Greinasafn fyrir merki: Breakbeat.is

Helgin 13.-16. ágúst 2009

Síðsumarshelgi með öllu tilheyrandi í uppsiglingu. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið er úr ýmsu að velja.

Fimmtudagurinn 13. ágúst

Coxbutter piltarnir eru með kvöld á Jacobsen á fimmtudaginn, flott line up: Forgotten Lores, Mighty Jukebox, Steve Sampling og DJ Kocoon bjóða upp á hip hop af ýmsu tagi.  Rétt að benda einnig á Coxbutter síðuna þar sem má nálgast fínasta stuff á mp3 formi endurgjaldslaust.

Föstudagurinn 14. ágúst

Breakbeat.is með svokallaðan All Nighter á Jacobsen, næturlangt tjútt á báðum hæðum. Á efri hæðinni ráða léttari tónar ríkjum, töffarabandið The Zuckakis Mondeyano Project verða með hljómleika auk þess sem Ewok og Leópold snúa skífum í house og groove fíling. Í kjallaranum verða svo bumbur, bassar og brotnir taktar frá fastasnúðum Breakbeat.is og vel völdum gestum.

Laugardagurinn 15. ágúst
Laugardaginn má taka með öðruvísi sniði ef menn svo lystir, hlusta á plötusnúða í Bláa Lóninu eða á hljómsveitir út á Snæfellsnesi. Margeir heldur útgáfupartý fyrir nýjan Bláa Lóns mixdisk í Bláa Lóninu, þeir sem hafa farið á Airwaves partýin þar þekkja fílingin sem getur myndast á “tjútti” í lóninu, töff pæling.


Önnur töff pæling eru svo tónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi en feðgarnir í Stereo Hypnosis ætla þar að fagna útgáfu nýrrar skífu sem hefur hlotið nafnið Hypnogogia, þeim til trausts og halds verða svo Project 8, Snorri Ásmundsson og AnDre.


Fyrir miðbæjarrrottur er hins vegar líka gott geim í bænum, fknhndsm dúóið tekur á móti New York búanum Love Fingers á Kaffibarnum. Deladiskófílingur og dólgagrúv af bestu gerð.

Sjáumst á dansgólfinu!

Helgin 29. maí – 31. maí

Hellingur um að vera þessa helgi enda Hvítasunnuhelgi. Í kvöld verður hinn þýski Fritz Windish í Jacobsen kjallaranum ásamt Jack Schidt og á Kaffibarnum er svo live act frá hljómsveitinni Sykri og dj sett frá Alfons X.

.

Annað kvöld munu þeir Frímann og Arnar halda upp á 10 ára afmæli Hugarástands kvöldanna á Jacobsen. Fjörið hefst klukkan 10 með Dj setti frá BenSol, svo taka þeir Hugarástandstrákar við og spila frameftir nóttu. Eins og fram kom í færslunni hér á undan verða þeir félagar í Reyk Veek með kvöld á Nasa þar sem fram koma Asli, Orang Volante, Oculus, Karíus & Baktus og Siggi Kalli.

.

breakbeat

Á sunnudaginn verður síðan Breakbeat.is all nighter á Jacobsen. Breakbeat.is kvöldin hafa heldur betur slegið í gegn undanfarna mánuði og má því búast við hörkufjöri á á sunnudaginn. Oldskúl hetjan Agzilla verður bakvið spilarana ásamt Breakbeat.is fastasnúðnum Kalla sem er nýkominn heim frá Hollandi eftir ársdvöl með fulla tösku af plötum. Tilefni kvöldsins er opnun nýrrar vefsíðu Breakbeat.is

Djammrýni – Breakbeat.is:Fastakvöld @ Jacobsen 05.03.09

Það fór misjafnlega í fólk að Breakbeat.is hafi flutt sig yfir á Jacobsen. Margir vildu meina að staðurinn væri of stór til þess að almennileg stemning gæti myndast á þessum kvöldum, á meðan aðrir sögðu að staðurinn væri kjörinn fyrir kvöldin, þar sem hann hefur gott kerfi og stórt dansgólf.

Ég mætti um ellefuleytið á Jacobsen og þá var enginn á dansgólfinu, en staðurinn nokkuð þétt setinn. Tmus var búinn að spila og Anton var á bakvið spilarana. Anton spilaði DnB til að byrja en með smá svona dubstep keim inná milli.

n23470171266_1645225_1057017

Smám saman fór umferðin á dansgólfinu að aukast og þegar Ewok tók við  um tólf-leytið var gólfið orðið fullt. Ewok spilaði 50/50 dubstep/DnB sem fólk virtist taka vel í. Eins og í öll  dubstep sett a vegum Breakbeat.is innihélt settið hans: Spongebob, Night og Anti War dub, spurning hvenær verður hægt að sleppa þessum lögum? En settið var þrátt fyrir það mjög skemmtilegt og Gunni sannfærði mig enn einu sinni að hann er einn af mínum uppáhalds snúðum.

Klukkan 1 var stemningin svo góð að eigendur Jacobsen leyfðu partýinu að rúlla. Veit ekki endilega hvort að þetta hafi verið jákvætt fyrir mig þar sem þetta þýddi að ég gat haldið áfram að drekka sem jók líkurnar á því að hrokaMagnús myndi mæta, en partýið hélt engu að  síður áfram til klukkan að verða 2.

Gaman var að sjá hve mikið crowdið hefur breyst, mikið af ungum krökkum (en ekki  of ungum) steppuðu dub og er líkegt að ákveðinn kynslóðaskipti séu  að eiga sér stað í danstónlistarsenunni á Íslandi, sem er nátturulega frábært.

Jacobsen staðurinn er frábær, einfaldlega lang mest töff staðurinn í Reykjavík í dag. Vonandi nær hann að festa sér sess í íslensku skemmtanalífi. Þessi hornrúms pæling á neðri hæðinni massívt sniðug.

Á  heildina litið var þetta frábært kvöld og gott að sjá að breakbeatmenn eru back in the game, ég vona að komandi kvöld verði jafn góð og þessi.

Magnús Felix //magnusfelix@gmail.com

Helgin 4.-7. Desember

200811141616330

Tilvalið er að byrja helgina á með því að mæta á Breakbeat.is-kvöld á 22 í kvöld. Þar mun fastasnúðurinn Ewok koma fram ásamt Bjögga Nightshock sem hefur verið tíður gestasnúður hjá Breakbeat.is undanfarinn misseri, en plötusnúðurinn Árni mun hefja kvöldið á léttum breakbeat tónum.


Addi Intro
ætlar að fagna útgáfu nýrrar plötu, Tivoli Chillout, á Prikinu á föstudaginn. Verður eflaust gott partý, enda Addi smekkmaður mikill og að gera mjög skemmtilegt stöff þessa dagana.

Á laugardaginn eru PZ með Dansa Meira kvöld á Hverfisbarnum af öllum stöðum. Már & Nielsen og Tommi White með house partý, ætla víst líka að gefa eintök af dansa meira disknum.

Breakbeat.is snúðurinn Kalli (sem einnig er einn umsjónarmanna þessarar síðu) fer svo einhvern vegin að því að spila í Party Zone um helgina þó hann sé staddur í Hollandi. Hann mun að öllum líkindum þó skilja breakbeatið eftir heima í Hollandi og taka house/techno sett í þættinum, en eins og áskrifendur podcastsins hans ættu að vita, þá hefur hann verið að daðra við 4/4 danstónlistina undanfarið. Því má örugglega búast við skemmtilegu og fjölbreyttu setti frá honum næstkomandi laugardag.

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)