Flokkaskipt greinasafn: fréttir

What People Play 3.0 og gefins tónlist

Þar sem við hjá Dansidans.com styðjum heilbrigða samkeppni (í sölu mp3-skráa sem og öðru) er vert að benda á nýustu uppfærslu WhatPeoplePlay.com. Að því ég best veit er vefurinn rekinn af þýska bóka- og plötudreyfingarfyrirtækinu „Word & Sound“ og hefur því lagt aðaláherslu á techno og house en einnig verið að færa sig upp á skaptið í dubstep og experimental electróniku. Verðin eru sömuleiðis samkeppnishæf (og oft betri en hjá mörgum samkeppnisaðilanum).

Til þess svo að gera vefinn aðlaðandi fyrir nýja notendur hafa WhatPeoplePlay menn í samstarfi við Amsterdam Dance Event ákveðið að gefa rúmlega 30 lög til notenda sinna. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt nýtt né merkilegt en óhætt er þó að segja að þessi mp3-pakki sé ólíkt betri en þeir sem ég hef verið að fá á sambærilegum síðum undanfarið.

Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!
Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!

Lagalistinn er sem hér segir:

Move D – Got Thing/ Philpot
Nôze feat. Dani Siciliano – Danse Avec Moi (DJ Koze Rework) / Get Physical
Faze Action – Venus & Mars/ Faze Action
Tom Clark – Scorpi / Highgrade Records
Lawrence – Place to Be/ Liebe*Detail
Minilogue – Animals / Cocoon Recordings
Loco Dice – M Train to Brooklyn/ Desolat
The Faint – The Geeks Were Right (Shadow Dancer Dub) / Boys Noize
Will Saul & Tam Cooper – Tech Noir / Simple
Luciano – Bomberos/ Cadenza
Todd Bodine – Calypso / Highgrade Records
Renato Cohen – Cosmic Man / Sino
Martyn – Is This Insanity? / 3024
Dj Sneak – Comeback Johnny / Magnetic
Windsurf – Pocket Check / Internasjonal
Ytre Rymden Dansskola – Kjappfot (Prins Thomas Edit) / Full Pupp
Dirt Crew – Soundwave (Quarion’s Drunken Wave Mix) / Dirt Crew Recordings
Steve Bug – Trees Can’t Dance (Edit) / Poker Flat Recordings
Trentemøller – Vamp (Live edit) / Hfn Music
Giles Smith pres. Two Armadillos – Tropics / Dessous
Channel X – Mosquito / Uponyou Records
Format:B – Redux / Formatik Records
Santos – Hold Home / Moon Harbour
Michael Melcher – Wooob / Cargo Edition
AKA AKA – Sie nannten ihn Mücke / Stil Vor Talent digital
Chroma&Inexcess – Syrinx / Stil Vor Talent digital
Chris Liebing – Auf und Ab / CL Recordings
Alex Bau – Red Chromosome / CL Recordings
Alex Flattner & Lopazz – Make Up Your Mind – Cocoon recordings
Makam – The Hague Soul / Soweso
The Armaberokay – The Hype (Marc Schneider + Ralf Schmidt Remix) / Einmaleins
Solomun & Stiming – Eiszauber / Diynamic
Technasia – Force / Technasia
Secret Cinema – Timeless / GEM Records
Sascha Dive – Black Panther (Don Melon’s Sure I Can remix) / Deepvibes

Smellið ykkur á www.WHATPEOPLEPLAY.com og náið í músík!

– Leópold Kristjánsson

Auglýsingar

Afmælisdjamm fyrir Flying Lotus

Nokkrir vinir og kolleggar Flying Lotus úr ‘beat-bransanum’ notuðu tækifærið fyrir skemmstu þegar kappinn fagnaði afmæli sínu og settu saman djamm-session honum til heiðurs. Partíið var haldið í Echo-Park í Los Angeles og á svæðinu voru m.a. Exile, Shafiq Husayn, the Gaslamp Killer og Stephen ‘Thundercat’ Bruner (pródúserar m.a. Erykuh Badu og Sa-Ra) ásamt auðvitað Flying Lotus sjálfum.

Djamm Session

Hægt er að nálgast um 30 mínútna upptöku og myndir HÉR.

Fabric 10 ára

Næturklúbburinn margfrægi fabric fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og DansiDans óskar fabric til hamingju með áratuginn. Fabric er einn af mínum uppáhalds klúbbum, þó það sé alltaf óþægilega stappað og maður þurfi að bíða í röð í hálftíma á 20 mínútna fresti þá bætir tónlistin það einfaldlega upp. Finnur varla klúbb sem er með jafn fjölbreytta og spennandi tónlistarmenn að spila hjá sér og það í hverri viku. Þá er hljóðkerfið frábært og umgjörðin, lúkkið og fílið allt sömuleiðis til fyrirmyndar.

Fyrir utan það að reka klúbb eru fabric svo með skemmtilega mixdiska séríu og fyrirtaks hlaðvarp, á blogginu sínu fagna fabric liðar líka afmælinu með ýmsum hætti. Þá tók Resident Advisor klúbburinn saman umfjöllun um sögu og starfsemi fabric og er það góð lesning.

Ef þú lesandi góður ert í Lundúnarborg um helgina mælum við með að kíkja við á fabric, afmælisfagnaðurinn byrjar á fimmtudegi og föstudegi en aðalpartýið hefst á laugardagskvöldi og stendur fram á mánudagsmorgun… góð afmælisveisla það! Meðal gesta eru Kenny Larkin, Ricardo Villalobos, Daniel Bell, Daniel Wang Rub-n-Tug og fleiri og fleiri.

Endum þessa færslu á tölfræði sem var að finna í fréttabréfi frá fabric. Sumar tölurnar eru svona rétt mátulega trúanlegar, en fyndið er þetta allavega.

ESSENTIAL FACTS ABOUT FABRIC…
– Number of hours of music = 18,000, based on about 35 hours a week average.
– Number of fabric couples = That we know of…3 couples that met at fabric and married, countless couples that have hooked up and not remembered the next day.
– Number of people through the doors = over 4,186,029
– Number of slipmatts used = 65
– Number of broken needles = about 1600, roughly 3 a week.
– Number of microphones broken by MCs = 53
– Number of cases of beer = about 160,000
– Number of bottles of wine = about 50,000
– Number of shots necked = over 1,300,000 pure shots
– Number of glasses = 312,000
– Number of limes/lemons = 350,000
– Number of tonnes of ice = 1 x glacier
– Number of rewinds = not enough yet.
– Number of tunes played = loads
– Number of bartenders hired = 600
– Number of toilet flushes (rank) = 8,299,200 flushes!!
– Number of people that have got lost in fabric = everyone
– Number of flyers given out = 30,000,000 (yes, thirty million) flyers
– Number of artists = over 20,800 acts between Friday and Saturday night
– Furthest cab ride home = Cardiff
– Number of Joe Beades = 1. Our handyman extraordinaire – the only reason fabric is still standing today.

-Kalli | ktryggvason@gmail.com

Major Lazer

Major Lazer er nýlegt verkefni plötusnúðanna Diplo og Switch. Þeir hafa eins og flestir vita verið mjög vinsælir fjölstefnu-plötusnúðar undanfarin ár. Diplo átti t.d. stóran þátt í því að koma öllum evrópskum krökkum inn á það að Baile Funk væri málið, sænaði Bonde de Role og vann svo náið með M.I.A. að hennar efni.

Major Lazer verkefnið virðist ganga út á það að þeir félagar fóru til Jamaica og gerðu Dancehall plötu eins og krakkarnir þar gera og fengu mikið af þeim MC-um og tónlistarfólki sem eru að gera það gott á eyjunni til að koma til liðs við sig (auk annara eins og Santigold, Crookers og Amanda Blank). Platan var tekin upp í Tuff Gong stúdíóunum í Kingston.

