Greinasafn fyrir merki: Chicago

Juke

Það var undir lok ársins 2009 sem ég heyrði fyrst um juke eða footwork tónlistarstefnuna. Þessi stefna er sprottin upp í Chicagoborg og er skilgetið afkvæmi ghetto house, ghettotech og house tónlistarinnar. Smám saman hefur hún þó vikið út fyrir hreinan og beinan 4/4 ramma forvera sinna og orðið ryþmískt séð spennandi og lifandi. Þá er minna um rap og vókala en í stað þess er vókal sömplum snúið fram og aftur með þar tilgerðum tækjum og tólum.  Juke/Footwork tónlistin hefur þróast í tvíhliðasambandi við samnefndan dansstíl, þar sem ungmenni úr borg vindanna takast á í dansböttlum sem ganga út á hraðar en nákvæmar fótahreyfingar.


EB & Keese VS AG & Litebulb

Tónlistin sjálf er hröð, 150+ bpm, og einkennist af mikilli trommuheilanotkun. 808 og 909 toms, snerlar og kúabjöllur hringsnúast umhverfis sömpl úr þekktum rnb og popplögum eða annari dægurmúsík eða takast á við einfaldar bleepy techno skotnar syntha línur. Oftar en ekki er tónlistin frekar hrá, lo-fi próduktion value og ekki reynt að fela einföld trick eins og pitchbreytingar.


DJ Rashad – Itz not Rite

Tónlistin hefur oftast fallið í grýttann jarðveg þegar ég hef sett þetta á fón fyrir íslensk dansgólf. Einstaka „head“ sem kinkar kolli og brosir en hinn almenni borgari bíður eftir að maður svissi aftur í dubstep eða drum & bass tóna enda hljómar footwork framandi, svona fyrst að minnsta kosti.

Þessi sena hefur þó þegar haft áhrif um víðan völl, eins og má heyra í nýlegum tónum Addison Groove, Ramadanman og Girl Unit. Á tónlistarnördaborðinu Dissensus hefur tónlistin verið krufinn í þaular. Þá hefur Íslandsvinurinn Mike Paradinas tekið tónlistina upp á sína arma, framundan á útgáfu hans Planet Mu eru skífur frá mönnum á borð við DJ Rashad, DJ Nate og DJ Roc. Þá er rétt að minnast á grein og syrpu sem Paradinas setti saman sem voru í raun kveikjan að færslu þessari, góð lesning enda Paradinas betur að sér en undirritaður.


DJ Nate – Hatas our motivation

Maður vonar að þessi sena fái að dafna í friði, verði ekki útþynnt og eyðilögð með of mikilli athygli og óvirðingu eins og aðrar staðbundnar míkrósenur fyrri ára. Baile Funk, Kuduro, Kwaito og Baltimore Club hafa allar verið illa leiknar af menningarlegum hrægömmum, maður verður að fara vel með tónlistina og sýna henni virðingu. Nýjir straumar og áhrifavaldar eru óumflýjanlegir en það er mikilvægt að setja sitt eigið twist á hlutina og koma með eitthvað nýtt sjálfur. Ekki hef ég nú mikla trú á að hér spretti upp mikil og heildstæð juke sena en tónlistin er fersk og framandi, stútfull af hugmyndum og skemmtilegt að lauma henni inn á meðal annara viðteknari tóna.

Fyrir þá sem vilja tjekka á juke/footwork er rétt að benda á Juke Tracks Online og Dance Mania útgáfurnar en sú síðarnefnda ætti að vera house unnendum kunn frá fyrri tíð. Einnig hafa þeir pródúserar sem ég hef sett mig í samband við verið hressir og jafnvel til í að selja mp3 fæla eða hooka upp mixum, ákveðinn menningarmunur gerir slík samskipti einnig að skondinni upplifun að öllu leyti.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

viðbót 13.08.2010
Bleep hefur sett saman í juke umfjöllun, greinar, listar og juke mp3 pakkar á spotprís, tjekk it!

Jútjúb Miksteip #8 – 80’s House

Grimmt og óforskammað plögg í gangi hér, en ég er ásamt Árna Kristjáns að standa að 80s danstónlistarkvöldi undir nafninu 198X á Kaffibarnum á fimmtudaginn kemur. Þar ætlum við að spila boogie, house, electro, techno og sitt lítið fleira frá níunda áratugnum. En svo sem löngu kominn tími á smá 80s house og hér er ætlunin að tína til þekkt og góð lög sem eru þó kannski ekki á allra vitorði.

.


