Flokkaskipt greinasafn: pælingar

Enn af umboðsmanni plötusnúða

Í framhaldi af síðustu færslu hér á DansiDans tel ég rétt að upplýsa um svör Ástu Ragnheiðar við bréfi mínu. Í stuttu máli var þetta mjög dipló svar þar sem Ásta upplýsti um fjölbreyttan starfsferil sinn og lýsti því yfir að hún teldi sig vera fulltrúa allra þeirra starfstétta og Íslendinga almennt. Það er því auðsýnt að plötusnúðar þurfa að leita á aðrar slóðir að umboðsmanni. En örvæntið þó ekki, í ljósi þessarar fréttar hef ég ákveðið að hafa samband við Bjarna Benediktsson og spyrja hvort hann hafi áhuga á þessu embætti.

Reynist ættarlaukur Engeyjarættarinnar hafa áhuga á að vinna að hagsmunum plötusnúða mun ég bjóðast til þess að kenna honum á þartilgerð tæki og tól og kenna honum að beatmixa, heimili mitt er steinsnar frá Alþingishúsinu og getur Bjarni litið við í þinghléum og lært plötusnúðalexíur.

Karl Tryggvason

viðbót 23.04.2010
tölvupóstur sem undirritaður sendi á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Bjarna Benediktsson

from: Karl Tryggvason ktryggvason@gmail.com
to:Ásta R. Jóhannesdóttir“ – arj@althingi.is
cc: bjarniben@althingi.is
date: Fri, Apr 23, 2010 at 12:11 PM

subject: Re: Íslenskir plötusnúðar

Sæl Ásta

Þakka þér fyrir skjót svör og sömuleiðis fyrir óeigingjarnt starf í þágu landsmanna allra. Þótt það hryggi mig að þú sjáir þér ekki hag í að gerast sérstakur málsvari plötusnúða. Enn leikur mér þó hugur á að vita hvort hægt væri að fá þig aftur bakvið spilarana og snúa skífum?

Leyfi mér að setja hér internet-krækju á nýja færslu sem ég setti upp á vefsíðuna DansiDans
(https://dansidans.com/2010/04/23/enn-af-umbodsmanni-plotusnuda/).

Í ljósi þessarar fréttar http://www.ruv.is/frett/margir-thingmenn-fulltruar-hagsmuna hef ég ákveðið að beina fyrirspurnum um umboðsmann plötusnúða til Bjarna Benediktssonar (og setti hann í cc í tölvupósti þessum), hann virðist fúsari til þess að starfa á alþingi í þágu hagsmuni takmarkaðra hópa í þjóðfélaginu (eins og má kannski dæma af þingferli hans). Kannski er hann fáanlegur til þess að starfa ötult að bættu starfsumhverfi plötusnúða.

bestu kveðjur
-Kalli

Umboðsmaður plötusnúða

Ég legg til að Plötusnúðafélag Íslands biðli til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, 10. þingmanns Reykjavík-Suður og Forseta Alþingis, um að gerast verndari félagsins og sérstakur umboðsmaður plötusnúða. Þessa tillögu legg ég fram í ljósi ferils Ástu en í ferilskrá hennar á www.althingi.is segir m.a.

Plötusnúður í Glaumbæ 1969-1971, auk þess í Tónabæ og Klúbbnum

Margir þingmenn vinna að hagsmunum ólíkra starfstétta og hafa fyrrum stéttarsystur og bræður sína í huga við störf sín á Alþingi. Ásta ætti að vera öflugur málsvari plötusnúða á Alþingi. Ég vil til að mynda sjá frumvarp sem bindur í lög rétt plötusnúða til almennilegs tækjakostar, monitoraðstöðu, fasts sætafjölda á gestalista og lágmarkslaun, þá ætti að skrá í lög skattaafslátt af headphonum og plötuspilurum og niðurgreiða vínylplötur sem atvinnutæki (annað eins hefur nú verið gert fyrir aðrar stéttir).

