Flokkaskipt greinasafn: video

Skemmtilegt viðtal við Martyn

Hollenski „stepnó“(yndislega hallærislegt orð) producerinn Martyn fékk um daginn það skemmtilega hlutverk að gera 50. Fabric diskinn. Fabric diskarnir eru vinsæl sería geisladiska sem gefinn eru út af samnefndum ofurklúbb í London og meðal listamanna sem hafa gert diska fyrir seríuna má nefna Ricardo Villalobos, Luciano og Ame.

Mörgum  þykir það ansi djarft að Fabric menn biðji Martyn um að gera Fabric disk sem er meira ætlaður teknó og house tónlist á meðan systur serían Fabriclive hefur meira verið tileinkuð broken beat og dubstep. Martyn er þó skemmtilegur plötusnúður og settið sem hann tók á Airwaves 2007 með þeim betri sem ég hef heyrt. Honum tekst mjög vel að blanda saman house,dubstep og dnb. Hér er hægt að finna umfjöllun um diskinn og svo mæli með myndbandinu hérna fyrir neðan.

in b flat

In B Flat

In Bb er netverk sem Darren Solomon sá um að setja saman, verkið samanstendur af Youtube myndbandsbútum sem spila má saman og skapa interaktívt tónverk. Myndböndin koma víða að en Solomon bað fólk um að leika tempólaus stef í B dúr og valdi svo saman stykki sem pössuðu vel hvort með öðru, netverjar geta svo búið til sitt eigið tónverk með því að spila klippurnar saman eftir smekk. Virkilega gaman af svona internet-list, svo er líka bara góður ambient andi í þessum klippum og hægt að leika sér í þessu á hráslagaralegu haust kvöldi. Hægt er að lesa meira um þetta verk hér og skoða  það hér.

Villalobos – Heimildarmynd um Kardó

Fáir tónlistarmenn eru í jafn miklu uppáhaldi hjá Dansidans eins og Ricardo Villalobos eða Kardó, eins og við köllum hann í daglegu tali. Því vakti það mikla lukku í herbúðum okkar að heyra af væntanlegri heimildarmynd um þennan merka tónlistarmann en leikstjórinn Romuald Karmakar stendur að baki þeirri mynd sem hefur einfaldlega hlotið nafnið Villalobos


Trailer þessi er í sjálfu sér ekki ýkja spennandi en þó merkilegt að Karmakar hafi fengið að taka upp efni á Panoramabar sem er alræmdur fyrir harða dyravörslu og algert myndavélabann. Með eins litríkan karakter og Kardó sem umfjöllunarefni er  þó ekki við öðru að búast en að mynd þessi verði nokkuð forvitnileg.

RJDJ.ME

Fyrst Magnús byrjaði á tónlistartengdum iphone forritum má ég til með að benda á rjdj.me sem er skemmtilegasta svona app sem ég hef séð. Í stuttu máli gengur forritið út á að smíða tónlist úr því hvernig notandinn beitir tækinu, þ.e. með hreyfiskynjaranum, hljóðnemanum og þar fram eftir götunum. Myndband segir meira en þúsund orð:

RJDJ menn kalla þetta reactive music sem er vídd í raftónlist / listagjörningum sem ég held að eigi eftir að springa á næstu árum. Nú þegar allir eru með síma/myndavélar/mp3 spilara/osfrv. með bluetooth/wifi/3g eru endalausir möguleikar í því að skapa gagnvirkni í tónlistarsköpun og flutningi (sem er spennó svo lengi sem menn missa sig ekki í Star Trek leik).

Scooter vs. Daft Punk

Ég áttaði mig á þessari skrítnu tengingu milli Daft Punk og Scooter um daginn. Báðar hljómsveitir hafa sett saman lög þar sem textinn er nánast hrein upptalning á áhrifavöldum. Eflaust hafa margir fleiri átt svipuð lög?

Daft Punk – Teachers:

* Paul Johnson
* DJ Funk
* DJ Skull
* DJ Rush
* Waxmaster
* DJ Hyperactive
* Kevin Carol
* Brian Wilson
* George Clinton
* Lil Louis
* Ashley Beedle
* Neil Landstruum
* Kenny Dope
* DJ Hell
* Louie Vega
* Carol Lexi
* Dr. Dre
* Omega
* Gemini
* Jeff Mills
* DJ Deya
* DJ Milton
* DJ Slugo
* Green Velvet
* Joey Beltram
* DJ Else
* Roy Davis, Jr.
* Boo Williams
* DJ Tonka
* DJ Snow
* DJ Kell
* Mark Dana
* Todd Edwards
* Romanthony
* Ceevea
* Luke Slater
* Derrick Carter
* Robert Hood
* Parris Mitchell
* Dave Clarke
* Armand Van Helden
* Robert Armani
* Sir Elton John

Scooter – Hyper Hyper

* Westbam
* Marusha
* Stevie Mason
* The Mystic Man
* DJ Dick
* Carl Cox
* The Hooligan
* Cosmix
* Kid Paul
* Dag
* Mike Van Dike
* Jens Lissat
* Lenny Dee
* Sven Väth
* Mark Spoon
* Marco Zaffarano
* Hell
* Paul Elstak
* Mate Galic
* Roland Casper
* Sylvie
* Miss Djax
* Jens Mahlstedt
* Tanith
* Laurent Garnier
* Special
* Pascal F.E.O.S.
* Gary D.
* Scotty
* Gizmo

Leópold Kristjánsson

313

Tveir Detroit tengdir linkar sem mig langar koma hér að. Stutt heimildarmynd um UR og myndasyrpa um hrörnun og rústir í Detroit borg. Fleira var það ekki í bili…

Rafmögnuð Reykjavík

Ég varð soldið sár þegar ég sá að heimildamyndin Rafmögnuð Reykjavík fór í sýningar í haust á RIFF og Airwaves hátíðinni. Ég var ekki á landinu og reiknaði einhvern vegin með að það yrði erfitt að berja myndina augum eftir að kvikmyndasýningum lyki. En fyrir tilviljun komst ég að því að hægt er að horfa á myndina í fullri lengd á internetinu.

Um er að ræða heimildarmynd um rafræna danstónlist á Íslandi, senuna sem hefur myndast í kringum hana og sögu hennar. Þetta er fínasta mynd, blandar saman nýjum og gömlum tíma á skemmtilegan hátt og tengir Ísland skemmtilega við það sem var að gerast út í heimi á þessum tíma.

Það er soldið erfitt að dæma um fræðslugildið þar sem að ekki kom mikið fram sem maður vissi ekki áður en eflaust veitir myndin óinnvígðum góða innsýn í heim raftónlistar. Margir skemmtilegir punktar sem koma fram,  sjónarmið ýmisra íslenskra frumkvöðla tóna skemmtilega saman og svo er alltaf gaman að sjá upptökur af því hvernig hlutirnir fóru fram í gamla daga. Frábært framtak og góð heimild um liðina tíma!

Heimildamyndir

Tvær skemmtilegar heimildamyndir, gott gláp fyrir helgina.

High Tech Soul: The Creation of Techno Music mynd frá 2006 um Detroit og Techno tónlistina sem borgin hefur getið af sér, setur Detroit borg soldið á stall en er fróðleg og skemmtileg engu að síður.

We Call it Techno fjallar svo um uppruna technosins í Þýskalandi, frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar og fram á þann 10. Margt forvitnilegt þarna, ég vissi t.d. ekki að orðið techno hefði verið notað um tónlist áður en Detroit kom til sögunnar og að danstengt raftónlist hefði átt svona miklu fylgi að fagna í Þýskalandi fyrir 1990.

Svo er líka gaman að bera myndirnar saman, We Call it Techno fjallar miklu meira um partýin, djammið, klúbbana og fólkið sem sótti þá heim á meðan High Tech Soul leggur áherslu á tónlistarmennina, snilligáfu þeirra og frumkvöðlastarf. Munurinn speglast eiginlega bara best í nafninu á myndunum.

Hvernig eru plötur búnar til?

Í þessum videoum má komast að því hvernig plötur verða til:

Rakst á þetta á hinu fína drömmen bloggi everydayjunglist.biz. Lyftutónlistarstemning í myndbandinu sem gerir þetta bara skemmtilegra. Man eftir því að hafa séð álíka samantekt þegar ég var yngri, svo hefur maður lesið um þetta og svona en gaman að sjá allt ferlið í heild sinni. Save the vinyl!