Greinasafn fyrir merki: Actress

Frír Pakki í boði Adult Swim

Safnplatan Unclassified er fáanleg á vefsvæði sjónvarpstöðvarinnar Adult Swim. Á plötunni er finna lög eftir listamenn á borð við Burial, Ikonika, kode 9 og Actress.

Sumt hefur komið út áður annað ekki. Platan er ókeypis og hægt er að hlusta á hana og að hlaða henni niður hér.

Árslisti – Magnus Felix

Mér hefur alltaf þótt erfitt að búa til topp lista fyrir árið. Þar sem árið er svo óþægilega langt þá á ég það til að gleyma lögum frá byrjun árs og hugsa aðeins lög sem ég er að hlusta núna. Svo þegar maður rennur yfir lista frá öðrum finnur maður alls konar lög sem hefðu kannski komist a listans manns.  Ég áskil mér þess vegna rétt til að breyta og bæta listanum. Er það ekki annars tilgangur árslista að kynna eða minna aðra á skemmtileg lög frá árinu?

15.Cosmin TRG – Liebe Suende(Rush Hour)
Hvað er málið með Rúmena og góða danstónlist. Eðal deep house frá Cosmin TRG og heyrist vel að hann er hefur verið að grúska í dubsteppi.

14. West Norwood Cassette Library – Blond On Blonde(TEAL)
Skemmtilegt  house, Pearson Sound remixið er líka fínt. Mæli með að fólk fylgist með TEAL.

13. Floating Points – Peoples Potential(Eglo)
Þetta var svona lag sem ætlaði aldrei koma út. Rakst á þetta soundcloudinu hjá honum og sá síðan release date-ið færast aftur og aftur. Skemmtilegt lag, erfitt að mixa.

12. Hypno – Doo Doo(Pattern)
Íslenskt já takk. Klikkað lag frá Kára Hypno, er þetta piano spilað aftur á bak?

11.Delphic – Doubt(Kyle Hall rmx)(White)
Kyle Hall er hype-inu vel vaxinn og átti stórgott ár. Heyrði þetta fyrst í Resident Advisor mixinu hans Shed og þetta höfðaði strax til mín.

10.James Blake – CMYK(R & S records)
Ungstirnið og Íslandsvinurinn James Blake notar rödd Kelis einstaklega vel í þessu dramantíska lagi. Hefði vilja sjá hann spila á Airwaves.

9.Homework – You got one(Exploited)
Untold spilaði þetta lag á Strøm festival í Kaupmannahöfn og ég missti alveg vitið meðan ég fór á klósettið. Homework leika sér skemmtilega með  Somebody Else’s Guy eftir Jocelyn Brown’s og er vocallin skemmtilega catchy.

8.Moodymann – It´s 2 late 4 U & MeMoodymann klikkar sjaldan. Poppaðasta lagið á Dirty Ol’ vinyl að mínu mati. Elska þennan vocal.

7.Axel Boman – Purple Drank(Pampa)
„I woke up with your name on my lips“. Mér finnst eiginlega fyndnara þegar hann segir „I woke up with your lips“, skil ekki alveg hvað það þýðir. Straight out house lag, mæli líka með Not So Much sem má finna á sömu 12″“.

6.Tullio de Piscopo – Stop Bajon(Theo Parrish)
Heyrði þetta lag fyrst þegar Theo Parrish var gestur hjá Benji B. Líkt og Benji B var ég alveg orðlaus þegar bassinn kikkar inn.

5.Flying Lotus – Do the Astral Plane(Warp)
Tekið af plötunni hans Cosmogramma. Óvenju house’að lag miðað við annað sem hann hefur gert. Sleazy soundið í bassanum ásamt töffara trommugroove er alveg málið.

4.The Hundred In The Hands – Dressed In Dresden(Kyle Hall remix)(Warp)
Kyle Hall tekst að gera þetta frekar leiðinlega lag að algjörri bombu. Momentið þegar lead synthin kemur inn er mega.

3.Actress – Always Human(Honest Jon’s)
Tekið af plötunni hans Splazsh sem var plata ársisins að mati margra. Kickið í þessu lagi er eitthvað svo gróft og töff og ekki skemmir laglínan fyrir.

2.Lone – Raptured(Werk)
Yndislega cheesy synthi spilar semi bjánalega laglínu sem ég veit ekki alveg hvað minnir mig á.

1.Wax – Wax 30003B(Wax)
Shed er maðurinn, straight out gæji skv. þessu sem gerir straight out techno undir nafni Wax. Mæli með plötunni hans The Traveller og 12″ seríunni sem hann gerir undir nafniu EQD.

