The Joy of Discoer skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur t.d. David Mancuso og Nicky Siano.
Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.
Í fyrra kynnti hljóðfæraframleiðandin Korg hin stórskemmtilega Monotron hljóðgervil. Monotron-in, sem er svo lítill að hann passar í vasa, innheldur einn oscillator, sama filter og var notaður í hinum goðsagnakenndu MS 10/20 og einn LFO sem getur stýrt tíðni Oscillatorsins eða filternum, þessu er svo hægt að stýra með „ribbon“ sem er einskonar lyklaborð.
Monotroninum hefur greinilega gengið vel því hægt og rólega hefur Korg verið að bæta við fjölskyldumeðlimum í Monotron fjölskylduna. Fyrr á árinu kom út trommuheilinn monotribe og í þessum mánuði kynntu þeir Monotron Delay og Monotron Duo sem byggja á sömu hugmynd.
Monotron Duo
Monotron Delay
Monotron serían þykir mér sniðug því hún býður upp á ódýra leið til að fá smjörþefinn af analog synthesizerum. Það er líka eitthvað nett við að taka upp synthesizer og heyrnatól í strætó.
Í síðustu viku kynntu Pioneer nýjan mixer sem ber nafnið DJM 900 Nexus og er uppfærsla af hinum fræga DJM 800. DJM 900 býður upp á helling af nýjum fídusum: 6 colour effectar meðal annars noise, gate compression, dub echo og space reverb, hægt er að stjórna Traktor Scratch beint frá mixernum og hellingur af nýjun beat effects.
Ég er frekar spenntur fyrir þessum mixer, þó ég sé alltaf frekar skeptískur á það að innleiða allt of mikið af dóti í dj set uppið sitt því ég tel mörk vera mikilvæg. Ég er ekki viss um hvort það sé þörf fyrir alla þessa effecta(fólk fær vonandi einhvern tíma leið á white noise). Þó held ég að gate compression sé spennandi fídus og sömuleiðis x-pad controllerinn fyrir beat effectana.
Rakst á þessa stuttu heimildarmynd um neðanjarðar senuna í Englandi og framtíð hennar í sífellt stafrænari heimi.. Í myndinni eru bæði listamenn á borð við Roska og Scratcha DVA og blaðamenn fengnir til að spá í framtíð senunnar.
Tímaritið Dj Mag hefur í langan tíma staðið fyrir kosningum á hundrað bestu plötusnúðum ársins. Á hverju ári rignir yfir mann myspace skilaboðum frá plötusnúðum sem langar komast á listann og þykir mikilvægara að maður kjósir þá heldur en að maður fíli þá.
Dj Mag listinn þykir mér yfirleitt fyrirsjáanlegur og leiðinlegur. Efstu sætinn eru yfirleitt þétt setinn af trans og prog plötusnúðum og lítið pláss virðist vera fyrir plötusnúða sem spila aðrar stefnur á listanum.
Nú hefur tímaritið Mixmag heldur betur tekið sig til og beðið fólk um að velja besta plötusnúð allra tíma. Í tilefni keppninar hefur Mixmag tekið viðtal við þekkta plötusnúða og tónlistarmenn og spurt þá um þeirra uppáhalds snúða.
Arthur Baker
Orde Meikle(annar helmingur Slam)
Craig Richards
Þessi viðtöl þykir mér skemmtileg þó svo að ég haldi verði svipaðar í kosningum DjMag vonast ég að listinn verði fjölbreyttur og skemmtilegur. Ef marka má viðtölin gæti hann kannski orðið það. Hér er hægt að kjósa.
1) „To have and to hold“ er heimildarmynd um vínylplötur og af þessum trailer að dæma er hún bara nokkuð spennandi.
Vínyl nostalgían og plötuástin er skemmtileg tilfinning og sérstakur heimur útaf fyrir sig, það vita þeir sem kjósa að safna kringlótum tólf tommum. Það hefur annars verið ótrúleg gróska í tónlistartengdri heimildarmyndagerð undanfarið (kannski bara tekur maður meira eftir því með síðum eins og Youtube og Vimeo), en oft er erfitt að nálgast þessar myndir. Væri gaman að sjá reglulegar sýningar á slíkum myndum í þessu Bíó Paradís sem á að fara að opna. Ófáar svona indie-myndir sem maður væri til í að komast yfir, hugsanlega efni í aðra færslu hér síðar.
2) Hér er svo skemmtileg myndasýning úr Vinyl Factory í Englandi, með lýsingum og athugasemdum. Við höfum áður verið með „hvernig eru plötur búnar til“ færslu, en myndirnar hérna eru engu að síður forvitnilegar og flottar.
3) Í þriðja og síðasta lagi er svo hlekkur á fyrirtæki sem býðst til þess að taka jarðneskar leyfar þínar og pressa þær í plötu fyrir vini og vandamenn, skrítið og skondið. Ætli það verði mikið að gera hjá þeim?
Mikil þroun hefur verið á snertiskjám síðastliðinn misseri og undanfarið hafa ýmsir byrjað að nota þessa tækni til búa til og spila tónlist. Það virðist vera til endalaust af iPhone og iPad forrit sem bjóða upp á þennan möguleika, og svo virðast öll blog og tímarit eins of Future music hafa rosa gaman af því að skrifa um þessi apps. Svo er Richie Hawtin auðvitað búinn að troða svona átta iPad-um í setupið sitt.
Af einhverjum ástæðum á ég mjög erfitt með að trúa því að þessi forrit séu notuð af einhverri alvöru. Mér finnst það mun bjánalegra að að vera glápa á símann sinn,þegar maður er að spila live, heldur en það er grúfa bakvið fartölvuna sína.
Bandaríkjarmaðurinn Gregory Kaufman sem er einnig þekktur sem Gergwerk birti nú á dögunum myndband á síðunni Vimeo þar sem hann sýnir eins kona snertiskjás dj setup sem hann er að vinna í. Hönnunin þykir mér skemmtileg þó ég telji ólíklegt að myndi vilja nota þetta. Þetta er þó aðeins notendaviðmót sem hann er búinn að hanna og græjan er talsvert frá því að vera tilbúin. Skemmtilegt video engu að síður
Um daginn heyrði ég The Bells með Jeff Mills í dj setti. Ég hafði heyrt lagið endrum og eins áður en aldrei skynjað það eins og ég gerði í þetta sinn. Þegar ég kom heim þurfti ég að youtube- a lagið og fann þá 80 mínutna tónleika með Jeff Mills og the Montpellier Philharmonic Orchestra. Tónleikana má finna á DVD útgáfunni af Blue Potential. Þetta concept er að vísu gamalt en mér finnst þetta takast mjög vel hjá Jeff Mills. Mæli með að fólk tékki á þessu.
Lagalisti:
1 Opening
2 Imagine
3 Man from Tomorrow
4 The March
5 Time Machine
6 Eclipse
7 Entrance to Metropolis
8 Keatons Theme
9 Daylight
10 The Bells
11 Gamma Player
12 4 Art
13 Medium C
14 Amazon
15 See this Way
16 Sonic Destroyer
Stutt og skemmtileg umfjöllun um pirate-radio stöðvar í Bretlandi, merkileg menning og saga tengd þessu fyrirbæri. Veit einhver hvort útvarps sjóræningjar hafa einhvern tíman spreytt sig á Íslandi?
Eins og við höfum áður bent á er Red Bull Music Academy eitthvað sem allir tónlistarmenn og plötusnúðar ættu að tjékka á. Síðasta námskeið þeirra Red Bull manna var haldið í London í febrúar mánuði, eins og búast mátti við fór fram fjöldinn allur af skemmtilegum tónleikum og fyrirlestrum frá spennandi listamönnum. Meðal þessara listamanna má nefna Moodyman, Kode 9, Martyn og Modeselektor.
Ef maður var ekki svo heppinn að hafa komist inn í skólann, getur huggað sig við það að horfa má á fyrirlestrana á netinu. Ég mæli sérstaklega með að fólk tékki á Moodymann fyrirlestrinum. Moodymann veitir sjaldan viðtöl og er svolítið skemmtilegur karakter, svo er tónlistin hans líka frábær. Lista yfir fyrirlestra árið 2010 má finna hér.