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður og fyrrum plötusnúður

Ég hugsa að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að ógreiddar og útistandandi skuldir plötusnúða hjá núverandi og fyrrverandi skemmtistaðaeigendum og prómóterum nemi milljónum, þessar upphæðir hafa svo sannarlega áhrif á þjóðarbúið. Ríkið ætti að gangast í ábyrgð fyrir slíkum skuldum og almennt að styðja betur við bakið á plötusnúðastéttinni.

Hlutverk plötusnúða sem eins konar öryggisventill kapítalísks þjóðfélags er óumdeilt, hver veit hvar samfélagið endaði ef ekki væri fyrir skemmtanalífs soundtrackið sem plötusnúðar bjóða upp á. Við þá tóna fær ölvaður almenningur dans-útrás fyrir fústrasjónir daglegs lífs á hrunskerinu. Líkt og glímukappar í hringleikahúsum Rómar hið forna eru plötusnúðar samtímanum mikilvægir og koma jafnvægi á ringulreiðina. Því er ekki nema sanngjarnt að þeir eigi sérstakan fulltrúa hjá löggjafavaldinu.

Að lokum legg ég til að fræknir rekstraraðilar skemmtistaða bóki Ástu Ragnheiði til þess að spila hjá sér, væri skemmtilegt að sjá hvaða skífur hún leggur á fón og hvernig hún gæti náð upp stemningunni á dansgólfum landsins. Að snúa skífum er eins og að hjóla, list sem gleymist seint ef hún einu sinni er lærð.

Ég hef sent Ástu Ragnheiði tölvupóst með hlekk á þessa færslu og áskorun um að láta til sín taka í þessum málum. Áhugasamir lesendur geta fylgst með framvindu mála hér á DansiDans.

-Karl Tryggvason

viðbót 20.04.2010 – texti úr tölvupósti til Ástu R.

Sæl Ásta

Karl Tryggvason heiti ég, er plötusnúður og áhugamaður um tónlist ýmis konar. Á vafstri um veraldarvefinn varð fyrir vegi mínum ferilskrá þín á www.althingi.is og þótti mér forvitnilegt að sjá þar að þú starfaðir sem plötusnúður á árum áður.

Í ljósi þessara upplýsinga setti ég fram áskorun á vefsíðunni DansiDans.com (ég er einn umsjónarmanna síðunnar), þar sem ég legg til að þú talir máli plötusnúða á okkar háa Alþingi, auk annarra tillagna þessu máli tengdu. Vil ég gjarnan heyra hvað þér finnst um þessa hugmynd og hvort þér þyki ekki rétt að kjörnir fulltrúar landsins styðji við bakið á plötusnúðum líkt og öðrum starfstéttum? Hlekkur á þess áskorun: https://dansidans.com/2010/04/20/umbodsmadur-plotusnuda/

bestu þakkir og kærar kveðjur
-Kalli

Að byrja kvöldið

Síðustu helgi spilaði ég á mínu fyrsta giggi í Danmörku en ég flutti þangað síðasta sumar. Giggið var að hita upp fyrir hinn þýska Manuel Tur og skemmtistaðnum Dunkel. Ég átti að byrja kvöldið klukkan 23 og spila til klukkan 01. Ég myndi seint kallast reyndur plötusnúður og í aðdraganda að þessu fór ég mjög mikið að spá í því hvernig maður hitar upp fyrir aðra og hvernig maður byrjar kvöld yfirhöfuð og langar mig að skapa smá umræður um það hér. Ég hafði áður lesið greinar um að hita upp á Beatportal og Resident Advisor og  út frá þessum greinum og fyrri reynslu hef ég myndað mér ákveðinn gildi.