Frankie Knuckles & Satoshie Tomiie – Tears
Frankie Knuckles er oft kallaður guðfaðir house tónlistar en nafn stefnunnar er sagt hafa komið frá Warehouse klúbbnum þar sem Knuckles var fastasnúður. „Tears“ var unnið með Satoshie Tomiie árið 1989 að ég held og í vókal útgáfunni sem við heyrum hér er það rödd house tónlistar, Robert Owens, sem að þenur raddböndin.

.


Plez – I Can’t Stop
Þekki ekki mikið til Plez en „I Can’t Stop“ er algert killer lag, var meðal annars að finna á Ame Fabric disknum sem kom út í fyrra enda hljómar þetta eins og þetta gæti verið að koma út í dag.
.


Mr. Fingers – Beyond the Clouds

Í hverri einustu upptalningu af klassískum house lögum má finna „Can You Feel It“ með Mr. Fingers, enda á maður það orðið í 15 mismunandi útgáfum á 30 mismunandi safnskífum. Larry Heard e.þ.s. Mr. Fingers hefur þó gert óteljandi aðra klassíkera í gegnum tíðina og „Beyond the Clouds“ er einn þeirra, ljúfur og svífandi acid fílingur í gangi.

.


JM Silk – Music Is The Key
Smellum hér inn einu hip house lagi enn eins og nafnið bendir til var hip house tilraun til þess að blanda saman hip hop og house tónlist, þetta var skammlíft trend sem þó hafði mikil áhrif á eurodance dót næstu ára/áratuga. Sum þessara laga eru þó stórskemmtileg og ekki síst vókalarnir, finnur t.a.m. varla betri línu en „I am a dj man / and Music is my plan“ eins og er sönglað hér í upphafi.

.


KC Flightt – Let’s get Jazzy
Smá jack fílingur í gangi hér, fáránlega góð bassalína og voxarnir og percussionið í kring er gott partý.

Svona mætti auðvitað lengi telja og væri gaman að fá fleiri linka í athugasemdir. En ef þið viljið tjútta við svona stöff sjáumst við vonandi á Kaffibarnum á morgun.

Föstudagsflagarinn #4

Það er enginn annar en Marshall Jefferson sem á föstudagsflagarann þessa vikuna, en hann  er af mörgum talinn vera einn af frumkvöðlum housetónlistarinnar, þá sérstaklega jackin´housins sem er kennt við Chicago. Hann hefur gefið út mikið af frábæri tónlist, meðal annars  á hinu goðsagnakennda Trax.

Hann gerði hið ódauðlega lag Move Your body sem virðist ennþá virka hvar sem það er spilað. Það er hins vegar ekki flagari vikunar heldur lagið Mushrooms.En í laginu segir Marshall frá því þegar hann tók sveppi í fyrsta sinn. Ekki veit ég hvort þessi saga sé sönn, en lagið er að engu síður frábært. Ég komst fyrst í kynnum við lagið þegar ég heyrði remixið hans Justin Martin af laginu sem ég mæli einnig með að fólk tékki á.

Magnús Felix //magnusfelix@gmail.com

Syrpu Syrpa #3

Alltaf er nóg til af plötusnúðum að setja saman syrpur og henda þeim á veraldarvefinn!

Hinn finnski Fanu henti í eitt heitt drum & bass mix, soldið í þeim drumfunk stíl sem hann er þekktur fyrir.

Mary Anne Hobbs fékk dubsteppandi Bristolbúa í heimsókn í hljóðver Radio 1, á eftir að tjekka á þessu en nöfnin sem koma við sögu eru nóg til þess að fullvissa mig um að þetta sé killer þáttur. Svo er tónlistarleg arfleifð Bristol langt frá því að vera ómerkileg. (MP3 download hér)

Fyrir þá eru að leita af gömlu og góðu má finna safn af gömlum WBMX syrpum frá 9. áratugnum hér. WBMX er útvarpsstöð í Chicago sem var meðal annars heimili hins goðsagnakennda mix þáttar Hot Mix Five og átti stóran þátt í uppgangi house tónlistarinnar. Fleiri mix af þessu tagi auk ýmis konar danstónlistar sagnfræði má svo finna á hinni stórskemmtilegu Deephousepage.com.

Þá komst ég loks í það að hlusta á settið sem Scuba gerði fyrir XLR8R, skemmtileg syrpa. Remixin af breiðskífunni hans sem eru að koma út þessa dagana eru líka alveg frábær, sýna hversu fjölbreytt og skemmtilegt dubsteppið er þessa dagana.

Að lokum ætla ég að plögga sjálfan mig og mixið sem ég gerði fyrir PZ í síðustu viku, það má finna hér og tracklisti er hér.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook