Flokkaskipt greinasafn: linkar

Plötublæti

Nokkrir skemmtilegir linkar á skemmtilegt plötu tengt stöff. Fyrir vínyl perrana.

Dust and Grooves birtir forvitnileg viðtöl við alvöru diggera, flottar myndir af fallegum plötum sem eiga heima í flottum söfn og skemmtilegar sögur sem því tengjast. Góð lesning og þeir bjóða líka upp á góða tóna.

Dust and Grooves heimsækja King Britt

DJ Rooms er á tengdum slóðum en þeir birta myndir af hljóðverum og herbergjum plötusnúða.

Dj Rooms taka hús á Marcel Dettmann

Schallplatten og Vinyl Liebe  bloggin eru svo enn minimalískari en þau birta plötutengdar myndir sem ylja manni um hjartaræturnar.

Vinyl Liebe halda upp á Miles

Brunarústir hjá Fuck Yeah Schallplatten

Bitwig Studio

Langaði að benda fólki á fyrirtækið Bitwig sem er að þróa nýja Stafræna Hljóðvinnslustöð (DAW). Bitwig Studio mun bjóða uppá mikið af spennandi möguleikum eins og t.d. multi-user music production og native modular system.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=7V_t8GfH-v4%5D

Í fyrstu sín minnir Bitwig mann svolítið á Ableton og ganga sögur á spjallborðum að stofnandinn sé fyrrverandi starfsmaður þar og spá ákærum. Ég vona að þetta komu út þar sem DAW markaðurinn er frekar staðnaður þ.e.a.s flestir nota sömu vöruna og gæti svona Bitwig komið smá hreyfingu á hlutina.

Tónlistartímaritið Muzik

Um daginn rakst ég á vefsíðu tónlistartímaritsins Muzik sem var gefið út á árunum 1995-2003. Ég á margar góðar minningar um Muzik, keypti svo til hvert tölublað á tímabili og höfðu greinar, skrif og gagnrýni þess mikil áhrif á mig. Muzik var ásamt Undirtónum og Knowledge ein helsta upplýsingaveita mín um nýja tónlist og gagnrýna umfjöllun um lífstílinn og menninguna sem tónlistinni fylgdi. Mér þótti Muzik alltaf á hærra plani en t.d. Mixmag (með myndir af berum stelpum og greinar um „how to get twatted in Ibiza“) og hafa skemmtilegri efnistök en DJ Mag. Það var einna helst Jockey Slut sem stóðst Muzik snúninginn að mínu mati en það var oft illfáanlegt í bókabúðum höfuðborgarinnar.

Muzik

Þessi tímaritskaup mín voru auðvitað fyrir tíma internetsins, en hún er margtugginn klisjan um hversu mikið internetið hefur breytt gangi mála. Ég minnist þess oft að lesa um lög eða plötur og reyna að gera mér í hugarlund hvernig þau hljómuðu útfrá lýsingum og myndum. Þegar maður svo komst yfir tónlistina í útvarpi eða Þrumunni löngu síðar var tónlistin auðvitað allt önnur en sú sem hafði ómað í ímyndun manns.

Ástæðan fyrir þessari færslu er annars sú að hægt er að ná í öll tölublöð Muzik á pdf formi á vefsíðu þeirra. Þannig er hægt að rifja upp gamla tíma eða kynnast þeim í fyrsta sinn. Það er allt öðruvísi að lesa samtímaheimildir heldur en að skoða fortíðina í gegnum nostalgíugleraugun góðu. Tímans tönn fer misvel með skrif Muzik manna, en það getur verið fróðlegt að skanna skrif þeirra um liðna tíma og gamlar hetjur. Mæli með því!

Last.fm kryfja vinsældarlistana

Flest tónlistarumfjöllun er, eðli málsins samkvæmt, huglæg. Samtöl, rökræður, gagnrýni og umfjöllun um tónlist getur verið rökum stutt og byggð á þekkingu eða tæknilegri færni en veltur á endanum oft á huglægu mati. Gæði og gildi slíkra skoðana er efni í margar færslur en í þessari færslu langaði mig að líta á gagnadrifina og hlutlæga tónlistarkrufningu Last.fm teymisins.

Last.fm, fyrir þá sem ekki vita, er vefþjónusta tengd tónlist. Hægt er að skrá sig á last.fm og nota þjónustuna til þess að halda utan um stafræna tónlistarhlustun sína. Í framhaldinu getur maður skoðað tölfræði og kynnst nýrri tónlist byggt á þeirri sem maður hefur áður hlustað á. Undanfarna mánuði hafa Last.fm matað tölvurnar sínar með 15,000 lögum af breska vinsældalistanum á árunum 1960 til 2008 og greint hlutlæga eiginleika tónlistarinnar. Tölvurnar hafa svo metið hraða, dýnamík, tóntegundir, breytingar í sveiflu og fleira tónlistartengt sem hægt er að mæla á hlutlægan hátt. Niðurstöðurnar úr þessari greiningu Last.fm eru um margt forvitnilegar og hafa þeir útlistað hluta þeirra á blogginu sínu.