Passaðu hraðann á lögunum þínum.
Notaðu bpm mælinn sem er að finna á flestum mixerum og settu eitthvað hámark á hvað þú mátt vera að spila hratt.  Ég reyni yfirleitt að halda mig undir 120 bpm til miðnættis og svo halda mig á bilinu 120-124 til klukkan 1. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er, að þó að ég geti hlustað á pumpandi teknó klukkan 14 á daginn á það alls ekki við um alla. Flestir  sem eru á skemmtistað fyrir miðnætti eru þar ekki til að dansa heldur bara til að fá sér drykk.S kemmtistaður með tómt gólf og pumpandi tónlist þykir mér fráhrindandi

Forðastu stór breakdown.
Flest lög innihalda einhvers konar breakdown en stærðin á þeim er  mismunandi. Þó svo að mér þykir stór breakdown oft mjög skemmtileg, finnst mér þau svolítið spari og reyni að fara pent með þau. Dansgólfið þarf að vera orðið nægilega sterkt til þess að breakdown virki.

Ég reyni yfirhöfuð að forðast stór og sterk lög með of mikilli uppbyggingu. Mér finnst þau gera dansgólfið vandræðalegt og sjálfur er ég lítið fyrir stórt sound snemma kvölds.

Go Deep but not to deep
Síðast liðinn misseri hafa allir verið að missa sig í vera deep og Detroit á því, þó að flest af þessu „neu deep“ sé drasl má finna ýmsar svoleiðis plötur í töskunni minni. Ég reyni þó að forðast það að nota þær snemma um kvöld.

Mínar upplifanir á skemmtistöðum hafa alltaf verið þannig að það er groovið sem grípur mig og dregur mig út á dansgólf og svo seinna (ef ekki mun seinna) er ég tilbúinn til að hlusta á eitthvað deep. Ég reyni samt alltaf að spila eitthvað óhefðbundið sem ég fíla á á milli 23-01.

Á ég  að eltast við dansgólfið?
Fyrstu skiptinn sem ég spilaði var þetta svolítill stressfaktor. Ef fólk bað mig um óskalög átti ég þá að spila þau?  Það fer auðvitað alveg eftir því hvað manneskjan er að biðja um. Ef hún er að biðja um tónlist sem maður fílar þá gæti verið gaman að spila óskalagið. En maður á ekki að ekki að þurfa að spila dót sem maður fílar ekki til að fylla dansgólfi. Ef maður fílar góða tónlist og spilar það sem maður fílar myndast yfirleitt stemmning. Sá sem ræður þig í vinnu á að vita hvernig tónlist þú spilar og promota kvöldið eftir því.

Óskalög?
„Hérna geturu kannski spilað eitthvað sem hægt er að dansa við“,“áttu ekki eitthvað með ABBA“.  Ég hef  mjög oft verið spurður að þessu og hef ekki ennþá fundið gott svar þannig að ég set yfirleitt bara með heyrnatól á hausinn og þykist ekki heyra í fólkinu. Hér má finna mjög góð svör við flestum heimskulegum spurningum sem fólk kann að hafa.

Í raun skiptir mestu máli að skynja stemmninguna. Mínar reglur nota ég meira sem viðmiðun en ekki fasta reglur. Ef það er kominn mega stemmning snemma þá spila ég auðvitað með því.

Það væri gaman að hvernig aðrir plötusnúðar tækla þetta verkefni.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Plötusöfnun

Ekki alls fyrir löngu lagði ég leið mína til sænska húsgagnarisans í Garðabæ til þess að versla forláta expedit hillu undir plötusafnið mitt. Í þessa verslunarferð, í það að setja hilluna saman og loks í það að færa plöturnar í nýju hilluna fór næstum hálf helgi. Hillan sjálf er hin ágætasta enda algeng sjón hjá þeim sem hafa plötusöfnun sem hobbí. En þetta ferli allt saman fékk mig til þess að velta vöngum yfir ýmsum plötutengdum málum og varð því kveikja að nördalegum pósti þessum.

