Flokkaskipt greinasafn: Jútjúb Miksteip

Jútjúb Miksteip #5 – Huldumenn

Þemað í þessu mixteipi eru tónlistarmenn sem eru nafnlausir eða andlitslausir með einhverjum hætti, t.d. með því að að hylja andlit sitt á myndum og á sviði, með því að láta raunverulegt nafn sitt hvergi tengjast tónlistinni eða með því að neita því að koma fram opinberlega.

Kannski soldið samhengislaust tónlistarlega séð, en allt er þetta góð músík engu að síður.

.

1. Drexciya – Hydro Theory
Drexciya bjuggu til goðsagnakenndan söguheim í kringum nafn sitt og undir því gáfu þeir út fyrirtaks electro og techno. Undir lokin var það orðið opinbert leyndarmál hverjir stóðu á bakvið nafnið en Drexciya leið undir lok þegar annar meðlimurinn  James Stinson lést langt fyrir aldur fram árið 2002. Get ekki sagt að ég sé ofsa vel að mér í tónlist Drexciya, eitthvað sem ég á alltaf eftir að kafa betur í (verðið á plötunum er ekki beint lokkandi samt!), en Hydro Theory er alger banger! (p.s. föttuðuð þið „kafa betur í“ orðaleikinn… hö hö hö!)

.


2. Galaxy 2 Galaxy – Hi Tech Jazz

Underground Resistance hafa merkilega og töff hugmyndafræði, hluti af henni er viðhorf Mike Banks, e.þ.s. Mad Mike, til ljósmynda en hann hylur ávallt andlit sitt þegar hann er myndaður. Þegar ég var yngri hélt ég alltaf að UR hlytu að vera jafn harðir og töff og þeir líta út fyrir að vera á myndum en svo hef ég heyrt og lesið viðtöl þar sem þeir virka sem mestu ljúfmenni, fyrrnefndur Banks þjálfar til að mynda ungmenni í hafnaboltaliði.

.


3. Redshape – The Playground
Ólíkt UR hefur mér alltaf þótt hugmyndafræði Redshape hálf þvinguð og tilgerðarleg, auk þess sem gríman sem hann notar er asnaleg. En tónlistin er góð.

.4. Burial – Broken Home
Áður enn hallærislegur og siðlaus slúðurblaðamaður setti af stað herför til þess að komast að því hver væri á bakvið tónlist Burial vissi enginn hver Will Bevan var. Tónlistinn verður auðvitað ekki verri við það að vita uppruna hennar en samt hefur hin dularfulli sjarmi horfið. Broken Home er eitt af allra bestu lögum Burial að mínu mati.

.


5. Doom – Lightworks
Doom hylur andlit sitt með fallegri grímu er hann fer með rímur sínar á sviði. Hefur alltaf þótt hann soldið hit & miss gaur sem á frábær lög inn á milli. „Lightworks“ er tekið af væntanlegri breiðskífu Doom en takturinn var upphaflega á Donuts plötu J Dilla.

..


Bónus! Afefe Iku – Mirror Dance

Sumir héldu að Osunlade væri Afefe Iku en svo er víst ekki. Afefe Iku er víst bara Afefe Iku. Eða hvað? Mirror Dance er allavega rosalegt lag!

Jútjúb Miksteip #4 – Nellee Hooper

Nellee Hooper er breskur pródúser sem kom við sögu á mörgum frábærum plötum á 10. áratugnum. Meðal þeirra sem hann vann með eru Massive Attack, Björk, Soul II Soul og Janet Jacksson. Þegar ég fór að gúgla hann komst ég samt að því að hann hefur verið í leiðinda rokk pródúksjónum undanfarin ár, U2, hvað er það…? En hvað um það, mega cheesy og væmið 90s jútjúb mikstreip comin’ up, mega góð músík  samt! Milljón spennandi pop fróðleiksmolar í þessari færslu líka en meira Nellee Hooper info má m.a. finna á wiki og discogs, slík upplýsingaleitað minni hálfu er tilefni þessa miksteips.


