Greinasafn fyrir merki: cosmische

DansiDans Hlaðvarp #12 – Andrés

Mynd fyrir HlaðvarpDansiDans Hlaðvarp #12 – Andrés

Andrés er einn af færustu snúðum okkar Íslendinga, þjóðkunnur reynslubolti sem hefur verið lengi að. Hann hefur í gegnum árin daðrað við ýmis konar grúv, frá house sveiflu í dansrokk og yfir í öllu lounge skotnari tóna. Undanfarið hefur hann skipað dúettinn Már&Nielsen ásamt útvarpsmanninum geðþekka Helga Má og hafa þeir kveikt í dansgólfum um víðan völl.

Í hlaðvarpssyrpu Andrésar gætir ýmissa grasa, byrjað er á draumkenndum kosmískum tónum en síðar er litið við í kraut rokki og elektró geiranum. DansiDans þakkar Andrési kærlega fyrir 12. kaflann í hlaðvarpinu okkar og vonar að lesendur hafi jafn gaman að syrpunni og við umsjónarmennirnir.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Mixað í einni töku í 2x CDJ200 og Rane Rotary Empath, convertað í Apogee Digital PSX-100, tekið upp gegnum Sound Forge.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Dagskráin er þétt skipuð og fer að mestu í mína daglegu vinnu og fjölskyldulíf. Svo kemur tónlistin.

Síðustu ár hef ég verið að spila mikið með Helga Má undir nafninu Már&Nielsen. Við höfum verið að halda uppi svona hæfilega kærulausu partýi. Við skemmtum okkur konunglega við það 🙂

Ég spila einnig undir nafninu Andrés, það eru yfirleitt lounge tengdari gig.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Það gerist margt gott en smæðin háir okkur stundum.


4. Hvað fílarðu?
Það breytist dag frá degi. Almennt séð fíla ég þó fjölbreytileika í dj settum. Finnst lögin njóta sín betur ef mixuð eru saman ólík lög, gömul og ný.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Már&Nielsen gáfu út Dansa Meira vol.5 í maí. Diskurinn er gefinn á kvöldunum okkar í sumar. Endilega látið mig vita ef ykkur vantar eintak.

Lagalisti:
1. Peak – Along for the ride
2. Oto – Bats
3. Anne Clark – True love tales
4. Severed Heads – Bayer
5. Mark Lane – Sojourn (original)
6. Guyvers Connection – La transformation
7. Neural Circus – Neural circus
8. Visible – TLC
9. Tara Cross – Small talk
10. The Fallout Club – The beat boys
11. Drinking Electricity – Breakout (long version)
12. Kroma – Sexy films (vocal)
13. Severed Heads – Dead eyes opened (long version)
14. Arpanet – Devoid of wires
15. Squadra Blanco – Night of the illuminati
16. Giampiero Boneschi – Saturns ambush
17. Lee Negin – Nothing goes right

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.