Árslisti 2010 – Karl Tryggvason

Það er árslistatíð.  Hægt að tjekka á listum frá Resident Advisor, Fact og Boomkat og rifja upp það helsta á árinu sem senn er að líða. Íslenskir miðlar og þættir taka svo eflaust á sömu efnum í janúar. Hér að neðan eru þau lög og breiðskífur sem mér fannst bera af á árinu, áskil mér rétt til þess að breyta og bæta ef maður er að gleyma einhverju rosalegu.

Lög:
1. Addison Groove – Footcrab (Swamp 81)
Það ferskasta, nýjasta og skemmtilegasta sem maður heyrði á árinu. Headhunter skeytti saman dubstep og juke hugmyndum í þessu smitandi lagi sem að gerði allt vitlaust á dansgólfum um víða veröld. Killer lag.

2. Ramadanman – Work Them (Swamp 81)
Ramadanman átti mjög gott ár, sendi frá sér einstakt og gott stuff undir Ramadanman og Pearson Sound nöfnunum og gerði góða hluti í plötusnúðasettum. „Work Them“ er eitt af mörgum rosalegum lögum frá kauða.

3. Deadboy – If U Want (Numbers)
Ákveðin nostalgía í þessu old skool housaða lagi frá Deadboy, glettilega vel gert.

4. DJ Rashad – Itz Not Rite (Planet Mu)
Árið 2010 var árið sem juke tónlistin rataði út fyrir Chicago borg og Rashad er einn sá besti í þeim geira.

5. James Blake – Limit to your Love (Atlas)
James Blake lét til sín kveða á árinu, „Limit to your Love“ er cover lag sem tekur upprunalegu útgáfunni fram að öllu leyti. Blake er líklegur til verulegra vinsælda á árinu 2011.

6. Girl Unit – IRL (Night Slugs)
Night Slugs áttu rosalegt ár og störtuðu útgáfu sinni með prýði. Girl Unit kom þar mikið við sögum með killer tónsmíðum, house, grime/dubstep og rnb/hip hop bræðingur. 

7. Calibre – Steptoe (Signature)
Calibre átti gott ár, hér skeytir hann dubstep áhrifum við drum & bass halfstep fíling með nýjum og ferskum hætti.

8. Gil Scott-Heron – Where did the night go? (XL)
Gil Scott-Heron sneri aftur eftir langa pásu, hefur ekki miklu gleymt að því er virðist. „Where did the night go?“ er mitt uppáhald af breiðskífunni.

9. Joe – Claptrap (Hessle)
Hin dularfulli Joe með einfaldan partýslagara sem ber nafn með rentu.

10. Jam City – Ecstasy Refix (Night Slugs)
Jam City tekur 80s boogie funkara í gegn og býr til bassa anthem fyrir árið 2010. 

11. DVA – Natty (Hyperdub)
12. Martyn – Is This Insanity (Ben Klock Remix) (3024)
13. Lenzman – Open Page feat. Riya (Metalheadz)
14. Roska – Squark (Rinse)
15. James Blake – CMYK (R&S)
16. Moody – It’s 2 late 4 U and Me (KDJ)
17. Caribou – Odessa (City Slang)
18. Aloe Blacc – I Need a Dollar (Stones Throw)
19. Gremino – Shining (Car Crash Set)
20. The Bug – Skeng (Autechre Remix) (Ninja Tune)

21. Loefah – Just a beat (MP3 Give Away)
22. Mizz Beats – My World (Deep Medi)
23. Joker – Digidesign (Om Unit Remix) (White)
24. Hypno – Go Shorty (Ramp)
25. Breakage – Over feat. Zarif (Digital Soundboy)

Breiðskífur:
1. Actress – Splazsh (Honest Jon’s)
2. Mount Kimbie – Crooks & Lovers (Hotflush)
3. Digital Mystikz – Return 2 Space (DMZ)
4. Caribou – Swim (City Slang)
5. Breakage – Foundation (Digital Soundboy)
6. Shed – The Traveller (Ostgut Ton)
7. Virgo – Virgo (Rush Hour)
8. Flying Lotus – Cosmogramma (Warp)
9. Toro Y Moi – Causers of this (Carpark)
10. Calibre – Even If (Signature)

Útgáfur:
1. Swamp 81
2. Night Slugs
3. DMZ
4. Ostgut Ton
5. Hotflush
6. Hyperdub
7. Planet Mu
8. Nonplus
9. Metalheadz
10. Rush Hour

Karl Tryggvason | karltryggvason.com