Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Dansidans Hlaðvarp#8 – Óli Ofur

ofur

DansiDans Hlaðvarp #8 – Óli Ofur

Óli hefur spilað um víðan völl og er þar að auki hljóðkerfagutti, hann sleit barnsskóm plötusnúðamennskunar í drum & bass tónlistinni en sneri sér síðar að electro/house/techno.

Óli sem er gjarnan kenndur við „ofur“  kvöldin á hans Akranesi ,hefur  ekki aðeins verið duglegur að standa fyrir klúbbakvöldum og rave-um síðustu ár heldur hefur hann líka komið á fót Ofur Hljóðkerfum.

Óli Ofur er á bakvið spilarana í áttunda hlaðvarpi Dansdans og býður upp á djúpt hús og eðal grúv sem ætti að fá fólk til að dansa í skammdeginu.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1.Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Fyrsta pæling með mixinu var að þetta átti ekki að vera dansgólfs,
heldur meira hlustunarmix. Jafnvel sunnudagshlustunarmix á góðum degi
án þynnku. Önnur pæling var að gera lo-fi, notaði tvo geislaspilara og
mixer með serato og tók upp á kasettu, yfirfærði það svo yfir á
tölvutækt og bætti við effekt þannig að maður fengi svona oldskúl
walkman fíling.. pælingarnar komu soldið uppúr hugsunum um hvort það
ættu að vera einhverjar pælingar.. ef þið skiljið hvað ég á við.

2.Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Bara alltaf á kafi í vinnu og spilamensku, var brjáluð törn í kringum
Réttir og Airwaves og er strax kominn á kaf í önnur verkefni

3.Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?

Stundum fynnst mér hún alveg tryllt. Allt að gerast og gengur vel
allstaðar, en það er sennilega hægt að segja að hún sé helvíti óstabíl
samt. Það er í rauninni ekki stór hópur sem við myndum kalla senu
(fólk sem veit og hefur gaman af því að dansa) en það er slatti af
liði sem hefur gaman af því að skemmta sér sem rambar oft inn í
senuna og þá er oft gaman. Má bæta því við að mér finnst magnað hvað
við erum með mikið af talentum á Íslandi (plötusnúðar og artistar)

4.Hvað ertu að fíla?
Joris Voorn, Chicago, Diynamic labelið, André Crom, 2000 and one,
upbeat tech-house, deep house, prog, techno með oldskúl fíling svo
eitthvað sé nefnt

5.Linkar/Plögg/Lokaorð?
Maður ætti náttúrulega að vera kominn með ofur.is fyrir svona
spurningar, en allavega, sóló í kjallara Jacobsen 7. nóv. Það verður
tryllt, upphitun fyrir Umek á Nasa 14. nóv og svo er ég að spila einn
mín liðs á Nasa 16. janúar. En ég held að svona gigg hafi ekki verið
sett upp á Íslandi áður.

lagalisti:
1. Claude VonStroke – Jasper’s Baby Robot
2. Hot Toddy – I Need Love feat Ron Basejam (Morgan Geist Love Dub)
3. Spectral Empire – Innerfearence (Chateu Flight remix)
4. Natural Self – Believer
5. Luke Hess – Reel Life (CV313 Dimensional Space mix)
6. WhoMadeWho – Keep Me In My Plane (Dj Koze Hudson River Dub)
7. Cloud – Sakta
8. Steve Bug – You Make Me Feel (version 2)
9. Claude VonStroke – Aundy (Dj version)
10. Stimming – Funk With Me
11. Motor City Drum Ensemble – Raw Cuts #6
12. Andre Crom & Luca Doobie – Attica (Makam remix)
13. Soundstream – Good Soul
14. Rone – Belleville (Clara Moto & Tyler Pope remix)
15. Joris Voorn – Blank

 

Artworkið setti Geoffrey saman fyrir Dansidans

Auglýsingar

Dansidans Hlaðvarp#7 – Introbeats

INTRO

Addi Intro, e.þ.s. Introbeats, er einn af máttarstólpum íslenskrar hip hop tónlistar.  Hann er meðlimur í Forgotten Lores og skipar ásamt Birki B tvíeykið Arkir, þá er hann einn öflugasti plötusnúður höfuðborgarinnar og taktasmiður „extraordinaire“.

