Flokkaskipt greinasafn: Syrpu Syrpa

Syrpu Syrpa

Linkum hér á nokkrar góðar plötusnúðasyrpur til þess að stytta manni stundir og létta manni lund. Garage dubstepparinn Sully gerði syrpu fyrir XLR8R hlaðvarpið, líkt og nýleg breiðskífa Sully þá brúar mixið bil á milli garage/dubstep tóna og juke tónlistarinnar, þétt, fjölbreytt og áhugaverð syrpa. Fyrst við minnumst á fjölbreyttar syrpur er rétt að benda á Essential Mix íslandsvinarins James Blake en þar gætir ýmissa grasa svo ekki sé meira sagt.

Fyrir þá sem vilja bara alvöru techno má linka á Cosmin TRG kaflann í RA hlaðvarpinu. Að lokum viljum við vekja athygli á mixunum úr nýjum útvarpsþætti Mary Anne Hobbs en stúlkan sú er ansi lunkin við að fá hæfileikaríkt fólk í heimsókn. Endilega mælið með syrpum í athugasemdunum ef þið lumið á einhverjum góðum.

Syrpusyrpa

Mikið af spennandi mixum á netinu þessa dagana datt í hug að benda á nokkur þeirra.


fknhndsm – Park  Street Brooklyn

Dúoið fknhndsm deildi helling  af mixum á Soundcloud  nú á dögunum.  Ég hef ekki komist yfir öll mixin aðeins Park Street Brooklyn og Ginger Man 3. Þau mix eru þó algjör eðall. Sleazy hús og sexy diskó eða öfugt.

fknhndsm – Gingerman 3

Í síðustu viku bætti Kalli ,sem oft er kenndur við Breakbeat.is, mixi við podcastið sitt. Kalli kemur víða við í mixinu spilar allt  frá Liquid Liquid til  James Blake, enda ber það nafnið  Misc  mix. Hægt er að nálgast mixið hér.

Húsboltinn Ingvi greip tækifærið þegar hann komst í plötuspilarana sína um jólinn og gerði þetta eðal húsmix. Mixið ber nafnið Time Unlimited og fær það mig til sakna Groovebox kvöldanna.

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson betur þekktu sem  Bjössi Biogen féll frá fyrr í mánuðinum. Biogen hafði spilað stóran þátt í íslensku raftónlistarsenunni um árabil. Auk afkastamikils sóloferils var Bjössi  hluti af hinni goðsagnakenndu Ajax og stóð fyrir mörgum spennandi raftónlistar tengdum virðburðum meðal annars Weirdcore kvöldunum.

Dj AnDre gerði þetta mix til heiðurs minningu Biogen og á morgun verður stendur Extreme Chillout fyrir sérstöku Biogen tribute kvöldi á Kaffibarnum.  Fram koma margir af fínustu raftónlistarmönnum Íslands og hvetur Dansidans fólk til að mæta. Hvíl í friði Biogen.

SyrpuSyrpa #21

Langt síðan að við mældum með mixum en það hefur verið nóg af þeim á internetinu undanfarið.

Viktor Birgisson setti upp mixið Saturday Tea Party, ég læt lýsinguna hans á þessu skemmtilega mixi duga. Hún er eftirfarandi:
„Me and Pimp Jackson went into the jungle with Ramon Tapia and danced our asses off….. „. Mixið má nálgast hér

Fyrir u.þ.b mánuði síðan gerði Breakbeat boltinn Gunni Ewok  hús mix. Eins og við höfum áður sagt   þá eru fáir plötusnúðar sem eru jafn fjölbreyttir og Ewok. Mixið  samanstendur af mestu leyti af gömlu eðalsmeðal dóti sem Ewok fann í plötu hillunni sinni.Frábært mix.

Á árinu hefur veirð mikið um sambræðing á milli house og dubstep. Þetta þykir mér skemmtilega pæling þar sem mikið af dubsteppi er good stuff. Nýjasta promo mixið hans Kára Hypno er dæmi um slíkan sambræðing og ég mæli með að fólk tékki á því.

182. Resident Advisor mixið kom út í gær. RA mixin hafa verið frekar einsleit(allir að spila svífandi deep house) þó með nokkrum undartekningum. Mix nr. 182 er eitt að þessum undartekningum en það er enginn annar er en Guillaume and the Coutu Dumonts sem sér um það. Hann er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum og veldur þetta mix hans mér ekki vonbrigðum.

Dj Shaft bætti nýlega við 11 hlutanum í Adult Music mix seríuna sína. Soulful vocal house ræður þar ríkjum eins og í fyrri hlutunum. Ég mæli með að fólk tékki á þessu mixi og restinni af sériunni. Mixið má nálgast hér og tracklisti og önnur mix eftir Shaft má finna hér

Að lokum ætla ég að benda fólki á live settið mitt frá Airwaves, þar sem ég spilaði á Reyk Veek kvöldinu á Jacobsen.

