Flokkaskipt greinasafn: Uncategorized

Föstudagsflagarinn – Iz and Diz Mouth(Pépé Bradock rmx)

Pépé Bradock er einn af mínum uppáhalds.  Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðan hann gaf út bombuna Path of Most Resistance fyrir tveimur árum síðan. Sama ár gaf hann út safnplötuna Confiote De Bits. Sú plata inniheldur remix sem hann hefur gert í gegnum tíðina og á henni er meðal annars að finna remixið hans af Mouth eftir Iz & Diz.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=HMwC5sB0aYg%5D

Lagið samanstendur af munnhljóðum og kemur nafni líklega þaðan. Að vana gerir Pépé Bradock að sama og allir að bara aðeins betur; hrátt vibe, gott groove og laglína fær mann til syngja með.

Plötusnúðamannasiðir

Eins og margar aðrar stéttir aumka plötusnúðar sér oft yfir skilningsleysi viðskiptavina sinna (þ.e. skemmtistaðagesta og eigenda), þannig er algengt að sjá lista yfir kjánalegar og kaldhæðnislegar óskalagabeiðnir, kvartanir yfir aðstæðum og tækjabúnaði og kveinstafi yfir smekkleysi áheyrenda svo fátt eitt sé nefnt. Núna síðustu daga hefur eftirfarandi myndband t.d. gengið um veraldarvefinn og plötusnúðar tekið undir í kór:

Þá hefur einnig hlakkað í mörgum plötusnúðnum yfir þessu skemmtilega bloggi.

Atriði sem er þó sjaldnar talað um eru mannasiðir plötusnúðanna sjálfra, gagnvart crowdinu, hvor öðrum og sjálfum sér. Hér er smá listi yfir atriði sem mér finnst að dj’ar ættu að hafa á hreinu, endilega bætið við eða andmælið þessum pælingum í commentunum.

  • Plötusnúðar mæta með sín eigin headphone og eigin nálar (ef þeir spila vínyl). Ef þú vilt fá að nota slíkar græjur annarra plötusnúða á undan ættirðu að sjálfsögðu að spyrja um leyfi, ekki gera ráð fyrir því og ekki endilega búast við því að allir segi já.
  • Ef þú varst að fá þér nýja (Apple) tölvu og ert að nota hana til dj mennsku – farðu þá í System Preferences -> Sound -> og afhakaðu „Play feedback when volume is changed“ möguleikann.
  • Ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega ertu semi-drullusokkur, ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega og fá borgað fyrir það ertu fáviti.
  • Ég er sjálfur með handónýtt eyru og hef andmælt wav-snobbi í óöryggiskennd minni, en allt minna en 256 kbps mp3 er algert no no (64kbps grime rip úr sjóræningjaútvarpi er þó leyfilegt) og nei, youtube rippið þitt er ekki „í fínum gæðum“.
  • Hafðu smá tilfinningu fyrir því hvar þú ert að spila og við hvaða aðstæður. Ertu headliner á stórum viðburði sem var auglýstur vel og fólk borgaði fyrir eða ertu nafnlaust flón sem var hent út í horn til þess að spila tónlist fyrir drukkið fólk? Hverjar eru áherslurnar almennt á staðnum sem þú ert staddur á? Spilamennskunni, attitjúdi og tónlistarvali ætti að haga í samræmi við hvar þú ert staddur á svona skala.
  • Þegar þú ert að spila þá ertu að spila. Þú þarft ekki að fara á Facebook þótt það sé frítt wi-fi og að forritið sjái um að mixa fyrir þig. Þú átt heldur ekki að vera í símanum.
  • Ekki verða (of) fullur.
  • Ekki biðja aðra plötusnúða um að fá að „taka eina skiptingu“.

Ég er sjálfur sekur um margt hér að ofan, síðasta punktin braut ég t.d. bara um daginn (reyndar með örlítið meiri fyrirvara). En batnandi mönnum er best að lifa og mér finnst að maður ætti að hafa þetta í huga. Umboðsmaður plötusnúða gæti svo einbeitt sér að því að lögfesta ofantöld atriði.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

RA Real Scenes

Resident Advisor vefritið hefur ásamt fataframleiðandanum Bench ráðist í heimildamyndagerð. Undir nafninu „Real Scenes“ hefur RA hingað til birt þrjár stuttar myndir, en í hverri þeirra er raf- og danstónlistarsena einnar borgar tekinn fyrir. RA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og voru Bristol, Berlín og Detroit fyrstu viðfangsefnin. Nú er eflaust erfitt að gera svona risum góð skil í stuttri mynd  en myndirnar eru engu að síður forvitnilegar og skemmtilegar áhorfs og gefa smá innsýn í þessar borgir og fólkið sem byggir þær. Við mælum með þessu.

Alþjóðlegi Plötubúðadagurinn (og plötubúða pælingar)

Á morgun verður Alþjóðlegi Plötubúðadagurinn haldinn hátíðlegur í 4. skipti, en eins og nafnið bendir til er þessi dagur tileinkaður óháðum plötubúðum og þeirri menningu sem í kringum þær ríkir.  Hér á litla Íslandi halda verslanirnar Havarí, Bankastræti og Lucky Records, Hverfisgötu upp á þennan dag með tónlistartengdri dagskrá ýmis konar. DansiDans hvetur fólk til þess að líta við, gera sér glaðan dag og jafnvel að versla sér smá músík í fýsísku formi.