Mynd: Mediaeater

Skipulag
Eins og allt hugsandi fólk raða ég í stafrófsröð eftir útgáfufyrirtækjum. Reyndar flokka ég fyrst gróflega eftir stefnum: drum & bass, hardcore og jungle plötur fara saman, house og techno skipa sér í einn flokk, dubstep, garage og grime heyra undir eitt og restin (hip hop, popp, rokk, jazz, pönk, diskó o.s.frv.) er saman í belg og biðu.

Að flokka eftir útgáfum meikar sense, í það minnsta í danstónlist. Ef farið er eftir listamönnum getur verið erfitt að ákveða (og þ.a.l. að finna plötur aftur síðar meir ) undir hvorn listamanninn samvinnuverkefni eða annað slíkt ætti að heyra, auk þess sem margir vinna undir mörgum nöfnum. Þá er, að mínu mati, auðveldara að muna og sjá útgáfu heldur en útgáfuár eða eitthvað slíkt. Þess vegna raða ég eftir útgáfum, white label plötur fyrst, þá label sem byrja á tölustöfum og loks a, b, c, d….

Ef ég á mikið af plötum frá tiltekinni útgáfu raða ég stundum gróflega eftir útgáfunúmer (catalogue no.), en oftast er nógu auðvelt að finna það sem maður leitar af eftir labelinu sjálfu. Hjá spilurunum mínum geymi ég svo tvo kassa sem ég nota undir nýtt dót, plötur sem ég er mikið að spila þá stundina og plötur sem ég er með í láni. Auk þess eru plötutöskurnar oft við höndina og fullar af stuffi sem er í umferð. Mikilvægt er að reyna að taka úr kössum og töskum og raða í hillurnar reglulega.

Umhirða
Persónulega er ég alger böðull, sést það á ófáum skífum mínum og þá sérstaklega á hulstrunum. Er þetta hvimleitt en stundum soldið gaman þar sem minningar tengjast sumum óförunum (sbr frægar partýrispur og minningar á borð við“ah þetta er platan sem að sullaðist á þegar ég var að spila á…“ eða „þetta er coverið sem beyglaðist í flutningunum um árið“).

Maður er þó auðvitað að verða eldri og vitrari auk þess sem batnandi manni er best að lifa. Ætla ég að reyna að ganga betur um vínylinn og er t.d. byrjaður að versla plastumslög utan um plöturnar. Ef einhver veit um góðan stað til þess að versla slíkt eru ábendingar vel þegnar. Það er eins og mig minni að Múlalundur eða Blindravinnustofan hafi einhvern tíman framleitt svona stuff? Annars kosta 50 plastvasar það sama og ein 12″ á Juno og er það verðugt verkefni að koma safninu smám saman í plast.

Reglulega þarf að þurka af eða ryksuga hillurnar sem hýsa vínylinn svo að ryk setjist ekki á skífurnar. Til þess af þurka af plötum nota ég sjálfur bara raka fína tusku eða bara bol eða peysu þá sem maður klæðist þegar platan er sett á fón. Stöðurafmagn er leiðinlegur fylgifiskur plötunnar en mér finnst öll þessi sprey, klútar og burstar sem seldir eru dýrum dómum ekki leysa vandan nógu vel miðað við kostnað.

Yfirsýn
Ég mæli með að eiga einhvers konar gagnagrunn yfir safnið sitt, t.d. fyrir tryggingarmál ef eitthvað kemur upp á. Vefir eins og Discogs og Roll da Beats eru kjörnir fyrir slíkan gagnagrunn, þeir bjóða upp á ýmis konar nördalega tölfræði um safnið þitt auk þess sem maður getur deilt safninu með öðrum söfnurum. Sjálfur á ég úrelt excel skjal með safninu mínu en er alltaf á leiðinni að setja safnið inn á Discogs.

