Greinasafn fyrir merki: Disko

The Joy of Disco

The Joy of Disco er skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur  t.d. David Mancuso og Nicky Siano.

Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.

Dansidans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

DansiDans Hlaðvarp#10 – Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson er fjölbreyttur fýr og hefur komið nálægt hinum ólíkustu geirum raf- og danstónlistar. Undanfarinn misseri hefur hann hins vegar einna helst einbeitt sér að boogie / funk / diskó tónlist 9. áratugs síðustu aldar og getið sér gott orð með mixum, klúbbakvöldum og partíum í þeim gírnum.

Árni er um þessar mundir búsettur í Tokyo þar sem hann akademíserar um danstónlist á daginn en spilar hana af plötum á kvöldin. Það er DansiDans mikill heiður að kynna tíunda hlutann í hlaðvarpi okkar frá Árna Kristjánssyni.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Ekkert þema nema bara níundi áratugurinn og sálarfull músík.  Ólíkt hinum 80s diskó og boogie mixunum mínum hef ég smellt hér inn mínum eigin edit-um og svo er eitt lag frá Japan.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Er í námi við Tokyo University of Fine Arts að gera rannsókn á klúbbatónlist hér í landi, þá aðallega dubstep og hvernig sena hefur myndast í kringum tónlistina í Japan.  Í tengslum við það verð ég með málþing í skólanum þann 17. apríl um dubstep senuna hér með gestunum Goth Trad, Cycheouts Ghost og Dj Tuttle en þeir hrintu senunni af stað hérlendis.
Er einnig að undirbúa annað Boogie in Motion kvöld sem verður haldið í lok apríl en það er viðburður sem að ég, DJ Kent úr Force of Nature og Shacho úr pönk-djasssveitinni Soil & „PIMP“ Sessions stofnuðum snemma á síðasta ári.

Síðast en ekki síst erum við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project að undirbúa 10 ára starfsafmælis-tónleika sem við ætlum að halda í lok september á Íslandi.  Svo er ég stöðugt að versla og leita að plötum.

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Þar sem ég er búsettur hinum megin á hnettinum eins og er hef ég lítið getað fylgst með klúbbakvöldum en mér finnst nóg af skemmtilegri músík að birtast og finnst eins og breiddin sé orðin meiri heldur en seinustu ár.  Mjög spennandi tímar framundan.

4. Hvað feelaru?
Akkúrat núna er það hlaðvarpið I Love Movies hans Doug Benson, tónlistarmaðurinn DJ Deeon og sjónvarpsþátturinn 30 Rock.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Rímix mitt af lagi Ezequiel Lodeiro „El Latinazo“ er nýkomið út á 10″ á útgáfunni Lovemonk (fæst á Juno /Fat City / Chemical Records og víðar) og kemur út mjög fljótlega sem dánlód.

Við í hljómsveitinni The Zuckakis Mondeyano Project (TZMP) erum svo með nýlegt vídjó við lag okkar Electro Party (In Your Pants) sem má skoða hér.  Svo eru öll þrjú boogie mixin mín reiðubúin til dánlóds á heimasíðunni minni eða í gegnum mæspeisið.

www.arnikristjansson.com
www.myspace.com/arnikristjans
www.myspace.com/tzmp

Lagalisti:
1. Forecast – Don’t Stop
2. Kwick – Night Life
3. Cecil Parker – What It Is (Arni Kristjansson Re-edit)
4. Chic – Soup For One
5. Yamashita Tatsuro – Bomber
6. Locksmith – TMI
7. First Love – Party Lights
8. High Fashion – Feelin’ Lucky Lately
9. Dayton – Meet The Man
10. Blue Magic – Clean Up Your Act (Arni Kristjansson Re-edit)
11. Skipworth & Turner – Street Parade
12. Network – Cover Girl
13. Con Funk Shun – If You’re In Need of Love (Arni Kristjansson
instrumental edit)

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Helgin 28.-30. Nóvember

Reynt verður að mæla með atburðum hverja helgi, það er að segja ef við finnum eitthvað til að mæla með.

Jack Schidt spilar ásamt hinni þýsku Factory Girl á Kaffi Cultura annað kvöld.

nautshaus_unnin2

Gullkálfurinn Jack Schidt

Eins og flestir (ættu að) vita er Jack Schidt annað nafn yfir Margeir sem er einn af elstu og virtustu plötusnúðum landsins. Factory Girl veit ég svosem ekkert um, annað en það að hún er hjá sama booking agency og Margeir og Steed Lord. Því má örugglega búast við þrusukvöldi á Kultura sem virðist vera breyta um stefnu og verða einn af skemmtilegri skemmtistöðum borgarinnar.

Einnig mæli ég með að fólki hlusti á Party Zone á laugardagskvöldið. Gestasnúður þáttarins er enginn annar en Asli sem er búinn að lofa því að spila ,,neðanjarðar diskó perlur“, sem er góð tilbreyting frá ,,helvítis technoinu“.