Síðsumarshelgi með öllu tilheyrandi í uppsiglingu. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið er úr ýmsu að velja.
Fimmtudagurinn 13. ágúst
Coxbutter piltarnir eru með kvöld á Jacobsen á fimmtudaginn, flott line up: Forgotten Lores, Mighty Jukebox, Steve Sampling og DJ Kocoon bjóða upp á hip hop af ýmsu tagi. Rétt að benda einnig á Coxbutter síðuna þar sem má nálgast fínasta stuff á mp3 formi endurgjaldslaust.
Föstudagurinn 14. ágúst
Breakbeat.is með svokallaðan All Nighter á Jacobsen, næturlangt tjútt á báðum hæðum. Á efri hæðinni ráða léttari tónar ríkjum, töffarabandið The Zuckakis Mondeyano Project verða með hljómleika auk þess sem Ewok og Leópold snúa skífum í house og groove fíling. Í kjallaranum verða svo bumbur, bassar og brotnir taktar frá fastasnúðum Breakbeat.is og vel völdum gestum.
Laugardagurinn 15. ágúst
Laugardaginn má taka með öðruvísi sniði ef menn svo lystir, hlusta á plötusnúða í Bláa Lóninu eða á hljómsveitir út á Snæfellsnesi. Margeir heldur útgáfupartý fyrir nýjan Bláa Lóns mixdisk í Bláa Lóninu, þeir sem hafa farið á Airwaves partýin þar þekkja fílingin sem getur myndast á “tjútti” í lóninu, töff pæling.
Önnur töff pæling eru svo tónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi en feðgarnir í Stereo Hypnosis ætla þar að fagna útgáfu nýrrar skífu sem hefur hlotið nafnið Hypnogogia, þeim til trausts og halds verða svo Project 8, Snorri Ásmundsson og AnDre.
Fyrir miðbæjarrrottur er hins vegar líka gott geim í bænum, fknhndsm dúóið tekur á móti New York búanum Love Fingers á Kaffibarnum. Deladiskófílingur og dólgagrúv af bestu gerð.
Sjáumst á dansgólfinu!