Flokkaskipt greinasafn: Uncategorized

Um rekstur dansklúbba

Hinn sögufrægi skemmtistaður Robert Johnson (Mannheim/Frankfurt í Þýskalandi) varð 10 ára fyrir skemmstu. Staðurinn er rekinn af Ata einum af stofnendum Playhouse útgáfunnar og í þessum pistli sem ég rakst á í Electronic Beats fer hann í saumana á því hvernig reka skal klúbb. Smellið á myndina til að fá stærri mynd.

Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)

Einhver prakkari hefur tekið sig til og smellt saman í breskt-íslenskt mashup í tilefni Icesave samninganna. Í laginu „Where’s my moneymaster (Erlendar skuldir óreiðumanna Mix)“ er skeitt saman tónum og tali frá TC & Caspa, Ghostigital & GusGus og Davíði Oddssyni. MP3 fæll af herlegheitunum gengur nú eins og eldur í sinu um veraldarvefinn, DansiDans kann að meta svona grín og smellum við því hlekk á mp3 af herlegheitunum í fullum gæðum.

Catz N’ Dogz / 3 Channels

Langaði að henda inn örstuttri færslu og mæla með þessum strákum. Þeir eru tveir, pólskir og gera mjög fínt HouseTechnoMinimal. Fyrsta LP platan þeirra Stars of the Zoo kom út á Mothership útgáfufyrirtæki Claude Von Stroke nú nýverið og hér er hægt að sækja um tveggja mánaða gamalt sett frá þeim. Svaka grúví.

www.myspace.com/3channels

Leópold Kristjánsson