Greinasafn fyrir merki: Diplo

Major Lazer

Major Lazer er nýlegt verkefni plötusnúðanna Diplo og Switch. Þeir hafa eins og flestir vita verið mjög vinsælir fjölstefnu-plötusnúðar undanfarin ár. Diplo átti t.d. stóran þátt í því að koma öllum evrópskum krökkum inn á það að Baile Funk væri málið, sænaði Bonde de Role og vann svo náið með M.I.A. að hennar efni.

Major Lazer verkefnið virðist ganga út á það að þeir félagar fóru til Jamaica og gerðu Dancehall plötu eins og krakkarnir þar gera og fengu mikið af þeim MC-um og tónlistarfólki sem eru að gera það gott á eyjunni til að koma til liðs við sig (auk annara eins og Santigold, Crookers og Amanda Blank). Platan var tekin upp í Tuff Gong stúdíóunum í Kingston.

Ég sá Diplo og Switch leika fyrir dansi sem Major Lazer um daginn. Showið var samansett af Diplo og Switch að spila Dancehall, Crunk, Reggaeton, Dubstep, jungle og House. Svo spiluðu þeir reglulega Major lazer samplið sitt, þokulúðra og Geyslabyssuhljóð. Með þeim á sviðunu voru tveir dansarar og MC að nafni Skerrit Bwoy. Það var mikill hiti í húsinu og greinilegt að hægt er að spila Dancehall um allan heim.

Hér eru svo tvö Major Lazer myndbönd (efsta myndbandið er óneitanlega líkt Parisian Goldfish myndbandi Flying Lotus – eða hvað?)