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

SyrpuSyrpa #22

MCDEMotor City Drum Ensemble er einn af mínum uppáhalds próducerum þessa dagana, honum tekst að búa til deep house eins og allir aðrir eru að gera en samt einhvern veginn öðruvísi og ég mæli með að fólk tékki myspace-inu hjá kauða. Um daginn spilaði hann í New York á Sunday Best, settið hans þaðan má finna hér.

Íslandsvinurinn og „Stepnó“ kóngurinn Martyn gerði síðan mix fyrir síðuna Brainfeeder sem hefur fengið nafnið  „The Count’s Secret Planet“. Eins og búast má við er mixið  fjölbreytt og skemmtilegt eins og flest sem hann gerir. Í mixinu hoppar Martyn á milli hip hops og dubsteps og minnir mig semi á Essential mixið hjá Flying Lotus sem er án efa eitt af betri mixum síðari ára. Mixið má finna hér.

Síðustu viku setti plötusnúðatvíeikið Bypass svo nýtt mix á Soundcloudið sitt. Mixið er skemmtilega fjölbreytt fer frá Electro-i í Deep house og indi stöff. Skemmtilegt mix sem ég mæli með.

Syrpu Syrpa #21

Nokkrar plötusnúðasyrpur á mp3 formi sem gætu verið góðar fyrir íslenskt sumar.

Skoska útgáfan Wireblock var útgáfa mánaðarins hjá vefritinu Resident Advisor og í tilefni þess settu eigendur Wireblock saman skemmtilegt mix. Eins og útgáfur Wireblock og þeir listamenn sem þeir hafa á sínum snærum, var mixið fjölbreytt og skemmtilegt, hip hop, house og dubstep grúv í góðum fíling. Tjekkið á því!

Þýski drömmenbeis töffarinn Martsman setti líka saman fjölbreytt mix fyrir Bass Music bloggið. Marsman, sem heitir réttu nafni Martin Heinze, hefur mjög sérstakt sánd í tónsmíðum sínum og í þessu mixi er að finna nokkra gullmola.

avatars-000000608214-enym2q-cropÞeir sem misstu af disknum Veek 1 þurfa ekki að örvænta, því þeir hafa sett hann á netið. Diskurinn inniheldur lög eftir Asla,Orang Volante,Oculus,Axfjörd og Karius & Baktus. Dj Siggi Kalli sér um að mixa þau saman. Veljum íslenskt.

Þarsíðasti hluti RA podcastisins var í höndum Maayan Nidam, þetta mix er semi jazzað á því og mikið í anda síðustu plötu hennar Night Long.

Að lokum ætla ég að pota mér fram og benda á mix sem ég gerði um daginn. Þetta TechHouseMinimal mix finna hér.

SyrpuSyrpa #20

Mikið af skemmtilegum mixum á netinu þessa dagana. Mix eftir Yamaho birtist á Soundcloud-inu hennar í gær. Fílingurinn í mixinu er svona deep/tech og í því má finna lög eftir Holger Zilske og Lee Van Dowski.

Pjúristarnir og töffararnir hjá Little White Earbuds voru að koma með nýtt podcast, að þessu sinni er það Frakkin Le K sem sér um það. Mikið party mix,enda gert fyrir frekar fyrir fullt fólk heldur en fólk á eiturlyfjum eins og Le K segir. Mæli með að fólk lesi viðtalið við hann líka. Viðtalið og mixið má finna hér.

LaFleur

TFA sem stóðu fyrir Stephan Bodzin kvöldinu eftirminnilega fyrr á þessu, eru nú að flytja inn sænsku teknó dívuna La Fleur. Við hjá DansiDans mælum með að fólk athugi þetta mix eftir hana og tjekki líka á Jacobsen í kvöld. En þar kemur hún fram ásamt Oculus, Sexy laser og Karius & Baktus. Miðaverð er 2500 kr í hurð og 2000 krónur í forsölu, forsalan er í Spútnik.

SyrpuSyrpa #19

Eins og venjulega er hellingur af skemmtilegum plötusnúðum að deila mixum á netinu og ætla ég að benda á nokkur mix sem ég hef verið að hlusta á.

Andri Már betur þekktur sem AnDre , hefur undanfarnar vikur verið að moka inn gæða mixum á Soundcloud síðuna sína. Mixin hans er fjölbreytt og skemmtileg allt frá hip hoppi í  minimal teknó. Þá mæli ég með mixinu Summer Nights því það groovar vel, sérstaklega í því veðri sem hefur verið undanfarið. Mixin getið fundið hér.

bypass

Plötusnúða tvíeykið Bypass hefur verið að gera það gott þrátt fyrir ungan aldur, strákarnir gerðu maí mix um daginn og sem inniheldur og Track 1 með Kerry Chandler. Hér má finna þetta skemmtilega mix og einnig er vert að tékka á myspace-inu hjá þeim félögum, því þeir luma á fleiri skemmtilegum mixum.

Að lokum vil ég svo ráðleggja fólki að gerast áskrifendur af hlaðvarpinu okkar því við eigum von á mixum frá alveg frábærum plötusnúðum á næstunni.