Eitthvert hvimleiðasta vandamálið sem plötunum fylgir er þegar maður setur plötu í misförum í rangt cover, þá getur platan endað hvar sem er í hillunni en upprunalegt og tómt umslagið verður að sorglegum minnisvarða um plötuna týndu. Þegar safnið er orðið meira en nokkur hundruð skífur er leit að týndum plötum leiðindaverkefni, slys af þessu tagi ætti að forðast eftir bestu getu.

Mynd: fensterbme


Sala og kaup

Þegar ég byrjaði að versla vínyl var safnið mitt heilagt, mér fannst eins og þetta tiltekna samansafn platna skilgreindi mig einhvern veginn og væri hluti af mér. Að selja plötur hefði verið eins og að selja börnin sín.

Í dag hef ég skipt um skoðun, mér finnst mikilvægt að grisja úr safninu öðru hverju og eiga frekar fáar góðar plötur en margar ágætar. Það er engin dyggð í því að eiga risasafn sem er fullt af fillerum. Ef þú átt plötur sem þú hefur ekki spilað í mörg ár og sérð ekki fram á að spila á næstu árum, hví ekki að selja þær? Kannski er einhver að leita að nákvæmlega þeirri skífu sem þú vilt losna við og myndi gleðja hann/hana mikið að komast yfir plötuna. Það er svo annað mál að það er eflaust enginn leikur að losna við sumt af því drasli sem maður hefur sankað að sér í gegnum árin… Discogs kemur aftur sterk inn í þessu tilliti, sem og second hand safnarabúðir um víða veröld.

Þessa punkta ætti maður líka að reyna að hafa í huga þegar maður verslar vínyl, sérstaklega á þessum einnota mp3 tímum þar sem lög koma og fara á augnabliki og þegar gengið gerir það að verkum að ein 12″ kostar hátt í 2000 krónur! Þá er mikilvægt að kaupa það sem maður heldur að standist tímans tönn, að versla sígilda klassíkera en ekki dægurflugur. Einnig er rétt að hafa í huga að það er þessi sérstaka blanda af canon efni og sjaldgæfari eða einstakari plötum sem að skapa safn með karakter. Auðvitað eru til essential plötur í hverjum geira sem allir aðdáendur ættu að eiga en það eru þessar minna þekktu skífur sem að skapa manni sérkenni sem plötusnúði og sem safnara.

Athugasemdir?
Auðvitað eru fleiri pælingar tengdar hobbíi af þessu tagi, en ekki dettur mér meira í hug að sinni. Líkt og endranær væri gaman að heyra hugleiðingar lesenda um þessi málefni og þeir sem hafa lagt skónna á hilluna hvað varðar plötusöfnun geta rætt skipulagið á mp3 og geisladiskasöfnun (eða ekki…).

House/Techno frumkvöðlar áratugsins

Á næstu árum mun eflaust verða sprenging í „best of… 2000-2010“ listum þegar fólk fer að reyna að gera upp áratuginn sem á ekkert gott nafn á íslenskri tungu („noughties“?). Sumir hafa tekið sér forskot á sæluna t.d. birti Pitchfork umdeildann lista yfir bestu lög áratugarins um daginn. Fact Magazine, sem eru duglegir við listasmíð af ýmsu tagi, eru líka byrjaðir að gera upp síðustu 10 ár eða svo og ríða á vaðið með 10 tónlistarmönnum sem breyttu house og techno tónlistinni síðustu 10 árin. Þetta er góð samantekt. Þótt maður sé,  eins og við var að búast, ekki sammála í einu og öllu er höfundurinn vel að sér og fer yfir þróun danstónlistar síðustu 10 ár eða svo á skemmtilegan en skilmerkilegan hátt.