1. Massive Attack – Daydreaming

Blue Lines er mín uppáhalds breiðskífa allra tíma og þessa dagana er „Daydreaming“ uppáhalds lagið mitt. Tricky og 3D flowa ótrúlega skemmtilega saman og Sarah Nelson og Daddy G brjóta það flow upp á flottan hátt, svo er líka ótrúlega gaman hvernig er „vitnað“ í önnur lög í þessu lagi. Annað töff óútgefið Massive Attack lag frá þessum tíma hér.


2. Soul II Soul – Back to Life
Ég hélt lengi vel að Soul II Soul væri bandarísk grúppa og svo ruglaðist ég líka á þeim og Boyz II Men sem er frekar fyndinn ruglingur! Back to Life ættu flestir að þekkja, skemmtilegur hip hop meets house fílingur í taktinum finnst mér.


3. Madonna – Bedtime Story
Vissuð þið að Björk hefði samið lag fyrir Madonnu? Nú vitiði þið það allavega.


4. Björk – There’s More to Life than This
Mín uppáhalds Bjarkar lög eru flest unninn af Mark Bell sem hefur pródúserað flest með henni síðan Homogenic kom út. En Nellee Hooper var víst aðalgæinn á bæði Debut og Post.


5. Sinéad O’Connor – Nothing Compares 2 U
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, ekki vissi ég að Hooper hefði verið viðriðin þennan vangadans slagara og ekki vissi ég heldur að þetta hefði upphaflega verið samið af Prince!

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Jútjúb Miksteip #3 -,,Þeir eru að gera það sama og allir hinir bara aðeins öðruvísi“

Eftir að kreppan skall á hef ég aðeins verslað þrisvar sinnum af Beatport, þó svo að ég skoði mig þar um oft í viku. Í staðinn fyrir að kaupa lögin set ég þau bara í körfuna og bíð með að borga. Svo loksins þegar ég ákveð að kaupa lögin þá fatta ég að flest þeirra eru skuggalega lík, svo ég enda á því að losa mig helminginn af þeim. Hins vegar eru artistar sem mér finnst alltaf hljóma aðeins öðruvísi en allt annað sem er í gangi, þótt þeir séu að gera nákvæmlega það sama er það aðeins öðruvísi, hér koma nokkur sýnishorn:

1. Moodymann – Freaky MF

Kenny Dixon Jr. aka Moodymann hefur verið lengi að og gert margt skemmtilegt. Shades of Jae er í miklu uppáhaldi hjá mér en um daginn var mér bent á lagið Freaky MF sem er hérna fyrir ofan. Lagið er ótrúlega fyndið en líka sexy, sem er geðveikt. Þó að þetta sé semi týpiskt deep house lag þá er þetta einhvern vegin öðruvísi en allt annað, ég held að það sé vegna þess að þetta er unnið í gegnum hardware.

2.Theo Parrish – Solitary Flight

Að búa til houselag sem groovar og er samt fallegt er eitthvað sem fáum virðist takast, þótt margir reyni. Þetta lag er með fallegri house lögum sem ég hef heyrt. Theo Parrish er eins og Moodymann frá Detroit. Hann tekur upp mikið hljóðum sjálfur og gerði hann meðal annars þessa mynd fyrir Adidas. Mæli sérstaklega með þessu viðtali við hann, þegar maður er búinn að horfa á þetta verður maður einfaldlega að fara út að versla plötur.

3.Petre Inspirescu – Sakadat

Það er eitthvað við þessi rúmensku drumroll. Þetta groovar einfaldlega meira en annað sem er að gerast. Leópold er samt á fullu að þróa skandinavísk drumroll sem eru aðeins frábrugðin þessum rúmensku.

4.Ricardo Villalobos – Fizheuer Zieheuer

Percussionið hjá þessum manni er eitthvað öðruvísi, rosalega margir hafa reynt að kópera stílinn hans en flestum tekst það ekki alveg. Fizheuer er orðið semi legendary þar sem það er 57 mínutur að lengd og frekar steikt. ég segi samt án gríns að ég myndi dansa allan tíman ef ég heyrði það í fullri lengd á góðu kvöldi. Djöfull er þetta líka fyndið myndband, þó svo að ég þoli ekki gríndansara.

5.Pépé Bradock – Deep Burnt

Pépé Bradock veit ég svosem ekki mikið um, annað en að hann er frekar nuts, samanber þetta.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Jútjúb Miksteip #2 – Lögin sem fóru algjörlega framhjá mér

Í þessu jútjúb miksteipi eru lög sem voru mikið spiluð þetta árið en ég einhvern veginn lærði ekki að meta þau fyrr en núna bara upp á síðkastið.

