Flokkaskipt greinasafn: Syrpu Syrpa

SyrpuSyrpa # 18 Party Zone special

mynd_0125564

Þeir Helgi Már og Kristján Helgi hafa staðið fyrir Dansþætti þjóðarinnar í tæp 20 ár. Á þessum tíma hefur þátturinn spilað stórt hlutverk í íslensku senunni og hafa þeir félagar einnig verið duglegir að halda danstengda viðburði.

Ég byrjaði að hlusta á danstónlist árið 2004 og var mér þá bent á Party Zone. Síðan  hef ég reynt að vera duglegur að fylgjast með og hlusta á þáttinn. Ég á mér nokkra uppáhalds þætti og ætla að benda á þá í þessari færslu.

Party Zone  all time top 40
1.nóv 2003

Þessi þáttur kom mér í kynni við alveg æðisleg lög. Enda var listi með 40 bestu danslögum allra tíma frumfluttur í þættinum. Ég kynntist lögum eins og Good Love, Muzik X-press, Gypsy Woman, Purple (lang besta lag GusGus), Red one og All night Long. Listan er hægt að sjá hér og þáttinn má ná í  hér. Mæli sérstaklega með að þeir sem þekkja aðeins nýmóðins teknó hlusti á þennan þátt, skemmtileg sögukennsla.

Tommi White Party Zone
5.mars 2005

Alveg síðan ég byrjaði að hlusta á danstónlist, hef ég  verið mikill aðdáandi Tomma White. Paradise var ein af fyrstu plötunum sem ég keypti mér og ég hlustaði á eitthvað Kahlúa mix eftir hann í gríð og erg. Ég man sérstaklega eftir þessum þætti vegna þess að ég fílaði settið hans svo vel. Þáttinn má nálgast hér.

Party Zone 1995 special
15.apríl 2006

Þeir félagar stóðu fyrir könnun um hvaða þema þeir ættu að velja fyrir þema þáttin sinn og varð 95 fyrir valinu, enda oft talað um að 95 hafi verið árið sem senan ,,peakaði“ á Íslandi. Þátturinn er fullur að klassikerum frá þessu ári og hægt er að nálgast hann hér.

Party Zone Old skúl house
22.mars 2008

Þema-ið var tónlist frá árunum 84-91  eins og Acid House, Italo og Chicago House. Dj Shaft  var gestur í þættinum og lög eins og Big fun voru spiluð. Þáttinn má nálgast hér.

Árslisti Party Zone 2008

31.janúar 2008

Ég var einstaklega ánægður með þennan lista. Nokkur lög af mínum lista rötuðu þarna inn og var listinn almennt skemmtilegri og fjölbreyttari en hann hafði verið áður, minna af proggi og electroi sem hafði einkennt lista fyrri ára. Árslistapartýið var síðan mjög skemmtilegt. Þáttinn má nálgast hér og listan sjálfan hér.

Auðvitað mætti lengi telja til frábæra þætti og mp3 safn PZ.is spannar svo ekki alla sögu þáttarins (þeir Party Zone piltar hafa gefið því undir fótinn nýlega að setja gamlar spólur á stafrænt form, það væri frábært framtak!). Endilega bendið á ykkar uppáhalds þætti í athugasemdum.

Magnús Felix |magnusfelix@gmail.com

Syrpu Syrpa

Hér eru nokkur mix sem mæla má með.

.

Ellen Allien setti saman mix fyrir Resident Advisor, skemmtileg blanda af hásteknóminimal-stöffi, gott grúv í gangi.

Fyrsti hlutinn í nýju podcasti frá Apple Pips útgáfunni kemur frá Ramadanman, virkilega fjölbreytt mix þar sem dubstep, grime og tribal funky house dót kemur við sögu. Að lokum má hér nálgast upptöku af fwd klúbbakvöldi þar sem dBridge spilar fínasta drömmenbeis.

Syrpu Syrpa #16

Mix, mix, mix… Hér eru nokkur góð fenginn í hressandi hlaðvarpsáskrift!

Move D

Þjóðverjinn Dave Moufang er betur þekktur sem Move D og hefur undir því nafni samið fínustu músík í hinum ýmsu stefnum og straumum. Hann spilaði sett á New York klúbbnum The Bunker um daginn og skilaði syrpan sér í hlaðvarp Bunker manna. Gott house grúv í gangi þar.

Umboðsskrifstofan Reprise Agency er líka með öflugt hlaðvarp í gangi og nýjasta syrpan í röðinni er frá Hessle Audio meðliminum Pangea. Frábært sett þar sem hann blandar saman dubstep, grime og old skool hardcore tónum.

Að lokum er rétt að benda á nýjasta kaflan í Club Autonomic podcastinu, dBridge og Instra:Mental týna til tónlist frá áhrifavöldum sínum og smella svo saman glænýju drömmenbeisi í góða sveiflu. Meðal listamanna sem eiga plötu á fón í þessari syrpu má nefna Prince, Boards of Canada, Zapp og Vangelis.

SyrpuSyrpa#15

Alltaf finnur maður einhver skemmtileg mix á áhugamálinu danstónlist á huga.is,en í þessari viku hef ég verið að hlusta á tvö mix þaðan.

