Flokkaskipt greinasafn: íslenskt

Útlitsbreytingar og Viðburðadagatal

Glöggir lesendur DansiDans hafa tekið eftir smávægilegum útlitsbreytingum á síðunni, hér fyrir ofan getur nú að líta vísi að valmynd þar sem hægt er að komast beint á ýmsar undirsíður eða flokka DansiDans. Þá smelltum við inn DansiDans Viðburðadagatali á Google Calander, þar munum við setja inn raf- og danstónlistartengda viðburði á Íslandi. Smellið á hlekkinn „Á Döfinni“ hér að ofan til þess að skoða það nánar eða kíkið á RSS áskriftina hér til hægri.

Ef þú stendur að viðburði sem þú heldur að við gætum haft áhuga á skaltu láta okkur vita með tölvupósti eða í athugasemdum hér á síðunni.

Auglýsingar

Weirdcore með nýja safnskífu

Biogen, Tanya og félagar hjá Weirdcore bjóða upp á skemmtilega jólagjöf á vefsíðu sinni, fyrirtaks mpfrír safnskífu með íslenskri raftónlist. Meðal listamanna sem koma við sögu má nefna Yagya, Steve Sampling, Ruxpin, Hypno, Einum Of, Biogen og Skurken.

Plötusnúðaheyrn

Einn af leiðinlegri fylgifiskum þess að vera plötusnúður eða pródúsent er að þróa með sér það sem ég kýs að kalla plötusnúðaheyrn eða plötusnúðaeyra. Fyrir fólk með plötusnúðaheyrn gegnir tónlist öðru hlutverki en fyrir fólk almennt, hlutverki sem tengist starfi eða áhugamáli plötusnúðsins.

Tónlist hættir að vera list sem er einungis til upplýsingar, yndisauka eða skemmtunar og sætir í stað þessi sífelldri greiningu og gegnir öllu hagnýtara hlutverki. Einstaklingur með plötusnúðaheyrn yfirheyrir því sem næst alla tónlist sem hann kemst í kynni við, í hugarskoti hans leynast óteljandi spurningar um tónlistina sem er í gangi.

Þannig spyr plötusnúðaheyrandinn sig hvort það mætti lúppa eða sampla þessu lagi? Á hvaða tempói/bpm er tónlistin? Myndi þetta virka á dansgólf? Ætli það sé hægt að nálgast hana á vínyl? Í hvaða tóntegund er þetta lag? Mætti mixa þetta við aðra tónlist? Og svo mætti lengi telja.


Hlustaðu (mynd e. Alex//Berlin as photography)

Sá sem er með plötusnúðaheyrn er því ávallt að máta tónlistina við plötusnúðahlutverkið, þannig er hætta á því að önnur svið tónlistarnautnarinnar víki og er það miður. Geri ég mér í hugarlund að svipaðar hlutir geti komið fyrir annað „alvöru“ tónlistarfólk.

Athugið að ég er ekki að halda því fram að plötusnúðar njóti ekki tónlistar, að þeir hafi ekki gaman af henni eða þyki ekki vænt um hana. Heldur að starf þeirra geti gert það að verkum að þeir nálgist og hlusti á tónlist með öðrum og minna „hreinum“ hætti. Að það hvernig plötusnúðar „hagnýta“ tónlistina hafi varanleg áhrif á hvernig þeir neyti hennar. Því held ég að það sé verðug áminning til plötusnúða að skilja plötusnúðaeyrun stundum eftir, að reyna að setja minna funktíónal þætti tónlistarinnar í fyrsta sæti og njóta hennar á hreinni hátt. Spyrja sig frekar að því hver hafi verið ætlun tónskálds, hvaða tilfinningar er verið að tjá og hvaða tilfinningar vakna í brjósti manns sem hlustanda. Nú eða að sleppa spurningum og greiningum og hlusta bara. Það er gott að hlusta.

-Karl Tryggavson | ktryggvason@gmail.com

Thule komið á Beatport

Lög  hinnar goðsagnakenndu, íslensku útgáfu Thule records er kominn á stafrænt form og er til sölu á Beatport. Á sínum tíma (og umdeilanlega ennþá) var Thule fánaberi íslenskar danstónlistar og gaf út listamenn eins og Exoz, Ozy, Thor(eigandi thule),Sanasol og Octal.  Útgáfur Thule þykja dub-kenndar og minimal og hefur útgáfan notið mikillar virðingar bæði erlendir og hérna heima, t.d. fór Michael Mayer eigandi Kompakt ,fögrum orðum um Thule þegar hann spilað á Airwaves 2008.

thule

Thule var að vísu uppi aðeins áður en ég öðlaðist vit, en það sem ég hef heyrt þykir mér geðveikt og ég mæli með að fólk þekkir ekki mikið til Thule skoði þetta nánar. Útgáfur Thule á Beatport má skoða hér

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Reyk Veek nýtt íslenskt label

Reykveek

Þótt mikil gróska hafi verið í Íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og upp hafi sprottið þó nokkur útgáfufyrirtæki hefur ekkert þeirra sérhæft sig í raf- eða danstónlist. Á því verður þó breyting á næstunni en nokkrir íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn hafa tekið sig saman og sett á laggirnar útgáfuna Reyk Veek sem mun feta í fótspór labela á borð við  Thule og Pineapple og gefa út íslenska danstónlist. Við hjá DansiDans fílum þetta framtak og ákvaðum að taka smá viðtal við strákana.