Í fyrsta hluta benda last.fm á hvernig ryþma og slagverksdrifin tónlist hefur vaxið og minnkað í vinsældum í gegnum áratugina. Það sést t.d. glögglega á meðfylgjandi grafi. Diskó, einhver? Í öðrum hlutanum líta þeir á hversu flókin lög eru í tónblæ og hljómsetningu og kemur kannski ekki á óvart að pönkið skorar hátt í hvorugu. Í þriðja kafla frásagnarinnar af rannsókn þessari er litið til takfestu og hraða, þar virðast trommuheilar og önnur tækni hafa haft sín áhrif síðustu áratugi. Þá hafa gagnarýnar last.fm litið á hin svokölluðu „loudness stríð“ en því hefur verið haldið fram að dýnamík í tónlist sé að víkja fyrir alltumlykjandi kröfu um mikin hljóðstyrk og hversu algengar hálftóna „gír skiptingar“ eru í popp tónlist, enda öflugt (en kannski soldið ódýrt) trikk.

ryþma- og slagverkskraftur í tónlist vinsældalistanna (tekið af last.fm)

Þessi hraðsoðna samantekt mín gerir rannsóknum Last.fm síður en svo full skil og mæli ég með að fólk skoði greinar þeirra. Þá mæli ég með last.fm scrobblernum fyrir tölfræðinördana þarna úti, maður getur komist að ýmsu fróðlegu um hlustunarmynstur sitt með þeim hætti. Með vaxandi tækni- og tölvuvæðingu samfélagsins mun svona hlutbundin umfjöllun, byggð á raunverulegum gögnum, eflaust riðja sér til rúms á fleiri sviðum. Það getur verið gagnlegt og skemmtilegt, en hið huglæga ætti maður þó ætíð að hafa fast í huga.

Vínylskurður

Flestir lesendur þessarar síðu hafa eflaust klippt tónlist í stafrænu formi sundur og saman í þar til gerðum forritum. Sumir gamlir refir hafa jafnvel unnið með segulband, klippt það og límt og búið til edit og remix. En ætli það séu ekki færri sem hafa skorið í sundur og sett saman vínyl plötur eins og listamaðurinn Ishac Bertran hefur dundað sér við.

Plötuskurður

mynd af blog.ishback.com

Bertran sker skífurnar í sundur með leysigeisla og límir svo ólíka hluta saman með einföldum hætti. Þetta er hugmynd sem flestir sem hafa handleikið plötur hafa eflaust fengið en Bertran lét ekki þar við sitja heldur útfærir hana vel. Útkoman er nokkuð forvitnileg.

Endilega bendið á fleiri vínyl tilraunir í athugasemdunum ef þið lumið á slíku.

(via Wired)

 

 

 

 

 

Frír Pakki í boði Adult Swim

Safnplatan Unclassified er fáanleg á vefsvæði sjónvarpstöðvarinnar Adult Swim. Á plötunni er finna lög eftir listamenn á borð við Burial, Ikonika, kode 9 og Actress.

Sumt hefur komið út áður annað ekki. Platan er ókeypis og hægt er að hlusta á hana og að hlaða henni niður hér.

DJ TechTools og controllerisminn

Undanfarin misseri hefur vefsíðan Dj TechTools verið mikið lesin á mínum bæ.  Á bakvið þessa síðu/vefverslun er metnaðarfullt og klárt fólk sem er að nýta stafræna tækni til tónlistarflutnings á skemmtilegan hátt. Ég hef áður talað um það hér á DansiDans að þægindi og sparnaður virðist oft ráðast för hjá stafrænum snúðum og að hljóðskrár og önnur tæknitól séu ekki nýtt á neina vegu sem er svo frábrugðin því sem gera má með tveimur vínylplötum. Skríbentar Dj TechTools falla þó ekki í þann hóp enda eru þeir forvígismenn svokallaðs „controllerisma„.

