Flokkaskipt greinasafn: Helgin

Vörukynning í Tjarnabíó-i

Í dag munu allir helstu endursölu aðilar dj-tóla á Íslandi standa fyrir vörukynningu í Tjarnabío-i. Helstu plötusnúðar landsins munu sjá um að kynna vörur frá hinum ýmsu framleiðendum t.d  Pioneer , Numark og Allen & Heath.

Húsið opnar klukkan 16:00 og hægt er að kaupa miða hér. Mæli með að fólk tékki t á þessu, en missi sig ekki í gleðinni, margt er óþarft þó það sé sniðugt.

Undir Jökli – Ný Íslensk Raftónlistarhátið

Næstu helgi fer fram raftónlistarhátið á vegum Extreme Chill á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hátíðin ber nafnið Extreme Chill Festival Undir Jökli, þar koma fram 18 tónlistarmenn og spila bræðing af raf, dub og reggea tónlist. Af tónlistarmönnum sem þar stíga á stokk má nefna Stereo Hypnosis, Legend, Biogen, Futurgrapher, Frank Murder, Ruxpin, Xerxes frá Noregi og Moonlight Sonata frá Frakklandi.

Forsala á armböndum er í 12 Tónum og Smekkleysu Plötubúð. Armbandið kostar aðeins 2500 kr og er um að gera að tryggja sér armband sem allra fyrst. Einnig verður hægt að kaupa armbönd á félagsheimilinu Röst á Hellissandi.

Tjaldsvæði er á staðnum og er frítt fyrir þá sem að bera armbönd og verða ýmsar uppákomur á tjaldsvæðinu þar á meðal live uppákoma fra Captain Fufanu og dj sett fra Karius og Baktus o.fl. Einnig er hótel sem að hægt er að gista á fyrir þá sem að ekki eiga tjald.

Helgin 13.-16. ágúst 2009

Síðsumarshelgi með öllu tilheyrandi í uppsiglingu. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið er úr ýmsu að velja.

Fimmtudagurinn 13. ágúst

Coxbutter piltarnir eru með kvöld á Jacobsen á fimmtudaginn, flott line up: Forgotten Lores, Mighty Jukebox, Steve Sampling og DJ Kocoon bjóða upp á hip hop af ýmsu tagi.  Rétt að benda einnig á Coxbutter síðuna þar sem má nálgast fínasta stuff á mp3 formi endurgjaldslaust.

Föstudagurinn 14. ágúst

Breakbeat.is með svokallaðan All Nighter á Jacobsen, næturlangt tjútt á báðum hæðum. Á efri hæðinni ráða léttari tónar ríkjum, töffarabandið The Zuckakis Mondeyano Project verða með hljómleika auk þess sem Ewok og Leópold snúa skífum í house og groove fíling. Í kjallaranum verða svo bumbur, bassar og brotnir taktar frá fastasnúðum Breakbeat.is og vel völdum gestum.

Laugardagurinn 15. ágúst
Laugardaginn má taka með öðruvísi sniði ef menn svo lystir, hlusta á plötusnúða í Bláa Lóninu eða á hljómsveitir út á Snæfellsnesi. Margeir heldur útgáfupartý fyrir nýjan Bláa Lóns mixdisk í Bláa Lóninu, þeir sem hafa farið á Airwaves partýin þar þekkja fílingin sem getur myndast á “tjútti” í lóninu, töff pæling.


Önnur töff pæling eru svo tónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi en feðgarnir í Stereo Hypnosis ætla þar að fagna útgáfu nýrrar skífu sem hefur hlotið nafnið Hypnogogia, þeim til trausts og halds verða svo Project 8, Snorri Ásmundsson og AnDre.


Fyrir miðbæjarrrottur er hins vegar líka gott geim í bænum, fknhndsm dúóið tekur á móti New York búanum Love Fingers á Kaffibarnum. Deladiskófílingur og dólgagrúv af bestu gerð.

Sjáumst á dansgólfinu!

Helgin 29. maí – 31. maí

Hellingur um að vera þessa helgi enda Hvítasunnuhelgi. Í kvöld verður hinn þýski Fritz Windish í Jacobsen kjallaranum ásamt Jack Schidt og á Kaffibarnum er svo live act frá hljómsveitinni Sykri og dj sett frá Alfons X.

.

Annað kvöld munu þeir Frímann og Arnar halda upp á 10 ára afmæli Hugarástands kvöldanna á Jacobsen. Fjörið hefst klukkan 10 með Dj setti frá BenSol, svo taka þeir Hugarástandstrákar við og spila frameftir nóttu. Eins og fram kom í færslunni hér á undan verða þeir félagar í Reyk Veek með kvöld á Nasa þar sem fram koma Asli, Orang Volante, Oculus, Karíus & Baktus og Siggi Kalli.

.

breakbeat

Á sunnudaginn verður síðan Breakbeat.is all nighter á Jacobsen. Breakbeat.is kvöldin hafa heldur betur slegið í gegn undanfarna mánuði og má því búast við hörkufjöri á á sunnudaginn. Oldskúl hetjan Agzilla verður bakvið spilarana ásamt Breakbeat.is fastasnúðnum Kalla sem er nýkominn heim frá Hollandi eftir ársdvöl með fulla tösku af plötum. Tilefni kvöldsins er opnun nýrrar vefsíðu Breakbeat.is

Helgin 30. apríl – 3. maí

Margt um að vera þessa dagana í Reykjavíkurborg.

Á morgun 1. maí verður Weirdcore klúbbakvöld á Jacobsen. Yagya , Frank murder og Biogen spila live og  Vector, Anonymous, Thor og AnDre snúa skífum. Flott prógramm það.

Á Kaffibarnum er líka fínt lineup Kiasmos og Alfons X í kvöld og Sexy Lazer annað kvöld. Þá er Eyvi á London/Reykjavík á föstudaginn og Shaft og Ýmir Bongo housa lýðinn á Zimsen á laugardaginn.

Að lokum vil ég hvetja plötusnúða og tónlistarmenn sem hafa vott af stéttarvitund til þess að spila Nallann ef þeir koma fram 1. maí. Hér má nálgast midi útgáfu af þessu fallega lagi og mp3 má finna hér (textan eiga allir að kunna)

Helgin 10. – 12. apríl

Eins og flestar helgar núna undanfarið er Jacobsen the place to be. Í kvöld standa fknhndsm í samtstarfi við Luna Flicks labelið frá Osló fyrir kvöld þar. Line uppið fyrir kvöldið er spennandi, Símon og Haukur Heiðar sem eru betur þekktir sem  dúóið fknhndsm stíga á stokk ásamt Kangos Stein Massiv eigandi labelsins Luna Flicks frá Noregi.

Eins og áður hefur komið fram fílar dansidans norrænt samstarf(skandinavísk drumroll) og ennfremur fílar DansiDans fknhndsm. Þannig að tjekk it!

lunaflicks-logo

Barcode bræður verða síðan á Jacobsen á sunnudaginn. Með þeim verða Oculus og Impulce sem taka báðir live sett. Oculus sem nýlega gerði mix fyrir síðuna, hefur heldur betur verið að slá í gegn undanfarið og fékk um daginn mikla umfjöllun frá Beatportal. Impulce sem  stóð fyrir kvöldunum HDT , stundar nú nám í hljóðvinnslu í Hollandi.

Fleiri staðir bjóða uppá gæða danstónlist í kvöld. Á London/Reykjavík munu Kiddi Ghozt og Paul Moritz spila Back2Back í fyrsta sinn. London/Reykjavík opnaði síðustu helgi og hef ég heyrt góða hluti um staðinn. Ég lofaði djammrýni um opnunarhelgina en get því miður ekki staðið við það loforð þar sem ég komst ekki á hana.

Dagskráin á Kaffibarnum er einnig góð. Í kvöld er það Gísli Galdur sem verður bakvið spilarana og á sunnudaginn ætlar Maggi Legó að taka disco sett. Báðir þessir plötusnúðar er „kempur“  í bransanum og finnst undirrituðum alltaf gaman að heyra þá spila.

Plötusnúðurinn Óli ofur stendur síðan fyrir kvöldi á Akranesi. Húsið heitir Breiðin og hefur Óli verið að vinna í því að koma húsinu í gott stand síðustu mánuði. Ég held að ég hafi sjaldan mætt á vel hljómandi  danstónlistarviðburði þar sem Óli kemur ekki á einhvern hátt við sögu. Því má búast við þéttu soundi og pumpandi tech house í sveitinni í kvöld.

Helgin 2.-5. apríl

Hellingur um að vera um helgina, opnunarhelgi með spennandi line-up hjá skemmtistaðnum London/Reykjavík, Breakbeat kvöld og fleira á Jacobsen og Sexy Lazer og Oculus á Kaffibarnum.

Á föstudagskvöldinu verða Asli, Paul Moritz og Sveinar bakvið spilarana á spánýjum skemmtistað sem hefur fengið nafnið London/Reykjavík. Á laugardaginn eru það svo Danni Bigroom og Mr. Cuellar sem sjá um tónlistina á þeim bæ en ásamt þeim mun  Oculus koma fram með live sett. Oculus mun svo síðar þetta kvöld þeyta skífum með Sexy Lazer á Kaffibarnum.

.

reykjavik

Staðurinn er staðsettur  á Tryggvagötu 22 eða þar sem gamli Gaukurinn/ Tunglið var.  Gríðalegur metnaður ku hafa verið lagður í útlit staðarins og lúkkar hann vel af myndunum að dæma (sjá hér að ofan t.d) . Flexbróðirinn Kiddi Ghozt er skemmtanstjóri á staðnum svo að búast má við skemmtilegum stað. Kem með djammrýni af staðnum eftir helgi.