Persónulega finnst mér vanta einhvern sterkan fulltrúa minimal sándsins, stefna sem tröllreið þessum áratug þótt hún hafi dottið úr tísku á undanförnum árum. Sömuleiðis hefði kannski mátt hafa einhverja fulltrúa fyrir elektrófílinginn sem var svo sterkur á árum áður. Hafið þið einhverja skoðun á þessum lista?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail..com

Plötusnúðaheyrn

Einn af leiðinlegri fylgifiskum þess að vera plötusnúður eða pródúsent er að þróa með sér það sem ég kýs að kalla plötusnúðaheyrn eða plötusnúðaeyra. Fyrir fólk með plötusnúðaheyrn gegnir tónlist öðru hlutverki en fyrir fólk almennt, hlutverki sem tengist starfi eða áhugamáli plötusnúðsins.

Tónlist hættir að vera list sem er einungis til upplýsingar, yndisauka eða skemmtunar og sætir í stað þessi sífelldri greiningu og gegnir öllu hagnýtara hlutverki. Einstaklingur með plötusnúðaheyrn yfirheyrir því sem næst alla tónlist sem hann kemst í kynni við, í hugarskoti hans leynast óteljandi spurningar um tónlistina sem er í gangi.

Þannig spyr plötusnúðaheyrandinn sig hvort það mætti lúppa eða sampla þessu lagi? Á hvaða tempói/bpm er tónlistin? Myndi þetta virka á dansgólf? Ætli það sé hægt að nálgast hana á vínyl? Í hvaða tóntegund er þetta lag? Mætti mixa þetta við aðra tónlist? Og svo mætti lengi telja.


Hlustaðu (mynd e. Alex//Berlin as photography)

Sá sem er með plötusnúðaheyrn er því ávallt að máta tónlistina við plötusnúðahlutverkið, þannig er hætta á því að önnur svið tónlistarnautnarinnar víki og er það miður. Geri ég mér í hugarlund að svipaðar hlutir geti komið fyrir annað „alvöru“ tónlistarfólk.

Athugið að ég er ekki að halda því fram að plötusnúðar njóti ekki tónlistar, að þeir hafi ekki gaman af henni eða þyki ekki vænt um hana. Heldur að starf þeirra geti gert það að verkum að þeir nálgist og hlusti á tónlist með öðrum og minna „hreinum“ hætti. Að það hvernig plötusnúðar „hagnýta“ tónlistina hafi varanleg áhrif á hvernig þeir neyti hennar. Því held ég að það sé verðug áminning til plötusnúða að skilja plötusnúðaeyrun stundum eftir, að reyna að setja minna funktíónal þætti tónlistarinnar í fyrsta sæti og njóta hennar á hreinni hátt. Spyrja sig frekar að því hver hafi verið ætlun tónskálds, hvaða tilfinningar er verið að tjá og hvaða tilfinningar vakna í brjósti manns sem hlustanda. Nú eða að sleppa spurningum og greiningum og hlusta bara. Það er gott að hlusta.

-Karl Tryggavson | ktryggvason@gmail.com

The Minimal Bible

Með minimal teknóinu sem hefur tröllriðið öllu mynduðust ýmsar tískur og ýmiss hype. Rakst á nokkuð skemmtilega pælingu sem á þó að vera nokkura ára gömul, Biblía minimalsins kennir manni hvernig maður á að vera og hvað manni á að finnast ef maður ætlar að hlusta á þessa tónlinst.  Það sem er fyndnast(sorglegast) við þetta er hversu mikið af  fólki virðist lifa nokkurn vegin eftir þessu, ef marka má spjallborð og viðtöl.

The Minimal Bible

From the Machines are Funky blog, which credits John Hassay (apparently the Managing Director for Colonel Blimp Video and the producer of many fine music videos) for the original:

1. If you have some money to spend, feel free to bring lots of cocaine and ketamine. Don’t splurge it all on the actual party , as the after party is where you drugs count – expect to be feeding your favourite minimal DJ’s with tons of nose candy until late the next day. Be sure you can hang.

2. If you have a nice big flat and don’t mind it being temporarily used as a crack house, be sure to offer it to your favourite minimal DJ before he or she leaves their respected party – be aware that you will most likely have no say on who actually attends the after party, but rest assure you are on your way to becoming a minimal hypster.