Nafnið controllerismi er komið af hugtakinu turntableism. En sem kunnugt er hefur það heiti verið notað yfir hip hop skotið skífuskank, bít juggl og fleiri listir sem plötusnúðar á borð við Q-Bert, DJ Craze og A-Trak leika á bakvið spilarana. Í turntableisma er plötuspilaranum á vissan hátt beitt sem hljóðfæri. Controllerism vilja þeir Dj TechTools menn svo nota sem heiti um sambærilega beitingu midi controllera, dvs kerfa, fartölva og annars tæknibúnaðs sem gerir manni kleift að manipúlera upptekna tónlist í rauntíma. Forrit eins og Serato Scratch Live, Traktor og Ableton Live eru þar á meðal auk óteljandi stýritækja frá óteljandi framleiðendum.


beat jugglað með controllerum

Nú er ég ekki sannfærður um eiginlegt ágæti controllerisma. Mér finnst þetta oft sömu effectarnir (filter, beat repeat og eitthvað stutter dót) notaðir á sama hátt yfir sömu tónlistina (electro house og wobblað dubstep). Þá er mjög auðvelt að missa sig í effectunum og gleyma að leyfa tónlistini að njóta sín. En það er kannski líka bara spurning um smekk. Allavega er ljóst að þarna úti er metnaðarfullt og öflugt fólk sem er að prófa sig áfram með allskyns tækni, tæki og tól. Það finnst mér vera fyrir öllu, að tölvutæknin og stafræn músík verði hvati að þróun og breytingum en ekki bara að plötusnúðar sleppi við að bera töskur og spari sér krónur. Í kringum controllerisman er að spretta upp öflug og góð menning sem verður spennandi að fylgjast með næstu misserinn.


Midi Fighter

Dj Tech Tools gera þessari menningu góð skil. Til þess að telja fátt eitt til má nefna nýlega umfjöllun um framtíð fartölvunnar, video um notkun á Microsoft Kinect sem tónlistarcontroller og grein um powertools, sampl pakka sem hentar fyrir live spilamennsku. Þá reka þeir félagar verslun sem m.a. selur retroskotna controllerinn þeirra Midi Fighter. Það er því vel þess virði að vafra um bloggfærslur þeirra Dj Tech Tools manna og velta fyrir sér controllerismanum.

Vangaveltur um vínylsölu

Það var forvitnileg frétt í Fréttablaðinu í síðustu viku um söluaukningu á vínylplötum. Svipaðar fréttir hafa reyndar birst reglulega síðustu ár, þ.e.a.s. óstaðfestar fregnir um aukningu á hlustun á og viðskiptum með vínylinn. Slíkum „fréttum“ hef ég oftast tekið með fyrirvara þar sem þær hafa oftast verið í einhvers konar human-interest-dægurmála fíling og falist í:

1) viðtali við 15 ára frænda blaðamannsins sem síðustu tvær vikur hefur hlustað á gamlar Led Zeppelin plötur sem pabbi hans átti út í skúr
2) stuttu kommenti frá þeirri hipster hljómsveit sem er vinsælust þá stundina sem segist ætla að gefa út á vínyl, því þeir vilji „halda trygð við vínylinn, hann sé svo alvöru“.

Það er ekki mikið að marka slíka fréttir, ég held að í ákveðnum kreðsum sé vínylinn enduruppgötvaður og gleymdur með reglulegu millibili enda stafræn form handhægari á nánast alla vegu.

Old Vinyl mynd: fensterbme

Fyrrnefnd frétt féll þó ekki alveg í þessa gryfju, því fyrir utan að tala við tvo hljómplötusala sem hafa augljósan ávinning af því að tala upp plötusölu minnist blaðamaður Fréttablaðsins á sölutölur frá Nielsen Soundscan sem lýstu 14% aukningu í vínylsölu sem hefur ekki verið meiri síðan 1991. Samkvæmt þessari frétt jókst vínyl sala svo um 33% á árinu 2009 en hér er einnig bent á að mælingar Nielsen hafi hafist árið 1991.

Þetta er áhugavert, fyrir stóru fyrirtækin vegur þetta sennilega seint upp geisladiskamarkaðinn (sem féll um 20% fjórða árið í röð) auk þess sem sala á stafrænu niðurhali hefur tekið á hægjast (1% aukning í einstökum lögum en 13% í heilum breiðskífum).

Ég held að ég fari rétt með að Nielsen haldi aðeins utan um tölfræði í Bandaríkjunum og Kanada, en það má svo sem ímynda sér að svipaðir hlutir séu í gangi á öðrum vesturlöndum. Hins vegar veit ég ekki hvort minni og sjálfstæðar plötuverslanir eru inn í tölunum hjá þeim eða hvort titlar sem gefnir eru út af minni útgáfum fari í gegnum SoundScan skráningu. Ekki geri ég ráð fyrir að notaðar plötur komi á nokkurn hátt inn í þessar tölur, enda sjá útgáfurnar og listamennirnir ekki mikin aur þar, en mjög fróðlegt væri að sjá upplýsingar um kaup og sölu þar.