Á Jacobsen í kvöld verður að finna drum & bass, jungle og dubstep á fastakvöldi Breakbeat.is. Dubstep er mjög fersk og spennandi stefna og  ótrúlegasta fólk sem fílar hana. Hingað til hef ég aðeins fundið einn mann sem fílar ekki dubstep. Line up-ið fyrir kvöldið í kvöld er Árni, Tryggvi og Gunni Ewok, þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Tryggvi er bakvið spilarana og því vel þess virði að gera sér ferð á Jacobsen til að heyra hann spila.

Á Jacobsen á laugardaginn mun Natalie aka Dj  Yamaho sjá um tónlistina á efri hæðinni en undirritaður verður á neðri hæðinni.

Magnús Felix | magnusfelix@gmail.com

Helgin – 12.-15. mars

Fyrir fólk sem fílar raftónlist og dansiböll er sitt lítið af hverju í boði um helgina.

Í kvöld er Weirdcore á Kultura, fram koma Klive, Skurken og Sykur auk þess sem Dj Vector mun snúa skífum. Við hjá DansiDans fílum Weirdcore, þar ræður metnaður ríkjum en hjartað er á réttum stað, útkoman er fjölbreytt og skemmtileg line up og svo kostar ekki krónu inn. Allir að mæta!

Um helgina virðist Jacobsen vera teh pleis tú bí. Á föstudaginn taka Karíus & Baktus og Yamaho völdin á efri hæðinni en Asli og Siggi Kalli taka kjallara session. Sexy Lazer og Hunk of a Man taka svo á móti gestum á laugardagskvöldi. Dansidans!

Helgin 20.-22. febrúar

Mikið af skemmtilegu dóti að gerast um helgina.

.mynd_0527633

Fyrst og fremst ber að minnast á kvöld sem  Party Zone og TFA eru að halda á NASA á laugardaginn með þýska technoboltanum Stephan Bodzin. Ég mætti þegar hann spilaði hérna síðast, skemmti mér konunglega og mæli því hiklaust með því að fólk kíki á þetta. Ásamt Bodzin mun íslenski tónlistarmaðurinn Oculus spila live sett og plötusnúðarnir Karius & Baktus, Hjalti Casanova og Biggi Veira snúa skífum. Veit samt einhver hvort Bodzin verði live eða með dj sett?

Fyrir þá sem ekki langar á Bodzin en langar samt að dansa, mæli ég með því að kíkja á Cultura þar sem Jón Atli ætlar að spila nýtt deep house, býst við að það verði gott stöff..

..

someoneels

Á föstudaginn eru Someone Else að halda partý á Jacobssen. Karius & Baktus verða bakvið spilarana ásamt Mr Shaft. Þannig að búast má við pumpandi húsi í bland við latin minimal á Jacobssen sem er án efa einn mest spennandi staðurinn í Reykjavík núna. Eftir að hafa kíkt þarna á árslistakvöld Party Zone er ég spenntur að sjá hvernig rætist úr þessum stað.

Sama kvöld er Maggi nokkur Lego að spila á nýja skemmtistaðnum Kafka áður þekktur sem 22. Maggi Lego setti upp síðu á facebook þar sem hægt er að nálgast mixin hans og finnst undirrituðum þau alveg frábær. Kafka virðist ætla að taka svipaða stefnu og Barinn gerði hérna áður fyrr og eru það mjög góðar fréttir, ég held að ég hafi ekki verið einn um það að verða fyrir vonbrigðum þegar Barinn hætti.

Einnig er vert að taka fram að einn af kröftugustu hip hop snúðum klakans Addi Intro verður bakvið spilarana á Prikinu á föstudaginn.

Magnús Felix//magnusfelix@gmail.com

Helgin 30.janúar – 1.febrúar

mynd_0514812

 

Það er nátturulega einn hlutur sem stendur uppúr þessa helgina en það er Árslistakvöld Party Zone, en á laugardaginn milli 19:30 og 24 munu þeir Helgi Már og Kristján Helgi munu fara yfir 40 bestu lög ársins. Síðan verður haldið partý á Jacobsen sem opnaði síðustu helgi og lofar góðu.Belgíska dúóið Aeroplane verða aðalnúmer kvöldsins en Andrés Nielsen, Fjordfunk og FKNHNDSM munu einnig vera bakvið spilarana.Meiri upplýsingar um árslistakvöldið má finna hér.Einnig hefur heyrt að Aeroplane muni spila á Kaffibarnum í kvöld.

Ekkert annað virðist vera um að vera um helgina í danstónlistinn en ef þið vitið  um eitthvað endilega commentið eða sendið okkur póst á dansidans@dansidans.com

 

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine :  :  : TailRank : post to facebook