Annars er umræða um stöðu og framtíð plötubúða svo margtugginn í fjölmiðlum, spjallborðum og bloggum og maður veit ekki hversu miklu maður hefur við að bæta. Sjálfur sakna ég almennilegrar plötubúðar helgaðari raf- og danstónlist í Reykjavík en held að það sé engan veginn rekstrargrundvöllur fyrir neitt slíkt (þ.e. búð sem höfðar til plötusnúða og tekur reglulega inn nýjar sendingar af vínyl).

Held almennt að viðskipti muni færast meir og meir á netið.  Enn sér ekki fyrir endann á þeirri grisjun sem fer fram í plötubúðaflórunni, þær búðir sem munu lifa af eru stóru vöruhúsin (t.d. Juno og Chemical), sérhæfðari verslanir (t.d. Boomkat) og svo goðsagnakenndar stórborgaverslanir á borð við Hardwax, Black Market og Vinyl Junkies. Litla, vinalega plötubúðin (sem sérhæfir sig í plötusölu, en er ekki með það on the side við klippingar eða café au lait) í minni borgum mun á flestum stöðum hverfa á braut. Hins vegar verður eflaust alltaf ágætis bisness á Ebay, Discogs og í 2nd hand búðunum.

p.s. með þetta allt saman í huga er hér skemmtilegur leikur sem kom upp í spjalli um daginn, þegar maður hlýðir á plötusnúð á skemmtistað getur verið gaman að spyrja sjálfan sig „hefði þessi snúður keypt þetta lag á vínyl í Þrumunni?“.

100 bestu plötusnúðar ársins að mati RA

Veftímaritið Resident Advisor birti í dag listann sinn yfir 100 bestu plötusnúða heims. Þessi listi er mun skemmtilegri og fjölbreyttari heldur en listi DjMag þó svo að úrslitin séu full fyrirsjáanleg. Ég ætla ekki að segja frá úrslitum en mæli með að fólk kíkji á listann sem má finna hér.

Touch DJ

Komið „plötusnúða“ forrit fyrir iphone/ipod touch, Touch DJ. Sýnist þetta nú vera soldið mikið gimmick en kannski soldil ógnun fyrir Pacemaker græjuna. Lýst annars ekki á svona fyrirbæri nema bara sem leikfang eða partýtrylli, sé ekki fyrir mér að það sé hægt að setja saman góðar syrpur með þessu, kannski bara fordómar í mér.

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Helgin 20.-23. ágúst

Menningarnótt í henni Reykjavík þessa helgina og því nóg um að vera í höfuðborginni, hér eru þeir viðburðir sem hafa vakið athygli Dansidans.

Fimmtudagurinn 20. ágúst

198X á Kaffibarnum
Kalli og Árni Kristjánsson með danstónlist frá 9. áratug síðustu aldar, boogie, funk, house, electro og techno. Mikið partý og ófáir klassíkerar frá upphafsárum nútíma danstónlistar væntanlegir á fón

Weirdcore á Jacobsen
Lifandi raftónlist hjá Weirdcore á Jacobsen. Ávallt forvitnileg lineup á þessum bæ, að þessu sinni stíga á stokk Anonymous, Biogen og Skyage en DJ 3D leikur skífur á milli atriða.

Laugardagurinn 22. ágúst

Ghettoblaster í Grófarportinu
Óli Ofur og félagar blása til hátíðar í Grófarporti (við hliðina á Borgarbókasafninu) þar sem gætir ýmisra grasa í raf- og danstónlist, dagskráin byrjar kl. 15:00 á léttari dubskotnum nótum en svo verður róðurinn smám saman hertur og farið yfir í house, techno, dubstep og fleira. Meðal þeirra sem koma fram má live nefna Panoramix, Gnúsi Yones & the Crackers, Captain Fufanu, Axfjörð og Oculus (live) en Óli Ofur og Ewok munu snúa skífum. Frábær viðburður og alltaf gaman þegar danstónlistin er færð úr sínu venjulega næturklúbbaumhverfi

Jón Jónsson kynnir Kompakt á Jacobsen
Kompakt kvöld Jóns Jónssonar er hins vegar pjúra næturklúbbatjútt og frábært sem slíkt. Frá Kölnarútgáfunni goðsagnarkenndu koma þeir Pan / Tone og Shumi en fulltrúar íslenska lýðveldisins verða þeir Jack Schidt og Sexy Lazer.

Um rekstur dansklúbba

Hinn sögufrægi skemmtistaður Robert Johnson (Mannheim/Frankfurt í Þýskalandi) varð 10 ára fyrir skemmstu. Staðurinn er rekinn af Ata einum af stofnendum Playhouse útgáfunnar og í þessum pistli sem ég rakst á í Electronic Beats fer hann í saumana á því hvernig reka skal klúbb. Smellið á myndina til að fá stærri mynd.

Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)

Einhver prakkari hefur tekið sig til og smellt saman í breskt-íslenskt mashup í tilefni Icesave samninganna. Í laginu „Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)“ er skeitt saman tónum og tali frá TC & Caspa, Ghostigital & GusGus og Davíði Oddssyni. MP3 fæll af herlegheitunum gengur nú eins og eldur í sinu um veraldarvefinn, DansiDans kann að meta svona grín og smellum við því hlekk á mp3 af herlegheitunum í fullum gæðum.

Catz N’ Dogz / 3 Channels

Langaði að henda inn örstuttri færslu og mæla með þessum strákum. Þeir eru tveir, pólskir og gera mjög fínt HouseTechnoMinimal. Fyrsta LP platan þeirra Stars of the Zoo kom út á Mothership útgáfufyrirtæki Claude Von Stroke nú nýverið og hér er hægt að sækja um tveggja mánaða gamalt sett frá þeim. Svaka grúví.

www.myspace.com/3channels

Leópold Kristjánsson