Flokkaskipt greinasafn: mp3

Frír Pakki í boði Adult Swim

Safnplatan Unclassified er fáanleg á vefsvæði sjónvarpstöðvarinnar Adult Swim. Á plötunni er finna lög eftir listamenn á borð við Burial, Ikonika, kode 9 og Actress.

Sumt hefur komið út áður annað ekki. Platan er ókeypis og hægt er að hlusta á hana og að hlaða henni niður hér.

Weirdcore með nýja safnskífu

Biogen, Tanya og félagar hjá Weirdcore bjóða upp á skemmtilega jólagjöf á vefsíðu sinni, fyrirtaks mpfrír safnskífu með íslenskri raftónlist. Meðal listamanna sem koma við sögu má nefna Yagya, Steve Sampling, Ruxpin, Hypno, Einum Of, Biogen og Skurken.

Ársuppgjör 2009

Það er komin árslistatíð (og þar að auki áratugalistatíð…). Hér eru linkar á uppgjör nokkura vefmiðla í danstónlistargeiranum:

Resident Advisor
dubstepforum tilnefningar
Fact Magazine
Boomkat

Einhvern vegin er það svo hefðin á íslandi að gera tónlistarárið upp á nýja árinu (amk í dansgeiranum). Árslisti Breakbeat.is verður á sínum stað í janúar (og býst við því að sama sé upp á teningnum hjá PZ og fleirum). Hins vegar ekki seinna vænna að fara að pæla í þessu.  Hvað stóð upp úr hjá ykkur? Listamenn ársins? Breiðskífur ársins? Lög / smáskífur ársins? Tjútt ársins? Endilega segið frá í athugasemdunum.

What People Play 3.0 og gefins tónlist

Þar sem við hjá Dansidans.com styðjum heilbrigða samkeppni (í sölu mp3-skráa sem og öðru) er vert að benda á nýustu uppfærslu WhatPeoplePlay.com. Að því ég best veit er vefurinn rekinn af þýska bóka- og plötudreyfingarfyrirtækinu „Word & Sound“ og hefur því lagt aðaláherslu á techno og house en einnig verið að færa sig upp á skaptið í dubstep og experimental electróniku. Verðin eru sömuleiðis samkeppnishæf (og oft betri en hjá mörgum samkeppnisaðilanum).

Til þess svo að gera vefinn aðlaðandi fyrir nýja notendur hafa WhatPeoplePlay menn í samstarfi við Amsterdam Dance Event ákveðið að gefa rúmlega 30 lög til notenda sinna. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt nýtt né merkilegt en óhætt er þó að segja að þessi mp3-pakki sé ólíkt betri en þeir sem ég hef verið að fá á sambærilegum síðum undanfarið.

Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!
Strákarnir í Minilogue eru alltaf í stuði!

Lagalistinn er sem hér segir:

Move D – Got Thing/ Philpot
Nôze feat. Dani Siciliano – Danse Avec Moi (DJ Koze Rework) / Get Physical
Faze Action – Venus & Mars/ Faze Action
Tom Clark – Scorpi / Highgrade Records
Lawrence – Place to Be/ Liebe*Detail
Minilogue – Animals / Cocoon Recordings
Loco Dice – M Train to Brooklyn/ Desolat
The Faint – The Geeks Were Right (Shadow Dancer Dub) / Boys Noize
Will Saul & Tam Cooper – Tech Noir / Simple
Luciano – Bomberos/ Cadenza
Todd Bodine – Calypso / Highgrade Records
Renato Cohen – Cosmic Man / Sino
Martyn – Is This Insanity? / 3024
Dj Sneak – Comeback Johnny / Magnetic
Windsurf – Pocket Check / Internasjonal
Ytre Rymden Dansskola – Kjappfot (Prins Thomas Edit) / Full Pupp
Dirt Crew – Soundwave (Quarion’s Drunken Wave Mix) / Dirt Crew Recordings
Steve Bug – Trees Can’t Dance (Edit) / Poker Flat Recordings
Trentemøller – Vamp (Live edit) / Hfn Music
Giles Smith pres. Two Armadillos – Tropics / Dessous
Channel X – Mosquito / Uponyou Records
Format:B – Redux / Formatik Records
Santos – Hold Home / Moon Harbour
Michael Melcher – Wooob / Cargo Edition
AKA AKA – Sie nannten ihn Mücke / Stil Vor Talent digital
Chroma&Inexcess – Syrinx / Stil Vor Talent digital
Chris Liebing – Auf und Ab / CL Recordings
Alex Bau – Red Chromosome / CL Recordings
Alex Flattner & Lopazz – Make Up Your Mind – Cocoon recordings
Makam – The Hague Soul / Soweso
The Armaberokay – The Hype (Marc Schneider + Ralf Schmidt Remix) / Einmaleins
Solomun & Stiming – Eiszauber / Diynamic
Technasia – Force / Technasia
Secret Cinema – Timeless / GEM Records
Sascha Dive – Black Panther (Don Melon’s Sure I Can remix) / Deepvibes