1. Hvað er Reyk-Veek?
REYK VEEK er samrýmdur hópur skipaður íslenskum neðanjarðar technolistamönnum. Lengi hefur vantað almennilega útgáfu fyrir íslenskt neðanjarðar techno.

2. Hverjir standa bakvið Reyk-Veek
Karíus & Baktus
, Oculus, Asli, Orang Volante, Siggi Kalli og Fúsi Axfjörð

3. Ætliði gefa út eigið efni á labelinu?
Það er planið. Við erum allir búnir að semja mjög mikið efni og það er kominn tími til að fólk fái að heyra 😉

4. Ætliði einungis gefa út íslenska listamenn?
Til að byrja með já en hver veit hvernig þetta gæti þróast.

5.Verður það vinyl,mp3 eða bæði?
Við urðum allir ástfangnir af vínyl á einhverju tímabili svo við getum ekki annað en gefið út á vínyl og svo verðum við út um allt netið líka.

6. Hver er hugmyndin bakvið nafnið?
Reyk Veek er fyrsta útgáfan fyrir neðanjarðar techno á Íslandi (innskot ritstjóra: það má nú deila um það) og auðvitað elskum við allir Reykjavík en nafnið virkar líka vel á erlendri grundu þar sem við gefum út undir nafninu VEEK.

7. Mun Reyk Veek reyna að standa fyrir atburðum, með erlendum listamönnum?
Í augnablikinu erum við að einbeita okkur af því að kynna íslenska techno tónlist en hugmyndin um að flytja inn einhvern töffara er freistandi og mun sjálfsagt gerast með tímanum.

8.Eitthvað plögg að lokum?
Fyrsta Reyk Veek kvöldið verður haldið á Nasa 30.maí. Fyrstu 300 gestirnir fá fyrstu skífa Reyk Veek (VEEK 001) sem er safndiskur með frumsömdu efni frá Reyk Veek gefins. Þar koma fram flestir meðlimir Reyk Veek með hljóðræna og sjónræna upplifun svo ekki láta þig vanta. Kvöldið byrjar á miðnætti og heldur áfram inn í nóttina. Leitið að okkur á facebook til að fá frekari upplýsingar.

pís

RV
———–

Hvað er hlaðvarp?

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist til síðuhaldara um hlaðvarpið okkar og um hlaðvörp almennt, sem við erum duglegir að linka á í færslum hér á dansidans. Virðast ekki allir hafa skilið hvernig þessi tækni virkar, þannig að hér kemur tilraun til þess að útskýra hvernig þetta þetta gengur fyrir sig allt saman.

Enska orðið podcast er nýyrðasmíð sett saman úr orðunum pod (ipod) og broadcast, á íslensku hefur þetta verið kallað hlaðvarp sem að sama skapi er samsett úr því að hlaða (hlaða niður / hala niður) og varpa (útvarp, sjónvarp, netvarp). Í stuttu máli sagt er hlaðvarp leið til þess að miðla ýmis konar tölvuskrám til netnotenda í gegnum áskrift.

Tæknin virkar þannig að eigandi hlaðvarpsins býr til svokallað “feed” sem samanstendur af upplýsingum um hlaðvarpið auk einstakra færslna sem innihalda hlekki á efnið sem miðla á (hvort sem það eru myndbönd, útvarpsþættir eða önnur skjöl). Netverjar sem hafa áhuga á því að gerast áskrifendur að hlaðvarpinu taka slóðina á “feedið” og setja hana inn í þar til gert forrit sem athugar svo með reglulegu millibili hvort ný færsla og þar af leiðandi nýr hlaðvarpsþáttur hafi dottið inn. Þegar svo er nær forritið sjálfkrafa í nýja þætti, hleður þeim niður á harða diskinn og setur þá jafnvel á mp3 spilara sem eru tengdir tölvunni. Svo getur tölvueigandinn hlustað/horft á/lesið herlegheitin þegar þér hentar.

iTunes forritið frá Apple er sennilega langvinsælasta hlaðvarps forritið en þó eru til mörg önnur forrit sem nýtast má við í sama tilgangi. Winamp, Doppler, Juice og Bloglines bjóða öll upp á hlaðvarpsáskrift en fleiri leiðir eru til. Prófið t.d. að leita að podcast client, podcast application eða öðru slíku á Google.