Addi tók sig til og smellti í nýjasta hlaðvarp DansiDans, inniheldur syrpan hans eingöngu tónsmíðar eftir Adda sjálfan og gefur því góða mynd af þeim töfrum sem eiga sér stað í hljóðveri Introbeats. Það er DansiDans mikil ánægja að kynna til leiks sjöunda hlutan í DansiDans hlaðvarpinu, syrpu frá Introbeats!

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Öll tónlistin á teipinu er eftir sjalfan mig. Notaði 2 plötuspilara og Serato mixer en tók upp beint í Protools til að geta fiktað meira i effectum og gert það meira spennandi fyrir hlustendur, fullt af sígó og flatt kókakóla. Ekkert spes þema fyrir utan Introbeats þemað. Semsagt lounge-ish bangin beats med smá space twisti

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Fyrir utan ad vinna i Skífunni, detta íða of oft , spila á Prikinu um helgar og virkum, sofa , éta og skíta þá er maður að leggja loka hönd á aðra solo plötu Didda Fel (Forgotten Lores) sem er BANGIN! og skeita… má ekki gleyma ad nefna það… heldur manni lifandi.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Senan? Hvaða sena? Senan sem eg tengist, hiphop senan er lúmkst að koma til, en næturlífssenan er sterk.. Loksins að koma góð klúbba menning á þetta sker, Prikið reppar hiphopið í klessu og Jacobsen er ad standa sig vel í electronic music kantinum!

4.Hvað ertu að fíla?
Gott tjill/djamm, kfc og góða tónlist.. engin sérstök, góð tonlist er alltaf góð tónlist!

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Ekki gleyma að tjekka á Myspaceinu (www.myspace.com/introbeats) mínu við og við..(ójá eg nota ennþá Myspace)..koma a Airwaves showið mitt..og tjekka á Didda Fel plötunni „Hesthúsið“ sem verdur til rétt i kringum Airwaves!!!

takk fyrir mig

p.s. Dilla4life!

lagalisti:
1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats –  J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats –  Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step

1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats –  J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats –  Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step

DansiDans Hlaðvarp#6 – Ewok

dansidans_podcast6_ewok

Plötusnúðar verða vart mikið fjölbreyttari en Gunni Ewok, víðfemt plötusafn hans spannar ýmsar stefnur og stíla og tvinnar hann saman syrpum bakvið spilarana af miklum móð. Kunnastur er Ewokinn sennilega fyrir starf sitt með Breakbeat.is en ófáir hafa þó einnig séð kappann spila hip hop, house, techno, diskó og fönk af miklum móð.

DansiDans hlaðvarpið sem Ewok setti saman er þó í breakbeat fíling, drum & bass og dubstep enda löngu kominn tími á þannig syrpu í hlaðvarpið!

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Var búinn að gera nokkur útpæld mix sem voru bara ekki að gera sig(urðu full geld). Ákvað því bara að hafa stafla af plötum og nokkra diska setja upptöku í gang og sjá hvað myndi gerast. Varð smá furðulegt þetta mix og var oft tæpur að finna næsta lag en það reddaðist og gerir þetta bara skemmtilegra. Eina sem ég svo sem stefndi á var að leggja áherslu á dubstep og drum & bass. Síðan gleymdi ég mér aðeins og varð því mixið næstum 2x lengra en það átti upphaflega að vera.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Alltof margt í rauninni. Vinna, skóli, hljómsveit, Breakbeat.is, flytja, stinger og sinna vinum og vandamönnum bara.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ja stórt er spurt. Verð nú að lýsa yfir ánægju með senuna í kringum Breakbeat.is og frábært að vera partur af því batteríi. Maður hefur soldið þurft að taka upp hanskann fyrir stefnur sem hafa átt undir högg að sækja en mér finnst það betra en að vera að hoppa á milli stefna endalaust eftir hvað er vinsælast á tónlistarbloggum. Held að við séum soldið að uppskera núna fyrir þá staðfestu í rauninni. Síðan verður maður að taka tillit til þess að við erum í raun bara smábær en engin stórborg og því í raun frábært að það sé sena hérna yfirhöfuð.

Hinsvegar myndi ég persónulega vilja hafa hana fjölbreyttari oft á tíðum. Finnst oft að menn séu að spila alltof líkt dót og vanta oft meira krydd í settin. Þó vill ég hrósa Jacobsen og Kaffibarnum fyrir að sinna danstónlistinni vel. Svo má ekki gleyma öllum þessum íslensku tónlistarmönnum sem eru að gera frábæra hluti.

