Greinasafn fyrir merki: Þýskaland

Heimildamyndir

Tvær skemmtilegar heimildamyndir, gott gláp fyrir helgina.

High Tech Soul: The Creation of Techno Music mynd frá 2006 um Detroit og Techno tónlistina sem borgin hefur getið af sér, setur Detroit borg soldið á stall en er fróðleg og skemmtileg engu að síður.

We Call it Techno fjallar svo um uppruna technosins í Þýskalandi, frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar og fram á þann 10. Margt forvitnilegt þarna, ég vissi t.d. ekki að orðið techno hefði verið notað um tónlist áður en Detroit kom til sögunnar og að danstengt raftónlist hefði átt svona miklu fylgi að fagna í Þýskalandi fyrir 1990.

Svo er líka gaman að bera myndirnar saman, We Call it Techno fjallar miklu meira um partýin, djammið, klúbbana og fólkið sem sótti þá heim á meðan High Tech Soul leggur áherslu á tónlistarmennina, snilligáfu þeirra og frumkvöðlastarf. Munurinn speglast eiginlega bara best í nafninu á myndunum.