Það sem að þú, lesandi góður, þarft að gera ef hafir þú áhuga á að stofna til netvarps áskriftar er að setja eftirfarandi slóð: http://feeds2.feedburner.com/dansidans

inn í hlaðvarpsforritið sem þú notar. Í iTunes fer maður í advanced valmyndina, velur þar subscribe to podcast, límir inn slóðina í þartilgerðan glugga og smellir á ok. Önnur forrit ættu að vera með svipaða valmöguleika, t.d. „add podcast“ eða „subscribe to podcast“. Ef þú ert með itunes uppsett á tölvunni geturðu líka einfaldlega prófað að smella hér. Þar með ert þú kominn í áskrifendahóp DansiDans hlaðvarpsins, fríður flokkur smekksmanna og kvenna sem mánaðarlega fá nýtt mix frá flottustu plötusnúðum og tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Nánari upplýsingar um hlaðvarp má finna á vef RÚV, á mbl.is og Wikipedia

Að lokum eru hér hlekkir á önnur danstónlistarhlaðvörp sem DansiDans mælir með:

Resident Advisor
Bodytonic

Autonomic Podcast

XLR8R
Metalheadz Podcast

Úrvalið er þó nánast endalaust og má finna ótal skemmtileg hlaðvörp um alla heima og geima. Eins og skáldið sagði leitið og þér munuð finna.

SyrpuSyrpa # 18 Party Zone special

mynd_0125564

Þeir Helgi Már og Kristján Helgi hafa staðið fyrir Dansþætti þjóðarinnar í tæp 20 ár. Á þessum tíma hefur þátturinn spilað stórt hlutverk í íslensku senunni og hafa þeir félagar einnig verið duglegir að halda danstengda viðburði.

Ég byrjaði að hlusta á danstónlist árið 2004 og var mér þá bent á Party Zone. Síðan  hef ég reynt að vera duglegur að fylgjast með og hlusta á þáttinn. Ég á mér nokkra uppáhalds þætti og ætla að benda á þá í þessari færslu.

Party Zone  all time top 40
1.nóv 2003

Þessi þáttur kom mér í kynni við alveg æðisleg lög. Enda var listi með 40 bestu danslögum allra tíma frumfluttur í þættinum. Ég kynntist lögum eins og Good Love, Muzik X-press, Gypsy Woman, Purple (lang besta lag GusGus), Red one og All night Long. Listan er hægt að sjá hér og þáttinn má ná í  hér. Mæli sérstaklega með að þeir sem þekkja aðeins nýmóðins teknó hlusti á þennan þátt, skemmtileg sögukennsla.

Tommi White Party Zone
5.mars 2005

Alveg síðan ég byrjaði að hlusta á danstónlist, hef ég  verið mikill aðdáandi Tomma White. Paradise var ein af fyrstu plötunum sem ég keypti mér og ég hlustaði á eitthvað Kahlúa mix eftir hann í gríð og erg. Ég man sérstaklega eftir þessum þætti vegna þess að ég fílaði settið hans svo vel. Þáttinn má nálgast hér.

Party Zone 1995 special
15.apríl 2006

Þeir félagar stóðu fyrir könnun um hvaða þema þeir ættu að velja fyrir þema þáttin sinn og varð 95 fyrir valinu, enda oft talað um að 95 hafi verið árið sem senan ,,peakaði“ á Íslandi. Þátturinn er fullur að klassikerum frá þessu ári og hægt er að nálgast hann hér.

Party Zone Old skúl house
22.mars 2008

Þema-ið var tónlist frá árunum 84-91  eins og Acid House, Italo og Chicago House. Dj Shaft  var gestur í þættinum og lög eins og Big fun voru spiluð. Þáttinn má nálgast hér.

Árslisti Party Zone 2008

31.janúar 2008

Ég var einstaklega ánægður með þennan lista. Nokkur lög af mínum lista rötuðu þarna inn og var listinn almennt skemmtilegri og fjölbreyttari en hann hafði verið áður, minna af proggi og electroi sem hafði einkennt lista fyrri ára. Árslistapartýið var síðan mjög skemmtilegt. Þáttinn má nálgast hér og listan sjálfan hér.

Auðvitað mætti lengi telja til frábæra þætti og mp3 safn PZ.is spannar svo ekki alla sögu þáttarins (þeir Party Zone piltar hafa gefið því undir fótinn nýlega að setja gamlar spólur á stafrænt form, það væri frábært framtak!). Endilega bendið á ykkar uppáhalds þætti í athugasemdum.

Magnús Felix |magnusfelix@gmail.com