Greinasafn fyrir merki: appleblim

Syrpu Syrpa #12

Kode9 & SpaceApe

Kode9 kom í heimsókn til Benji B á BBC 1Xtra og var þar með Hyperdub showcase. Hyperdub er útgáfan hans Kode9 og hefur vægast sagt átt frábæra spretti síðustu misseri, í þessu mixi er dót frá helstu listamönnum útgáfunar og þar á meðal er nýtt Burial stuff!!!

.

Cassy

Save the Cannibals er nýtt klúbbakvöld í New York borg sem lítur spennó út. Þeir eru allavega með skemmtilegt podcast, mixið frá Cassy er algert æði, old skool Chicago og Detroit fílingur.

Svo er það íslenskt, Magnús Felix sem er einn umsjónarmanna Dansidans og bendlar sig stundum við vonda kalla úr Star Wars setti tvö mix á netið nýlega, „Groovandi Magnús“ og „Pumpandi Magnús“, skemmtilegar nafngiftir og skemmtileg mix!

.

Marcus Intalex

Marcus Intalex er með þátt á netútvarpsstöðinni Red Bull Music Academy Radio. Um daginn var 13 Soul:ution Radio þættinum í röðinni smellt á veraldar vefinn  hér má finna lagalista og mp3. Meðal annars er þarna að finna viðtal við Íslandsvinin Lynx og félaga hans Kemo sem eru að gefa út flotta og spes breiðskífu, The Raw Truth, á Soul:R á næstunni. Vel þess virði að skoða sig um á RBMA Radio síðunni, fjölbreytir og skemmtilegir tónlistarmenn sem eru með þætti þar.

Að lokum er það nánast skylda að linka á Rinse þættina hans Appleblim. Hér má svo finna skemmtilegt viðtal við kauða.

Syrpu Syrpa #1

Í liðnum „syrpu syrpa“ ætlum við að benda á skemmtileg dj mix sem hafa orðið á vegi okkar á veraldarvefnum síðustu daga. Það er alltaf nóg af skemmtilegum syrpum til þess að hlusta á, satt best að segja er erfitt að komast yfir þetta allt saman en hér er fyrsti skammtur.

Metro Area

Írsku töffararnir hjá Bodytonic eru með tvö skemmtileg mix í podcastinu sínu, alvöru Berlínar techno frá Marcell Dettman og æðislegt diskó grúv hjá Metro Area. Ef þið fílið fyrra mixið er óhætt að mæla með Berghain mix disknum sem Dettmann setti saman fyrr í ár en ef þið dönsuðuð diskó við Metro Area er óhætt að mæla með Fabric disknum þeirra sem var að koma í verslanir.

Snobbararnir og elítistarnir hjá Infinite State Machine settu inn mix frá Chicago búanum m50, kann ekki nánari deili á þeim peyja en góðan smekk hefur hann. Syrpan inniheldur lög frá ekki ómerkari mönnum en Model 500, Theo Parrish og Moodymann. Ekki er svo verra að þarna er einnig laumað inn gömlum smelli frá Exos, áfram Ísland! Tjekkið á þessari syrpu, sem hefur hlotið nafnið „Trying to Stay Hopeful“, hér.

Appleblim

Síðast en alls ekki síst er sett af pirate stöðinni Rinse FM frá Appleblim. Síðasta Rinse FM settið hans var valið mix ársins af FACT magazine, RA podcastið hans í sumar var frábært og Dubstep All Stars diskurinn hans er einn sá besti í seríunni. Einn merkilegasti pródúserinn, plötusnúðurinn og label eigandinn í dubstep senunni með sett sem nær yfir hardcore, dnb, techno og klassíska tónlist. Ekki missa af þessu