4.Hvað ertu að fíla?
Skal nefna nokkra bara Oculus, Einum Of, Muted, D-Bridge, Lynx, Instra:mental, Untold, Silkie, Mala, Hypno, Republic of Noice, Subminimal, Raychem, Omar S, Ricardo Villalobos, Hudson Mohawk, Blue Daisey, ilo, Zomby, Mount Kimbie, Modeselektor, Martyn, Pangaea, Commix gæti eiginlega haldið áfram endalaust.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Endilega grafa eftir tónlist ekki bara éta upp topp lista og tónlistar blogg þó það sé um að gera að fylgjast líka með því. Kynnið ykkur líka rætur tónlistarinnar en ekki bara til að geta vitnað í einhver gömul nöfn og hittara.

http://www.breakbeat.is

Lagalisti:
01. Bop – Tears Of A Lonely Metaphysician (Med School)
02. MúM – The Ballad Of The Broken Birdie Records (Ruxpin Remix 1) (TMT)
03. Muted & Justice – Lite Star (MJazz Dub)
04. Instra:mental – Hunter (Soul:R)
05. D-Bridge – Wonder Where (Nonplus)
06. Instra:mental – Thugtronika (Exit)
07. Amit – Propaganda (Commercial Suicide)
08. Tertius – Structure (Deep Blue Remix) (Partisan)
09. Special Forces – Something Els (Bleeps Tune) (Photek Productions)
10. Hidden Agenda – Channel (Metalheadz)
11. Commix – Belleview (Metalheadz)
12. D-Bridge – On Your Mind (Soul:R)
13. Dj Crystal – Warpdrive (Lucky Spin)
14. Ed Rush & Nico – Guncheck (No U Turn)
15. Trace & Ed Rush – Clean Gun (Lucky Spin)
16. Sully Shanks – Give Me Up (2nd Drop)
17. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
18. Mala – Lean Forward (DMZ)
19. Oculus – Make It Fast (Dub)
20. Matty G – 50.000 Watts (Loefah Remix) (Argon)
21. Zomby – Kaliko (Hyperdub)
22. Modeselektor – The Black Block (Rustie Remix) (Bpitch Control)
23. Mark Pritchard feat Om’mas Keith – Wind It Up (Hyperdub)
24. Joker – Digidesign (Hyperdub)
25. Martyn – Vancouver (3024)
26. Untold – Just For You (Applepips)
27. Ramadanman – Offal (Soul Jazz)
28. Moderat – Rusty Nails (Bpitch Control)

Dansidans hlaðvarp #5 – FKNHNDSM

fkc

DansiDans Hlaðvarp #5- FKNHNDSM

Dj dúóið FKNHNDSM ætti að vera dansglöðum íslendingum kunnugt en þeir félagar, Haukur Heiðar og Símon Ragnar, hafa boðað fagnaðarerindi grúvsins á skemmtistöðum bæjarins og á öldum ljósvakans. Tónlistarlega séð eru Fknhndsm í góðum house og diskó fíling og flétta skemmtilega saman stefnur og strauma.

Fimmti kaflinn í hlaðvarpi DansiDans var settur af þessu skemmtilega tvíeyki en hér er á ferðinni sumar syrpa sem mun hljóma vel í sólskininu næstu vikurnar.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Settið er sett saman í einu go, bara vínill og Rane rotary mixer. Hef alltaf verið fan að því að ofpæla ekki mixin og skiptingar, alltaf gaman að hafa smá mistök með, og vera með bæði stuttar og langar skiptingar (og stundum engar skiptingar!) 3 fyrstu lögin voru ákveðin og hitt var bara leikið af fingrum fram. Erum nokkuð sáttir með þetta, góð mixtúra af diskó og house tónlist.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Þessa daganna hef ég tekið mér smá pásu frá senunni. Við (fknhndsm) höfum verið frekar öflugir síðustu 2 ár en aðeins núna verið að slaka á. Ég hef verið að einbeita mér að mínu námi í Háskólanum og heimilislífinu og því hætt helgargiggum í bili, ekki nema að það sé eitthvað sérstakt um að vera. Hinsavegar er margt í bígerð. Okkur hefur lengi staðið til boða gigg í Belgrad, Berlín og New York og munum eflaust púsla því prógrammi saman þegar við höfum tíma til. Svo er frekari samvinna með norskum húslúðum á dagskrá en Luna Flicks teymið eru miklir vinir okkar. Það er vegleg dagskrá í undirbúning með þeim og Full Pupp teyminu á haustdögum.