Smellið ykkur á www.WHATPEOPLEPLAY.com og náið í músík!

– Leópold Kristjánsson

Tvö nýleg mix – Mathias Kaden og Tiefschwarz

Fyrir þá sem eru í stuði fyrir þýskt house er vert að benda á tvö nýleg sett sem Mathias Kaden (Vakant, Get Physical) og Tiefschwars (Souvenir) gerðu fyrir Ibiza Voice hlaðvarpið. Mathias gaf nýverið út sína fyrstu LP plötu á Vakant, útgáfu Oner Özer, og nefnist hún Studio 10.

Hér er hægt að nálgast mixið frá Mathias Kaden.

01. [00:00] Mathias Kaden feat. Tomomi Ukumori – Kawaba [Vakant]
02. [06:00] Guido Schneider – Under Control [Tuning Spork]
03. [12:30] Michel Cleis – Red Tape [Supplement Facts]
04. [14:45] DJ Koze – Mrs Bojangels [Circus Company]
05. [20:00] 2000 And One – Wan Poku Moro (Onur Ozer Remix) [100% Pure]
06. [28:45] Mathias Kaden – Ikenga [Vakant]
07. [33:00] Ali Kuru – Wassa (Julien Chaptal Remix) [??]
08. [37:00] Unknown Artist – Juerga [Joke04]
09. [42:15] Affkt & Danny Fiddo – El Baladre [3rd Floor Records]
10. [49:30] Seth Troxler & Matthew Dear – Hurt (Martinez Remix) [Unreleased]
11. [55:00] Ricardo Villalobos – Easy Lee [Cassy Remix]

Hér er hægt að nálgast Tiefschwarz mixið, en því fylgir ekki lagalisti.

Tiefschwarz bræðurnir á góðri stund.

Aaron Carl með frítt stuff

Aaron Carl er Íslandsvinur og er sennilega einn sá skemmtilegasti sem þá nafnbót hefur hlotið í gegnum árin. Hann hefur um árabil gert house og techno í anda heimaborgar sinnar Detroit og hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum, er að ég held góður félagi GusGus drengjanna og Tomma White.

Á Airwaves ’03 var Breakbeat.is með lokapartý á sunnudeginum á hinum vafasama stað Vídalín, steig hann óvænt á stokk með DJ Panik og tók í mæk. Frammistaðan var ekki alveg sú sem maður er vanur frá drum & bass mc’um en skemmtileg engu að síður og hann kom aftur fram á breikbít kvöldi vorið 2004.


Aaron Carl og Panik samræmdir í tauinu

Það var líka fínasta kvöld og skemmtilegt að hanga með honum, ekki mikil lognmolla í kringum hann og við getum orðað það sem svo að hann sé litríkur karakter.

En hann er líka stórskemmtilegur tónlistarmaður og þá komum við að aðalefni þessarar færslu. Aaron-Carl er með mp3 pakka gefins á vefsíðu sinni sem hefur hlotið nafnið Electrevival. Mörg góð lög þarna, en „Down Revisited“ og „Come with me“ eru kannski ekki fyrir viðkvæma. Tjekkið á því!

XLR8R með 50 fríkeypis MP3 lög

Bandaríska tímaritið XLR8R er með samantekt á þeim mp3 lögum sem að lesendur þeirra sóttu mest af vefsíðunni árið 2008. Hægt að ná þarna í 50 lög án endurgjalds, sumt gott, sumt minna gott og sumt algjör viðbjóður…

Jólagjöfin í ár!