Ég sá Diplo og Switch leika fyrir dansi sem Major Lazer um daginn. Showið var samansett af Diplo og Switch að spila Dancehall, Crunk, Reggaeton, Dubstep, jungle og House. Svo spiluðu þeir reglulega Major lazer samplið sitt, þokulúðra og Geyslabyssuhljóð. Með þeim á sviðunu voru tveir dansarar og MC að nafni Skerrit Bwoy. Það var mikill hiti í húsinu og greinilegt að hægt er að spila Dancehall um allan heim.

Hér eru svo tvö Major Lazer myndbönd (efsta myndbandið er óneitanlega líkt Parisian Goldfish myndbandi Flying Lotus – eða hvað?)

DJ Hell vs. Felix da Housecat

Danstónlistardrama í gangi þessa dagana en Felix da Housecat hefur ásakað DJ Hell um að nota raddupptökur frá sér án leyfis. Hell hefur svarað fyrir sig og segist hafa fengið grænt ljós frá Pudd Daddy (sem þenur raddbönd sín skemmtilega í umræddu lagi). Vonandi leysa þessir reynsluboltar þennan ágreining sinn, en sama hvernig það fer er umrædd accapella alger klassík eins og við höfum áður minnst á hér á dansidans.

Nýjir geislaspilarar frá Pioneer

Pioneer hafa svipt hulunni af tveimur nýjum cdj’um (hvað væri gott íslenskt orð fyrir þetta, plötusnúðageislaspilarar – pgs’ar ???), CDJ-2000 og CDJ-900. Sá fyrrnefndi er greinilega arftaki cdj-1000 mk 3 og ætli sá síðarnefndi sé ekki hugsaður sem ný útgáfa af cdj-800. Lítur allt saman voða vel út en satt best að segja var ég einhvern veginn að búast við meiri og afdrifaríkari breytingum og viðbótum.

Held að Pioneer vilji klárlega reyna að fá bita af þeim markaði sem timecode stýrður dj búnaður eins og Serato og Traktor hafa skapað, „Rekordbox“ hugbúnaðurinn eflaust tilraun til slíkrar innrásar. USB / MP3 spilara fídusinn og innbyggður browser (með stærri skjá) var löngu tímabær breyting og verður gaman að fá að prófa fílinginn í því þegar fram líða stundir. „Needle search“ virkar sem góður kostur, hafa eflaust fleiri en ég pirrað sig á því að spóla áfram annað hvort með því að halda inni tökkum eða að snúa jog hjólinu endalaust, reyndar spurning hvort þetta sé nokkuð eitthvað sem plötusnúðar eigi eftir að reka sig óvart í? Finnst að Pioneer menn hefðu mátt taka þennan loop fídus lengra og bæta við fleiri bpm tengdum effectum finnst þeir voru komnir í gang, tæknin er klárlega til staðar eins og djm 800 mixerinn sýnir.

Verður spennandi að sjá hvernig innreið þessarar tækja í bransann fer fram og sömuleiðis hver verður fyrsti íslenski plötusnúðurinn sem festir kaup á þetta. Sexy græjur en verðmiðinn eflaust eftir því.

Villalobos – Heimildarmynd um Kardó

Fáir tónlistarmenn eru í jafn miklu uppáhaldi hjá Dansidans eins og Ricardo Villalobos eða Kardó, eins og við köllum hann í daglegu tali. Því vakti það mikla lukku í herbúðum okkar að heyra af væntanlegri heimildarmynd um þennan merka tónlistarmann en leikstjórinn Romuald Karmakar stendur að baki þeirri mynd sem hefur einfaldlega hlotið nafnið Villalobos


Trailer þessi er í sjálfu sér ekki ýkja spennandi en þó merkilegt að Karmakar hafi fengið að taka upp efni á Panoramabar sem er alræmdur fyrir harða dyravörslu og algert myndavélabann. Með eins litríkan karakter og Kardó sem umfjöllunarefni er  þó ekki við öðru að búast en að mynd þessi verði nokkuð forvitnileg.