3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
Viðkvæm spurning. Yfirhöfuð góð, REYK VEEK teymið með Jón og Atla innanborðs er afar spennandi project. Fullt af skemmtilegum snúðum sem við höfum, og vonandi verður framhald á því.

4.Hvað feelaru?
Allt gott groove. Diskó og house. Label eins og DFA, Rong, RVNG, Environ og fleiri í New York. Full Pupp, Smalltown Supersound og Luna Flicks í Noregi. Running Back, Permanent Vacation og Innervisions í Þýskalandi. Get alveg tekið heilan dag í upptalningu. Er líka disco nörd, að upplifa gott disco á klúbb í myrkruðum kjallara í East Village í New York eru engu líkast. Svo er ekkert skemmtilegra en að grúska í tónlist!

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Vínill að eilífu!

haukurrr.blogspot.com,

myspace.com/fknhndsm,

myspace.com/lunaflicks

Lagalisti

1. Chagrin D’Amour – S S (Barcley)
2. Casinoby – Jobsagoodun (Jiscomusic)
3. Nick Chacona & Anthony Mansfield – Slow N’Low (Redux)
4. Capracara – King Of The Witches (rub-n-tug Mix) (DFA)
5. John Talabot – Afrika (Permanent Vacation)
6. Lee Douglas – Midnite (Blackdisco)
7. King Sporty & The Root Rockers – Fire (C.O.M.B.I. edit) (c.o.m.b.i. japan)
8. Baris K – unknown (Disco Hamman)
9. Black Cock – Bermuda Triangle (Black Cock Records)
10. Rogue Cat – Magic Journey (Todd Terje miks) (Tiny Sticks)
11. Peter Visti – Late Night Baleric Monster (Eskimo)
12. House of House – Rusing To Paradise (Walking These Streets) (Whatever We Want)
13.Áme – Setsa [Innervisions]

Dansidans hlaðvarp #4 – Leópold Kristjánsson

DANSIDANSLESBOPOLD1DansiDans Hlaðvarp #4- Leópold
Leópold Kristjánsson er kannski þekktastur íslenskri danstónlistarsenu fyrir að hlutverk sitt í Breakbeat.is samsteypunni en ófáir hafa þó kynnst öðrum hliðum á kappanum t.d. skemmtilegum plötusnúningum og tónsmíðum í hás og teknó geirunum. Fjórða hlaðvarp DansiDans.com er einmitt á þeim buxunum en Leópold setti saman fyrir okkur fjölbreytt og frábært sett með fullt af glænýju efni.
Leópold býr um þessar mundir í Berlín og nú á dögunum gaf hann út ep hjá útgáfufyrirtæki þar í bæ, Deepeel Records.
.
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
,
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er tekin upp gegnum Rane mixer, tvo SL-1200 spilara og einn CDJ-1000. Var svo með Kaos Pad 2 fyrir effekta en notaði tækið lítið. Lögin í syrpunni eru flest ný eða nýleg og frekar dæmigerð fyrir það sem ég er mest að spila núna. Kemur auðvitað fyrir að maður spilar eitthvað allt annað – en þetta er frekar standard hljómur.
.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Var að gefa út mína fyrstu EP-plötu á lítilli þýskri útgáfu sem heitir Deepeel. Lögin ættu að vera komin í allar helstu plötu- og mp3-verslanir (fyrir utan Beatport, verður þar um miðjan maí).  Platan hefur gengið vel finnst mér og verið að fá stuðning manna eins og Dave Ellesmere/Microfunk (Remote Area), Jeff Samuel (Poker Flat) og Someone Else (Foundsound). Er svo búinn að vera að vinna í nýrri músík undanfarið. Vonandi að eitthvað af því lendi í útgáfu seinna á þessu ári. Fyrir utan þetta er ég bara að njóta lífsins og reyna að tengja saman tónlist og arkitektúr.
.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég hef búið í Berlín í rúm 2 ár núna og senan hér er góð. Ótrúlega margir spennandi
hlutir í gangi sem vel er að staðið. Ég hef svo auðvitað átt margar að mínum bestu danstónlistarstundum á íslenskum stöðum þannig að senan heima er sömuleiðis mjög flott. Gaman að sjá hvað Breakbeat.is kvöldin ganga vel og skemmtilegt að fólk sé að taka vel í nýjungar í Breakbeat geiranum. Líka fullt af góðum dansmúsíkköntum heima! Er að heyra frábært stöff mjög reglulega. Eiginlega of margir til að telja upp að gera góða músík, myndi skammast mín ef ég skildi einhvern útundan í upptalningu – svo ég sleppi því bara.
.
4.Hvað fílarðu?
Heilmargt og fjölbreytt, en í Techno og House tónlist er ég t.d. að fíla allt það sem eru í mixinu mínu. Hef undanfarið verið mjög hrifinn af fyrirtækjum eins og LoMidHigh, Circus Company, Oslo og mörgum mörgum fleirum. Hef ekki ekki viljað hafa hlutina of hreina upp á síðkastið, en kannski breytist það. Deepeel verður svo dúndur leibel á komandi mánuðum og árum! Svo er ég líka áhugamaður um almennileg hljóðkerfi á klúbbum, dansmúsík undir berum himni og plötusnúða sem taka starfi sínu alvarlega.
.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Langar að plögga Ep-inn minn og hlaðvarpið mitt (sjá hlekk á myspace síðuna mína). Svo er ég að fíla nokkra tónlistarmenn og útgáfur sem eru að koma undir sig fótunum. Þar má nefna Dom Haywood (myspace.com/domhaywood), Keinemusik útgáfuna (myspace.com/keinemusik) og Adam Port (myspace.com/adamport) t.d..
.
.

