Greinasafn fyrir merki: Detroit

Plötubúðarýni: Hard Wax

Hin goðsagnakennda Hard wax(eða Cardwax eins og Biggi í Maus kallaði hana) er staðsett í Kreuzberg Berlín. Það er ákveðinn upplifun að fara í búðina þar sem hún er staðsett í miðju íbúðarhúsnæði, sjálfur hélt ég að félagar mínir ætluðu að kaupa byssur eða eiturlyf þegar þeir sýndu mér búðina í fyrsta sinn.

Ef maður er ekki í Berlín er hægt samt hægt að versla við Hard Wax í gegnum netið(Hardwax.com). Í þessari plötubúðarýni ætla ég að fjalla um kosti og galla netverslunar Hard Wax. Athugasemdir, ábendingar og frekari umræða í athugasemdakerfinu væri vel þegin.

Kostir:

Sendigar- tími og kostnaður
Hard Wax notast við UPS og er því sendingartími(á meginlandinu) mjög stuttur. Ég hef fengið plötur frá þeim í hendurnar aðeins tveim dögum eftir að ég pantaði þær. Þrátt fyrir þennan hraða er kostnaðurinn við sendinguna ekki svo hár en hægt er fá allt að 100 plötur sendar fyrir aðeins 14 evrur.

Úrval
Hægt að finna allt frá glænýju dubstep-i yfir gamlar Trax útgáfur hjá Hard Wax. Þeir bjóða uppa rosaleg úrval af Detroit house og technoi sem mér hefur ekki tekist að finna annarstaðar. Svo er auðvitað alltaf til það nýjasta frá Shed/Wax/EQD og SoundStream sem er oftast „must“.  Hard Wax hefur þó alltaf verið þekkt fyrir gott úrval af techno-i.

Tóndæmi og lýsingar
Á öllum plötum bjóða Hard Wax upp á tóndæmi og stutta lýsingu. Spilarinn er einfaldur „klick and play“ og lýsingar á plötunum eru oft skemmtilegar. Margur plötusnúðurinn hefur minnst á mikilvægi TIP sem starfsfólk notar til að bendar á plötur sem þeim þykir góðar.

Flokkunin
Viðmót síðunnar minnir mann svolítið á alvöru plötubúð og að browsa í gegnum flokkana og allt sem maður sér og hlustar á er til. Flokkunin stefnum er einföld og smá rakka fílingur í það að renna niður síðurnar.

Gallar:

Engin Óskalistar eða Spilalistar
Hard Wax býður manni ekki að fá áminningu þegar útgáfa eða listamaður gefur út plötu. Ekki er hægt að skoða plötur sem ekki eru uppseldar og biðja um að fá áminningu ef og þegar þær koma aftur. Þá er heldur ekki hægt að búa til spilalista úr tóndæmum, heldur verður maður sífellt að vera velja ný lög. Þetta hefur svolítil áhrif á hvernig maður verslar.

Engin Topplistar
Margar síður, t.d. Juno og Beatport, fá dj-a til að búa til topp 10 lista fyrir sig. Kostir og gallar þess eru reyna efni í grein útaf fyrir sig, en í stuttu máli geta þannig listar hjálpað manni að uppgötva nýja tónlist.

Niðurstaða:

Hard Wax  nýtir sér ekki alla kosti þess að vera með verslun á netinu en tekst þó að gera plötukaup í gegnum netið aðeins öðruvísi og persónulegri. Þjónustan er fín og sendingartíminn stuttur. Margt finnur maður þó ekki í Hard Wax en ef hart techno er það sem maður er að leita af þarf maður ekki að leita lengra.

Ghostly International

Ég er staddur í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum þessa dagana. Mun njóta lífsins hér um stund og reyna í leiðinni að drekka í mig bandaríska menningu sem á vegi mínum verður. Síðastliðinn föstudag ákvað ég að bregða undir mig betri fætinum og kíkja á leibelkvöld hjá Ghostly útgáfunni á Mezzanine klúbbnum í San Francisco.

Ghostly 10 ára

Ég hef allt frá því ég heyrði fyrst um þessa útgáfu staðið í þeirri trú að hún væri Techno/House-útgáfa rekin af Matthew Dear (Audion). Svo er hinsvegar ekki. Útgáfan er stofnuð af Sam Valenti IV nokkrum sem ólst upp í nágrenni Detroit borgar. Fyrsti listamaðurinn sem hann réð til sín var hinsvegar Matthew Dear. Undirútgáfa Ghostly, Spectral Sound, er samt sem áður nánast eingöngu Techno og átti t.d. klúbbaslagarann Billy Says Go í fyrra frá títtnefndum Audion.

Listamennirnir sem boðið var upp á voru flestir eitthvað að vefjast fyrir mér – kannaðist ekki við neinn nema stelpu frá Chicago sem heitir Kate Simko og gerir fínasta House. En það er auðvitað bara meira spennandi að vita sem minnst.

Tónlistarfólkið sem ég sá var Michna, Kate Simko, Tycho og The Sight Below (missti af öðrum því ég kom svolítið seint). Allir spiluðu live sett og voru eilítið í DownTempo/IDM áttina, nema þá Kate Simko sem var með pjúra House sett frá byrjun og Michna var að spila einhverskonar skrítið raf-popp. Músíkin var hinsvegar mjög fín oftast og staðurinn og sándið gott. Ég komst líka að því að hönnun er eitt af aðalsmerkjum Ghostly og voru bæði visjúalar (með öllum öktum), bolir og pósterar sem voru til sölu alveg fyrirtak. Ég er þeirrar skoðunnar að hægt sé að blanda hönnun (grafík) og tónlist skemmtilega saman og á Ghostly fólk hrós skilið fyrir vel heppnaða blöndu.

Mæli með að fólk smelli á eitthvað af linkunum og hlusti á tóndæmi.

http://www.ghostly.com

– Leópold Kristjánsson

Heimildamyndir

Tvær skemmtilegar heimildamyndir, gott gláp fyrir helgina.

High Tech Soul: The Creation of Techno Music mynd frá 2006 um Detroit og Techno tónlistina sem borgin hefur getið af sér, setur Detroit borg soldið á stall en er fróðleg og skemmtileg engu að síður.

We Call it Techno fjallar svo um uppruna technosins í Þýskalandi, frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar og fram á þann 10. Margt forvitnilegt þarna, ég vissi t.d. ekki að orðið techno hefði verið notað um tónlist áður en Detroit kom til sögunnar og að danstengt raftónlist hefði átt svona miklu fylgi að fagna í Þýskalandi fyrir 1990.

Svo er líka gaman að bera myndirnar saman, We Call it Techno fjallar miklu meira um partýin, djammið, klúbbana og fólkið sem sótti þá heim á meðan High Tech Soul leggur áherslu á tónlistarmennina, snilligáfu þeirra og frumkvöðlastarf. Munurinn speglast eiginlega bara best í nafninu á myndunum.