1. Audion – Billy says go
Jónfrí benti mér á þetta lag á sínum tíma og ég fílaði það ekki neitt. Heyrði Ellen Allien spila það á Melt Festival og fílaði það ekki heldur, Það var ekki fyrr en í október þegar ég var að stússast á beatport að ég rakst á það og lærði að meta það. Groove-ið í þessu lagi er geðveikt og ekki skemmir þetta sérstaka „Audion bassatromma“ fyrir. Eitt af lögum ársins að mínu mati.


2.DJ Koze – I want to sleep
Þetta lag var á listum frábærra plötusnúða eins og t.d. Sebo K. Ég hlustaði á þetta lag og skildi ekki hvað þessir plötusnúðar sáu við það. Síðan las ég viðtal við Koze og ákvað þess vegna að skoða myspacið hans. Það varð til þess að ég uppgötvaði þetta lag. Á myspacinu hans er einnig að finna remixið hans af Matthew Dear laginu Elementary lover sem er geðveikt.


3.Ricardo Villalobos – Enfants
Lagið sem gerði allt vitlaust í byrjun árs. Lagið er 17 mínutur og stærsti hluti þess er chílenskur barnakór að syngja. Keypti eintak í Berlín en gaf það þar sem ég sá ekki fram á að eiga eftir að spila það. Rakst á það í mixi um daginn og sé núna mikið eftir að hafa gefið plötuna.


4.Noze – Remember Love
Noze gerðu allt vitlaust á sínum tíma voru meðal annar með besta ,,actið“ á Íbiza að margra mati. Platan þeirra On the rocks var kom út í ár á ofurlabelinu Get Physical. Heyrði RA podcastið þeirra í sumar og var ekkert vitlaus í það. Svo um daginn var ég að sýna einhverjum hvað house gæti verið fínt live acti og það varð til þess að ég hlustaði á þetta mix aftur og keypti diskinn. Diskurinn er mjög góður, sérstaklega lagið Remember Love.

5.SiS – Trompeta
Ógeðslega cheesy loopa endurtekinn yfir rosalega miklu percussioni. Margi hafa líkt Trompeta við Heater sem gerði allt vitlaust í fyrra. Í fyrstu fannst mér þetta of cheesy og týpiskt. En svo komst ég að því að þetta lag er geðveikt ef rétt er farið með það í mixi.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Youtube mixteip #1 – Live drum & bass

Youtube mixteip eru skemmtileg, hér er það fyrsta af vonandi mörgum hér á dansidans. Þema að þessu sinni, drum & bass tónlist flutt læf. Tjekk it:


1. Adam F – Intro 73 / Metropolis

Held að þetta sé í Sao Paulo. Skemmtilega hallærislegir dansarar og Adam sjálfur púllar skemmtileg múv, en lagið er ennþá jafn fucking geðveikt. Crazy!


2. Roni Size & Reprazent Live at Maida Vale Studios

Frá 1997, þegar þeir félagar voru upp á sitt besta. Spurning hversu læf þetta er nottla en skemmtilegt engu að síður. Dynamite MC flottur með micinn í skemmtilegri útgáfu af Railing (pt. 2 videoið er líka flott).


3. 4hero – Golden Age Of Live (Live) Recorded @ Montreux Jazz Festival 1998

Eitt af mínum uppáhalds lögum af Two Pages plötunni, 4Hero vildi ég gjarnan sjá á tónleikum.4. London Elektricity – Billion Dollar Gravy @ Jazz Cafe

Jungle Drummer fer á kostum og gott grúv í gangi!


5. Lamb – Little Things Live

Lamb sá ég live á Hróarskeldu ’99. Geðveikt show, vissi ekkert hver þau voru fyrir þetta, en dróst að sviðinu þegar ég heyrði Little Things. Lamb eru eitt af fáum post-Portishead trip hop böndum sem hafa staðist tímans tönn að mínu mati. (Vissuði annars að gítaristinn sem spilaði með þeim var íslendingur? Oddur Már Rúnarrson, who dat?)


Extra: Pendulum – Granite – Later with Jools Holland

Oj bara…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook