DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno
Fyrir tæpum þremur árum síðan bentum við lesendum dansidans.com á hinn unga og upprennandi Kára Guðmundson. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kári sem gengur líka undir nafninu Hypno hefur verið að gera það gott sem tónlistarmaður bæði hérlendis sem erlendis. Lög eftir hann hafa verið gefinn út á labelunum á borð við Ramp og PTN.
Við höfum fengið Kára til að gera 14. þáttinn í hlaðvarp seríu DansiDans og hefur hann skilað af sér live setti.
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er sett saman í Ableton Live. Notast var við bilað hljóðkort og mús, ákjósanlegra væri að nota einhversskonar midi controller og best væri náttúrulega að nota masteraðar dubplates. En nóg um það. Þemað er bara mín eigin lög. Mér þótti töluvert erfitt að setja saman mín eigin lög í eina þétta syrpu og hlusta á þau aftur og aftur en það hafðist og er ég sáttur með niðurstöðuna. Ég notast við heita kvenmannsrödd sem AT&T bjóða uppá og brengla ég hana svo aðeins.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Ég er á fullu að klára skólann, fluttur út og fleira gaman. Líka er ég að pródúsera á fullu og bíð spenntur eftir að ég fái frekari fréttir af K2/Kancourde 12″ sem ætti að koma í bráð út hjá Ramp Recordings. Einnig á ég von á remixi fyrir vin minn Benjamin Damage, sem ætti að koma út á breska útgáfufyrirtækinu Get Me, en ekki hef ég ennþá fengið það staðfest. Hægt er að heyra báðar útgáfur í mixinu..
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
„Senan“ er mjög sterk og er ég mjög glaður með það. Það mætti hinsvegar vera minni hjarðarfílingur í sumum raftónlistarhópum hérna á klakanum. Ekki ætla ég að nefna nein nöfn…
4. Hvað fílarðu?
Ég fíla tónlist, vísindi, mat, list, tjill, æsing og margt fleira sem mér dettur ekki í hug núna. En varðandi tónlist þá fíla ég bara það sem ég fíla, ég fer ekki nánar í það.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Njótið vel (svaka snjallt ha?)
Lagalisti:
1. Hypno – …And Therefore
2. Hypno – Calm Before The Storm
3. Hypno – Kancourde (forthcoming Ramp Recordings)
4. Hypno – Gripa Frami
5. Hypno – Zeichen
6. Hypno – K2 (forthcoming Ramp Recordings)
7. Benjamin Damage – Golden Idiot (Hypno remix) (forthcoming Get Me)
8. Hypno – Messed Up
9. Hypno – Jennifer Lopez refix
10. Hypno – Living Saoul (Ay!fix)
11. Hypno – Tonic
12. Hypno – Herbie Hancock refix
13. Hypno – Golden Brown refix
14. Hypno – Yawn
15. Hypno – 3.1nfinity
16. Hypno – Moment Of Unclarity