Greinasafn fyrir merki: AnDre

Syrpusyrpa

Mikið af spennandi mixum á netinu þessa dagana datt í hug að benda á nokkur þeirra.


fknhndsm – Park  Street Brooklyn

Dúoið fknhndsm deildi helling  af mixum á Soundcloud  nú á dögunum.  Ég hef ekki komist yfir öll mixin aðeins Park Street Brooklyn og Ginger Man 3. Þau mix eru þó algjör eðall. Sleazy hús og sexy diskó eða öfugt.

fknhndsm – Gingerman 3

Í síðustu viku bætti Kalli ,sem oft er kenndur við Breakbeat.is, mixi við podcastið sitt. Kalli kemur víða við í mixinu spilar allt  frá Liquid Liquid til  James Blake, enda ber það nafnið  Misc  mix. Hægt er að nálgast mixið hér.

Húsboltinn Ingvi greip tækifærið þegar hann komst í plötuspilarana sína um jólinn og gerði þetta eðal húsmix. Mixið ber nafnið Time Unlimited og fær það mig til sakna Groovebox kvöldanna.

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson betur þekktu sem  Bjössi Biogen féll frá fyrr í mánuðinum. Biogen hafði spilað stóran þátt í íslensku raftónlistarsenunni um árabil. Auk afkastamikils sóloferils var Bjössi  hluti af hinni goðsagnakenndu Ajax og stóð fyrir mörgum spennandi raftónlistar tengdum virðburðum meðal annars Weirdcore kvöldunum.

Dj AnDre gerði þetta mix til heiðurs minningu Biogen og á morgun verður stendur Extreme Chillout fyrir sérstöku Biogen tribute kvöldi á Kaffibarnum.  Fram koma margir af fínustu raftónlistarmönnum Íslands og hvetur Dansidans fólk til að mæta. Hvíl í friði Biogen.

SyrpuSyrpa #19

Eins og venjulega er hellingur af skemmtilegum plötusnúðum að deila mixum á netinu og ætla ég að benda á nokkur mix sem ég hef verið að hlusta á.

Andri Már betur þekktur sem AnDre , hefur undanfarnar vikur verið að moka inn gæða mixum á Soundcloud síðuna sína. Mixin hans er fjölbreytt og skemmtileg allt frá hip hoppi í  minimal teknó. Þá mæli ég með mixinu Summer Nights því það groovar vel, sérstaklega í því veðri sem hefur verið undanfarið. Mixin getið fundið hér.

bypass

Plötusnúða tvíeykið Bypass hefur verið að gera það gott þrátt fyrir ungan aldur, strákarnir gerðu maí mix um daginn og sem inniheldur og Track 1 með Kerry Chandler. Hér má finna þetta skemmtilega mix og einnig er vert að tékka á myspace-inu hjá þeim félögum, því þeir luma á fleiri skemmtilegum mixum.

Að lokum vil ég svo ráðleggja fólki að gerast áskrifendur af hlaðvarpinu okkar því við eigum von á mixum frá alveg frábærum plötusnúðum á næstunni.