Menningarnótt í henni Reykjavík þessa helgina og því nóg um að vera í höfuðborginni, hér eru þeir viðburðir sem hafa vakið athygli Dansidans.
Fimmtudagurinn 20. ágúst
198X á Kaffibarnum
Kalli og Árni Kristjánsson með danstónlist frá 9. áratug síðustu aldar, boogie, funk, house, electro og techno. Mikið partý og ófáir klassíkerar frá upphafsárum nútíma danstónlistar væntanlegir á fón
Weirdcore á Jacobsen
Lifandi raftónlist hjá Weirdcore á Jacobsen. Ávallt forvitnileg lineup á þessum bæ, að þessu sinni stíga á stokk Anonymous, Biogen og Skyage en DJ 3D leikur skífur á milli atriða.
Laugardagurinn 22. ágúst
Ghettoblaster í Grófarportinu
Óli Ofur og félagar blása til hátíðar í Grófarporti (við hliðina á Borgarbókasafninu) þar sem gætir ýmisra grasa í raf- og danstónlist, dagskráin byrjar kl. 15:00 á léttari dubskotnum nótum en svo verður róðurinn smám saman hertur og farið yfir í house, techno, dubstep og fleira. Meðal þeirra sem koma fram má live nefna Panoramix, Gnúsi Yones & the Crackers, Captain Fufanu, Axfjörð og Oculus (live) en Óli Ofur og Ewok munu snúa skífum. Frábær viðburður og alltaf gaman þegar danstónlistin er færð úr sínu venjulega næturklúbbaumhverfi
Jón Jónsson kynnir Kompakt á Jacobsen
Kompakt kvöld Jóns Jónssonar er hins vegar pjúra næturklúbbatjútt og frábært sem slíkt. Frá Kölnarútgáfunni goðsagnarkenndu koma þeir Pan / Tone og Shumi en fulltrúar íslenska lýðveldisins verða þeir Jack Schidt og Sexy Lazer.