Næsta laugardag kynnir Party Zone árslistan sinn fyrir árið 2008. Vegna valkvíða og skorts á tíma hef ég ákveðið að velja aðeins topp 15, ég ætla að birta hann hér ásamt stuttum umfjöllunum um hvert lag.
15.Fabrice Lig – Evolutionism
14.Hugo(Italy) – The Sloop
13.Audiofly X,Amelie – Move
12.Moodyman – Freaky MF
11.Mixworks – Berlin Dub
10.Soundstream – Dance with me
2008 var eiginlega svona comeback ár fyrir diskóið. Fleirri og fleirri diskó mix urðu til og hljómsveitir eins og Hercules and Love Affair komu fram á sjónarsviðið. Lagið Dance with me er diskólag sem Soundstream hefur tekið og pumpað það aðeins upp, hörkulag mæli með því
9.Sebo K – Diva
Þetta lag kom út í haust og gerði allt vitlaust. Er ennþá á topp 50 listanum hjá Resident Advisor sem er birtur mánaðarlega. Hrokinn í mér fyrir ,,the hype“ hafði þau áhrif að það tók mig mjög langan tíma að byrja að fíla það.Heyrði það fyrst í mixi frá Motorcitysoul og fílaði það ekki, síðan í mixi frá Margeiri og var enn á sömu skoðun, það ver ekki fyrr en í mixi frá Jónfrí að ég loksins náði því hvað þetta var gott lag.
8.Stimming – Una Pena
Stimming ásamt félaga sínum Solomun átti besta lag ársins 2007 að mínu mati. Árið 2008 var gott ár fyrir Stimming þar sem hann mokaðu út góðum lögum. Besta lagið hans að mínu mati er Una Pena sem hluti af þessu ,,höfum spænska vocala í lögunum okkar“ trendi sem virtist endast í svona viku.
7.Loco Dice – Pimp Jackson is talking now!
Loco Dice gaf ú plötun 7 Dunham Place á árinu sem er hin fínasta. Á henni er meðal annars lagið Pimp Jackson is talkin now! Pumpandi bassi og semi ghetto fílingur í þessu. Lagið er án efa eitt af fyndnari lögum ársins þar sem Pimp Jackson er hellaður á því, örugglega geðveikt að hanga með honum.
6.Ricardo Villalobos – Enfants
Langt, steikt og geðveikt, þessi orð eiga við um flest allt sem Ricardo gerir þessa dagana. Sé rosalega eftir því að hafa gefið mitt eintak frá mér.
5.Christian Burkhardt – Phay Boom
Heyrði þetta fyrst í mixi frá Sascha Dive, fílaði það og leitaði að því í 3 mánuði. Síðan komst ég að því að þetta hafði ekki verið gefið út. Stend sjálfan mig stundum að því að vera að syngja með, sem er mjög skrítið. Það er samt bara svo gaman að gera fay og svo búm, fey fey fey og búm.
4.Tim Green – Revox Justin Martin Remix
Stærsta útgáfa ársins hjá hinum unga og efnilega Tim Green eða TG. Rosalega týpiskt Dirtybird lag. Fyndin og dansvæn laglína yfir góðum trommum, hvað þarf meira til? Fílaði ekki orignalinn nógu vel, Richtie Hawtin gerði það en hann fílaði líka þessa hugmynd svo hann er ekki marktækur.
3.Audion -Billy says go
Matthew Dear a.k.a Audion býr til ótrúlegar bassatrommur.
2.Dj Koze – I want to sleep
Það er í lagi að hafa sömu loopuna í gangi í 10 min ef hún er nógu góð. Hefur einhver heyrt/spilað þetta á íslensku dansgólfi. Mæli með að fólk skoði myspacið hans Koze.
1.Johnny D -Orbitallife
Ekki hægt að hlusta á þetta lag og finnast maður vera ósmart. Jafnvel þó maður sé í engu nema sokkum og hvítum bol. Þessi vocall (sem minnir mig skugglega á BÓ) er bara of smart. Ég dansaði við þetta í allt sumar og dansa enn þegar ég heyri það.
Endilega póstið listunum ykkar og spám í athugasemdadálkinn.
-Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com