Greinasafn fyrir merki: dansidans

DansiDans Hlaðvarp #13 – Biggipop


DansiDans Hlaðvarp #13 – Biggipop

Birgir Örn, öðru nafni Biggipop, er ungur og fjölhæfur drengur. Hann býr og starfar erlendis og hefur því lítið sést á bak við plötuspilara á knæpum og klúbbum hérlendis. Er það miður. Syrpan sem hér fæst er stórskemmtileg og margslungin. Þannig má heyra allt frá nýrri finnskri tilraunatónlist, til Vindaborgar-húss og æði margt þar á milli. DansiDans kann Birgi miklar þakkir fyrir þetta þrettánda innslag hlaðvarpsins góða. Njótið vel.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Sumt er mixað beint með tveimur plötuspilurum og sampler, annað er klippt til og hrært saman í Logic. Þetta er í fyrsta skipti sem ég set syrpu saman á þennan hátt, mig langaði að eiga meira við lögin en vanalega.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Undanfarið hef ég verið að gera tónlist með vini mínum Niko-Matti Ahti undir nafninu Bersabea. Við erum að klára fyrstu lögin okkar núna og ætlum að koma einhverju út á þessu ári eða næsta. Tek stöku dj gigg, en væri alveg til í að gera það oftar. Svo bara skóli og vinna og flutningar og hark!

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég bara veit það ekki, ég hef ekki verið þar svo mikið síðustu ár. Þessi hlaðvörp á síðunni eru samt frábær.

4. Hvað fílarðu?
Þessi síða er snilld: http://sounds.bl.uk/. Mikið af mjög furðulegu dóti.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?

Já, hvet plötusnúða til að ekki vera ekki hræddir við að mixa lög í
drasl. Þau eru hvort eð er ekki til í tómarúmi. Meiri óreiðu!

www.soundcloud.com/biggipop

Lagalisti:
01. Astral Social Club – Clarion Super-Cortex
02. Tres Demented – Demented (or Just Crazy)
03. Black Dice – Creature
04. The Chaplin Band – Il Veliero
05. Atmosphere – Atmosphere Strut
06. Giorgio Moroder – Utopia (Me Giorgio)
07. Bo Hein & Bo Mein – Master Of The Nine Cities
08. Eric Copeland – Alien In A Garbage Dump
09. Terry Riley – Rainbow In Curved Air
10. ‘Lectric Workers – Robot Is Systematic
11. August Darnell – Friendly Children (Todd Terje edit)
12. Paris Grey – Don’t Make Me Jack
13. Phase II – Reachin’
14. Prefab Sprout – When Love Breaks Down
15. The Paradise – In Love With You
16. Limahl – Neverending Story
17. La Düsseldorf – Rheinita
18. Daniel Maloso – Ritmo Especial
19. Caribou – Odessa
20. Evans Pyramid – Never Gonna Leave you
21. Bumblebee Unlimited – Lady Bug
22. B.W.H. – Livin’ Up
23. Alice Coltrane – Going Home
24. Fricara Pacchu – Swartkrans
25. Mr. Fingers – Stars
26. Neon – Skydiver
27. Kemialliset Ystävät – Riisilla Ja Rusinoilla
28. Kraftwerk – Ananas Symphonie

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Dansidans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

DansiDans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson er fjölbreyttur fýr og hefur komið nálægt hinum ólíkustu geirum raf- og danstónlistar. Undanfarinn misseri hefur hann hins vegar einna helst einbeitt sér að boogie / funk / diskó tónlist 9. áratugs síðustu aldar og getið sér gott orð með mixum, klúbbakvöldum og partíum í þeim gírnum.