Lagalisti:
1. Leopold Kristjansson – 22:55 (CDR)
2. Frank Leicher – Lazy Weather (Christian Burkhardt Remix) (Einmaleins Musik)
3. Vera – Hooked up with the drums (Moon Harbour)
4. Leopold Kristjansson – Tail Feathers (Deepeel)
5. Ryo Murakami – Java (Poker Flat)
6. Tiefschwarz – Best Inn (Souvenir)
7. Steven Beyer – Ecuna Me Pasa (Extra Smart)
8. Ricardo Villalobos – Baila sin Petit (Sei es Drum)
9. Dan Drastic – Slice of Life (Moon Harbour)
10. Boola & Demos – Thirst Duub (LoMidHigh Organic)
11. Leopold Kristjansson – Canned Heat (CDR)
12. Minimono – Ratman (Tuning Spork)
13. Daniel Steinberg – Pay for me (Lauhaus remix) (Style Rockets)
14. Serafin – Syndroma Liguria (Sushitech Purple)
15. Till von Sein – Ovas (Catz n’ Dogz Ohne FX remix) (Dirt Crew)

Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.

Dansidans hlaðvarp #3 – Oculus

oculussull1

DansiDans Hlaðvarp #3- Oculus

Undanfarin misseri hefur farið sífellt meira fyrir listamanninum Oculus í íslensku danssenunni. Hann hefur gefið út hvern singullin á fætur öðrum sem hefur fallið vel kramið hjá íslenskum og erlendum plötusnúðum auk þess sem live spilamennska hann hefur ítrekað heillað áhorfendur upp úr skónnum.

Ég sá hann fyrst live þegar að hann hitaði upp fyrir Stephan Bodzin og má segja að hann hafi gjörsamlega trylllt lýðinn. Bodzin sjálfum tókst  ekki að toppa stemninguna sem myndaðist Oculus flutti tóna sína. Það er dansidans mikill heiður að kynna til sögunar þriðja hlutan í hlaðvarpi okkar, live sett frá Oculus sem vinir og vandamenn þekkja annars betur sem Friðfinn.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Live settið er sett saman med sampler/sequencer, syntha, trommuheila, cdj, mixer og effectum. Ég tók upp settið í einu go, ekkert edit, skemmtilegra ad hafa mistökin med. Þá fær þetta smá sál.

Ég byrjaði settið á titil lagi nýrrar plötu sem heitir „Deep“ og var gefin út á Communique Records. Settið byggði síðan út frá því. Einnig er þarna lag sem heitir „Heard it in a set“ sem er af sömu plötu og ætti að láta húsid þitt nötra í góðu blasti. Svo er þarna líka að finna titillag nýjustu plötunnar mínnar sem heitir Awake og Uni sem er af sömu plötu, annars er mest af lögunum óútgefin og sumt bara improvisation. Þannig þetta svolítið exclusive fyrir ykkur.
 
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Þessa dagana er ég að reyna vera duglegur ad spila músikina mína live á skemmtistöðum, gera músik á fullu og reyna skila af mér plötum sem ég er búinn að lofa. Ég var ad klára tvær  EP plötur fyrir plötufyrirtæki sem heitir Open Concept Records og er í dreifingu hjá Clone Records.
 
