ Desolat
The Faint – The Geeks Were Right (Shadow Dancer Dub) / Boys Noize
Will Saul & Tam Cooper – Tech Noir / Simple
Luciano – Bomberos/ Cadenza
Todd Bodine – Calypso / Highgrade Records
Renato Cohen – Cosmic Man / Sino
Martyn – Is This Insanity? / 3024
Dj Sneak – Comeback Johnny / Magnetic
Windsurf – Pocket Check / Internasjonal
Ytre Rymden Dansskola – Kjappfot (Prins Thomas Edit) / Full Pupp
Dirt Crew – Soundwave (Quarion’s Drunken Wave Mix) / Dirt Crew Recordings
Steve Bug – Trees Can’t Dance (Edit) / Poker Flat Recordings
Trentemøller – Vamp (Live edit) / Hfn Music
Giles Smith pres. Two Armadillos – Tropics / Dessous
Channel X – Mosquito / Uponyou Records
Format:B – Redux / Formatik Records
Santos – Hold Home / Moon Harbour
Michael Melcher – Wooob / Cargo Edition
AKA AKA – Sie nannten ihn Mücke / Stil Vor Talent digital
Chroma&Inexcess – Syrinx / Stil Vor Talent digital
Chris Liebing – Auf und Ab / CL Recordings
Alex Bau – Red Chromosome / CL Recordings
Alex Flattner & Lopazz – Make Up Your Mind – Cocoon recordings
Makam – The Hague Soul / Soweso
The Armaberokay – The Hype (Marc Schneider + Ralf Schmidt Remix) / Einmaleins
Solomun & Stiming – Eiszauber / Diynamic
Technasia – Force / Technasia
Secret Cinema – Timeless / GEM Records
Sascha Dive – Black Panther (Don Melon’s Sure I Can remix) / Deepvibes

Smellið ykkur á www.WHATPEOPLEPLAY.com og náið í músík!

– Leópold Kristjánsson

Afmælisdjamm fyrir Flying Lotus

Nokkrir vinir og kolleggar Flying Lotus úr ‘beat-bransanum’ notuðu tækifærið fyrir skemmstu þegar kappinn fagnaði afmæli sínu og settu saman djamm-session honum til heiðurs. Partíið var haldið í Echo-Park í Los Angeles og á svæðinu voru m.a. Exile, Shafiq Husayn, the Gaslamp Killer og Stephen ‘Thundercat’ Bruner (pródúserar m.a. Erykuh Badu og Sa-Ra) ásamt auðvitað Flying Lotus sjálfum.

Djamm Session

Hægt er að nálgast um 30 mínútna upptöku og myndir HÉR.

Fabric 10 ára

Næturklúbburinn margfrægi fabric fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og DansiDans óskar fabric til hamingju með áratuginn. Fabric er einn af mínum uppáhalds klúbbum, þó það sé alltaf óþægilega stappað og maður þurfi að bíða í röð í hálftíma á 20 mínútna fresti þá bætir tónlistin það einfaldlega upp. Finnur varla klúbb sem er með jafn fjölbreytta og spennandi tónlistarmenn að spila hjá sér og það í hverri viku. Þá er hljóðkerfið frábært og umgjörðin, lúkkið og fílið allt sömuleiðis til fyrirmyndar.

Fyrir utan það að reka klúbb eru fabric svo með skemmtilega mixdiska séríu og fyrirtaks hlaðvarp, á blogginu sínu fagna fabric liðar líka afmælinu með ýmsum hætti. Þá tók Resident Advisor klúbburinn saman umfjöllun um sögu og starfsemi fabric og er það góð lesning.

Ef þú lesandi góður ert í Lundúnarborg um helgina mælum við með að kíkja við á fabric, afmælisfagnaðurinn byrjar á fimmtudegi og föstudegi en aðalpartýið hefst á laugardagskvöldi og stendur fram á mánudagsmorgun… góð afmælisveisla það! Meðal gesta eru Kenny Larkin, Ricardo Villalobos, Daniel Bell, Daniel Wang Rub-n-Tug og fleiri og fleiri.

Endum þessa færslu á tölfræði sem var að finna í fréttabréfi frá fabric. Sumar tölurnar eru svona rétt mátulega trúanlegar, en fyndið er þetta allavega.

ESSENTIAL FACTS ABOUT FABRIC…
– Number of hours of music = 18,000, based on about 35 hours a week average.
– Number of fabric couples = That we know of…3 couples that met at fabric and married, countless couples that have hooked up and not remembered the next day.
– Number of people through the doors = over 4,186,029
– Number of slipmatts used = 65
– Number of broken needles = about 1600, roughly 3 a week.
– Number of microphones broken by MCs = 53
– Number of cases of beer = about 160,000
– Number of bottles of wine = about 50,000
– Number of shots necked = over 1,300,000 pure shots
– Number of glasses = 312,000
– Number of limes/lemons = 350,000
– Number of tonnes of ice = 1 x glacier
– Number of rewinds = not enough yet.
– Number of tunes played = loads
– Number of bartenders hired = 600
– Number of toilet flushes (rank) = 8,299,200 flushes!!
– Number of people that have got lost in fabric = everyone
– Number of flyers given out = 30,000,000 (yes, thirty million) flyers
– Number of artists = over 20,800 acts between Friday and Saturday night
– Furthest cab ride home = Cardiff
– Number of Joe Beades = 1. Our handyman extraordinaire – the only reason fabric is still standing today.

-Kalli | ktryggvason@gmail.com