MP3 fælar eru frekar léleg jólagjöf, en samt sem áður eru nokkrir ágætis listamenn og útgáfufyrirtæki í jólastemningu og ætla að eyða dýrmætri bandvídd og forlátum empéþrír skrám í sauðsvartan almúgan!

Kimi eru með jólagjöf sem er ekkert svo danstónlistartengd en ágætis músík engu að síður og svo er líka gott að velja íslenskt! Rufige Kru (aka Goldie) og Metalheadz bjóða upp á remix af Ian Brown. Þeir sem hafa enn trú og traust á M_nus geta fundið hringitóna og mp3 lög undir jólatrénu hjá Richie Hawtin og co. Listamaðurinn með skemmtilega nafnið, Ramadanman, tók svo til á harða disknum hjá sér og gaf gestum og gangandi tvö lög. Sutemos eru með fría safnskífu, Intelligent Toys 5.

RCRD LBL og Flying Lotus bjóða upp á remix af Kanye West (sem er einhver mest óþolandi popp stjarna samtímans btw) og Boys Noize eru líka með frítt stuff fyrir þá sem eru í þannig gír. Að lokum er vert að minnast aftur á frípíþrí framtak Zero Inch en þeir gefa nýtt lag á hverjum degi. Ef þú veist um fleiri vefsíður sem eru í jólagjafa-skapi væri fínt að fá linka í athugasemdirnar.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Meira P Diddy

Fór að leita að 2 Many DJ’s Essential Mixi frá 2005 eftir að hafa lesið síðustu færslu, skemmtilegt mix en sérstaklega minnistætt fyrir accapellu frá Puffy. Alger klassík þar sem kauði ruglar mjög samhengislaust um ást, plötusnúða sem spila 20 mínútna útgáfur af lögum, “the after hours spots” og sitt lítið fleira. Erfitt að lýsa þessu tjekkið bara á mp3 af þessu hér. Þessi ástríða hans fyrir “20 minute versions” útskýrir kannski afhverju hann er að hanga með Villalobos?

If you going to be out that late you might as well be doing something…

Fáránlega gott stuff! Annars soldið forvitnilegt að þegar ég fór að gúgla og leita af þessu mixi þá rakst ég fyrst á upptöku frá því að mixið var endurspilað sem “classic essential mix”, Annie Mac er að kynna í staðinn fyrir Pete Tong og viti menn á þeirri útgáfu er búið að klippa Puffy út! Hrikaleg ritskoðun og gerir mixið mun verra (svona fyrir utan það hvað þetta mashup dæmi er þreytt árið 2008). Ég þurfti að nota alla mína interwebs skills í að finna upphaflegu útgáfuna frá 2005 og grafa upp þessi gullkorn frá Sean “P Diddy” “Puffy” “Puff Daddy” Combs.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Zero Inch með frípíþrís

Veit ekki með ykkur en ég er í meðvituðu átaki gegn þeim yfirburðum sem Beatport hefur á mp3 markaðinum. Þeir tróna yfir þessum markaði eins og einráður en eru ekki einu sinni með bestu verðin né þægilegasta viðmótið, reyndar eru þeir með langmesta úrvalið en það þýðir líka mikið af drasli sem maður þarf að fara í gegnum! Er að reyna að versla sem mest við aðrar búðir, til dæmis Dancetracks, What People Play, Bleep, Kompakt og Zero Inch (svona fyrir utan það að ég reyni líka að versla ennþá vínyl á þessum síðustu og verstu).

En svo ég komi mér að umfjöllunarefni þessarar færslu þá eru þeir síðastnefndu, Zero Inch, með hressandi kynningarátak út desember mánuð. Ætla að gefa eitt lag á hverjum degi út mánuðinn, eiga þessi lög að vera brot af því besta frá árinu sem er að enda komið. Missti persónulega af fyrstu tveim  (Andy Vaz lagið er geðveikt!) en núna er ég á refresh takkanum á hverjum degi, maður hatar ekki fríkeypis stuff!

p.s. skemmtileg þessi „cities“ pæling hjá þeim líka. Pineapple að reppa Ísland.