Greinasafn fyrir merki: Dixon

Tvær skemmtilegar umræður

innervisions

Á vefsíðu Innervisions er að finna spjallborð sem innheldur of skemmtilega pósta. Mér datt í hug að benda á tvo pósta til þess að skapa smá umræðu. En umræðurnar á spjallinu er líka skemmtileg lesning og gaman að sjá hvernig Dixon, Frank(Ame) og Kristian(Ame) taka þátt og hver skoðunn þeirra er, á þessum málum.

Fyrri umræðan fjallar um hið klassíska mál mp3 vs. vinyl, en það koma fram ýmis skemmtilega sjónarhorn, sem ég hafði ekki pælt mikið í áður. Umræðuna má nálgast hér.

Seinni umræðan er að vísu svolítið gömul en á að engu síður vð í dag. En eftir að Ame sló í gegn með laginu Rej myndaðist einskonar deep house æði og hvert rej wannabe lagið kom út á fætur öðru. Ég vil meina að þetta æði eigi ennþá stað í dag, eða allavega virðist koma svo mikið út af deep house sem er svo ófjölbreytt að maður er hættur að þekkja lögin í sundur. Umræðuna má nálgast hér.

Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þessi mál.

SyrpuSyrpa#15

Alltaf finnur maður einhver skemmtileg mix á áhugamálinu danstónlist á huga.is,en í þessari viku hef ég verið að hlusta á tvö mix þaðan.

Fyrra mixið ef frá notendanum Gerald og heitir B-side of deep. Nafnið á mixinu lýsir því vel þar sem mixið er sett saman úr b-hliðum 12″ deep platna. Þrælskemmtilegt mix sem ég mæli með að fólk tékki á, en mixið, meiri upplýsingar og annað mix  frá Gerald  er hægt að nálgast hér.

Seinna mixið er frá notendanum Hreggi89. Skemmtilegt mix sem inniheldur svona deep house sem maður heyrir ekki nógu mikið af í dag. Mixið og tracklista er hægt að nálgast hér.

Á twitternum hjá Múm var svo annað íslenskt dj mix að finna, það er á allt öðrum nótum en þau tvö fyrstnefndu og var sett saman fyrir hipstera bloggið Allez Allez. Hress lagalisti, mashup stemning sem á góða spretti og slæma!

culoedesong

Suður Afríska undrabarnið Culoe de song, gerði svo mix fyrir Resident Advisor í síðustu viku. Culoe sem var uppgvötaður eftir að hann komst inn í Red Bull Music Academy í fyrra og virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Dixon og öðrum.