Árni er um þessar mundir búsettur í Tokyo þar sem hann akademíserar um danstónlist á daginn en spilar hana af plötum á kvöldin. Það er DansiDans mikill heiður að kynna tíunda hlutann í hlaðvarpi okkar frá Árna Kristjánssyni.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Ekkert þema nema bara níundi áratugurinn og sálarfull músík.  Ólíkt hinum 80s diskó og boogie mixunum mínum hef ég smellt hér inn mínum eigin edit-um og svo er eitt lag frá Japan.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Er í námi við Tokyo University of Fine Arts að gera rannsókn á klúbbatónlist hér í landi, þá aðallega dubstep og hvernig sena hefur myndast í kringum tónlistina í Japan.  Í tengslum við það verð ég með málþing í skólanum þann 17. apríl um dubstep senuna hér með gestunum Goth Trad, Cycheouts Ghost og Dj Tuttle en þeir hrintu senunni af stað hérlendis.
Er einnig að undirbúa annað Boogie in Motion kvöld sem verður haldið í lok apríl en það er viðburður sem að ég, DJ Kent úr Force of Nature og Shacho úr pönk-djasssveitinni Soil & „PIMP“ Sessions stofnuðum snemma á síðasta ári.

Síðast en ekki síst erum við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project að undirbúa 10 ára starfsafmælis-tónleika sem við ætlum að halda í lok september á Íslandi.  Svo er ég stöðugt að versla og leita að plötum.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Þar sem ég er búsettur hinum megin á hnettinum eins og er hef ég lítið getað fylgst með klúbbakvöldum en mér finnst nóg af skemmtilegri músík að birtast og finnst eins og breiddin sé orðin meiri heldur en seinustu ár.  Mjög spennandi tímar framundan.

4. Hvað feelaru?
Akkúrat núna er það hlaðvarpið I Love Movies hans Doug Benson, tónlistarmaðurinn DJ Deeon og sjónvarpsþátturinn 30 Rock.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Rímix mitt af lagi Ezequiel Lodeiro „El Latinazo“ er nýkomið út á 10″ á útgáfunni Lovemonk (fæst á Juno /Fat City / Chemical Records og víðar) og kemur út mjög fljótlega sem dánlód.

Við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project (TZMP) erum svo með nýlegt vídjó við lag okkar Electro Party (In Your Pants) sem má skoða hér.  Svo eru öll þrjú boogie mixin mín reiðubúin til dánlóds á heimasíðunni minni eða í gegnum mæspeisið.

www.arnikristjansson.com
www.myspace.com/arnikristjans
www.myspace.com/tzmp

Lagalisti:
1. Forecast – Don’t Stop
2. Kwick – Night Life
3. Cecil Parker – What It Is (Arni Kristjansson Re-edit)
4. Chic – Soup For One
5. Yamashita Tatsuro – Bomber
6. Locksmith – TMI
7. First Love – Party Lights
8. High Fashion – Feelin’ Lucky Lately
9. Dayton – Meet The Man
10. Blue Magic – Clean Up Your Act (Arni Kristjansson Re-edit)
11. Skipworth & Turner – Street Parade
12. Network – Cover Girl
13. Con Funk Shun – If You’re In Need of Love (Arni Kristjansson
instrumental edit)

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

DansiDans eins árs!

DansiDans fagnaði eins árs afmæli í kyrrþey í gær en fyrsta færslan á þessari síðu fór upp 25. nóvember 2008. Síðan þá hafa svo dottið inn 156 færslur í 21 flokka með 494 töggum og gestir síðunnar hafa skilið eftir 518 athugasemdir (þar af 8 spam). Gestafjöldin hleypur á tugum þúsunda á árinu og eru vinsælustu færslurnar um væntanlega svínaplötu Matthew Herbert og Oculus hlaðvarpið. Annars eru 8 hlutar komnir í hlaðvarpið okkar, hvor öðrum betri og sennilega sá hluti síðunar sem ég persónulega er ánægðastur með. Ef miða má við viðbrögð áskrifenda og annnarra eru fleiri sáttir við DansiDans hlaðvarpið. Fylgist vel með því í vændum eru fjölbreytt og stórskemmtileg mix frá nokkrum af skemmtilegri snúðum lýðveldisins.

Annars er DansiDans skilgetið afkvæmi og hugmynd Magnúsar Felix, en honum þótti vöntun á vitrænni umfjöllun um rafræna danstónlist á Íslandi. Hér hefur verið gerð tilraun til þess að fylla í það skarð með skrifum og ábendingum Magnúsar og annarra vel valinna aðila. Við þökkum fínar móttökur og vonum að þið fylgist áfram með DansiDans.com því við höldum ótrauðir áfram. Ábendingar um efni og umfjallanir eru að vanda vel þegnar og sömuleiðis hlekkir á síðuna og athugasemdir á einstakar færslur.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com