Free Eighties Vinyl Record Albums Various Musicians Creative Commons Mynd: Pink Sherbe

Samkvæmt frétt á inthemix.com.au voru tíu mest seldu vínyl plötur ársins 2010 eftirfarandi titlar (fjöldi seldra eintaka  í sviga):

Top Ten Vinyl Albums, 1/4/2010 – 1/2/2011
1. The Beatles – Abbey Road (35,000)
2. Arcade Fire – The Suburbs (18,800)
3. Black Keys – Brothers (18,400)
4. Vampire Weekend – Contra (15,000)
5. Michael Jackson – Thriller (14,200)
6. The National – High Violet (13,600)
7. Beach House – Teen Dream (13,000)
8. Jimi Hendrix Experience – Valleys of Neptune (11,400)
9. Pink Floyd – Dark Side of the Moon (10,600)
10. the xx – xx (10,200)

Fjórar þessara platna eru eldri en 20 ára, „Abbey Road“ virðist þar að auki hafa verið í fyrsta sæti í fyrra líka („Valleys of Neptune“ inniheldur gamlar upptökur sem komu formlega út í fyrsta sinn 2009). Hinir titlarnir eru hins vegar frekar indie/alternative skotnir (engin Lady Gaga eða Justin Bieber) sem gefur kannski vísbendingu um hverjir eru helst að kaupa vínylinn. Ég giska á að næstu sæti fyrir neðan séu skipuð á svipaðan hátt, indie bönd og remasterað pabba-rokk í bland, og að talsvert langt sé í danstónlistar smáskífur, breiðskífur og annað plötusnúðafóður. Til fróðleiks má hafa í huga að til þess að koma út á núlli með einfalda vínylútgáfu þarf maður að selja um 3-500 eintök (eða svo skilst mér, sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Ef við lítum svo á þennan lista má sjá að vínyl salan á nýjum titlum virðist vera sirka á bilinu 5-11% af seldum eintökum af þeirri breiðskífu í heild á árinu. Vínylinn telur augljóslega eitthvað en langt frá því að skipta megin máli, þótt salan sé að aukast.

Annað sem er forvitnilegt er að þessir tíu efstu titlar vínylsölunar telja samtals um 160 þúsund eða um 8% af þeim  2.1 milljónunum vínyl skífna sem seldust. Ef við lítum á tíu mest seldu breiðskífur ársins (í öllum sniðum ) þá gerir það um 20 milljón eintök, en heildarsala á breiðskífum og lögum sem breiðskífum (track-equivalent albums, TEA, 10 lög=1 breiðskífa) er 443 milljónir. Þar er topp tíu listinn samtals af 4,5% af allri sölu (helmingi minna en vínylinn). Það væri áhugavert að skoða á hversu marga titla öll hin seldu eintökin skiptast, ætli vínylinn myndi t.d. svipaðan „langan hala“ og geisladiskar og mp3?

Önnur áhugaverð spurning er svo hvernig löglegi markaðurinn er við hliðina á hliðina á ólöglegu niðurhali hvað varðar stærðir.

-Karl Tryggvason | karltryggvason.com

p.s. ég fann ekki frumgögnin eða neina heildstæða skýrslu um árið 2010 á Nielsen vefnum, því er þessu púslað saman úr allskyns fréttagúggli, rétt að taka því með fyrirvara. Ennfremur eru útreikningar mínir gerðir í flýti, ábendingar og gagnrýni vel þeginn.

Plötusnúðakeppni árið 1975

Skemmtileg úrklippa frá 8. áratugnum:

(via forneskjan)

Svartagullið – vínyllinn

Nokkrir forvitnilegir hlekkir tengdir vínylplötum:

1) „To have and to hold“ er heimildarmynd um vínylplötur og af þessum trailer að dæma er hún bara nokkuð spennandi.

Vínyl nostalgían og plötuástin er skemmtileg tilfinning og sérstakur heimur útaf fyrir sig, það vita þeir sem kjósa að safna kringlótum tólf tommum. Það hefur annars verið ótrúleg gróska í tónlistartengdri heimildarmyndagerð undanfarið (kannski bara tekur maður meira eftir því með síðum eins og Youtube og Vimeo), en oft er erfitt að nálgast þessar myndir.  Væri gaman að sjá reglulegar sýningar á slíkum myndum í þessu Bíó Paradís sem á að fara að opna. Ófáar svona indie-myndir sem maður væri til í að komast yfir, hugsanlega efni í aðra færslu hér síðar.

2) Hér er svo skemmtileg myndasýning úr Vinyl Factory í Englandi, með lýsingum og athugasemdum. Við höfum áður verið með „hvernig eru plötur búnar til“ færslu, en myndirnar hérna eru engu að síður forvitnilegar og flottar.

3) Í þriðja og síðasta lagi er svo hlekkur á fyrirtæki sem býðst til þess að taka jarðneskar leyfar þínar og pressa þær í plötu fyrir vini og vandamenn, skrítið og skondið. Ætli það verði mikið að gera hjá þeim?