Greinasafn fyrir merki: Daft Punk

Áhrifamestu listamenn og hljómsveitir danstónlistarinnar

BBC greinir frá niðurstöðum könnunar sem breska tónlistarhátíðin Global Gathering stóð fyrir um áhrifamestu böndin og/eða listamennina í danstónlistarsögunni. Gömlu brýnin í Prodigy tróna á toppnum en fast á hæla þeira komu Daft Punk,  Faithless,  New Order, Orbital og Kraftwerk. Carl Cox, Paul Oakenfold og Fatboy Slim voru einu sólólistamennirnir og plötusnúðarnir á listanum. 

Persónulega þykir mér þessi listi slá saman frægustu og farsælustu við áhrifamestu, Prodigy er kannski ein þekktasta danstónlistarsveitin og vissulega hafa þeir félagar haft mikil áhrif en t.d. toppa þeir í mínum bókum seint Kraftwerk hvað varðar áhrif. Sömuleiðis er skemmtilegt að skoða þennan lista í ljósi þess hversu áberandi bresk bönd eru (enda könnunin bresk), aukinnheldur er merkilegt hversu 90’s listinn er í raun og veru. En þetta vekur umræðu og athygli, er það vel.

-Karl Tryggvason

Scooter vs. Daft Punk

Ég áttaði mig á þessari skrítnu tengingu milli Daft Punk og Scooter um daginn. Báðar hljómsveitir hafa sett saman lög þar sem textinn er nánast hrein upptalning á áhrifavöldum. Eflaust hafa margir fleiri átt svipuð lög?

Daft Punk – Teachers:

* Paul Johnson
* DJ Funk
* DJ Skull
* DJ Rush
* Waxmaster
* DJ Hyperactive
* Kevin Carol
* Brian Wilson
* George Clinton
* Lil Louis
* Ashley Beedle
* Neil Landstruum
* Kenny Dope
* DJ Hell
* Louie Vega
* Carol Lexi
* Dr. Dre
* Omega
* Gemini
* Jeff Mills
* DJ Deya
* DJ Milton
* DJ Slugo
* Green Velvet
* Joey Beltram
* DJ Else
* Roy Davis, Jr.
* Boo Williams
* DJ Tonka
* DJ Snow
* DJ Kell
* Mark Dana
* Todd Edwards
* Romanthony
* Ceevea
* Luke Slater
* Derrick Carter
* Robert Hood
* Parris Mitchell
* Dave Clarke
* Armand Van Helden
* Robert Armani
* Sir Elton John

Scooter – Hyper Hyper

* Westbam
* Marusha
* Stevie Mason
* The Mystic Man
* DJ Dick
* Carl Cox
* The Hooligan
* Cosmix
* Kid Paul
* Dag
* Mike Van Dike
* Jens Lissat
* Lenny Dee
* Sven Väth
* Mark Spoon
* Marco Zaffarano
* Hell
* Paul Elstak
* Mate Galic
* Roland Casper
* Sylvie
* Miss Djax
* Jens Mahlstedt
* Tanith
* Laurent Garnier
* Special
* Pascal F.E.O.S.
* Gary D.
* Scotty
* Gizmo

Leópold Kristjánsson

Franskt Hús

Þegar ég var að byrja að hlusta á danstónlist, hlustaði ég mikið á þátt hjá Party Zone þar sem þeir völdu Topp 40 all time bestu danslögin. Þátturinn var augljóslega fullur af slögurum eins og „Gypsie Woman“, „Planet K“, „Good Life“ og svo mætti lengi telja.

Uppáhaldslagið mitt á listanum var þó alltaf „Music sounds better with you“ með Stardust. Lagið var algjör hittari um aldamótin, byrjaði á því að heilla klúbbaheiminn á Ibiza en sló síðar í gegn og var spilað í gríð og erg á MTV og popp útvarpsstöðum heimsins. Annar helmingur Stardust var Thomas Bangalter sem er betur þekktur fyrir að vera í Daft Punk og má einginlega að segja að hann hafi átt stærstan hluta í að þróa svokalla franskt house.

En franskt house, í það minnsta tónlistin frá 10. áratugnum, er yfirleitt búið til úr sömplum úr soul/fönk lögum. Þú skellir á þau filter, setur bassa og kick undir og voilá kominn hittari. Um daginn fann ég þetta myndband sem sýnir hvaðan sömplin  úr  frægustu frönsku house slögurunum (meðal annars „Music sounds better with you“) eru tekin.

Annars verð ég að segja að mér finnst franskt hús hafa hrakað gríðalega. Ed Banger labelið virðist hafa tekið við senunni og „electroað“ hana alltof mikið upp. Síðasta ár sá ég 4 franska plötusnúða sem virtust allir eiga það sameiginlegt að þurfa að sýna hvað þeir væru klárir á sampl fídusin á Cdj-inum sínum, mér til mikils ama.

Magnús Felix | magnusfelix@gmail.com