DansiDans Hlaðvarp #13 – Biggipop
Birgir Örn, öðru nafni Biggipop, er ungur og fjölhæfur drengur. Hann býr og starfar erlendis og hefur því lítið sést á bak við plötuspilara á knæpum og klúbbum hérlendis. Er það miður. Syrpan sem hér fæst er stórskemmtileg og margslungin. Þannig má heyra allt frá nýrri finnskri tilraunatónlist, til Vindaborgar-húss og æði margt þar á milli. DansiDans kann Birgi miklar þakkir fyrir þetta þrettánda innslag hlaðvarpsins góða. Njótið vel.
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Sumt er mixað beint með tveimur plötuspilurum og sampler, annað er klippt til og hrært saman í Logic. Þetta er í fyrsta skipti sem ég set syrpu saman á þennan hátt, mig langaði að eiga meira við lögin en vanalega.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Undanfarið hef ég verið að gera tónlist með vini mínum Niko-Matti Ahti undir nafninu Bersabea. Við erum að klára fyrstu lögin okkar núna og ætlum að koma einhverju út á þessu ári eða næsta. Tek stöku dj gigg, en væri alveg til í að gera það oftar. Svo bara skóli og vinna og flutningar og hark!
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég bara veit það ekki, ég hef ekki verið þar svo mikið síðustu ár. Þessi hlaðvörp á síðunni eru samt frábær.
4. Hvað fílarðu?
Þessi síða er snilld: http://sounds.bl.uk/. Mikið af mjög furðulegu dóti.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Já, hvet plötusnúða til að ekki vera ekki hræddir við að mixa lög í
drasl. Þau eru hvort eð er ekki til í tómarúmi. Meiri óreiðu!
Lagalisti:
01. Astral Social Club – Clarion Super-Cortex
02. Tres Demented – Demented (or Just Crazy)
03. Black Dice – Creature
04. The Chaplin Band – Il Veliero
05. Atmosphere – Atmosphere Strut
06. Giorgio Moroder – Utopia (Me Giorgio)
07. Bo Hein & Bo Mein – Master Of The Nine Cities
08. Eric Copeland – Alien In A Garbage Dump
09. Terry Riley – Rainbow In Curved Air
10. ‘Lectric Workers – Robot Is Systematic
11. August Darnell – Friendly Children (Todd Terje edit)
12. Paris Grey – Don’t Make Me Jack
13. Phase II – Reachin’
14. Prefab Sprout – When Love Breaks Down
15. The Paradise – In Love With You
16. Limahl – Neverending Story
17. La Düsseldorf – Rheinita
18. Daniel Maloso – Ritmo Especial
19. Caribou – Odessa
20. Evans Pyramid – Never Gonna Leave you
21. Bumblebee Unlimited – Lady Bug
22. B.W.H. – Livin’ Up
23. Alice Coltrane – Going Home
24. Fricara Pacchu – Swartkrans
25. Mr. Fingers – Stars
26. Neon – Skydiver
27. Kemialliset Ystävät – Riisilla Ja Rusinoilla
28. Kraftwerk – Ananas Symphonie
DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.