Greinasafn fyrir merki: Ame

Tvær skemmtilegar umræður

innervisions

Á vefsíðu Innervisions er að finna spjallborð sem innheldur of skemmtilega pósta. Mér datt í hug að benda á tvo pósta til þess að skapa smá umræðu. En umræðurnar á spjallinu er líka skemmtileg lesning og gaman að sjá hvernig Dixon, Frank(Ame) og Kristian(Ame) taka þátt og hver skoðunn þeirra er, á þessum málum.

Fyrri umræðan fjallar um hið klassíska mál mp3 vs. vinyl, en það koma fram ýmis skemmtilega sjónarhorn, sem ég hafði ekki pælt mikið í áður. Umræðuna má nálgast hér.

Seinni umræðan er að vísu svolítið gömul en á að engu síður vð í dag. En eftir að Ame sló í gegn með laginu Rej myndaðist einskonar deep house æði og hvert rej wannabe lagið kom út á fætur öðru. Ég vil meina að þetta æði eigi ennþá stað í dag, eða allavega virðist koma svo mikið út af deep house sem er svo ófjölbreytt að maður er hættur að þekkja lögin í sundur. Umræðuna má nálgast hér.

Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þessi mál.