Sú fyrri kom út 26 mars og ber nafnid Awake og er búin ad fá mjög gott support frá stórum díjeium sem er alltaf gott, meðal annars :Laurent Garnier, Anderson Noise, Deadbeat, F.E.X., Alexi Delano, Nick Warren, Justin Robertson, Steve Porter og  Tom Findlay úr Groove Armada.  Sú seinni verður gefin út í vor og á held ég eftir að gera góða hluti. Ég er búinn ad vera prófa að spila þau lög í live settunum mínum og þau svínvirka. Einnig eru fleiri plötur og remix væntanleg sem ættu að detta inn á Beatport á næstu 1 eða 2 mánuðum.
 
Svo er ég búinn ad vera aðeins ad gæla við dnb og dubstep sem að mér þykir yndislega skemmtilegt og er að plana að spila smá þannig á næstunni en það er annað project.
 
3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
 Senan finnst mér helvíti góð. Það er margt að gerast og margt í uppbyggingu. Mér finnst þjóðin búinn að dansvæðast mjög og  þótt mikið af fólki hlusti á frekar gelt electro house er það okkur hinum bara til góðs því það verður til þess að  fólk verður aðeins opnara fyrir góðri dansmúsik.
 
Svo held ég að það sé að koma frekari uppsveifla í íslenskri danstónlist. Fólk er að  verða duglegra að vilja spila og koma músikinni sinni út. Músikin á helstu skemmtistödum bæjarins finnst mér vera til sóma. Þannig ég gæti eiginlega ekki verið kátari með þetta.
 
4.Hvað feelaru?
Ég fíla búmmtjicatji med feitum bassa.
 
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Plögg óje.  4. apríl mun ég spila á nýjum stad sem heitir London/Reykjavík og
dj´a á kaffibarnum med Sexy Lazer. 10. april er ég á Akureyri Sjallanum ásamt  GusGus og Wolfgang Gartner. Þann 12 april er ég á Barcodekvöldinu á Jacobsen ásamt Impulce (live) og öllu Barcode Dj genginu. Endilega tjekkiði svo á Deep EP og Awake EP á Beatport.com
Lagalisti:
1.Oculus – Deep (Communique Records)
2.Oculus – Improv
3.Oculus – No name
4.Oculus – No name
5.Oculus – Heard it in a set – Oculus (Communique Records)
6.Plastic rythm – Don´t Break my Soul Oculus remix
7.Improv
8.Oculus – UNI (Open Concept Records)
9.Improv
10.Oculus – Awake (Open Concept Records)
11.Oculus – no name
12.Oculus – juno me (unreleased)
 
Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.

Dansidans hlaðvarp #2 – Klive


DANSIDANS FLYER KLIVE

DansiDans Hlaðvarp #2 – Klive

DansiDans er ekki einungis fyrir rafræna-danstónlist heldur fyrir raftónlist almennt, þess vegna kynnum við til sögunar DansiDans hlaðvarp #2 sem er sett saman af  Úlfi Hanssyni sem er ef til vill betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Klive.

Klive gaf út plötuna Sweaty Psalms í fyrra, hún vakti mikla athygli og hlaut víða lof. Hann var meðal annars tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna 2009 sem efnilegasti listamaðurinn. Í Dansidans hlaðvarpi Klive gætir ýmisra grasa, forvitnilegur kokteill af framsækinni raftónlist.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Ekkert sérstakt þema, bara það sem mér finnst vera spennandi og ferskt!

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Er að klára nokkur lög með swords of chaos, fyrir upptökur í vor.

3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
Ég veit ekki alveg hvaða senu er átt við… raftónlist eða danstónlist?

4.Hvað fílarðu?
Ég fíla dauðarokk

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
dublab.com! tékkið á stream-inu.. eðall!!!!
www.myspace.com/kliveisklive
www.myspace.com/swordsofchaos

Lagalisti:

 1. Tusken Raiders – Bantha Trax
 2. Michel Redolfi – Envol
 3. Michel Chion – Epitre
 4. Richard Devine – Retrace Fader
 5. Terminal 11 – In place of love
 6. Team Doyobi – Choose your own adventure
 7. Matmos – Rainbow flag
 8. Diano Felipe – Slut petal
 9. Cave – Drum like devil
 10. Andrew Pekler – Arches
 11. Klive – Swoon
 12. Oren Ambarchi – Remedios the beauty

Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.