Greinasafn fyrir merki: Asli

Reyk Veek nýtt íslenskt label

Reykveek

Þótt mikil gróska hafi verið í Íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og upp hafi sprottið þó nokkur útgáfufyrirtæki hefur ekkert þeirra sérhæft sig í raf- eða danstónlist. Á því verður þó breyting á næstunni en nokkrir íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn hafa tekið sig saman og sett á laggirnar útgáfuna Reyk Veek sem mun feta í fótspór labela á borð við  Thule og Pineapple og gefa út íslenska danstónlist. Við hjá DansiDans fílum þetta framtak og ákvaðum að taka smá viðtal við strákana.

1. Hvað er Reyk-Veek?
REYK VEEK er samrýmdur hópur skipaður íslenskum neðanjarðar technolistamönnum. Lengi hefur vantað almennilega útgáfu fyrir íslenskt neðanjarðar techno.

2. Hverjir standa bakvið Reyk-Veek
Karíus & Baktus
, Oculus, Asli, Orang Volante, Siggi Kalli og Fúsi Axfjörð

3. Ætliði gefa út eigið efni á labelinu?
Það er planið. Við erum allir búnir að semja mjög mikið efni og það er kominn tími til að fólk fái að heyra 😉

4. Ætliði einungis gefa út íslenska listamenn?
Til að byrja með já en hver veit hvernig þetta gæti þróast.

5.Verður það vinyl,mp3 eða bæði?
Við urðum allir ástfangnir af vínyl á einhverju tímabili svo við getum ekki annað en gefið út á vínyl og svo verðum við út um allt netið líka.

6. Hver er hugmyndin bakvið nafnið?
Reyk Veek er fyrsta útgáfan fyrir neðanjarðar techno á Íslandi (innskot ritstjóra: það má nú deila um það) og auðvitað elskum við allir Reykjavík en nafnið virkar líka vel á erlendri grundu þar sem við gefum út undir nafninu VEEK.

7. Mun Reyk Veek reyna að standa fyrir atburðum, með erlendum listamönnum?
Í augnablikinu erum við að einbeita okkur af því að kynna íslenska techno tónlist en hugmyndin um að flytja inn einhvern töffara er freistandi og mun sjálfsagt gerast með tímanum.

8.Eitthvað plögg að lokum?
Fyrsta Reyk Veek kvöldið verður haldið á Nasa 30.maí. Fyrstu 300 gestirnir fá fyrstu skífa Reyk Veek (VEEK 001) sem er safndiskur með frumsömdu efni frá Reyk Veek gefins. Þar koma fram flestir meðlimir Reyk Veek með hljóðræna og sjónræna upplifun svo ekki láta þig vanta. Kvöldið byrjar á miðnætti og heldur áfram inn í nóttina. Leitið að okkur á facebook til að fá frekari upplýsingar.

pís

RV
———–

Helgin – 12.-15. mars

Fyrir fólk sem fílar raftónlist og dansiböll er sitt lítið af hverju í boði um helgina.

Í kvöld er Weirdcore á Kultura, fram koma Klive, Skurken og Sykur auk þess sem Dj Vector mun snúa skífum. Við hjá DansiDans fílum Weirdcore, þar ræður metnaður ríkjum en hjartað er á réttum stað, útkoman er fjölbreytt og skemmtileg line up og svo kostar ekki krónu inn. Allir að mæta!

Um helgina virðist Jacobsen vera teh pleis tú bí. Á föstudaginn taka Karíus & Baktus og Yamaho völdin á efri hæðinni en Asli og Siggi Kalli taka kjallara session. Sexy Lazer og Hunk of a Man taka svo á móti gestum á laugardagskvöldi. Dansidans!

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)

Helgin 28.-30. Nóvember

Reynt verður að mæla með atburðum hverja helgi, það er að segja ef við finnum eitthvað til að mæla með.

Jack Schidt spilar ásamt hinni þýsku Factory Girl á Kaffi Cultura annað kvöld.

nautshaus_unnin2

Gullkálfurinn Jack Schidt

Eins og flestir (ættu að) vita er Jack Schidt annað nafn yfir Margeir sem er einn af elstu og virtustu plötusnúðum landsins. Factory Girl veit ég svosem ekkert um, annað en það að hún er hjá sama booking agency og Margeir og Steed Lord. Því má örugglega búast við þrusukvöldi á Kultura sem virðist vera breyta um stefnu og verða einn af skemmtilegri skemmtistöðum borgarinnar.

Einnig mæli ég með að fólki hlusti á Party Zone á laugardagskvöldið. Gestasnúður þáttarins er enginn annar en Asli sem er búinn að lofa því að spila ,,neðanjarðar diskó perlur“, sem er góð tilbreyting frá ,,helvítis technoinu“.