Fyrra mixið ef frá notendanum Gerald og heitir B-side of deep. Nafnið á mixinu lýsir því vel þar sem mixið er sett saman úr b-hliðum 12″ deep platna. Þrælskemmtilegt mix sem ég mæli með að fólk tékki á, en mixið, meiri upplýsingar og annað mix  frá Gerald  er hægt að nálgast hér.

Seinna mixið er frá notendanum Hreggi89. Skemmtilegt mix sem inniheldur svona deep house sem maður heyrir ekki nógu mikið af í dag. Mixið og tracklista er hægt að nálgast hér.

Á twitternum hjá Múm var svo annað íslenskt dj mix að finna, það er á allt öðrum nótum en þau tvö fyrstnefndu og var sett saman fyrir hipstera bloggið Allez Allez. Hress lagalisti, mashup stemning sem á góða spretti og slæma!

culoedesong

Suður Afríska undrabarnið Culoe de song, gerði svo mix fyrir Resident Advisor í síðustu viku. Culoe sem var uppgvötaður eftir að hann komst inn í Red Bull Music Academy í fyrra og virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Dixon og öðrum.

Syrpu Syrpa #14

Fyrst langar benda á tvö podköst sem hafa verið fáránlega góð síðustu vikur. Írska Bodytonic batteríið stendur að skemmtilegri vefsíðu, klúbbakvöldum og öðru stússi, podkastið þeirra hefur verið spennó undanfarið með syrpur frá mönnum á borð við Daniel Wang, Dj Craze, Noze og Omar S algerlega áskriftarinnar virði. Það ætti kannski ekki að þurfa að benda lesendum þessarar síðu á Resident Advisor podcastið en við gerum það nú samt af því að tveir síðustu hlutar þess hafa verið ofsa spennó, í fyrsta lagi var DJ Koze með flotta og fjölbreytta syrpu og í öðru lagi er þar frábært live sett frá Surgeon, techno og dubstep bræðingur.

ra145-dj-koze

Að öðru leiti er rétt að velja íslenskt þessa vikuna. Mikið framboð af skemmtilegum syrpum frá íslenskum snúðum á veraldarvefnum. Árni Kristjáns gerði stórskemmtilegt boogie mix,  Jónfrí smellti í eina djúpa hús syrpu og Haukur úr fknhndsm er á öðruvísí húsnótum á blogginu sínu. Kári Hypno smellti svo fínu dubstep mixi á huga.

Að lokum ætla ég að plögga mitt eigið mix sem vitaskuld ber höfuð og herðar yfir öll hin mixin!

Syrpu Syrpa #13

DansiDans hlaðvarpið ætti auðvitað að vera meira en nóg fyrir ykkur þessa vikuna! En hér eru linkar á aðrar góðar syrpur sem hafa barið eyru okkar undanfarið.

.

www.club-autonomic.com

Í vikunni datt inn nýr kafli í Autonomic Podcastinu, getið náð í mp3 eða gerst áskrifendur hér. Instra:Mental og dBridge setja saman þessar syrpur og blanda þar eldri áhrifavöldum úr ýmsum áttum við glænýtt drum & bass og dubstep, lagalistarnir eru ekki birtir en ef maður er klár á internetinu ætti ekki að vera mikið mál að grafa þetta upp.

Anja Schneider og félagar hennar hjá Mobilee settu á dögunum í gang podcast, þeir eiga ágætis back catalogue og ófáa hæfileikaríka snúða og listamenn á sínum snærum.

Ég veit ekki hver DJ Vorn er en hann setti saman rosalega Hacienda Classics syrpu þar sem ófáir dansklassíkerar koma við sögu. Mæli með því!

Syrpu Syrpa #12

Kode9 & SpaceApe

Kode9 kom í heimsókn til Benji B á BBC 1Xtra og var þar með Hyperdub showcase. Hyperdub er útgáfan hans Kode9 og hefur vægast sagt átt frábæra spretti síðustu misseri, í þessu mixi er dót frá helstu listamönnum útgáfunar og þar á meðal er nýtt Burial stuff!!!

.

Cassy

Save the Cannibals er nýtt klúbbakvöld í New York borg sem lítur spennó út. Þeir eru allavega með skemmtilegt podcast, mixið frá Cassy er algert æði, old skool Chicago og Detroit fílingur.

Svo er það íslenskt, Magnús Felix sem er einn umsjónarmanna Dansidans og bendlar sig stundum við vonda kalla úr Star Wars setti tvö mix á netið nýlega, „Groovandi Magnús“ og „Pumpandi Magnús“, skemmtilegar nafngiftir og skemmtileg mix!

.

Marcus Intalex

Marcus Intalex er með þátt á netútvarpsstöðinni Red Bull Music Academy Radio. Um daginn var 13 Soul:ution Radio þættinum í röðinni smellt á veraldar vefinn  hér má finna lagalista og mp3. Meðal annars er þarna að finna viðtal við Íslandsvinin Lynx og félaga hans Kemo sem eru að gefa út flotta og spes breiðskífu, The Raw Truth, á Soul:R á næstunni. Vel þess virði að skoða sig um á RBMA Radio síðunni, fjölbreytir og skemmtilegir tónlistarmenn sem eru með þætti þar.

Að lokum er það nánast skylda að linka á Rinse þættina hans Appleblim. Hér má svo finna skemmtilegt viðtal við kauða.