Greinasafn fyrir merki: Beatport

Beatportal – Weekend Weapons

Á tónlistarbloggsíðunni Beatportal sem er blogsíða tengd Beatport má finna samansafn af greinum sem bera nafnið Weekend weapons. Í þessum greinum er tekið viðtal við hina ýmsu plötusnúða um  lög sem eru í uppáhaldi hjá þeim og boðið upp á sýnishorn af lögunum.

Nú reyni ég yfirleitt að  finna tónlist sjálfur en ekki bara spila það  sem stóru snúðarnir spila, en þessar greinar geta þó verið skemmtileg lesning. Það getur verið gaman að sjá hvort þeir séu að fíla eitthvað svipað og maður sjálfur og ef svo er afhverju þeir fila það eða hvort þeir hafi einhverjar skemmtilegar sögur bakvið lögin. Viðtalið við Dinky þykir mér mjög skemmtilegt og mæli með því.

Lista yfir viðtölin má sjá hér.

Thule komið á Beatport

Lög  hinnar goðsagnakenndu, íslensku útgáfu Thule records er kominn á stafrænt form og er til sölu á Beatport. Á sínum tíma (og umdeilanlega ennþá) var Thule fánaberi íslenskar danstónlistar og gaf út listamenn eins og Exoz, Ozy, Thor(eigandi thule),Sanasol og Octal.  Útgáfur Thule þykja dub-kenndar og minimal og hefur útgáfan notið mikillar virðingar bæði erlendir og hérna heima, t.d. fór Michael Mayer eigandi Kompakt ,fögrum orðum um Thule þegar hann spilað á Airwaves 2008.

thule

Thule var að vísu uppi aðeins áður en ég öðlaðist vit, en það sem ég hef heyrt þykir mér geðveikt og ég mæli með að fólk þekkir ekki mikið til Thule skoði þetta nánar. Útgáfur Thule á Beatport má skoða hér

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com

Plötudómur: The Mountain People – Mountain 006 ***


The Mountain People
Mountain 006
MOUNTAIN 006
Mountain People
Deep House / Minimal
3/5

Félagarnir Serafín og Rozzo sem báðir eru þungavigtarmenn í housinu mynda duoið Mountain People. Í  fyrra gáfu þeir út tvær 12″  undir þessu nafni, báðar þessar 12″ rötuðu á topplistana hjá plötusnúðum víðsvegar um heiminn, meðal annars hjá hinum þýsku Ame og tecno konunginum Ricardo Villalobos.

Á Mountain 006 er að finna tvö lög sem heita þeim frumlegu nöfnum Mountain 006.1 og Mountain 006.2(ef platan er keypt á beatport er einnig að finna auka lag). Bæði lögin minna mikið á fyrri lög dúosins, mikið percussion og mikill tech house fílingur.  Þó að lögin séu bæði mjög groovy, þá eru þau keimlík og frekar . Hér legg ég þó áherslu á groovy, þá sérstaklega Mountain 006.2.

Ég efast ekki um að bæði lögin verði spiluð í gríð og erg næsta mánuðinn, enda vel produceruð lög og Mountain People orðnir vel þekktir í bransanum . Eftirminnilega verða þau þó örugglega ekki þar sem þau eru of lík flestu öðru sem er að gera í deep housinu í dag.

Tóndæmi:
The Mountain People – Mountain 006.1
The Mountain People – Mountain 006.2

Kaupa
plötu: Juno | Phonica
mp3: Beatport