3. The haircut is very important, although it is very important – you must not let this be the DEFINING aspect. For tips on hypster haircuts, check on the internet for the latest pictures of Magda – be sure the photo is hot and up to date, as this commandment rotates about every 2 weeks – by that time there is thousands with the same haircut.

4. Underrated but very serious in your quest to minimal hyperstardom is the minimal scarf. Normally used by French artists say to the world „hey I am an artist, shuchameblah“ this is now a sure-fire way to let everyone else know – hey I am down with the minimal sound. Current minimal hypsters who sport the minimal scarf include Luciano, Ricardo, Richie, Magda, Troy and Marc Houle.

5. If you ever have the chance to meet Rich Hawtin, when talking with him – make sure you agree with everything he says and most importantly REPEAT. If you do not have the pleasure of meeting him personally, but have a friend who has – just repeat to everyone what your friend has told you he said. If they are a true minimal hypster they will surely repeat their whole conversation anyway. With people such as Troy Pierce, Magda, Ricardo Villalobos, Luciano, this same rule applies to a lesser degree, but still enough to get you on your way.

6. This one is very important, forget about your health and live for the moment. You must be willing to take as many drugs as your favourite minimal superstar DJ. As long as your are willing to party until the last moment on a broad combination of drugs all at the same time, such as Ketamine, Mdma, lots and lots of cocaine, speed, LSD and the occasional mushrooms you will surely be accepted and furthermore run the possibility of being admired. You can never imagine the power of totally ruining your body and mind in the conquest to being a minimal hype star.

7. This one is simple! Keep it superficial. Under no circumstances should you have a conversation with some depth or meaning. Recommended topics of discussion are haircuts, the newest minus record, how cool magda is, how much drugs Ricardo took the night before, how cool the current party is, and how amazing of a musician Luciano is. Just tell yourself over and over, this is not actually being superficial – it’s just being minimal.

8. Sex, Sex, Sex – in the minimal hypster world you should never expect to get laid before 48 hours of straight partying. Even if you have a special liking for that certain someone, keep in mind that if they too are an aspiring minimal hypster like yourself they will most definitely be at that after-hours, and where better place to get down to sexual business. (This is the time when taste, memory and morals are all flushed down the toilet) if you are a female, this is the time where you chances are highest of scoring with your favourite minimal superstar DJ, therefore immediately catapulting yourself into minimal stardom. (most of the time you will just settle for someone who knows Rich Hawtin).

9. Be sure to constantly read the writing of PHILIP SHERBURNE – he is the man who will always keep you informed on the newest and best hype on the internet. DO NOT EVER QUESTION HIS INTENTIONS OR MENTION THE FACT THAT ALL HE WRITES ABOUT IS HOW COOL RICARDO, RICH HAWTIN, MAGDA, LUCIANO, ROBAG WRUHME AND MUTEK CREW IS. He is literally the man to go to if you want to be fed with the minimal hype. Although it seems as if he is desperately trying to fit in and be accepted, everyone should realize HE HAS ALREADY BEEN ACCEPTED. He just loves his role as minimal hypster so much that he wants to spread the love. As with Rich Hawtin the same rule applies to Mr. Sherburne, everything he writes or says AKNOWLEDGE, AGREE AND REPEAT.

10. THE MINIMAL CAPITAL OF THE WORLD BERLIN! If you wish to be a minimal hypestar, one of the easiest ways is to come to Berlin with no plan and frequent places such as the famous drug spots like bar25, club der visionäre and panoramabar. It is these locations in which your minimal fantasies become realities – expect to see people like Rich Hawtin, Matt John, Konrad Black, Troy Pierce and Magda totally out of their minds and much more easy to approach. It is here that you can forge those life long, superficial – I mean minimal relationships.

These rules are meant in no specific order – ONE MORE GOLDEN RULE! Don’t forget minus is the best label to surface in the last decade with its revolutionary stance on music. Almost as if they coined the term minimal.