Greinasafn fyrir merki: Beatportal

Beatportal – Weekend Weapons

Á tónlistarbloggsíðunni Beatportal sem er blogsíða tengd Beatport má finna samansafn af greinum sem bera nafnið Weekend weapons. Í þessum greinum er tekið viðtal við hina ýmsu plötusnúða um  lög sem eru í uppáhaldi hjá þeim og boðið upp á sýnishorn af lögunum.

Nú reyni ég yfirleitt að  finna tónlist sjálfur en ekki bara spila það  sem stóru snúðarnir spila, en þessar greinar geta þó verið skemmtileg lesning. Það getur verið gaman að sjá hvort þeir séu að fíla eitthvað svipað og maður sjálfur og ef svo er afhverju þeir fila það eða hvort þeir hafi einhverjar skemmtilegar sögur bakvið lögin. Viðtalið við Dinky þykir mér mjög skemmtilegt og mæli með því.

Lista yfir viðtölin má sjá hér.

Ársuppgjör

Árslistabrjálæðið farið í fullan gang. Resident Advisor eru búnir að birta alla sína lista fyrir utan lagalistan sem kemur eflaust inn á næstu dögum. Kom svo sem ekki mikið á óvart hjá þeim þetta árið en Berghain/Ostgut Ton crewið er ótvíræður sigurvegari.

Berghain

Þeir vinna label ársins og eru með breiðskífu ársins (Shed – Shedding the Past) auk þess sem Prosumer & Murat Tepeli breiðskífan var í 11. sæti. Þá ratar Marcel Dettmann í 11. sæti í dj kosningunni sennilega að mestu leiti útaf Berghain mixdisknum sem hann setti saman en sá var kosin besta safnskífan. Fyrr í ár var svo Berghain/PanoramaBar kosinn besti klúbbur í heimi. Þessir Berlínarbúar eru að uppskera vel og næsta ár fer vel af stað með Ben Klock breiðskífu í jan/feb.

Ricardo Villalobos er besti plötusnúðurinn í heiminum skv. notendum Resident Advisor. Kom engum á óvart en fannst eiginlega skrítið að það væri ekki meiri vídd í listanum miðað við allan þann fjölda sem kaus.

Beatportal fá valinkunna listamenn úr hverjum geira til þess að gera upp árið og eru svo með sína eigin lista líka. Bæði breiðskífu og smáskífulistinn þeirra fara eiginlega bara undir house & techno, ekkert dubstep? dnb? trance?

Þá eru Fact með öllu víðari lista, breiðskífu- og lagalista og svo eru Little White Earbuds með óhefðbundnari lista í gangi, gaman að renna yfir þá.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook