Greinasafn fyrir merki: Carl Craig

Föstudagsflagarinn – C2C4 Specimen 4

Föstudagsflagarinn að þessu sinn er re-edit af Hit & Run með Loleatta Holloway. Lagið er re-editað af C2C4 sem er betur þekktur sem Carl Craig. Hann gaf út tvær 12″ undir þessu nafni og eru öll lögin á 12″ re-edit og heita Specimen #

Specimen 4 er mitt uppáhalds af þessum lögum. Ég heyrði það fyrst í Resident Advisor mixi Íslandsvinarins Motor City Drum Ensemble, ef þú hefur ekki heyrt það mix, mæli ég með að þú tékkir á því. Hin kynþokkafulla rödd Lolettu Holloway heldur manni við efni á meðan groovið í bassanum fær mann til að gretta andlitið(elska þegar slíkt gerist).

Platan er frá 2004 og er því erfitt að finna hana í plötubúðum. Á discogs er hún frekar dýr, en í augnablikinu er ódýrasta eintakið á 21 evru.

Góða helgi
Magnús Felix

Syrpu Syrpa #10

Carl Craig

Nafni minn Carl Craig hefur verið lengi að, í ár eru 20 ár síðan fyrsta lagið hans rataði á vínyl. Hér má finna link á ástralska útvarpsþáttinn Stylin’ sem reyndi að gera ferli hans skil í Carl Craig sérþætti. Mikið af eldri klassíkerum sem hafa kannski gleymst soldið í öllu remix flóðinu sem hefur komið úr herbúðum Carl Craig undanfarin misseri. Annars er ég að fara að sjá hann spila í mars hér í Groningen, hlakka mikið til!

Mr. Scruff tók öll völd í Essential Mix þættinum um daginn, fjölbreytt tveggja tíma sett frá honum sem nálgast má hér.

Hér er svo skemmtilega spontaneus upptaka frá Casanova, Bensol, Diddiluv og Hendrik, ekki búinn að hlusta á allt en byrjar í góðu house-uðu grúvi.