Greinasafn fyrir merki: Bypass

SyrpuSyrpa #22

MCDEMotor City Drum Ensemble er einn af mínum uppáhalds próducerum þessa dagana, honum tekst að búa til deep house eins og allir aðrir eru að gera en samt einhvern veginn öðruvísi og ég mæli með að fólk tékki myspace-inu hjá kauða. Um daginn spilaði hann í New York á Sunday Best, settið hans þaðan má finna hér.

Íslandsvinurinn og „Stepnó“ kóngurinn Martyn gerði síðan mix fyrir síðuna Brainfeeder sem hefur fengið nafnið  „The Count’s Secret Planet“. Eins og búast má við er mixið  fjölbreytt og skemmtilegt eins og flest sem hann gerir. Í mixinu hoppar Martyn á milli hip hops og dubsteps og minnir mig semi á Essential mixið hjá Flying Lotus sem er án efa eitt af betri mixum síðari ára. Mixið má finna hér.

Síðustu viku setti plötusnúðatvíeikið Bypass svo nýtt mix á Soundcloudið sitt. Mixið er skemmtilega fjölbreytt fer frá Electro-i í Deep house og indi stöff. Skemmtilegt mix sem ég mæli með.

SyrpuSyrpa #19

Eins og venjulega er hellingur af skemmtilegum plötusnúðum að deila mixum á netinu og ætla ég að benda á nokkur mix sem ég hef verið að hlusta á.

Andri Már betur þekktur sem AnDre , hefur undanfarnar vikur verið að moka inn gæða mixum á Soundcloud síðuna sína. Mixin hans er fjölbreytt og skemmtileg allt frá hip hoppi í  minimal teknó. Þá mæli ég með mixinu Summer Nights því það groovar vel, sérstaklega í því veðri sem hefur verið undanfarið. Mixin getið fundið hér.

bypass

Plötusnúða tvíeykið Bypass hefur verið að gera það gott þrátt fyrir ungan aldur, strákarnir gerðu maí mix um daginn og sem inniheldur og Track 1 með Kerry Chandler. Hér má finna þetta skemmtilega mix og einnig er vert að tékka á myspace-inu hjá þeim félögum, því þeir luma á fleiri skemmtilegum mixum.

Að lokum vil ég svo ráðleggja fólki að gerast áskrifendur af hlaðvarpinu okkar því við eigum von á mixum frá alveg frábærum plötusnúðum á næstunni.